Þjóðviljinn - 13.05.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.05.1982, Blaðsíða 1
UOWIUINN Fimmtudagur 13. mai — 107 tbl. 47. árg. Bilderberg-klúbburinn með fund í Sandefjord í Noregi Geir Hallgrimsson Geir Hallgrímsson er mættur á Park-Hotel jMiUT jsvæða- jmót jhaldið jhér ! Spasskí meðal j þátttakenda INokkurnveginn mun vera frá þvi gengiö aö eitt milli- svæöamotanna i skák fari • fram hér á landi, sennilega I Isepte inberm ánuöi, Milli- svæöamótin sem aö þessu sinni eru þrjti talsins eru i dag fylgir Þjóöviljanum 12 siöna blaöauki um Breiöholtiö og mannlíf þar. Myndin er úr Breiöhoitsbrekkum. Auðjöfrar og stjórnmálamenn ráða ráðum sínum fyrir luktum dyrum I dag hefst i Park Hótel í Sandefjord í Noregi fundur Bilderbergs klúbbsins þar sem saman koma fulltrúar valdamikilla viðskipta- og auðhringa og ýmsir kunnir stjórnmálaforingjar hinna kapítalísku rikja. Löngum hefur verið talið að á þessum fundum séu í baksölum teknar mikilvægar ákvarðanir og gerð kaup sem miklu skipta i vestrænu efnahagslifi. Þ jóðviljinn náði i gær tali af Nils Werring junior, sem er forráðamaður norsku Wilhelmsons- skipaútgerðarinnar og gestgjafi Bilder- bergs-fundarins i Sandef jord. Werring junior kvaðst þvi miður ekki geta gefið Þ jóðviljanum upp nöfn á gestalista Bilderbergs-fundarins, þar sem hann yrði ekki lesinn upp fyrr en á blaðamannafundi i Osló í dag. Frá Osló til Sandefjord í gær Þjóöviljanum er á hinn bóginn kunnugt aö Geir Hallgrimsson hefur siöustu daga veriö i Osló og reyndum viö aö hafa samband viö hann á Grand Hotel i gær. Formaður Sjálfstæöisflokksins var þá nýfarinn það- an en væntanlegur aftur á laugardag eöa sunnudag. Bilderberg-fund- urinn hefst I dag eins og áöur sagöi og stendur til laugardags. Þjóövilj- inn hafði þessu næst samband viö Park Hotel i Sandefjord þar sem fundurinn er haldinn og var Ge'ir Hallgrimsson þá nýkominn þangað, en var ekki á herbergi sinu þannig aö blaöiö náöi ekki sambandi viö hann. En þar sem formaður Sjálfstæöisflokksins er mættur á fundar- staöinn veröur aö telja liklegt aö nafn hans veröi á þeim viröulega gestalista sem lesinn veröur upp af Nils Werring jr. á blaöamannafundi iOslóidag. Annars var þaö álit blaðamanna i norsku höfuöborginni i gær aö listinn gæti reynst fátæklegra fréttaefni en oft áöur, þvi aö breskir og bandariskir boösgestir heföu einhverjir hætt viö þátttöku vegna Falklandseyja-strfös. Þetta voru þó aðeins getgátur i gær. Flokksskrifstofa Sjálfstæðisflokksins sagði Geir í einkaerindum A flokksskrifstofu Sjálfstæöisflokksins fékk Þjóöviljinn þær upplýs- ingar aö Geir Hallgrimsson væri i Osló sem varamaöur á fundi efna- hagsnefndar Norðurlandaráös og yröi þar fram á sunnudag i einkaer- indum, og var framkvæmdastjóra flokksins ekki kunnugt i hverju þau fælust. —ekh undanfari heimsmeistara- keppninnar I skák og komast tveir efstu menn úr mótum þessum i hina svokölluöu áskorendakeppni. t áskor- endakeppninni hafa þeir Hubner og Kortsnoj þegar tryggt sér þátttökurétt. Millisvæöamótiö sem fram fer hér á landi átti upphaf- lega aö halda i Mexikó en vegna fjárhagsöröuleika uröu mótshaldararnir aö gefa mótiö upp á bátinn. Keppendur á mótinu veröa aö öllum likindum þessir: Portisch (Ungv. landi), Spasský (Sovétrikjunum), Polugajevski (Sovétrikj- unum), Balashov (Sovétrikj- unum), Nunn (Englandi), Seirawan (Bandarikjunum), Jusupov (Sovétrikjunum), Torre ( Filippsey jum ), Adorjan (Ungverjalandi), Ivanaov (Kanada), Rodri- quez (Kúbu), Kouataly (Libanon) og Rubinetti (Argentinu). Ekki mun vera ákveðiö hvort mótshaldið veröi i höndum einkaaöila eöa Skáksambands tslands. —- hól. Meðalfjölgun plássa á dagvistarstofnunum í Reykjavík 83% meiri en var hjá íhaldinu Meðalf jölgun plássa sem Reykjavíkurborg hefur til ráðstöfunar á dagvistar- stofnun hefur verið 83% meiri í tíð núverandi meirihlutaflokka helduren á síðustu f jórum f járhags- árunum sem Sjálfstæðis- flokkurinn bar ábyrgð á í Reykjavík. Átimabili fjár- hagsáætlana Sjálfstæðis- flokksins frá 1975 til 1978 var meðalfjölgunin 109 pláss á ári, en á tímabili f járhagsáætlana vinstri flokkanna í Reykjavík frá 1979 til 1982 er meðalf jölg- unin 199 pláss á ári. Fjölgun plássa á dagvistar- stofnunum i Reykjavik var á fjár- hagsárunum 1975 til 1978 sem reiknast á ábyrgö Sjálfstæöis- flokksins samtals 435, en var á ár- unum 1979 til 1982, sem reiknast á ábyrgö vinstri flokkanna, sam- tals 795. Þjóöviljinn hefur látiö vinna upp yfirlit úr skýrslum um dag- vistun barna á vegum Reykja- vikurborgar og sýnir þaö að veru- legt átak hefur veriö gert i aö auka dagvistarrými á kjörtima- bilinu, enda er unnið eftir áætlun um aö fullnægja dagvistarþörf- inni á næstu átta árum. Innifaliö i áöurnefndum tölum eru pláss á heimilum sem borgin yfirtók reksturinn á bæöi timabilin. Hér er um aö ræöa pláss á dagvistar- heimilum, leikskólum og skóla- dagheimilum, og eru þau pláss sem bætast við á þessu ári talin méö, en þau pláss sem bættust viö á árinu 1978, eftir aö nýji meiri- hlutinn tók viö á miöju ári, eru reiknuð til timabils Sjálfstæöis- flokksins. Þau fjögur fjárhags- og ábyrgöarár sem tekin eru til samanburöar frá tveimur tima- bilum eru þvi sambærileg og sýna vel þau miklu umskipti sem uröu viö valdaskiptin i Reykjavik 1978. Þjóöviljinn birtir á morgun áöurgreint yfirlit i töfluformi. — ekh Myndin er tekin viö nýtt skóladagheimili viö Völvufell I Breiöholti

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.