Þjóðviljinn - 13.05.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 13.05.1982, Blaðsíða 15
El Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eöa skrifið Þjóðviljanum Refir í refarækt Miklar vonir eru enn bundnar viö ioðdýrarækt á landi voru; ský hrannast upp á þeim himni eins og öörum. Nú er vorhret á glugga, napur vindursem hvin i þeirri atvinnugrein. Látum kyrrt liggja þótt öll opinber gjöid af landbúnaði til fram- færslu þessa hvitvoöungs hafi veriö innheimt aö fullu, þvi aö atvinnuvegur er ekki nema hann standi undir sköttum og skyldum og hafi þó afgang. Gamlir menn hafa þó sagt eins og viö sjálfa sig, að ekki skaöi örlitil aöhlynning aö nýgræöingi áöur en uppskeran hefst, en stjórnvöld i þessu landi halda sig hins vegar viö þá kenningu, aö sjaldan launi kálfurinn of- eldið og haga sér samkvæmt þvi. Mestur ljóminn við upphaf loðdýraræktar hér á landi staf- aði hins vegar af hinu geysilega magni af innlendu hráefni i refafóður, nefnilega úrgangi frá fiskiðjuverum og sláturhúsum i landinu, sem hafði verið fleygt fram að þvi, og er enn aö mestu. Hins vegar hefur verið tekin upp annars konar refarækt, með blessun stjórnvalda i formi inn- flutningsleyfa á refafóðri frá Finnlandi og kannski viðar að. Hollusta þessa fóðurs fyrir hina ferfættu refi i landinu er þó svo takmörkuð, að þeir missa nátt- úruna eða að minnsta kosti frjó- semina, nema með bætiefna- gjöf. Aftur á móti virðast hinir tvifættu refir þrifast ágætlega af þessu ljúfmeti, að minnsta kosti hef ég ekki heyrt talað um náttúruleysi i þeim stofni. Um verðið á feldinum af þeim veit vfst enginn, né heldur um mark- aðshorfur. Til þess að ekki fari á milli mála að hægt sé að hagnast á refarækt á Islandi krefst ég þess aö birt verði i dagblöðum lands- ins nöfn þeirra bráðsnjöllu manna, sem að þessum inn- flutningi standa ásamt reikningum fyrirtækisins frá stofnun til þessa dags. Setjið ekki ljós ykkar undir mæliker, stendur einhvers staðar skrifað. Fjármálasnilli þessara fórnfúsu manna hlýtur að vera lærdóms- rik fyrir þig og mig, lesandi góður. Með vissu um skjót og góð svör, Lesandi nr. 6797-5987 ~1 u u Barnahornid Þrautir:_________ V ölundar- hús Teikningin sýnir völundarhús, en það er hús, sem afskaplega erf- itt er að rata um. En nú skalt þú reyna að finna leið frá staðnum A til staðarins Z. Þú mátt ekki fara yfir línurnar og aðeins ein leið er fær. Og reyndu nú. Best er að gera þetta með því að leggja gagn- sæjan pappír (t.d. smjörpappír) yfir teikn- inguna og draga strikin á þann pappír. Þegar þú hefur fundið réttu leiðina er auðvelt að færa hana yfir á teikninguna. Lausn á héra- þrautinni Þaö var aöeins einn héri eftir á akrinum — sá dauöi. liinir fjór- ir uröu svo hræddir, þegar þeir heyröu skothvellinn, aö þeir foröuðu sér. Fimmtudagur 13. mai 1982 þjóÐVILJINN — SIÐA 15 Dagskráin í kvöld endar á „Kvöldstund meö Sveini Einarssyni”, cn þessi þáttur hefur notiö mikilla vinsælda. Sveinn blandar saman ýmiss konar tónlist og fróðleik og kennir þar jafnan ýmissa grasa. Þáttur Sveins byrjar kl. 23.OÓ. •Útvarp kl. 19.40 Bein lína í útvarpi Útvarpiö heldur simallnu opinni i kvöld til frambjóö- enda i borgarstjórnarkosning- um i Reykjavik, og útvarpar öllu saman. Þátturinn sem hefst kl. 19.40, er tveggja og hálfrar klukkustundalangur og fimin minútum betur. Komast áreiðanlega miklu færri aö en vilja, ef marka má reynsluna af slikum „beinuin linum”. Eftirtaldir frambjóðendur munu mæta og svara spurn- ingum fyrir hönd sins flokks: Alþýöubandalag: Adda, Bára Sigfúsdóttir Guðmundur Þ. Jónsson Alþýðuflokkur: Sigurður E. Guðmundsson Sjöfn Sigurbjörnsdóttir Framsóknarflokkur: Kristján Benediktsson Sigrún Magnúsdóttir Kvennaframboö: Guðrún Jónsdóttir Kristin Astgeirsdóttir Adda Bára og Guðmundur veröa fulltrúar Alþýöubanda- lags. Sjálf stæöisflokkur: Davið Oddsson. , Umsjónarmenn eru þeir Helgi H. Jónsson og Vilhelm G. Kristinsson, fréttamenn. Þátturinn „Gagnslaúst gaman” veröur I leikformi og stjórnendurnir, sem hér sjást galvaskir viö upptöku, taka á málefnum aldraöra I gamansömum tón. Taliö frá vinstri: Asa Ragnarsdóttir, Hilmar J. Hauksson og Þorsteinn Marelsson. — (Ljósm.: gel.) Gagnslaust gaman? - þáttur um ellina • Útvarp kl. 22.35 Aö loknum hátiölegum og alvarlegum umræöum um pólitik I útvarpinu, þar sem er bcin lina til frambjóðenda, tekur viö grinþáttur sem nefn- ist „Gagnsiaust gaman”. t þættinum veröur fjallaö um málefni aldraöra i gaman- sömum tón. Einn stjórn- endanna, Asa Ragnarsdóttir, sagöi okkur, aö þeim heföi fundist timi til kominn aö taka létt á ellinni, enda ekki ástæða til annars. Þátturinn veröur i leikformi og hafa stjórnendur samiö handrit og flytja einnig verkið. Stjórnendurnir eru leikari (Ása Ragnarsdóttir), rit- höfundur (Þorsteinn Marelsson) og kennari (Hilmar J. Hauksson — kennir i fjölbrautaskóla Breiðholts, liffræði). Það ætti þvi aö hafa reynst þeim auövelt að sniða þáttinn. — ast.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.