Þjóðviljinn - 13.05.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.05.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Samkvæmt tölum frá Þjóðhagsstofnun hækkuöu fbúöalán á árunum 1976—1981 að raungildi meö þeim hætti sem súluritiö sýnir. — Hér er um að ræöa öll ibúöalán frá opinberum byggingarsjóðum, frá lifeyris- sjóðum og frá innlánsstofnunum. Heildarupphæö ibúöalána áriö 1975 köluð lOOstig. byggingariðnaöinum. Berum saman tvö ár, 1981 og 1976, og þann ibúðafjölda sem lánað var til úr Byggingarsjóöi rikisins bæöi árin: 1976 var lánað til 1515 nýrra ibúöa en 1981 til 1072 nýrra íbúöa. Veruleg fækkun hefur átt sér staö, en dettur nokkrum manni i hug að þessifækkun stafi af þvi að lánskerfið hafi versnaö á einni nóttu vegna þess aö nýja láns- kerfið tók gildi frá áramótum 1981? Þvifer vitaskuld viðsfjarri. Aðrar ástæöur hljóta aö vera hér til grundvallar, sem siðar verður béntá. En þessi talasegir heldur ekki alla söguna þvi fleira kemur til: 1976 var lánað til 783gja eldri ibúða en 1981 var tala eldri ibúða i lánakerfinu komin i' 2.183! Og ekki er enn öll sagan sögð: 1981 var lánað út á ibúðir sem ekki voruáður til i lánakerfinu, þe. 159 ibúðir vegna viðbygginga og endurbóta, 74 ibúðir vegna ein- staklinga með sérþarfir, 189 ibúðir vegna orkusparandi breyt- inga. Samtals var lánað út á 2.617 ibúðir 1976 en 3.950 ibúðir árið 1981 frá almenna húsnæðislána- kerfinu, þe. Byggingarsjóði rikis- ins. Enn erþó ekki öll sagan sögð þvi i tölunum frá 1976 eru verka- mannabústaðimir einnig,en þær tölur eru ekki inni i heildartölu ársins 1981. Ef útlán Byggingar- sjóðs verkamanna 1981 eru tekin með litur dæmið þannig út að á þvi ári hafi verið lánað út á um það bil 4.200 ibúðir. En þessum tölum þegja ihaldsmenn yfir, meðal annars þingfréttamaður Morgunblaðsins sem með dæma- fárri ósvifni flutti ósannindi ihaldsþingmannanna i rikisút- varpinu á laugardaginn. Hann, eins og aðrir talsmenn ihaldsins, reyna allt hvað þeir geta til þess að þegja kosti húsnæðislána- kerfisins i hel, þannig að kerfið verði svo óvinsælt að þeir geti á einni nóttu brotið niður félagslega ibúðalánakerfið sem núverandi rikisstjórn hefur byggt upp á und- anförnum tæpum tveimur árum. Árið 1981 var byrjað á nær þriðjungi fleiri ibúð- um i Reykjavik en ári fyrr En það eru fleiri staöreyndir sem ihaldið þegir yfir: 1965-1980 voru fullgerðar ibúöir I landinu öllu rétt liðlega 30 þús- und talsins, en á sama tima fjölgaði landsmönnum um liölega 35 þúsund — 1,16 menn á hverja . nýja ibúð sem bættist viö! 1981 var byrjað á 31,7% fleiri ibúðum i Reykjavlk en áríö áöur. 1981 var hver íbúð sem lokið varö liölega fjórðungi stærri aö jafnaði en árið áður, svo dtrúlegt sem það er. 1 árslok 1981 voru 18,5% fleiri ibúöir i smiðum en um fyrri ára- mót. — Þessartölur, um fjölda nýrra ibúöa og ibúðir i byggingu um áramót, sýna aö stöðnuninni sem raunvaxtakerfiö bjó byggingar- iðnaöinum er væntanlega að ljúka, og starfsgreinin að reisa sig á ný. Það er raunvaxtakerfið sem nú veldur erfiðleik- um húsbyggjenda Hér hefur veriö komið viða við og mörgu svarað af þeim ósann- indavaðli sem andstæðingar Al- þýðubandalagsins hafa velt sér upp úr til þess að sverta Alþýðu- bandalagið og forystumenn þess. En hvað er þá að? Hvernig stendur á þvi að kvartaö er yfir húsnæðiskostnaði i jafnrikum mæli og raun ber vitni um? Ástæðunnar er að leita i raun- vaxtakerfinufyrst og siðast. Eng- in önnur ástæða skýrir stað- reyndir málsins jafnvel. Þjóðhagsstofnun gerir ráö fyrir þvi að i ár verði variö til ibúða- lána um 1400 milj.kr., þe. 640 milj.kr. frá byggingarsjóðunum, 530 milj.kr. frá lffeyrissjóðunum og 245 milj.kr. frá bönkunum. Seðlabankinn telur aö útlán þess- ara stofnana nægi til þess að standa undir liðlega 70% bygg- ingarkostnaðar. 30% byggingar- kostnaðar — tæplega þó — verða að koma annars staðar að, þe. af sjálfsaflafé, vinnuframlagi og með söluverði annarra ibúða við- komandi húsbyggjenda. Þaö er þvi ljóst að fjármagn lifeyris- sjóða og banka fer nú að hluta til ibúðabygginga. Spurningin er að- eins um sameinaðan vilja til þess að ná þessu fé i ibúðalánin á einn stað^þannig að fólk þurfi ekki að fara i langar niðurlægingarferðir fyrirheródes ogpilatus tilþess að fá lánsfyrirgreiðslu. Núverandi ástand er slæmt i þessum efnum vegna þess að verðtryggingar- kerfið hefúr verið tekið upp að fullu. Opinbera húsnæðiskerfið hefur batnað stórum, en ekki til þess að vega upp það óhagræði sem verötryggingarkerfið veldur húsbyggjendum. Opinbera kerfið hefur ævinlega dugað skammt i þessum efnum. Munurinn var að- eins sá aö verðbólgan hjálpaði mönnum áður að byggja eða kaupa ibúðir. Einhvers staðar sá ég tölur um að verðbólgan reisti aöra hverja ibúð hér á landi hér fyrr á árum. Verðbólgan hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir var sagt. Sátimi erliðintið fyrirhús- byggjendur. Ihaldið og kratar á Þeir sem hindruðu skyldusparnað á hátekj- ur eru ekki vinir hús- byggjenda Jafnframt þvi sem leggja verður áherslu á að útvega fólki sæmileg lán og lánskjör — þe. þeim sem þurfa á sliku að halda — ber að leggja áherslu á að hús- næðiskerfiö allt sé sveigjanlegt. Þar á ekki að neyða menn til að kaupa eða til að leigja. Þar á að leggja ráekt við fjölbreytni i byggingarstigl og byggingar- aðferðum. Þar ber að styðja við bakið á félögum — einnig sveitarfélögum, áhugamanna- félögum og verkalýðsfélögum. Þar ber að hvetja til dáöa bygg- ingarsamvinnufélög ungs fólks. Fordómum þarf að ryðja úr vegi og skapa forsendur fyrir þvi' að tslendingar eigi kost á húsnæði á ekki lakari kjörum en gerist i grannlöndum okkar. Við eigum að setja okkur það að ná þvi marki á 5 árum eða svo. Það er unnt. Það er aðeins spuming um það að skapa til þess pólitiskan vilja. Pólitiskt afl Alþýðubanda- lagsins dugði til að reisa við verkamannabústaðakerfið eftir áratuga niðurlægingu. Nú þarf afl til þess að verja verkamannabú- staðina fyrir leiftursókn fhaldsins og til þess að sækja fram til betra húsnæðislánakerfis. Þar þarf stuðning verkalýðshreyfingar- innar og kjósenda. Þegar ég talaði fyrir húsnæðis- málunum vorið 1980 gerði ég grein fyrir þvi að gripa yrði íil sérstakra ráðstafana vegna Byggingarsjóðs rikisins á þessu eða næsta ári. Það gekk eftir og þess vegna ákvað rikisstjórnin að tvöfalda framlög til sjóðsins eftir að sett hafa verið sérstök lög um tekjustofna byggingarsjóðs rlkis- ins. Þessi ákvörðun rfkisstjórnar- innarvar lögð fyrir þingiðí vor og vel hefði mátt ætla að hávaða- belgir stjórnarandstöðunnar hefðu áhuga á þvi að afgreiða þetta mál f þinginu. Svo varð ekki. í haust mun enn haldið af stað og þá verður látið reyna á það hvort hugur fylgir stóryrðun- um. Ég vona að þessi samantekt hafi veitt svör við ýmsum spurningum, sem bornar hafa veriðfram um húsnæðislánakerf- ið og við fullyrðingum, sem and- stæðingar Alþýöubandalagsins hafa flutt fram undanfarna daga og mánuði til þess að ófrægja flokkinn. Húsbyggjendur eða þeir sem nú leita sér að leiguhúsnæði skulu ekki eitt augnablik imynda sér að þeir flokkar sem ekki þorðu að leggja skylduspamað á hátekjumenn séu lildegir til stór- ræða i húsnæðismálum. Það er útilokað að gera þar stórátak nema menn hafi pólitiskan kjark til þess a ð afla nauðsynlegra f jár- muna. Þann kjark hafa hvorki Al- þýðuflokkurinn né Sjálfstæðis- flokkurinn. Alþýðuflokkurinn hef- ur lengst allra flokka farið með félagsmálaráðuneytið, þar næst Sjálfstæðisflokkurinn, siðan Framsfknarflokkurinn og loks Samtök frjálslyndra og vinstri- manna. Alþýðubandalagið hefur fyrst nú haft forystu fyrir þessum málaflokki; þar hafa átt sér stað miklar breytingar og áróður and- stæðinga Alþýðubandalagsins sýnir að þeir óttast flokkinn, styrk hans og starf. Við erum á réttri leið og ætlum að knýja fast á um úrbætur framvegis sem hingað til. móti skyldu- sparnaðiá hátekjur til húsnæðis- mála. Þora ekki að gera nauðsyn- legar ráðstafanir til þess að koma hér á betra hús- næðislána- kerfi. Húsnæðis- kerfið hefur batnað — en ekki nóg til þess að vega upp óhagræði verðtrygg- ingarinnar. Enn verður látið reyna á það, hvort hugur fylgir stóryrðum í húsnæðis- málum. Peter O. Petersen frá Grænlandi flytur eigin lög og grænlenska söngva I Norræna húsinu i kvöld. V ísna- söngvari frá Grænlandi VisnaSöngvarinn og laga- smiðurinn PETER O. PETER- SEN frá Nuuk kemur fram I Norræna húsinu i kvöld kl. 20.30 og lýkur þar með þáttunum um Grænland, sem hafa verið í hverri viku frá 30. jan. i Norræna húsinu. Peter O. Petersen er 37 ára gamall og er útlærður smiður, en hefur lært á ýmis hljóðfæri i fristundum sinum og samið lög og ljóð. Hann hefur spilað með hljómsveitinni ,,The Eskimos” og gefið út 2 litlar hljómplötur. Hann hefuroft komið fram i útvarpi og sjónvarpi, bæði með eigin lög og texta, en einnig syngur hann grænlensk þjóðlög. Þá hefur hann verið með dagskrár fyrir börn i sjónvarpinu. Hann vinnur nú að hljómplötu, sem er væntanleg i haust. Neytenda- samtök endur- skipulögð Stofnfundur n.k. þriðjudag Neytendasamtökin boða til stofnfundar félags neytenda I Reykjavík og nágrenni, þriðju- daginn 18. mai n.k. kl. 20.30. að Hótel Esju. A aðalfundi samtakanna, sem haldinn var 17. april s.l, voru samþykkt ný lög fyrir samtökin, sem fólu i sér verulegar skipu- lagsbreytingar á samtökunum. Neytendasamtökin urðu með þessum breytingum landssam- tök, en gert var ráð fyrir, að sérstakt félag neytenda i Reykja- vik og nágrenni yrði stofnað við fyrsta tækifæri. 1 samræmi við það er nú boðað til stofnfundar félagsins þ. 18. mai n.k. kl. 20.30. eins og áður segir. Að stofnfundi loknum verður almennur umræðufundur um efnið: Hvað er framundan i verðlags- málum, leiðir frjáls verðlagning til lækkaðs vöruverðs? Framsögumenn verða alþingis- mennirnir, Friðrik Sóphusson og Ólafur R. Grimsson. Að loknum framsöguerindunum verða frjálsarumræður og fyrirspurnir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.