Þjóðviljinn - 28.07.1982, Side 5

Þjóðviljinn - 28.07.1982, Side 5
Miövikudagur 28. júli 1982. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5 I ,,Þvi lengur sem dregst að mýkja upp einokunarstöðu Rikisútvarps- ins úr þessu, þeim mun sársaukafyllri verður aðgerðin og hættara við að þeir riði feitustum hesti frá þeim viðburði sem sist sky ldi. ’ ’ Júlilokun sjónvarpsins hefur enn á ný vakiö umræður um frammistööu þessarar stofn- unar og skyldur hennar við al- menning. óróleikinn aö þessu sinni stafar einkum af þvi að lokunin dynur yfir þegar spenn- an er að ná hámarki i heims- meistarakeppninni i knatt- spyrnu þessari iþrótt sem er flestum betur fallin til sýninga i sjónvarpi. Ekki skyldu menn þó láta þessa hendingu villa sér sýn um það að sjónvarpsmenn finna nú jörðina brenna undir fótum sér hvort eð er og treysta sér ekki lengur til að halda til streitu þessari merku og sér- stæðu hefð. Má þvi búast við aö nú hafi islenska sjónvarpinu verið lokað sumarlokun i siðasta sinn. Steinar í andapollinn Þessi þróun mála stendur i nánum tengslum við ýmsa við- burði og ber þar liklega fyrst til aö nefna aö starfsmenn is- lenskra fjölmiðla strjúka nú um Þótt ég nefni þennan valkost fyrstan hef ég meiri trú á lands- hlutastöðvum, þ.e. hljóðvarpi eða sjóuvarpi sem rekið væri t.d. fyrir ibúa höfuðborgar- svæðisins, fjárhagsleg geta væri tryggö fj rirfram, verkaskipting gagnvart Rikisútvarpinu væri sæmilega ljós og tryggð itök al- mennings. Framkvæmd þess- ara hugmynda má hafa með margvislegum hætti og engin ástæða er tii að gera þvi skóna fyrirfram að sá ágreiningur sem óhjákvæmilega kemur upp um hana verði óleysanlegur. Engum skin gott af þvi að streit- ast gegn breytingum af ótta einum saman viö breytingar. Og sist situr á vinstrimönnum að láta slikt um sig spyrjast. Hitt mega menn lika hafa i huga að þvi lengur sem dregst að mýkja upp einokunarstöðu Rikisútvarpsins úr þessu, þvi sársaukafyllri verður aðgerðin og hættara við þvi að þeir riði feitustum hesti frá þeim við- burði sem sist skyldu, þ.e. sið- vana og ábyrgðarsnauðir gróðahyggjugaurar. Júlflokun og framtíð fjölmiðlanna | frjálsara höfuð en nokkru sinni fyrr. Þetta gildir bæði um rikis- fjölmiðla og dagblöðin. Margt hefur hjálpast að við að efla þessa þróun, af einstökum mönnum og viðburðum má nefna útvarpsráð Njaröar Njarðvik 1971 og Dagblað Jón- asar Kristjánssonar 1975. Báðir þessir menn vörpuðu vænum steinum i andapoll islenskra fjölmiðla. Samhliða þessu hafa orðið stórstigar framfarir i fjöl- miðlatækni og gildir einu hvort við litum á prenttækni, hljóð- tækni eða myndtækni, öll er hún orðin ódýrari, einfaldari og meðfærilegri. Loks er þess að geta að ný listgrein, kvik- myndalistin, hefur skyndilega kviknað á Islandi. Ihaldssemi I dugir ekki lengur Og nú standa forsjármenn islenskra rikisfjölmiðla sem hafa nánast staðið i stað i hálfa öld hvað varðar stjórnunar- hætti, frammi fyrir byltingu i viðhorfum og byltingu varöandi tæknilegar forsendur útvarps og ■ sjónvarps. Að ýmsu leyti standa ■ þeir í svipuðum sporum og starfsbræður þeirra i fjöl- mörgum nálægum löndum, t.d. ■ öðrum Norðurlöndum, en smæðin og féleysið gera is- lenska Rikisútvarpinu enn erfiðara um vik. Rikiseinokun á hljóðvarpi og sjónvarpi var komið til leiðar i flestum löndum heims (Banda- rikin eru merkasta undantekn- ingin) með almannaheill I huga. Nú er svo komið að þessi stefna er á undanhaldi viða um heim og ekki vel ljóst hvað verður ofan á i hennar stað. Mér er til efs að nokkrum sé fullljóst með hvaða hætti almannaheilla verði best gætt i þessum málum, en hitt liggur i augum uppi að mjög sterkir sérhags- munir togast á: pólitiskir hags- munir, gróðahagsmunir, til- veruhagsmunir einokunar- aðilans. Sú skynsamlega ihaldssemi sem rikt hefur hér á landi gagn- vart valddreifingu i útvarpi og öll pólitisk öfl hafa getað sam- einast um, dugir ekki lengur og þörf er skjótra aðgerða ef ábyrgir aðilar ætla sér að hafa minnstu áhrif á gang mála. Með ábyrgum aðilum á ég viö aðra en þá sem i merkilegu sam- blandi ævintýramennsku, hug- sjónamennsku og gróðavonar hafa fram til þessa veriö frum- kvöölar nýrrar tækni og nýrra valkosta i sjónvarpsmálum hér á landi. Sviar virðast hafa valið mjög farsæla leið til valddreifingar i útvarpi. Þar hafa sprottiö upp öflugar og vinsælar svæðaút- varpsstöðvar sem njóta mikils sjálfstæðis, en njóta um leið stuönings og reynslu gamla einokunarútvarpsins. Svæöa- eða héraðasjónvarp mun hins vegar skammt á veg komið i Sviþjóð. Tilraunir hafa einnig veriö gerðar meö mjög litlar út- varpsstöðvar i Sviþjóö þar sem félagsamtökum af öllu mögu- legu tagi er veitt heimild til sendinga með mjög veikum styrk, en þessar stöövar virðast eiga örðugrá uppdráttar, sumir vilja frekar kalla þetta „inn- varp” fremur en útvarp þar sem reksturinn vilji þróast i þá átt að þröngir hópar sitji á tali við sjálfa sig. Norðmenn hafa lent i svipaðri blindgötu og Islendingar. Þar hefur rikisútvarpið notið ósveigjanlegs einkaréttar, sent hljóövarp á einni rás og sjón- varp á einni, en almenningur hefur þurft að halda uppi mjög dýru dreifikerfi, sem helgast af landfræðilegum aðstæðum, likt og hér á landi. Hægriflokkurinn sem myndaði stjórn i Noregi siðastliðið haust hafði gefiö mikiö loforð um að aflétta einokuninni. Einn Norðmaður hefur orðað það svo að Verka- mannaflokkurinn hafi setið vel og lengi á lokinu á meöan bullaði og kraumaði i fjölmiðla- pottinum. Þegar Hægriflokk- urinn komst til valda hafi hann einfaldlega tekið lokið af og látið sjóða upp úr. Nú hafa tugir samtaka fengið leyfi til að reka litlarútvarpsstöðvar i Noregi og allmargir aðilar fengið leyfi til sjónvarpsreksturs, þrátt fyrir að allt sé enn óljóst um fram- tiðarfjármögnun þessara miðla og skipulag að ööru leyti. Tilraunastarfsemi í smáum stíl A Islandi hefur einnig veriö setið á lokinu, en munurinn er þó sá, að hér hafa allir flokkar sameinast um að sitja sem fast- ast. Að minu mati er enn svig- rúm fyrir islensk stjórnvöld til að lyfta lokinu i rólegheitum, efna til tilraunastarfsemi i smáum stil, bæði i hljóðvarpi og sjónvarpi, þar sem aðilum sem bera almannaheill fyrst og fremst fyrir brjósti, væri faliö að bera ábyrgð á tilraununum. Hér gætu komið til greina al- mannasamtök sem njóta mjög útbreidds stuðnings á sinu sviði. Fjölmiðlabyltingin sem svo er > nefnd af mörgum og hófst fyrir rúmri hálfri öld, er um þessar mundir aö taka á sig heldur , betur nýjan svip. örtölvubyltin ■ margumrædda á hér mikinn hlut aö máli auk alls kyns endurbóta i fjarskiptum, sem hér hefur verið tæpt á. Margt bendir til þess að i framtiðinni verði mörkin milli fjölmiðlunar og annarra boðskipta manna á , milli harla óljós. Þar má sér- staklega tiltaka mörkin milli sima og sjónvarps og dagblaða og sima. Póstþjónusta og peningar geta sömuleiöis horfið ■ inn i rafeindavætt fjarskipta- kerfi. Meira að segja þarf ekkert að vera þvi til fyrirstöðu , frá fræðilegu sjónarmiði að ■ leggja fulltrúalýðræöiö niöur og I efna i staðinn til elektróniskra kosninga um stjórnarathafnir , jafnóöum og að þeim kemur, hvort heldur þar er um aö ræða niöurskurð togaraflotans eða stækkun pylsuvagns um tvo fer- metra. Ofangreind atriði eru ekki tind til hér vegna þess að neitt ' I þeirra sé alveg yfirvofandi, * heldur til þess að minna á að 1 breytingar eru geysiörar á þessum vettvangi og að við höfum tök á þvi að búa okkur undir þær. I____________________ ÚIA með úti- samkomu í Atlavík Um verslunarmannahelgina heldur ÚlA, Ungmenna- og iþróttasamband Austurlands, úti- samkomu i Atlavik i Hallorms- staðarskógi. Hátiðin ber yfir- skriftina „Atlavik ’82”. og hefst hún kl. 20 á föstudagskvöld með tónleikum Þursanna. Dansað verður á tveimur danspöllum öll kvöld og munu Stuðmenn, Grýl- urnar og trió Þorvaldar sjá um að fólk á öllum aldri skemmti sér. A laugardag kl. 15 verður iþrótta- dagskrá með þátttöku samkomu- gesta. A henni verða m.a. boð- hlaup, diskódanskeppni, limbó o.fl. Kl. 17 hefst hljómsveitar- keppni, undanúrslit, og verður keppt um titilinn hljómsveit árs- ins '82. Fjölmargar hljómsveitir viðsvegar að af landinu hafa til- kynnt um þátttöku i keppninni. A miðnætti veröur gert stutt hlé á dansleikjum og kveiktur varð- eldur ásamt flugeldasýningum. A Úr Atlavik sunnudag kl. 14 hefst hátiðardag- skrá. Þar koma fram Agúst Is- fjörð sjónh verf ingamaður, Lafmóður Skokkan, Laddi, Bald- ur og Konni og Þórscafé-trióið, Laddi Jörundur og Július. Kl. 18 verða úrslit i hljómsveitakeppn- inni. Hátiðinni lýkur að loknum dansleikjum aðfaranótt mánu- dagsins. Helena Gard frá Danmörku (t.d.) og Nadya Khokhlova frá Sovétrikj- unutn taka báðar þátt i FRIÐARGÖNGUNNI 82, sem nú stendur yfir I Sovétrikjunum. Þaö eru friðarhreyfingar kvenna á Norðurlöndunum og opinberar f riðarhreyfingar i Sovétrikjunum, sem skipuleggja göng- una.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.