Þjóðviljinn - 28.07.1982, Síða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 28. júli 1982.
PIODVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
(Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Olafsson.
Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir.
Umsjónarmaður sunnudagsbiaðs: Guðjón Friöriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson
Blaðamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ölafsson
Maenús H. Gislason, Olafur Gislason, Óskar Guömundsson,
Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson.
iþróttafréttaritari: Viðir Sigurðsson.
útlii og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson.
l,jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson.
Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guðvaröardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar
Sigúrmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen
Jónsdóttir.
Útkeyrsla. afgreiðsla og auglýsingar: Sföumúla 6,
Keykjavik, simi 81JJ3
Prentun: Blaðaprent hf.
A ð afla og eyða
• Að undanförnu hefur ríkisstjórnin fjailað um
hugsanlegar aðgerðir vegna þess alvarlega ef nahags-
vanda, sem upp er kominn í okkar þjóðfélagi, m.a.
vegna mun minni sjávarafla á fyrri hluta þessa árs
heldur en sömu mánuði næstu ár á undan.
• Á næstu vikum mun væntanlega koma í Ijós, hvort
þeir flokkar sem standa að núverandi ríkisstjórn nái
að koma sér saman um úrræði, og skal þess vænst hér
að í þeim efnum leggi allir aðilar sig f ram.
• Svo sem kunnugt er telur Þjóðhagsstofnun á-
stæðu til að ætla að þjóðartekjur okkar (slendinga
minnki í ár um 3,5-6,5%, enda þótt stofnunin haf i f ulla
fyrirvara á um þessar tölur. Þjóðhagsstofnun gerir
einnig ráð fyrir því, að án sérstakra ráðstafana megi
búast við að á þessu ári nemi hallinn á okkar utanrík-
isviðskiptum um 9% af allri þjóðarf ramleiðslunni, en
samsvarandi halli nam á síðasta ári 5% samkvæmt
bráðabirgðatölum og 2,4% á árinu 1980. Hér er vissu-
lega um þróun að ræða, sem aðkallandi er að stemma
stigu við, því þótt f inna megi dæmi um enn meiri við-
skiptahalla á liðnum árum, svo sem 1974 og 1975, þá er
slíkt ekki til f yrirmyndar, og allra síst nú, þegar vext-
ir af erlendu lánsf jármagni eru svo háir sem raun ber
vitni. Rétt er að hafa í huga, að verði viðskiptahallinn
í ár í námunda við 9% þjóðarframleiðslu, eins og
Þjóðhagsstofnun telur stefna í,þá er þar um að ræða
halla sem nemur hátt í 3000 miljónum króna, eða
45.000,^ til 50.000,- krónum á sérhverja fjögurra
manna fjölskyldu í landínu á þessu eina ári.
• Nú geta menn auðvitað deilt um það, hversu ná-
lægt lagi tölur Þjóðhagsstof nunar kunni að vera, bæði
hvað varðar viðskiptahallann og þjóðartekjurnar, —
menn geta verið misjafnlega bjartsýnir hvað varðar
f ramvindu mála það sem ef tir er af þessu ári, — svo
ekki sé nú talað um spádóma f yrir næsta ár. En hvað
sem öllum slíkum vangaveltum líður, þá fer ekki milli
mála að vandinn er alvarlegur, hvort sem tölur Þjóð-
hagsstofnunar kunna að reynast heldur svartsýnar
eða ekki.
• Á síðustu árum hef ur almennur vöruinnf lutningur
til landsins aukiststórlega,en meðan útf lutningsfram-
leiðslan f ór einnig vaxandi að sama skapi þá gat dæm-
ið gengið upp. Við blasjr, að á síðustu tveimur árum,
1980 og 1981, þá hefur almennur vöruinnflutningur
aukist um nálægt 22% að magni til samkvæmt opin-
berum skýrslum, og síðan gerist það að á fyrstu f jór-
um mánuðum þessa árs, þá eykst almenni vöruinn-
f lutningurinn enn um 15% að magni, miðað við sömu
mánuði í fyrra!! — Og þetta gerist nú á sama tíma og
alvarlegur samdráttur verður í útflutningsfram-
leiðslunni. Svona geta mál augljóslega ekki gengið til
lengdar. Hér þurfa stjórnvöld að grípa inn í og stuðla
að jafnvægi. Það er reyndar f urðulegt að gjaldeyris-
sjóður þjóðarinnar skuli vera eini sjóðurinn, sem
hvaða braskari sem er getur gengið í og mokað út úr
honum peningum að vild til að flytja inn hvers kyns
skran, enda þótt engar horfur séu á að útflutnings-
framleiðslan geti staðið undir allri þessari gjaldeyris-
sóun.
• Þær ráðstafanir, sem gera þarf á næstunni þurfa
m.a. að miða að þessu:
1) Alefling framleiðslunnar í landinu, og þá ekki síst
útflutningsframleiðslunnar, svo takast megi að
vinna upp sem fyrst áfall vegna minni sjávaraf la á
þessu ári. Ráðstafanir í þessa veru munu þó f lestar
ekki skila verulegum árangri fyrr en síðar.
2) Skynsamlegri stýring f jármuna, og tilfærsla f jár
frá sóunargeiranum til framleiðslunnar.
3) Aukinn sparnaður á öllum sviðum, bæði í opinber-
um rekstri og einkarekstri og sérstök áhersla á
betri nýtingu f jármuna. Herferð gegn þeirri sóun,
sem hér hefur viðgengist á mörgum sviðum.
4) Jöf nun lífskjara, þannig að kjör þeirra, sem minnst
hafa borið úr býtum verði ekki skert, þótt hinir bet-
ur settu verði að taka á sig nokkrar byrðar, svo tak-
ast megi að verja þjóðarskútuna áf öllum af völdum
heimskreppunnar og þess tímabundna samdráttar í
sjávarafla sem við blasir.
— k.
Fær Eggert rlkisstjórnina
upp á móti Sunnlendingum?
Iðjulaus
ráðherra
Staksteinahöfundur Mogg-
ans telur aö Þjóðviljinn hafi
veriö aö senda Steingrimi
Hermannssyni tóninn I dálk-
inum Nafn vikunnar. Vart
getur þaö heitiö, heldur var
veriö aö rifja upp þær
skammir sem Steingrimur
fékk á sig i vikunni, og þvi
spáö aö myndi nú láta hann
finna til tevatnsins. Sem og
reyndist spá aö réttu.
En það er vinsælt þessa
dagana að senda Framsókn-
armönnum tóninn, svo notað
sé Staksteinaoröalag. Þann-
ig fær Tómas Arnason háan
tón i Dagblaöinu i gær. Lik-
lega er það háa A-ið, ef slikur
tónn er til. Þar kyrjar Vil-
mundur Gylfason um mynt-
breytinguna og ýmislegt illt
sem henni hafi fylgt. Um við-
skiptaráöherra segir hann
m.a.:
,,Hitt er lika staðreynd, aö
yfirstjórn verölagsmála er i
molum. Ráðherra viöskipta-
mála er starfslaus hangir i
viðskiptaráðuneytinu, gerir
ekki neitt — og biöur eftir að
veröa færöur i fram-
kvæmdastjórastól i Fram-
kvæmdastofnun rikisins,
sem hann hefur tryggt sér
meö lögum, þegar hans timi
er úti.”
Já, ljótt er þaö. En um hitt
má spyrja: er ekki best að
hann geri sem minnst?
Sínum
augum lítur...
Brú á ölfusárósa er að
sjálfsögöu mikiö áhugamál
Þorlákshafnarbúa, Eyr-
bekkinga og Stokkseyringa.
Og þvi þrýsta þeir á um að
hún komist inn á vegaáætlun.
Hins vegar virkar þaö lik-
lega dálitið sérkennilega
þegar haft er eftir sunn-
lenskum talsmanni (og
kannski hefur hann alveg
rétt fyrir sér), að „þessi rik-
isstjórn hefur ekki veriö hliö-
holl okkur Sunnlendingum.”
Þegar klippari talar um
þetta sem sérkennileg um-
mæli, þá er þaö fyrir þá sök,
aö hálf þjóöin stendur i þeirri
trú, aö Eggert Haukdal sé i
þvi dag og nótt aö hala fé út
úr rikisstjórninni til aö eyöa
heima i Suöurlandskördæmi.
Kannski er Eggert svona
slappur eöa þá aö hann fær
bara rikisvaldiö upp á móti
kvabbi sinu?
klippt
Skrípaleikur
„Fundir Alþjóöa hvalveiöi-
ráösins eru orönir hreinn
skrlpaleikur” hefur Timinn I
gær eftir Kristjáni Loftssyni
framkvæmdastjóra Hvals hf.
Skal enginn iá honum þótt hann
kveini, þvi björgin er frá honum
tekin meö þessari samþykkt ef
tslendingar ákveöa aö viröa
hana.
En þeir hvalveiöimenn eru i
klemmu mikilli, og óvist er meö
öllu hvort islensk stjórnvöld
treysta sér til aö stuöla aö hval-
veiöum eftir aö banniö gengur i
gildi.
Þar kemur til sú hætta að
Bandarikjamenn setji hömlur á
fiskinnflutning frá löndum sem
ekki viröa bann Alþjóöa hval-
veiöiráðsins.
Þannig segir i Morgunblaðinu
i gær:
Sölutregða
á þorski
Og til aö undirstrika hve viö-
kvæmur hinn ameriski þorsk-
markaöur er, þá berast okkur
fréttir um verulegan samdrátt i
sölu á islenskum fiski i Banda-
rikjunum. Þannig segir Guöjón
B. Ólafsson i viötali viö Timann.
„A fyrstu sex mánuöum þessa
árs hefur heildarsala flaka
dregist saman um 19% miöaö
viö sama tlma I fyrra, en ef viö
litum aöeins á þorskflakasöluna
þá hefur hún dregist saman um
32%,en þess ber þá aö gæta aö
samdráttur i þorskfiakafram-
ieiöslunni er 28%.
Svona getur vandinn stundum
oröiö margbrotinn. Þrátt fyrir
aflabrest mikinn þá höfum viö
vel undan aö framleiöa fyrir
okkar aöalmarkaö. Ef ekki væri
samdráttur i þorskafla, væri
þá ekki sölutregöa farin aö
segja til sin á okkar almennu
fiskmörkuöum?
„Bandarikjastjórn lýsti þvl
yfir I dag aö varöandi fiskinn-
flutning til Bandarikjanna og
fiskveiöar viö Bandarikin kynni
aö veröa gripiö til refsiaögeröa
gegn þeim þjóöum sem héldu
áfram aö veiöa hval eftir aö
allsherjar hvalveiöibann gengi i
gildi áriö 1986. John V. Byrne,
aöalfulltrúi Bandarikjanna hjá
Alþjóöa hvalveiöiráöinu, sagöi
þetta I Washington I dag og tók
fram aö I Bandarikjunum væru I
gildi lög sem heimiluöu bann viö
fiskinnflutningi frá landi sem
ekki hlýtti sliku banni sem hér
um ræöir...”
Þorskinum allt
Hér eru stórir hlutir á ferð-
inni, og i peningum miklu stærri
en hvalurinn, sú myndarlega
skepna. Og hætt er við að
þungur veröi róðurinn hjá
Kristjáni Loftssyni.
Þeir hjá Sölumiöstöö hraö-
frystihúsanna eru auðvitað meö
sina afstööu á hreinu I þessu
máli.
„Þaö getur aldrei komiö til,
aö viö gripum til neinna þeirra
aögeröa, sem hindra myndu út-
flutning okkar á frystum fiskaf-
uröum til Bandar’kjanna.
tslenska þjóöin myndi aldrei
þola slikt.” hefur sama blaö
eftir Eyjólfi Isfeld Eyjólfssyni,
framkvæmdastjóra SH. Hann
segir ennfremur:
„Þvi er auövitaö ekki aö
neita, aö hvalafuröir hafa gefið
okkur miklar tekjur i gegnum
árin, en þær vega þó litiö i
samanburöi viö útflutning
okkar á frystum afuröum til
Bandarikjanna”.
Sölutregða
á því sem ekki
veiðist
Staöan I loönuveiöunum er af
þessu afleita tagi. Loönuskipin
liggja bundin við bryggjur og
ekki fyrirsjáanlegt aö þau fái aö
veiða loönu á næstu misserum.
Svo gjörsamlega viröist stofn-
inn kláraöur, aö algjör friöun
viröist þaö eina sem komi aö
gagni.
Á sama tíma og loönubrests
nefnd skilar frá sér tillögum um
að bæta verksmiöjunum tapiö
vegna minnkandi loönuafla,
liggur þaö einnig fyrir aö loönu-
mjöl og lýsi eru illseljanlegar
vörur og þaö sem selst fer fyrir
„skít og ekki neitt” eins og
stundum er sagt.
Stundum gerist þaö semsé, að
dæmiö veröur svo asnalegt, aö
þaö liggur ekki ljóst fyrir hvort
skapar meiri vanda, veiöi eöa
aflabrestur.
Þeir sem
ekki kveina
Mitt I erfiðleikasöng atvinnu-
veganna, sem ekki skal litð gert
úr hér, vekur það athygli aö ein
stór atvinnugrein hefur ekki
einu sinni uppi hina minnstu til-
buröi til aö kveina. Þaö er versl-
unin. Nú þegar talaö er um aö
deila byröum á þjóöina hlýtur
maöur aö spyrja hvort breiöu
verslunarbökin geti ekki tekið
eitthvað á sig, t.d. i gegnum
haröa veröstöövun.
— eng.
og skorið