Þjóðviljinn - 29.04.1982, Page 15
E)
Hringið í síma 81333 kl 9-5 alla
virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum
Réttur leigjenda fyrir borð borinn
Réttur leigjenda er mjög fyrir
borö borinn. Gróðasjónarmið
margra leigusala ganga mjög
nærri tilfinningum og sjálfs-
virðingu leigjenda. Þeir hugsa
um gróðann einan og helst má
leigjandi hvorki hósta né anda
án þess að mega sæta ofbeldi
eða hótunum af hálfu þeirra
sem húsum ráða. Það er varla
að blankur leigjandi megi borða
eða ganga til salernis án þess að
þurfa að standa i einhverju
stappi. Og náttúriega fylgir það
þessu aö ekkert má gefa upp til
skatts. Og hvað sem lög segja
eru þau ekki virt, þvi ef
leigjandi kvartar eða svarar
fullum hálsi er gripið til of-
sókna: það er fylgst grannt með
þvi hve mörg desibel af hávaða
leigjandi framkallar þegar
hann kemur heim, segjum á
tólfta timanum, sem þykir ekki
óeðlilegur háttatimi. Gott ef
ekki er ruðst inn á mann eða
lögreglan komin á staðinn fyrr
en varir hvað svo sem
stjórnarskrá segir um persónu-
frelsi. Eng,ulikara en leigjendur
eða aðrir minnihlutahópar þurfi
að vera keppnishæfir i einhverrij
sjálfsvarnaraðferðinni til að
vera við öllu búnir.
H.G
í tilefni 80 ára
afmælis
Halldórs
Laxness:
Meðan heimskan sperrir stél
og skrattar ólmir hrina,
þú hefur leikið listavel
á Ijóðahörpu þina.
Er mammons þræla tiskutál
tólum dauðans lofið sungu,
þú átti vorsins söng i sál
og stuðlað hjartans mál á tungu.
Lista i hæðir sálarsmæð
steðja glæður hlýjar,
meðan blæðir óðsins æð
efni i ræður nýjar.
H.ó.
Halldór Laxness.
(TfTTOO I y ^ irtl
Danir eru manna hrifnastir af Lego-kubbnum svokallaða og þeim möguleikum
sem hann hef ur upp á að bjóða. Hér sést eftirlíking af Amalienborg, dönsku kon-
ungshöllinni —gerðúr Legó-kubbum.
Barnahornið
Fimmtudagur 29. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 15
Útvarp
kl. 21.00
Eldhúsdags-
umræður
Beint útvarp frá
Alþingi
Beint útvarp frá Alþingi,
svokallaöar eldhúsdagsum-
ræöur, verða á dagskrá
Útvarps i kvöld. Hefjast þær
kl. 21 og standa a.m.k. 3 klst.
Þingiö rennur nú sitt skeið á
enda og verða þessar um-
ræður með þeim siðustu sem
fram fara i þingsölum. Fyrir-
komulagið er með hefðbundnu
sniði. Hver stjórnmálaflokkur
fær 15 minútur i tvigang, en
þeir sjálfstæðismenn sem
styðja rikisstjórnina fá hins
vegar 20 minútur allt i allt.
Vegna eldhúsdagsumræðn-
anna raskast dagskráin aö
verulegu leyti og falla niður
sex dagskrárliðir. Þar á
meðal er samantekt leikar-
anna Gunnars Eyjólfssonar og
Baldvins Halldórssonar i til-
efni af áttræöisafmæli
Halldórs Laxness. 4. þáttur
þeirra félaga, Hið ljósa man,
færist yfir á næsta sunnudag
og hefst kl. 14 eftir hádegi.
Eini dagskrárliðurinn sem
ekki fellur niður vegna um-
ræðnanna er þáttur Sveins
Einarssonar, Kvöldstund.
Spjallað við útvarpsmanninn kunna
Pál Heiðar Jónsson:
Búkovskí
minnisstæðasti
viðmælandi minn
Með þvi er vetrardag-
skrá útvarpsins lýkur
falla óhjákvæmilega
nokkrir dagskrárliðir
niður, sumir fólki hug-
stæðari en aðrir rétt eins
og gengur. Einn þessara
dagskrárliða er Morg-
unpósturinn, sem hefur
um alllangt skeið verið i
umsjón hins kunna út-
varpsmanns Páls Heið-
ars Jónssonar. Þjóðvilj-
inn sló á þráðinn til Páls
og spurði hann um ýmis-
legt viðvikjandi þátta-
gerðinni og einnig voru
bornar undir hann þær
sögusagnir að hann væri
að hætta með þessa
þætti:
„ Jú, ég var að lesa það i ein-
hverju blaöinu að ég væri að
hætta með þessa þætti, væri
orðinn leiður á þeim o.s.frv.
Þetta er nú alveg úr lausu lofti
gripið a.m.k. er ég ekkert orð-
inn leiður á þessu. A hinn bóg-
inn ákveður útvarpsráö hvort
þessir þættir halda áfram eða
ekki. Ákvarðanir þeirra
manna sem i þvi ráði sitja hef
ég ekkert með að gera,” sagði
Páll.
Ég byrjaði i þessu haustið
1978 með Sigmari B. Hauks-
syni og nú eru þættirnir orönir
rúmlega 650 talsins. Þættirnir
eru byggðir upp i þvi sem kall-
að er magasinformi, þ.e.
þarna ægir öllu saman, en
þess er gætt að málefni liðandi
stundar sitji i öndvegi. Hug-
myndin er upphafiega feng-
in erlendis frá. Ég meö min-
um samstarfsmönnum, sem
eru orðnir æði margir hef farið
út i ýmsar uppstokkanir á
þáttunum. Stefnan hefur verið
sett á að hafa hvert atriöi sem
styst, en það krefst mikillar
vinnu og oft alveg á mörk-
unum að hægt sé að gera
þannig að manni liki með I
þeim litla mannskap sem
stendur að þessu. Þættirnir
Páll lleiöar Jónsson.
eru sendir beint út, en stund-
um þurfum við aö vera búin að
taka upp efni á segulband og
senda siðan út. Það hafa
komiö ýmis vandamál i sam-
bandi við menn sem ætla aö
mæta i þáttin snemma morg-
uns.l Þar má nefna að bill viö-
mælanda okkar hefur ekki
fariö i gang, aðrir hafa lent i
árekstri og enn aðrir hafa
hreinlega steingleymt þvi að
þeir ættu að mæta. Þetta hefur
skapað vandamál sem orðiö
hefur aö leysa i grænum
hvelli.
Minnisstæðasla viðtalið?
Tja, þaö er ekki svo gott að
segja. Við höfum talað við svo
marga, bæði innlenda sem er-
lenda aðila. Sovéski flótta-
maðurinn Búkovski verður
mér alltaf minnisstæður. Afar
sterkur persónuleiki. Hann
ræddi vitt og breitt um lif sitt i
Vladimir-fangabúðunum.
Einn góðan veðurdag var svo
knúið dyra hjá honum og
nokkrir menn drösluðu honum
út i bil. Það hélt hann væri
endirinn. En i stað þess að
vera sleppt og siðan skotinn á
flótta sem hann hélt sin örlög
yrðu, þá var honum komið
fyrir i flugvél og sendur úr
landi.
Það hafa einnig komið til
min þekktustu stjórnmála-
menn þjóðarinnar og i þeim
þáttum hefur þjóðfélagsum-
ræðán borið borið á góma, at-
vinnulif og sitthvað annað”,
sagöi Páll.