Þjóðviljinn - 17.06.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.06.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. júni 1982 Fugl dagsins Sníputuðra Snipuduðra-Limnodromus griseus er lik hrossagauk i vexti, en dvelst andstætt honum á bersvæði og i fjörum (dylst ekki i gróðri). Hún er á öllum timum árs auöþekkt á mjög löngu beinu nefi, sem minnir mjög á nef hrossagauksins, og hvitu baki. A veturna getur Snipuduðran verið torgreind frá lyngsteik en er þó nokkru stutt- fættari. Hún aflar sér ætis með þvi að hjakka meö nefninu i leðju með hrööum háttbundnum hreyfingum. Röddin er hratt ,,tú-tú-tú” Kjörlendið er utan varptimans við fjöruleirur og sjávarfitjar. Snipuduöran er litið þekkt hér, en flækingur i Danmörku og á Bretlandseyjum. ólafur meðeigin mynd af þeim félögum i Medúsu I ham. mynd-eik Menuhin á hausnum Fiðlusnillingurinn Yehudi Menuhin hefur ekki farið dult með hrifningu sinni af ind- verskri ihugunartækni. Hér bregður hann á jógaleik i Berli'n og stjórnar hluta af örlagasin- fóniu Beethovens standandi á höfði — og slær þá taktinn með fótunum. Svínharöur smásál Eftir Kjartan Arnórsson ECr HCLOfíÐ Þl£> HfíFlÐ GCR.T MISTÖVC É6r FÉKK HER SKfíTTfíRElkMNG Oppfí 11? ró/LL-yöNlf? KRö/vó/A Rætt við Ólaf Engilbertsson félaga í súrrealistahópnum Medúsa Um þessar mundir stendur yfir I sýningarsalnum „Skruggubúð” aðSuðurgötu3a I Reykjavik, sýningin „Medúsa og gestir”. Þaö er súrrealista- hópurinn Medúsa sem stendur fyrir sýningunni og þeir sem verk eiga á sýningunni eru þeir: Tony Pusey, Þór Eldon, Sjón, Ólafur Engiibertsson, Matthias Magnússon, Einar Melax Jóhamar og þau Ragna Björg og Alfreö Flóki eru sérstakir gestir. Til að forvitnast frekar um þessa sýningu náðum við tali af einum þeirra, Ólafi Engilbertssyni. — Það eru 7 félagar i Medúsa núna. Þetta er samstarfshópur sem hefur verið til frá þvi um áramótin 1979-80. Við höfum gefið út 4 ljóðabækur og veriö með alls kyns uppákomur auk þess sem viö hófum útgáfu timarits i mars s.l. sem heitir „Hinn súrrealiski uppskurður”. — Hvernig varö þessi hópur til? — Við kynntumst allir i Fjöl- brautarskólanum i Breiðholti á sinum tima auk þess sem Tony bættist siðar i hópinn. — Er þessi sýning ekki ný- mæli i islenskri listasögu? — Jú þaö má segja það að vissu leyti. Þetta er fyrsta sam- sýning i'slenskra súrrealista. Áður hafa þeir Jón Hjálmarsson og Alfreð Flóki einir unnið aö einhverju marki viö súrrealiska myndgerö. — Hvað er súrrealismi? — Fyrst og fremst lifsskoðun. Má skilgreina þannig að við forðumst alla stöðnun i hugsun. Sjáum si'fellt hlutina i nýju ljósi. Utilokum aldrein neina mögu- leika, t.d. það að borð gæti verið ský. Halda verður öllum mögu- leikum opnum. Hafa súrrealistar átt erfitt uppdráttar? — Já ekki er hægt að neita þvi. A millistriðsárunum þá voru súrrealistar i slagtogi með anarkistum og voru fangelsaðir vegna ýmiss konar uppþota. Súrrealistar hafa alla tið verið misskildir. Að vissu leyti má finna skyldleika milli ana- rkisma og súrrealisma þar sem er hiö absalút frelsi hugans. — Eru þið I sókn hér heima? — Það er erfitt aö segja til um það. Við höfum komið á fót timariti og undirtektir að sýn- ingunnihafa veriðmeö ágætum. Það segir kannski eitthvað. Hvernig hefur fólki litist á sýninguna? — Yfirleitt vel, en auðvitað misjafnlega eins og gengur og gerist. — Hvað kom til að þessi hópur varð til i Fjölbrautarskólanum I Breiðholti? — Tilviljun eins og flest annað. Vildi til aö við vorum þarna til staðar á þessum tíma og þessum stað. — Hverjar cru framtiöaráætl- anir hjá ykkur? — Við höfum leigt okkur sýn- ingarsal á Suðurgötu 3a til eins árs. Á þessu ári er ætlunin að gefa út þrjar ljóöabækur og auk þess að halda áfram útgáfu timaritsins, liklega tvö hefti til viöbótar á árinu. — Er Medúsa opinn félags- skapur? — Já, þetta er opinn hópur og þeir sem hafa áhuga á súrrea- liskri listsköpun eru eindregið hvattir til að hafa samband viö okkur. Sýningin verður opin fram til 25. þessa mánaðar frá kl. 17-22 virka daga og 14.-22 um helgar. — Er hægt að lifa á því að vera súrrealiskur listamaður á tslandi? — Vonandi i framtiðinni. Hingað til hefur þetta verið ein- tómur minus. -•g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.