Þjóðviljinn - 13.05.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.05.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. mai 1982 Hafnarfjörður Sýning og borgarafundir um skipuiagsmál Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur ákveðið að efna til sýningar á tillögum að nýju aðalskipulagi og miðbæjarskipulagi. Ennfremur verða kynntar tillögur að deiliskipulagi nýs ibúðahverfis við Set- berg og tillögu að skipulagi suðurhafnar. Sýningin verður i félagsheimilisálmu iþróttahússins við Strandgötu og er opin 13. og 14. mai n.k. frá kl. 18:00 til kl. 22:00, 15. og 16. mai kl. 14:00 til kl. 18:00 og 17. mai frá kl. 18:00 til kl. 22:00. í tengslum við sýninguna verða haldnir á sama stað fjórir borgarafundir: 1. Fimmtudagskvöldið 13. mai kl. 20:30. Fjallað verður um aðalskipulagið, miðbæjarskipulagið og skipulag við Set- berg. 2. Laugardaginn 15. mai kl. 14:00. Þá verður fjallað um atvinnumál og at- vinnuuppby ggingu. 3. Mánudagskvöldið 17. mai kl. 20:30. Þá verða kynntir ákveðnir þættir aðal- skipulags. 4. Miðvikudaginn 26. mai kl. 20:30. Þar verður fjallað um sama efni og á fyrsta fundinum. Hafnfirðingar eru hvattir til þess að koma á sýninguna og fundina og kynnast þar þvi sem framundan er i skipulagsmálum bæjarins. Bæjarstjóri. Utboð Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboð- umieftirfarandi: RARIK—82014. Aðveitustöð Hveragerði, smiði á stáli fyrir útiyirki Efnisþyngd ca. 4.000 kg. Opnunardagur 3. júni 1982 kl. 14:00 RARIK—82029. Þéttasett Opnunardagur 18. júni 1982 kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, fyrir opnunartima, og verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld frá og með föstu- degi 14. mai 1982 á skrifstofu Rafmagns- veitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik. Verð útboðsgagna: RARIK—82014 — RARIK—82029 — 150 kr. hvert eintak. 25 kr. hvert eintak. Reykjavik, 12. mail982 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS FÉLAGSMÁLASTOFNUN reykjavíkurborgar Félagsstarf eldri borgara í Reykjavík Sala á munum unnum i Félagsstarfi eldri borgara verður að Norðurbrún 1 laugar- daginn 15. og sunnudaginn 16. mai n.k. frá kl. 13:00 til 18:00 báða dagana. Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar Kveöja Jóhanna Egilsdóttir Trúðu á tvennt I heini tign sem æðsta ber: Guð I alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. Þegar ég tek mér penna i hönd og minnist þeirrar mætu konu, sem við kveðjum i dag, frú Jóhönnu Egilsdóttur, fyrrverandi formanns Verkamannafélagsins Framsóknar, kemur margt fram i hugann. Ljóðlinurnar hér að ofan tel ég eiga vel viö Jóhönnu. Hún var mikil baráttukona og fórnaði verkalýöshreyfingunni starfskröftum sinum i von um jafnrétti, velfarnaö og betra mannlif. Hún barðist fyrir högum þeirra sem minna mega sin i þjóöfélaginu og trú hennar á réttlæti var óbilandi. Sjálf var hún fingerð og ljúf, en um leið bæöi þrekmikil og kjarkmikii. Ég tel það mér til gæfu og riki- dæmis að hafa kynnst Jóhönnu jafn vel og raun varð á. I febrúar 1954 geröist ég starfsmaður Verkakvennafélagsins Framsóknar, og mun ég seint gleyma móttöku Jóhönnu og Jónu Guðjónsdóttur, þáverandi vara- formanns, þegar ég hóf störf hjá félaginu. 1 fæstum orðum sagt voru þær ómetanlegir lærimeist- arar minir. Eftir aö Jóhanna lét af formennsku áriö 1962 og hætti störfum hjá félaginu, tók Jóna viö formannsstarfi. Gagnkvæm vin- átta þeirra og traust voru einstök og fram á slöasta dag höföu þær daglegt simasamband. Brenn- andi áhugi þeirra á velfarnaði verkalýðshreyfingarinnar var alltaf sá sami. — Frumherjum okkar i verkalýðsbaráttunni verður seint fullþakkað. Þvi miður getur Jóna Guðjóns af heilsufarsástæðum ekki veriö I þeim hóp sem kveður Jóhönnu I kirkjunni, en biður mig fyrir þakkir fyrir samstarfið og hug- heilar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu Jóhönnu. Sjálf þakka ég það að hafa átt samstarf við slikan öðiing, þakka góða leiðsögn og góða vináttu. Börnum Jóhönnu og ættingjum sendum við Kristln dóttir min innilegar samúðarkveðjur. Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. Þórunn Valdimarsdóttir. Þegar Jóhanna Egilsdóttir er nú til grafar borin minnast henn- ar margir með djúpum trega, einlægri virðingu og innilegri þökk. Þegar hún lézt hafði hún lokiö miklu lifsstarfi og andlát svo aldraðrar manneskju kemur að sjálfsögðu engum á óvart. En þrátt fyrir þá ævilöngu baráttu, sem hún háði af algjörri ósér- hllfni og fórnfýsi i þágu reyk- vlskra verkakvenna og annars al- þýðufólks — og var oftsinnis blandin ótrúlegri hörku þessarar fallegu og mildu konu — var hún sátt við alla sína samferðamenn og þeir við hana. 1 ferðalok naut hún með réttu óskiptrar virðingar alls vinnandi fólks sem og þeirra, sem hærra teljast settir. Ekki man ég hvenær ég kynnt- ist Jóhönnu fyrst en sjálfsagt eru nú ein 30 ár siðan. Það var i margvislegum störfum fyrir Al- þýðuflokkinn, þar sem hún var óþreytandi eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Sannarlega bját- aði á ýmsu i starfsemi hans á þeim árum eins og svo oft, fyrr og siðar. En kátlnan, llfsgleðin og fjörið var ætlð ofarlega i herini. Það er ógleymanlegt að hugsa til þess þegar hún skellti upp úr af minnsta tilefni og geislaði slnu fallega brosi með augu sem sindruðu eins og stjörnur. Fyrir einum tlu árum siðan gafst mér kostur á að gera sjón- varpsþátt um Jóhönnu, sem nefndur var „Kona er nefnd”. Við undirbúning hans kynntist ég þvi m.a. hve umtalsgóð og hlý hún var I garð þeirra baráttubræðra sinna i Alþýðuflokknum og verka- lýðssamtökunum, sem þó höfðu valdið henni mestum sársauka og vonbrigðum. Hún talaði um verk þeirra og mistök af skilningi og umburðarlyndi án minnsta kala eða styggðaryrða. Slikt viðhorf ber vott um stóra sál. Þegar þátt- urinn var sýndur náði hún til hjarta hvers einasta manns. Hlýjan og ástúðin sem til hennar geislaði frá ótrúlegum fjölda manna um land allt, kom henni gersamlega á óvart. Oft hringdi hún til min á siökvöldum fyrstu vikurnar á eftir og sagði mér frá simhringingum, blómum, skeyt- um, slmtölum og bréfum, sem bláókunnugt fólk I mörgum til- fellum sendi henni. Stundum vissi hún ekki fyrri til en ókunnugt fólk umfaðmaði hana úti á götu og bað henni guösblessunar fyrir allt og allt. Sannarlega unni fólk henni og virti fyrir alla hennar baráttu I þágu hinna lægstlaunuðu og ann- arra alþýöumanna. Allt frá þvi að þetta gerðist hringdi Jóhanna stundum til min á siðkvöldum til að spjalla við mig um stjórnmálin. Um þau mál hugsaði hún klárt og skýrt fram til siðustu stundar. Hún fylgdist vel með og hafði fastmótaðar skoðanir á þeim, sem mér þóttu alltaf athyglisverðar og mikils virði. Það var mér ætið fagnaöar- efni aö heyra að hún var I siman- um og ég saknaöi þess löngum að heyra ekki meir og oftar i henni. Jóhanna Egilsdóttir átti hug og hjarta okkar allra, alþýðuflokks- manna I Reykjavik. Við vorum stolt af henni og elskuðum hana og virtum. Fyrir okkur var hún framherjinn mikli, sem ætið stóð fremst þar sem baráttan var hörðust. 1 augum okkar haföi lík- amnast i henni öil barátta jafnaö- armanna og verkalýðssinna um áratugi fyrir nýju og betra þjóð- félagi, þar sem öllum liöi vel og enginn þyrfti að líða skort eða aðra nauð. En þótt hún sé nú farin frá okkur eigum viö hana enn i minningunni, sem ætið verður okkur bjartur kyndill I baráttu okkar fyrir framgangi jafnaðar- stefnunnar og jöfnum rétti vinm andi fólks, fyrir réttlæti og jafn- rétti á öllum sviðum. Þeim mark- miðum var líf hennar helgað. Blessuö veri minning hennar. Sigurður E. Guðmundsson • Kvenréttindafélag Islands kveður heiðurfélaga sinn Jóhönnu Egilsdóttur með virðingu og þökk. Þegar baráttusaga islenskra kvenna verður skráð ber þar hátt nafn Jóhönnu Egilsdótur. Hún var alla tið ötull liðsmaður við að vinna að réttindmálum kvenna og áttu verkakonur alltaf skeleggstan málsvara þar sem Jóhanna var. Snemma i sögu Kvenréttindafélagsins gerðist Jó- hanna þar félagi og var um skeið varaformaður. Kvenréttindafélag Islands stofnaði árið 1914 Verkakvenna- félagið Framsókn. Þar var Jó- hanna formaður á þriðja tug ára og átti hún i þvi félagi merkustu sporin á starfsferli sinum. Jóhanna Egilsdóttir sat eitt sinn á Alþingi sem varaþingmað- ur og lét þá, að vonum, réttinda- mál kvenna til sln taka. íslenskum kvenréttindakonum er það vel ljóst að það eru konur eins og Jóhanna sem hafa verið styrkur þess og stoð á liðnum ár- um. Megi þjóðin eignast margar slikar konur. Jóhanna Egilsdóttir mun lifa i sögu og minningu Kvenréttindafélags Islands. Stjórn KRFl • Kveöjuorð frá Verkakvennafélaginu Framsókn: Stjórn og félagskonur Verka- kvennafélagsins Framsóknar þakka Jóhönnu Egilsdóttur ómetanlegt forystustarf I þágu félagsins og vona, að mikill baráttuhugur og óeigingjarnt starf um árabil gleymist ekki, en verði höfð aö leiðarljósi um ó- komin ár. Félagið sendir börnum, tengda- börnum og barnabörnum Jó- hönnu innilegar samúðarkveðjur. Nýir flugfreyju- búningar „Við erum komnir i samkeppni við önnur flugfélög. Við hlið okkar er komið islenskt flugfélag og SAS er einnig komið inni mynd- ina. Þess vegna bryddum við uppá ýmsum nýjungum i sömu mund og sumaráætlunin gengur i gildi”, sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða i upphafi blaðamannafundar þar sem ýms- ar nýjungar i starfsemi Flugleiða voru kynntar. Má þar nefna aö Flugleiðir hafa gerbreytt farskrárkerfi félagsins. Nýtt tölvukerfi hefur leyst hið gamla af hólmi. Sumaráætlun fé- lagsins var kynnt svo og ýmsar breytingar á fargjöidum. Ein sú breyting sem hvaö mesta athygli vekur er að flugfreyjur og flug- þjónar Flugleiða munu nú varpa fyrir róða búningum þeim sem notaðir hafa verið yfir vetrar- mánuðina og taka upp klæönaö af léttari sortinni. Þar er um að ræða ljósbláan búning úr þunnu efni, gjörólikan fyrri flugfreyju- búningnum. —hól Flugfreyjur tvær og flugþjónar: Erna, Stefán og Sigurlaug kynna hina nýju búninga sem eru Ijósbláir aölit. — Ljósm.: — gel.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.