Þjóðviljinn - 13.05.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.05.1982, Blaðsíða 3
'Fímmtudagur 13. máí 1982 WóÐVlLJINN — SÍÐA 3 / 10. þing Málm- og skipasmiðasambands Islands Rísum gegn árás Vinnu- veitendasambandsins segir í kjaramálaályktun þingsins 10. þing Málm- og skipasmi&a- eftirfarandi varðandi kjara- og sambands islands, sem haldið atvinnumál: var um siðustu helgi álykta&i íslensk verkalýðshreyfing á nú Mjög alvarlegt1 ástand er nú við Sundahöfn Guðmundur J. kveður koma til greina að loka vinnustaðnum vegna slysahættu „Ef ekki tckst að koma i veg fyrir þessi tiðu vinnuslys i Sundahöfn sé ég ekki fram á annað en það verði að loka þess- um vinnustað”, sagði Guð- mundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar við blaðið i gær, en Dagsbrúnarmenn hafa þu ngar áhyggjur af mikilli slysaöldu á þessum vinnustað. Siðastliðinn mánudag ók lyft- ari á mann á sjörutgaldri, Sig- urð Sveinsson og fótbrotnaði hann á öðrum fæti og skaddaðist töluvert á hinum. Liðan hans er eftir atvikum. Fyrr um daginn datt hafnarverkamaður 7 metra niður i skipalest i Sundahöfn. Hann slasaðist hins vegar ekki og þótti þaðhin mesta mildi. Þessi slys urðu til þess, að all- ir verkamenn við Sundahöfn lögðu niður vinnu skömmu eftir að Sigurður slasaðist og héldu heim til sin. A þriðjudagsmorg- unn hófst vinna ekki fyrr en um niuleytið,en þeir Guðmundur J. og Skúli Thoroddsen starfsmað- ur Dagsbrúnar, heldu fund með verkamönnum. Þeir Guðmundur og Skúli héldu siðan á fund yfirmanna til viðræðna. Guðmundur sagði við blaðið, að ýmislegt hefði verið reynt gegnum tiðina i þess- umefnum m.a. var skipaður fyrir nokkrumuárum öryggis- fulltrúi frá Eimskip og skipuð hefur verið samstarfsnefnd til slysavarna. ,,Það virðist þó ekkert duga”, sagði Guðmund- ur J. Guðmundsson og lét þau orð falla, er að ofan greinir um aðloka vinnustaðnum. —ast fyrir höndum þýðingarmikia kjarasamningagerð. Við þá samningagerð ber verkalýðs- hreyfingunni sameiginlega að leggja megináherslu á eftirfar- andi: Verðlagsbætur greiðist hlut- fallslega á laun miðað við óskerta framfærsluvisitölu, sem byggi á nýrri neyslukönnun Hagstofu Islands, eigi sjaldnar en árs- fjórðungslega. Leitað verði eftir sem skýrustum svörum og sam- ráði frá hendi stjórnvalda um niðurgreiðslur og meðferð þeirra, eftir að nýr grundvöllur tekur gildi. Kaupmáttarskerðing launa- taxta verði leiðrétt þannig að kaupmáttur launa verði eigi lakari en eftir kjarasamn- ingana 22. júni 1977. A tima- bilinu frá júli 1977 til april 1982 nemur skerðing á kaupmætti launa um 11—13% þrátt fyrir kjarasamninga um grunn- launahækkanir i júni 1979, i október 1980 og nóvember 1981, sem námu rúmlega 20% sam- tals. Eftirvinna þ.e. tveir timar með 40% álagi á mánudögum til og með fimmtudögum verði felld niður i áföngum án skerð- ingar heildartekna. Samtök atvinnurekenda, Vinnuveitendasambands Islands, hefur hafnað eðlilegum og rétt- mætum kröfum Alþýðusambands Islands og jafnframt sett fram gagnkröfur um enn frekari skerð- ingu verðbótavisitölu. Einnig að grundvallaratriði allra kjara- samninga um forgansrétt félags- manna verkalýðsfélaga til vinnu og innheimta félagsgjalda verði endurskoðuð. 10. þing M.S.l. skorar á verka- fólk að risa gegn þessari árás Vinnuveitendasambands Islands á verðbótavisitölu og grundvall- arrétt félagsmanna verkalýðsfé- laga og svara henni með sam- stöðu og fullri einurð, og vera reiöubúið að beita verkfallsað- gerðum til verndar rétti sinum i þessum efnum og jafnframt til að knýja samtök atvinnurekenda til viðræðna um meginatriði i kröfu- gerð verkalýðsfélaganna. Skúli Johnsen borgarlæknir: Engiim pólitiskur ágreinmgur um uppbyggingu heilsugæslustöðva — Sem embættismaður hef ég ekki þurft að kvarta vegna pólitisks ágreinings um uppbyggingu heilsugæslustöðva, sagði Skúli Johnsen borgar- læknir á blaðamannafundi sem forvigismenn heil- brigðismála efndu til á dögunum. Heilbrigðisráð Reykjavikur Heilsug.st.v/Barónsstig. hefur lengi unnið að breytingu á 11. Melasvæði ög Vesturbæjar- heimilislæknakerfinu þannig að i borginni verði 10 til 12 heilsu- gæslustöðvar sem sinni allri al- mennri heilsugæslu. A blaða- mannafundinum kom fram, að samningar við samtök lækna og annarra hlutaðeigandi hafa farið fram og að samkomulag er i augsýn um breytinguna. Borgar- stjórn Reykjavkur samþykkti áætlun um uppbyggingu heilsu- gæslustöðvanna árið 1980 og var þá ekki pólitiskur ágreiningur um málið i borgarstjórn. Heilbrigðis- ráðuneytið hefur einnig sam- þykkt áætlun þessa þvi sem næst óbreytta þarsem gert er ráð fyrir aðhverheilsugæslustöð geti þjón- að um 10 þúsund ibúum. Fyrir- huguð skipting þeirra er svohljóð- andi: 1. Arbær/Selássvæði að Hraun- bæ 102 2. Breiðholtssvæði I, „Mjóddin” samkv. staðfestu deiliskipu- lagi. 3. Breiðholtssvæði II, samkv. staðfestu deiliskipulagi. 4. Breiðholtssvæði III, samkv. staðfestu deiliskipulagi. 5. Gerðasvæði.óákveðið. 6. Fossvogssvæði. Borgar- spitalinn. 7. Heima/Vogasvæði, óákveðin staðsetning. 8. Laugarnes/Kleppsholtssvæði, óákveðið 9. Háaleitis/Túnasvæði, stað- setning óákveðin. 10. Miðbæjarsvæði og Norð- urmýrar og Hliðarsvæði, svæði, staðsetningóákveðin. 12. Seltjarnarnessvæði, Mela- braut, Seltjarnarnesi Gert er ráð fyrir að kostnaöur- inn við breytinguna frá almennu heimilislæknakerfi til heilsu- gæslustöðva sé um fimm miljónir króna. Borgaryfirvöld hafa vænst samkomulags við rikisvaldið um þátttöku i greiðslu vegna kostn- aðarins við breytinguna. Með frumvarpi til laga um málefni aldraðra er gert ráð fyrir heimilisþjónustu við aldraða i Reykjavik á vegum rikisins, sem felur i sér kostnaðarauka fyrir rikið uppá fimm miljónir, og er þvi komin forsenda fyrir sam- komulagi á milli borgar og rikis. Adda Bára Sigfúsdóttir for- maður Heilbrigðisráðs Reykja- vikur upplýsti á fundinum, aö borgarstjórn heföi á siðasta fundi sinum frestaðað taka nýja kerfið til afgreiðslu og ákveðið að láta það biða nýrrar borgarstjórnar. Það hefði þvi miður i för með sér, að gildistöku nýja heilsugæslu- kerfisins yrði frestað, en hún var fyrirhuguð 1. október nk. Stefna Verslunarráðsins og frambjóð- enda Sjálfstæðisflokksins um að kanna einkarekstur á heilsu- gæslustöðvum hefur ekki komið til álita á vegum Heilbrigðisráðs- ins og ekki verið minnst á nein einkagróðasjónarmið i sambandi við þessi mál þartil nú nýverið. Páll Gislason læknir er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins i Heilbrigðis- ráði Reykjavikur. —óg | Sigurjón Pétursson. Guðrún Helgadóttir. Kappræðufundur á Lækjartorgi á morgun Sigurjón og Guðrún tala fyrir G-listann Kappræðufundur verður haldinn á vegum Ás- geirs Hannesar Eirikssonar (i Pylsuvagninum) á Lækjartorgi kl. 16.30 á morgun, föstudag. Ræðu- menn af hálfu G-Iista Alþýðubandalagsins verða Sigurjón Pétursson og Guðrún Helgadóttir. Frambjóðendur listanna i Reykjavik hafa hver um sig fimm til sjö minútur til umráða i tveimur umferðum. Af hálfu D-lista Sjálfstæðisflokksins tala Davið Oddsson og Albert Guðmundsson, Sigrun |Magnúsdottir og Jósteinn Kristjánsson fyrir B-lista Framsóknarflokks, Sjöfn Sigur- björU^dóttir og Sigurður E. Guðmundsson fyrir A-lista Alþýðuflokks, og Guðrún Jóns- dóttir og Magdalena Schram tala af hálfu V-lista kvenna- framboðs. __ekhj Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar 22. maí 1982 c~ O 2500 frambjóðendur eru í kjöri á nærri 200 listum Kosninga- handbókin er ómissandi upplýsingarit • • • Tryggðu þér eintak í næstu bókabúð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.