Þjóðviljinn - 13.05.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.05.1982, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. mal 1982 viðtalið Rætt við Sigurð Magnússon um Hjólreiða- daginn mikla 23. maí n.k. Hjólreiöadagurinn mikii, eins og hann er kallaður, verður á dagskrá 23. mal næstkomandi og er það i annað sinn sem dagur hjólreiða er haldinn með . pompi og pragt hér á landi. Það er styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sem stendur fyrir hjól- reiðadeginum, en i fyrra þótti dagskrá hans heppnast svo frá- bærlega vel að ástæða þótti tilendurtekningar. 24. mai I fyrra söfnuðust eitthvað i kringum 6 þúsund hjólreiða- menn á öllum aldri og hjóluðu frá fjölmörgum stöðum i Iteykjavik niður á Laugardals- völl. Þegar þangað var komið söfnuðust þátttakendur saman á vellinum, og lá við algjöru um- ferðaröngþveiti á brautum vallarins, svo mikil reyndist þátttaka vera. Sigurður Magnús son er formaður þeirrar nefndar sem hefur meö hjólreiðadaginn i ár að gera, en auk hans sitja i nefndinni Bryndis Schram, Baldvin Ottósson lögregluvarð- stjóri, Asgeir Heiðar formaður Hjólreiðafélags Reykjavikur, Þór Jakobsson veðurfræðingur ogsonur hans Vésteinn Þórsson og svo Jóhannes Pálmason for- maður Lionsklúbbsins Njarðar. Sigurður var spurður um ýmis- legt varðandi hjólreiðadaginn og þá fyrsthverjir komu með þá hugmynd að hjólreiöadagur skyldi haldinn: „Þór Jakobsson veður- fræðingur og sonur hans Vé- steinn Þórsson komu með þessa hugmynd fyrstir manna til okk- ar i Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Slikur dagur hefur verið haldinn t.d. i Kanada þar sem þeir bjuggu um nokkurt skeið o g þaðan fengu þeir feðgar upphaflega hugmyndina.” Hver er svo tilgangurinn meö deginum? Sigurður Magnússon formaður þeirrar nefndar Spjald það sem þátttakendum á hjólreiöadeginum sem sér um hjólreiðadaginn mikla. verður fengið I hendur. Þátttakendum er gert aö safna sem flestum styrktaraðilum og skulu þeir skrá nafn sitt á spjaldiö. „Þetta er i raun og veru fjár- söfnun fyrir styrktarfélagið. Þátttakendur, sem i fyrra voru mestmegnis börn og unglingar, fá kort og þeir safna siðan nöfn- um á kortiö. Þar eru yfirleitt á ferðinni vinir og vandamenn, fjölskyldumeðlimir o.þ.h. og um leiö borga þessir aðilar ein- hverja upphæð, og er fólki alveg i sjálfsvald sett hvað það borgar mikið. Hagnaður sem i fyrra var u.þ.b. 330 þús. krónur rann óskiptur til iþróttaaðstöðu fyrir fötluð börn. Nú hyggjumst við styrkja aldraða á einn eða annan hátt.” Eru þátttakendur eingöngu bundnir við ibúa Iteykjavikur? ,,t fyrra voru þátttakendur svo til eingöngu frá Reykjavik, en nú koma inn i myndina Kópa- vogsbúar, Hafnfirðingar, Sel- tirningar og Garðbæingar. Þátttaka frá þessum stöðum ætti að auka þátttökuna frá i fyrra, þvi eftir þvi sem næst verður komist, þá er áhugi á hjólreiðaiþróttinni ekki minni i ár en i fyrra.” Hvaðan verður svo hjólaö? „Það verður haldið upp frá fjölmörgum stöðum, Haga- skóla, Hvassaleitisskóla, Hliða- skóla, Langholtsskóla, Réttar- holtsskóla, Laugarnesskóla, Breiðholtsskóla, Arbæjarskóla, Seljaskóla og Fellaskóla. Þetta eru staðirnir i Reykjavik en ekki hafa verið gefnir upp stað- ir á öðrum stöðum. Það verður gert mjög bráðlega. Nú, ferð- inni er svo heitið niður á Laugardalsvöll irteð ýmsum krókaleiðum eins og gengur og þar fá þátttakendur viður- kenningarskjöl, kók, freska, fanta, sprite eða tab. Einnig fara fram ýmis skemmtiatriði á meðan afhending verðlauna- skjalanna fara fram.” Hvernig veröur öryggis þátt-' takcnda gætt? „1 fararbroddi hvers hóps verður lögreglumaður á mótor- hjóli, auk þess sem félagar úr Hjólreiðafélagi Reykjavikur verða i fararbroddi hvers hóps og einnig á eftir. Þetta er gert til að gæta öryggis þátttakenda gagnvart annarri umferð.” —hól. Úr galdraskræðum ■€ e_ . rT\ <> ^ htftf- f /W ‘rtRtn IJl thhdinni O* rmi-ták ttt nm v- * n-m l'H'í't YteHt iin ; 7 'VasTYtarr&ta {irf-'»nát cB&ah ojidu** t-iAcc conr vyitLÍYÓuvtmi áf em^/Qry) ojouu&t oJs&L f t/Or^eu. Skýring 7: Varnarstafir mót illum öndum. Stafi þessa skal skrifa úr messuvini og mannsblóði til samans á liknarbelg og ber innan klæða og munt þú ekki ásóttur verða. Svínhardur smásál Eftir Kjartan Arnórsson S6GCXJ rO£i?, FOSl, ft TTU NOKKOI? S'YS.TK-Vríl ? OO £ieu PftO ÖLLt UH, f) SftÖO/9 GPiTMPiLTlOrl OG HE|rOSK/9iei BN Eaí l°4 HL2ÖTF) TftO f)T> rtPtFft \Z£fZi£> ALG-Ers/K Fugl dagsins Lóuþrællinn er algengasti vaðfugl i Evrópu. Algengur hér á landi og hefur a stundum vetr- ardvöl. A sumrin er hann auð- þekktastur á stórri svartri skellu á niðurbringu. Gullbrúnn með svörtum rákum að ofan og á kolli. Hvitur og mjórákóttur á bringu. Nefiö talsvert langt og litið eitt bogið. Á flugi er hvitt vængbelti og hvitar gump- og stélhliðar alláberandi. Röddin er stutt og hátt nasa- hljóð „trir”. Söngurinn suðandi hvell. Verpir i mýrunvflóum og á þurru graslendi. Tiður gestur i fjörum og á sandleirum. Rugl dagsins: Sjálfsagt hvaö? — Já, það er þetta meö text- ana. Eru þeir enskir? „Já, við filum það betur. Það passar einhvern veginn betur við okkar tónlist.” — En hafiöi ekki verið kriti- seraðir mikið fyrir það? „Jú, mjög mikiö en við látum það ekki hafa áhrif á okkur. Okkur finnst þaö eins sjálfsagt og kvennaframboð.” (Jrpopparaviðtali GÆTTU TUNGUNNAR Sagtvar: Þeir þvældust fyrir hvor öörum. Rétt væri: Þeir þvæld- ust hvor fyrir öðrum. Rúnar Erlingsson, bassaieikari i Bodies. Grýlurnar og Bodies á Borginni í kvöld llljómsveitirnar Grýlur og „Bodies” halda hljómleika á Hótel Borg I kvöld, og sam- kvæmt fréttatilkynningu eiga þeir að byrja kl. 22.00 og standa til kl. 1.00. Sem sagt dynjandi rokk I þrjár klukkustundir, ef allir eru stundvisir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.