Þjóðviljinn - 13.05.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.05.1982, Blaðsíða 6
6.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. mai 1982 Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins skrifar: _ Ofrægingarherferðin gegn húsnæðiskerfinu er leiftur- sókn á yerkamannabústaðina í kosningabaráttunni að undan- förnu hafa ihaldsöflin haldið fram hrikalegum villukenningum um húsnæðismál. Það er eðlilegt að ihaldið vilji gera allt til þess að ófrægja hið félagslega íbúða- byggingakerfi sem núverandi rikisstjórn kom á laggirnar. Sjálfstæöisflokkurinn greiddi at- kvæði gegn þessu húsnæðislána- kerfi vorið 1980. Þó var hér verið að efna loforð sem margar rikis- stjörnir höfðu gefið verkalýðs- hreyfingunni allt frá 1974 en allar rikisstjórnir höfðu svikið jafn- harðan, eins og Gunnar Thorodd- sen forsætisráöherra benti á i út- varpsþætti á dögunum. Það sem kemur á óvart i þessum efnum er ekki afstaöa Sjálfstæðisflokksins; það sem kemur á óvart er afstaða Alþýðuflokksins sem hefur reynt allt sem mögulegt er til þess að ófrægja hið félagslega ibúöa- byggingakerfi og hefur tekiö þátt i þvi ásamt Sjálfstæðisflokknum að stöðva á alþingi frumvarp um skyldusparnaö á hátekjur sem þó átti allur að ganga til ibúðalána- kerfisins. En hvað hefur verið að gerast i húsnæðismálum? Hafa allar þær breytingar sem viö höfum beitt okkur fyrir verið til bölvunar en ekki til bóta? Hefur húsbyggjend- um veriö neitaö um lán hjá hUs- næðismálastjórneins og alþingis- maður hélt fram á dögunum? Um það verður fjallað í þessari grein Helstu breytingar sem gerðar voru á hUsnæðislánakerfinu vorið 1980 voru sem hér segir: 1. Félagslega ibúðalánakerfið var stórlega eflt frá þvi sem áður haföi verið og þessu kerfi tryggður tekjustofn af 1% launaskatti. 1 frumvarpi Al- þýðuflokksins haustiö 1979 var ekki gertráð fyrir neinum tekj- um i þennan sjóð, Byggingar- sjóð verkamanna. 2. Almenna hUsnæðislánakerfið er nU sveigjanlegra en áður, það hefur fleiri lánaflokka, skapar möguleika til þess að iána hærri upphæðir til stórra fjölskyldna o.s.frv. 3. Ávöxtunarkjör skyldu- sparnaðar voru stórlega bætt frá þvi' sem verið hafði. íbúðalán hafa hækkað um 77% að raungildi á 5 árum og um 16% á siðasta ári. Þetta má segja að hafi verið grundvallarbreytingarnar, en þróunin hefur svo verið sem hér segir: Samkvæmt tölum frá Þjóð- hagsstofnun um breytingar ibúðalána 1976 til 1981 kemur fram: Ibúðalán frá opinberum sjóðum ( þe. byggingarsjóðirnir) lifeyrissjóðum og innlánsstofnun- um þróuðust sem hér segir miðað við raungildi og 1975=100: 1976 122 21.9% 1977 128 5.2% 1978 129 0.5% 1979 144 12.0% 1980 152 5.2% 1981 177 16.0% Ráðstöfunarfé opinberu ibúðalá nas j óða nna hefur vaxið að raungildi um nær 50% á 5 árum og vex um 17,7% iár Ég hef einnig undir höndum töl- ur frá Þjóðhagsstofnun sem sýna þróun ráöstöfunarfjár ibúðalána- sjóðanna einna þ.e. Bygginga- sjóðs rikisins og Byggingarsjóðs Verkamanna frá 1970. Sé miðað við 1970 = 100, þá litur dæmið þannig út og er þá miðað við byggingalánasjóðina tvo saman- lagt,þvi þaðer eina leiðin til þess að átta sig á heildarstöðu sjóðanna, með öðrum orðum þvi hvort staða þeirra hefur versnað — eins og stjórnarandstaöan heldur fram — eða lagast — eins og við höfum haldiö fram. Ar Visitala Breyting 1970 100 1971 107,0 7,0% 1972 101,2 -í-5,4% 1973 121,3 19,9% 1974 125,8 3,7% 1975 129,7 3,1% 1976 136,5 5,2% 1977 146,3 7,2% 1978 143,4 -5-2,0% 1979 177,2 23,6% 1980 158,2 -5-10,7% 1981 171,3 8,3% 1982 201,7 17,7% Tvö sibustu árin eru miðuð við lánsfjáráætlun. Auðvitað er þessi aukning — tvöföldun á ráð- stöfunarfé sjóðanna — fyrst og fremst vegna þess að margföldun hefur orðið á fjármagni Bygg- ingarsjóðs verkamanna, en allt um það: Hér er á ferðinni stór- felld aukning á ráöstöfunarfé byggingarsjóöanna á mjög skömmum tima. Niðurstaðan er þvi þessi: Það er ekki fjárskortur byggingarsjóðanna sem veldur húsbyggjendum erfiöleikum þannig að ibúöabyggingar hafi dregist saman frá þvi sem áður var. Til þess liggja aðrar ástæður sem síðar verður gerð grein fýrir. Nú fá menn lánaðan stærri hluta en áður af kostnaði við vísitöluíbúð Þvi er haldið fram að ibUðalán á hveija Ibúð hafi lækkað. Þetta er rangt. Samkvæmt upplýsing- um HUsnæðisstofnunar eru meðallánin nú hærri en sam- kvæmt eldri lögum og lán til stærri fjölskyldna mun hærri en áður. Um þennan samanburð við eldri lög segir hUsnæðisstofnun orðrétt i bréfi til min 15. april s.l.: ,,Ef eldri lög um stofnunina hefðuverið i gildi, hækkuðu lánin til nýbygginga um hver áramót i samræmi við hækkun byggingar- vfsitölu frá 1. október tii 1. októ- ber. A árinu 1981 hefði lánið num- ið kr. 121.000 og á árinu 1982 kr. 182.000 kr. Miðað við 3. árs- fjórðung bæði árin eru lánin skv. nýju lögunum um 6,6% hærri.” Umræður um lánshlutföll hafa veriö talsverðar á undanfömum mánuðum og þrátt fyrir ábendingar og upplýsingar frá Svavar Gestsson. Húsnæðisstofriun um málin hafa óvandaðir stjórnmálamenn og blaðaskrifarar haldið áfram að klifa á óhagstæöum lánshlutföll- um sem hafi versnað frá þvi' sem áður var. 1 september sl. aflaði félagsmálaráöuneytið upplýsinga um þessi hlutföil hjá HUsnæðis- stofnun og sendi Ut fréttatilkynn- ingu þar sem ma. kemur fram að lánshlutfallið er nU hærra en áður: l978kostaði visitöluibúðin 117.000 kr., lánið var 36 þúsund krónur eða um 30,8% af byggingarkostnaði. l979kostaði visitöluibúðin 161.000 kr., lánið var 54.000 kr. eða 33,5% af kostnaði. 1980kostaði ibUðin 263.000 kr., lániðvar 1. júli 80.000 kr.eða 30,4% af kostnaði. 198lkostaöi ibúðin 394.000 kr., lánið var 129.000 kr. eða 32,7% af kostnaði. Og stærri fjölskyldur fá hærri lán 1981 var lánað samkvæmt nýju ltíunum, 6,6% hærra lán en sam- kvæmt eldri lögum. En það segir ,þó ekki nema hálfa söguna þvl stærri fjölskyldur fengu hærri lán en þetta og fá. Þannig sagði i fréttatilkynningu félagsmála- ráðuneytisins 9. september 1981: ,,... fær 5-6 manna fjölskylda nU 25,6% hærra lán en að óbreyttum lögum og stærri fjölskylda allt að 45,5% hærra lán en áður að óbreyttum lögum. 5-6 manna fjöl- skylda fær nU lán sem riemur 38,5% af kostnaðarverði „visi- töluibúðar” en stærri fjölskylda 44,7% kostnaðar við „visitölu- ibúðina” — auk þess sem stórfelld aukning hefur orðið i félagslegum ibúöabyggingum þar sem láns- hlutfallið er 90%.” Lán úr Bygg- ingarsjóði rikisins til nýbygginga nema nU 123 þUsund krónum til 217 þúsund krónur á hverja ibúð eftir fjölskyldustærð og staðli .Ibúðar á fyrsta fjórðungi þessa árs. í fyrra var lánað út á 4200 ibúðir Mikið hefur verið rætt um ibúðafjöldann og bent hefur verið á að Ibúðum hafi fækkað. Þeim hafði fækkað, en flest bendir til þess að á sl. ári hafi ibUðasmiði tekiö við sér aftur eftir höggið sem raunvaxtastefnan reiddi Þetta súlurit sýnir breytingar á raungildi sameiginlegs ráðstöfunarfjár Byggingarsjóðs rikisins og Byggingarsjóðs verkamanna á árunum 1970 til 1982. Tölurnar eru frá Þjóðhagsstofnun og upphæð ráð- stöfunarfjár sjóðanna árið 1970kölluð 100 stig. 5- Tvöföldun á ráðstöfunarfé byggingarlánasjóðanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.