Þjóðviljinn - 13.05.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.05.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. mai 1982 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan ólafsson. Kréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. L'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Auglý-singastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson. Blaöamenn: Auöur StyrkársdóHir, Helgi Ólafsson Magnús H. Gislason, Ólalur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttafréttaritari: Viöir Sigurðsson. Ctlil og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglvsinga Hildur Kagnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. HUsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: SigrUn Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar SigUrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. C'tkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Keykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. A Iþýðuflokkurinn • Fyrirfram veit enginn, hvort Sjálfstæðisflokkn- um tekst að endurheimta meirihluta sinn í borgar- stjórn Reykjavíkur í kosningunum annan laugardag. • Eitt er þó f yrirf ram víst, — þar getur munað einu atkvæði. Síðast munaði 56 atkvæðum sem var 0,12% kjósenda. Hver og einn kjósandi getur vænst þess nú, að einmitt hann fari með það vald á kjördag sem úr- slitum ræður. • En er þá tryggt að við getum áfram vænst vinstri stjórnar í borgarmálefnum Reykjavíkurá næsta kjör- tímabili, ef Sjálfstæðisflokknum mistekst að ná hreinum meirihluta? • Til þess standa vonir, en um vissu er ekki hægt að tala. Fyrir alla vinstri menn, alla jafnaðarmenn, er rétt að minnast þess, að það var fyrst og f remst hinn ótvíræði stórsigur Alþýðubandalagsins í síðustu borg- arstjórnarkosningum, sem tryggði það vinstra sam- starf í borgarstjórn, sem staðið hefur með sóma í f jögur ár. • Sá frambjóðandi sem skipar annað sætið á lista Alþýðuflokksins við borgarstjórnarkosningarnar nú, lagði á það mikla áherslu á framboðsf undinum í sjón- varpssal s.l. sunnudag, að Alþýðuf lokkurinn gangi til kosninga með öllu óbundinn varðandi samstarf á næsta kjörtímabili. Með öðrum orðum: Sjöfn Sigur- björnsdóttir býður kjósendum Alþýðuf lokksins upp á að kaupa köttinn í sekknum. Fyrirf ram eiga þeir ekki að fá neitt um það að vita, hvort atkvæði þeirra verði notað til að smíða fyrir íhaldið þá hækju, sem það kynni að vanta eftir kosningar. — Við munum „við- reisnarárin". • Fyrir vinstra fólk og verkalýðssinna ætti hins vegar að vera óþarfi að taka neina áhættu í þessum efnum. Enginn er nauðbeygður til að ganga blindandi til verks á kjördag, eða kaupa köttinn hennar Sjaf nar í sekknum. • Aðeins stuðningur við Alþýðubandalagið felur í sér ótvíræða kröfu um vinstri stjórn og vinstra sam- starf. Ekkert annað svar dugir gegn því pólitíska áhlaupi sem svörtustu hægri öflin í landinu hafa nú hafið. k. Kvennaframboðið • Frambjóðendur Kvennalistans sögðu á framboðs- f undinum í sjónvarpssal, að þeir sæu ekki neinn mun á vinstri og hægri stefnu í íslenskum stjórnmálum, og gætu varla hugsað sér að mynda meirihluta með einum né neinum í borgarstjórn. • Þetta var reyndar einkar fróðlegt að heyra, ekki sist með tilliti til þess, að Morgunblaðið hefur lagt kappá að koma þvf á framfæri að þessi f ramboðslisti stæði eiginlega vinstra megin við Alþýðubandalagið. • Einn stærsti atburður í íslenskum stjórnmálum á þessari öld var fall borgarstjórnaríhaldsins í Reykja- vík fyrir fjórum árum. Það var mesti ósigur, sem hægri öf lin á Islandi hafa beðið í marga áratugi, en að sama skapi glæsilegur vinstri sigur. Getur nokkur sem þá fagnaði sigri skrifað upp á það nú, að munur- inn á hægri og vinstri stef nu sé í rauninni ekki til. • Baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna þarf að heyja af f ullum þrótti á öllum sviðum, en sú barátta verður tæplega sigursæl ein sér heldur í tengslum við marg- vísleg önnur þjóðfélagsátök. Það skiptir máli að hlutur kvenna og karla er nú álíka stór hvað varðar efstu sæti á f ramboðslistum Alþýðubandalagsins. Hitt er aftur á móti ekki víst, hvort nokkru breytti þótt konur og karlar skiptu jafnt með sér sætum í stjórn Vinnuveitendasambandsins. Alþýðubandalagið vill vera jaf nréttishreyf ing, Vinnuveitendasambandið ekki. Sá er munurinn. • I íslenskum stjórnmálum er það styrkur Alþýðu- bandalagsins og verkalýðshreyfingarinnar annars vegar og styrkur Sjálfstæðisflokksins hins vegar sem einn skiptir máli, fyrir jafnréttismálin, fyrir kjara- mál verkafólks og fyrir sjálfstæðismál þjóðarinnar í bráð og lengd. • Og gleymum því ekki að ósigur Alþýðubanda- lagsins væri stærsti sigurinn sem Sjálfstæðis- flokkurinn, Vinnuveitendasambandið og Verslunar- ráðiðgætu unnið • k. klrippt 1982 ÞRÓUN VERÐLAGS 0G LAUNA FRÁJÚM1979 THMARS 082 0 1979 1980 HAKKUN ---VEROBÓTA- VÍSITÓIU HÆKKUN MMRSLU VÍSITOLU aunamálin Verslunarráðið og Morgunblaðið Handbragöið er sláandi likt og enginn þarf að efast um að hugarfariö er hið sama. Innan- um alla þá hulduhrúta sem eru hvunndags á beit á blaðsiðum Morgunblaðsins birtast reglu- lega linurit sem sýna og sanna það eitt að Alþýðubandalagið er skelfilega vondur flokkur. Rikið tekur til sin stóra hluta af kök- unni og ekkert verður eftir fyrir einkaneysluna. ar en inná gafli hjá höfuðand- stæðingunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið stefnu Verslunarráðsins uppá sina arma i veigamiklum málaflokkum. Enda er oft erfitt aö sjá hvað er Verslunarráð og hvað Sjálfstæðisflokkur. Sam- spil þessara tveggja tækja at- vinnurekenda gengur út á það að viðhalda ákveðnum völdum og forræði atvinnurekendanna i þjóðfélaginu og cr fátt til sparaö. Kjör forstjóra tsal dótturfyrirtækis Alusuisse til formennsku i Verslunarráðinu væri einmitt dæmigert fyrir þetta samspil. Þá var hægt að sýna fram á að enginn einhugur væri rikjandi meðal Islendinga komin á varir frambjóðenda leiftursóknarihaldsins. Markús Orn Antonsson og Katrin Fjeld- sted viðruðu þá hugmynd i kosningasjónvarpi sl. sunnudag að athuga ætti einkarekstur á heilsugæslustöðvum. Þetta er hin dæmigerða hugmyndafræði þeirra sem betur mega sin. í sama mund stungu þau upp á þvi, að dagvistargjöld yrðu hækkuð og skattar lækkaðir sem þvi næmi. Til þess að dæmið gangi upp, til þess að búa andfélagslegri og hugmyndafræði og borgaralegri sérhyggju þann búning að ein- hver geti fallið fyrir henni þarf einhverju að kosta til. Og Versl- unarráðið kann á þetta með "34 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MAl 1982 bRáðstefna iim atvinnulifið og höfuðborgina: Dregið verði úr skattlagningu jigna og atvinnurekstrar í Rvíj Verslunarráð íslands er höfuðbólið og Morgunblaðið hjáleigan þegar linuritapólitikin er annars vegar. Þar er gefin linan einsog dæmin sanna. Barlómur Verslunarráðsins hefur nú tekið á sig nýtt birt- ingarform, sem stefnuskrá frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins við borgarstjórnar- kosningarnar. I Mogganum i gær er enn ein opnan frá Versl- unarráðinu, þar er sagt frá Hótel Borgarráðstefnu, sem orðið hefur tilefni frásagna æ siðan hún var haldin i lok mars. 1 rauninni kom ekkert fram nýtt á þessari ráðstefnu annað en það sem löngu er vitað að allir þeir sérgóðu eru sammála um, nefnilega aö „skattlagning eigna og atvinnurekstrar” er alltof há að mati þeirra. 1 fram- hjáhlaupi má geta þess, að rit- stjóri Alþýðublaðsins Jón Bald- vin sá ástæðu til að ljá burgeis- unum fylgi sitt og má sú hin is- lenska sósialdemókratia muna sinn fifil fegurri og annars stað- gegn hinum illræmda auð- hring.Formaður Sjálfstæðis- flokksins fer heldur ekkert i grafgötur með það á opinberum vettvangi með hvorum hann stendur i þvi deilumáli, hann stendur meö Alusuisse gegn islenskum stjórnvöldum. Frambjóðendur Verslunarráðsins Verslunarráð íslands hefur komið sér upp öflugu áróðurs- kerfi þarsem hamrað er á stefnumálum ráðsins. „Mennta- heilbrigðis- og tryggingarmál verði fjármögnuð þannig, að einkaaðilar eigi þess kost að veita þjónustu á þessum sviðum til jafns við opinbera aðila”. Þessi tilvitnuðu orð eru úr stefnuskrá Verslunarráös Islands. Nú eru þau einnig Sjálfstæðisflokknum og hefur fordæmin frá kosninga- maskinum skoðanabræðra sinna: Ronald Reagans, Thatcher og Willochs i Noregi. Verslunarráðið hefur fengið til sin kunnan forstjóra aug- lýsingastofu til að kenna sinum mönnum að koma fram i sjón- varpi. (Margir þykjast þekkja handbragð sömu auglýsinga- stofu á frambjóðendum Fram- sóknarflokksins). Þá hefur Verslunarráðið haft hjá sér i vinnu til að kenna mönnum að skrifa greinar i blöð þann rithöfund sem alþjóð veit hvað fátækastan, Indriða G. Þorsteinsson. Og er nú allt komið undir eina svarta sæng: leiftursóknin, Verslunarráðið, Morgunblaðið, frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins og Svart- höfði. Megi það allt saman hvila óáreitt og fylgissnautt i svart- nættinu. — óg -09 shorrið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.