Þjóðviljinn - 28.07.1982, Síða 9

Þjóðviljinn - 28.07.1982, Síða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 28. júll 1982. Miövikudagur 28. júll 1982. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Þaö tók langan tlma aö koma öllum yfir ána og þvl voru sumir á leiö upp aö Hagavatni þegar aörir voru aökoma þaöan. — eik — Best gætum viö trúaö aö þarna væri beöiö eftir þvl aö Strokkur bæröi á sér. Mynd: — eik Baidur óskarsson flytur fræösluerindi um Laugarvatn. Mynd: — eik Hér sér yfir hluta af Hagavatni og Langjökul I baksýn. — eik Seiflytja þurfti yfir ána. Flestir eru komnir yfir en nokkrir blöa ennþá fars. Mynd: —eik Sumarferð Alþýðubandalagsins: Þaö var áreiöanlega meö nokk- urri eftirvæntingu sem þeir, er ákveöiö höföu aö taka þátt i ferö Alþýöubandalagsins upp aö Hagavatni litu út um gluggann á laugardagsmorguninn. Lengst af vikunnar haföi veriö rikjandi litt fýsilegt feröaveöur. Það var fyrst á föstudag, sem sólin gaf I skyn aö hún væri ekki meö öllu farin i felur. Allt um þaö fengust ekki ákveöin fyrirheit um þurrt og bjart veöur á laugardaginn. En hvaö sáu menn svo þegar litiö var til veöurs? Jú, laufið á trjánum sagöi frá suövestangolu, veöur var þurrt en fremur lág- skýjaö, án þess aö sanngjarnt væri aö segja loftiö þrútið. Árdegisstund á Umferöar- miðstöðinni Umferðarmiöstööin. Þar var margt oröiö um manninn þegar kl. 8. A planinu sunnanundir þvi viðlenda húsi þar sem ég átti von á, samkvæmt fyrri reynslu, aö hitta fyrir álitlegan hóp væntan- legra feröafélaga höföu nú fleiri tugir útlendinga tekiö sér stööu. Mitt fólk reyndist hinsvegar vera vestan hússins. Þótt ég þættist vera þokkalega snemma á ferö þá voru þó bilarnir orönir full- skipaöir utan einn. Inn I hann var engun hleypt. Fararstjórar gáfu þá skýringu, aö billinn væri of lit- ill til þess aö rúma þann hóp, er enn stæöi utan dyra og væri veriö aö útvega annan stærri. Það tókst brátt og raskaði þetta timaáætlun ekki nema um 15 mínútur og þótti engum mikið. Fararstjórar og leiösögumenn voru I hverjum bil og var þeim auövitaö ætlaö aö geta leyst úr spurningum um ailt milli himins og jaröar. I mínum bil gegndu þeim störfum þær Adda Bára Sig- fúsdóttir og Borghildur Jósúa- dóttir. Viö bjuggum þvi viö konu- riki, i besta skilningi þess orös. Laugarvatn Frá Umferöarmiöstööinni var fariö kl. 15.40. Þá var þegar fariö aö greiöa til I lofti og allir voru sannfæröir um ánægjulegan dag. Viö vorum i aftasta bilnum en þó kom þaö i okkar hlut ab renna heim I Hverageröi, þar sem ljós- móöir var tekin meb i förina. 1 ferðum Alþýöubandalagsins er jafnan fyrir öllu séö. Var nú ekiö viðstöðulaust austur um Olfus, yfir i „Grims- nesiö góöa” og ekki numiö staöar fyrr en á Laugarvatni. Dalurinn heilsaöi meö glampandi sól sem hélst úr þvi daginn á enda. A Laugarvatni tók á móti feröa- löngum hópur Alþýöubandalags- manna, sem þar hefur átt sumar- setu um sinn. Slógust þeir nú i förina og mönnuöu á svipstundu griöarmikinn langferöabil. A meöan setið var að snæðingi úti i guösgrænni náttúrunni sagði Baldur öskarsson sögu staðarins i stórum dráttum. ,,í þessum fagra fjallasal, færöu menninguna, Laugarvatn i Laugardai, lengi skaltu muna", sagöi Haukur Hjálmarsson frá Hofi á Kjalarnesi, gamall Laug- vetningur, og mun þessa visu aö finna i mörgum minningabókum Laugvetninga. Laugarvatn hefur tekiö miklum stakkaskiptum frá þvi aö héraös- skólinn var þar eina menntasetr- iö. Nú er þar risinn menntaskóli, iþróttakennaraskóli, húsmæöra- skóli, fjöldi ibúöarhúsa nemenda- bústaöir, verslun, gróöurhús o.fl. A Laugarvatni er risiö mikiö þorp blíðu um Suðurland og staöurinn oröinn margháttað menntasetur. Geysir Adda Bára lét sér ákaflega annt um sitt fólk. Þegar fariö var frá Laugarvatni hafði hún rænt Vésteini Olasyni, sem hún sagöi aö betur gæti frætt þegna hennar um Laugardal og Biskupstungur en hún sjálf. Og Vésteinn stóö líka vel fyrir sinu. Og áfram lá leiöin upp Laugardalinn, yfir Brúará og upp i Biskupstungur. Næsti viökomustaöur var Geysir I Haukadal. Gengiö var um hverasvæöiö en nú var ekki gosdagur hjá Geysi karlinum en Strokkur gamli geröi sitt besta i staðinn. Einhversstaöar á þessari leiö voru boönir til kaups happ- drættismiöar feröarinnar. Voru þeir fjölmargir en þó fór svo, að eftirspurnin reyndist meiri en frambobið. Heföu þeir trúlega selst fyrir of fjár ef frjálshyggju- menn heföu stjórnar viöskiptaiif- inu I feröinni. öræfaslóðir Þegar fariö var frá Geysi hvarf Vésteinn til sins heima. En Adda Bára var ekki á þvi aö láta af mannránum. Nú kom hún með Sigurjón Pétursson upp á arminn. A þessum gripdeildum gaf hún þá skýringu, aö framundan væri ör- æfaleið æði löng og eftir misjöfn- um vegum og þá væri vel viö hæfi að hefja söng en Sigurjón úrvals söngstjóri og hefur mörgu veriö meira logiö i heimi hér. Borg- hildur haföi hverjum úthlutað hverjum og einum einskonar sálmabók feröarinnar og studdist Sigurjón við hana en lét þó engan veginn einhlita en valdi lög eftir þvi sem honum þótti best viö eiga hvort sem textarnir stóöu i sálmabókinni eöa ekki. Og einhverntima geröist þaö á þessari leið, aö Adda Bára kvaddi hvern mann upp aö hljóönema til þess aö hann mætti kynna sig fyrir viöstöddum. Var þaö gott uppátæki. Selflutningur að Haga- vatni Þegar komiö var aö skála Feröafélagsins, undir Einifelli, við suöurenda hinna tignarlegu og hvassbrýndu Jarlhetta, bjuggu menn sig sem best undir þá ör- æfagöngu, sem nú var fram- undan, meö þvi aö boröa vel og rækilega. Og nú var stutt i einu hindrunina, sem á veginum varö og ekki var kannski beint reiknað meö. Minnti þaö mig á atvik, sem gerðist þegar Sveinn heitinn afi minn var eitt sinn aö spila viö guösþjónustu I gamla daga. Hann byrjaöi aö sjálfsögöu aö spila lag- iö alveg grandalaus og kórinn tók þegar undir viö orgeliö. En skyndilega hætti karl að spila, fórnaði höndum og hrópaöi svo heyra mátti um alla kirkjuna: „Biöiö ögn viö, þaö er einhver helvitis kross hér i laginu”. En kross á nótnastrengjum er merki sem hækkar viökomandi nótu úm hálfan tón. Og á þessu pári inni I miöju smalmalagi þóttist karl þurfa aö átta sig áöur en hann héldi áfram spilamennskunni. Eins fór fyrir okkur. Arspræna, sem var litil þegar feröanefndin átti þarna leiö um viku áöur, aö eftir henni var naumast tekiö, var nú oröin aö skaöræðis fljóti. Munu aðeins tveir af bilunum hafa kom- ist þarna yfir og uröu þeir aö sel- flytja mannskapinn, sem tók tölu- veröan tima af þvi þeir skiluöu hverjum farmi eins langt inn meö Farinu og þeim var fært. En þá var eftir alliöng og brött, raunar á köflum snarbrött brekka upp á kambinn, sem heldur aö Haga- vatninu og þann spöl varð aö ganga. En þá var markinu lika náö og vib blasti Hagavatniö spegilslétt og Langjökullinn. Og þá held ég aö enginn hafi taliö eftir sér sporin upp brekkuna. Gullfoss og Brúarhlöð Nú var stöfnum snúiö heim- leiöis og ekiö sem leið lá nibur að Gulifossi, sem skartaði sinu feg- ursta. Þar gengu menn undir regnbogann og þar stendur Sig- riöur i Brattholti vörö. Slðari viökomustaöurinn i ferö- inni var svo viö Hvitá hjá Brúar- hlöðum, undurfagur staöur og sérkennilegur, sem enginn, er fer um þessar slóöir, ætti aö láta óséöan, Þar, I skjólsælli skógar- brekku, snæddu menn siöasta nestisbitann og hlýddu á prýöilegt ávarp Svövu Jakobsdóttur, rit- höfundar og fyrrum alþingis- manns. Mun þaö birtast hér i blaöinu og koma þannig fyrir augu þeirra, sem ekki höfðu tök á að ljá þvi eyra upp viö Brúarhlöö. Ekið niður Arnesþing Og nú var ekiö I kvöldsólarglóö- inni niöur Hreppa, Skeið, Flóa og Olfus. Adda Bára reyndist hafa mannhyili sem áöur. Nú haföi hún gómað Eystein Þorvaldsson, sem alit vissi um þessar sveitir. Og til Reykjavikur var svo komiö laust fyrir kl. 9. og þaö hygg ég að enginn, sem þessa för fór, hafi séö eftir þvi aö hafa aukið þeim degi i æviþáttinn. Jafnrétti á fjöllum Nú er þaö auðvitaö þannig, i svona fjölmennum feröum, aö lengstaf leiöarinnar mynda far- þegar I hverjum bil einskonar veröld út af fyrir sig. Þvi er þessi frásögn aö talsveröu leyti bundin þeim bil, sem höfundur hennar var i. En svona til aö auka á fjöl- breytni ferðasögunnar kemur hér ofurlitil viöbót og er hún ættuð úr bil nr. 4. en þar voru þeir farar- stjórar Vésteinn Ólason og Jón Hnefill. Þaö gerðist þaö m.a. aö á leið yfir gróöurlausar auðnirnar frá Gullfossi aö Hagavatni, haföi hinn siöarnefndi yfir nokkrar gamlar beinakerlingavisur, flestar af Kaldadal og Gunnar Valdimarsson bætti viö einni, eftir Benedikt frá Hofteigi, úr beinakerlingunni á Smörvatns- heiði. En svona til leiðbeiningar þeim sem þekkingu skortir á þessu fyrirbrigöi skai þess getiö aö beinakerling var varöa á f jall- vegi, sem sauöarlegg eöa hross- legg var stungiö I. Visur, sem feröamenn settu saman, voru annaö hvort ritaöar i hrosslegg- inn eða á blað, sem stungiö var i legginn. Frægar beinakerlingar voru á ýmsum fjallvegum svo sem Stórasandi, Kaldadal, Smör- vatnsheiöi, Þorskafjaröarheiöi, Vatnahjalla og viöar. Ekki þóttu beinakerlingarvisur alltaf prent- hæfar þótt nú oröið séu þar hið mesta guösorö miöað viö margt það, sem látiö er á þrykk út ganga. Þegar þessar visur höföu nú veriö fiuttar komu upp i bilnum raddir um aö þaö væri skortur á jafnrétti, aö eingöngu væri ljóðaö á beinakerlingar. Nú færu konur i þeim mæli um óbyggöir aö þar væri ekki siöur ástæöa til aö ljóöa á beinakarla. A leið frá Hagavatni meö Jarl- hettur að baki, köliuöu farar- stjórar eftir kviölingum um beinakarla. I fyrstu var tregt um viöbrögö og byrjuöu þá farar- stjórarnir sjálfir, fyrst Jón Hnef- ill: Þegar kona fer um fjail á fögrum sumardegi, gæti brattur beinakall birst á hennar vegi. „Gesti fagnar hotdið hrjúft, hnekktu mlnum vanda. Ekki veröur einum ijúft á öræfum aö standa.” Vésteinn bætti við: Ferðakona kom að beinakarli við Hagavatn, þótti hann skop- legur og hlóvið: „Þú brosir bölvuð tæfa,” kvað beinakarlinn, „hjá Hettum mér sýnist hæfa að heröa jarlinn”. Nú þurfti ekki lengi aö biöa þess aö fleiri tækju viö sér. Gunnar Valdimarsson kvaö: Ef að blásinn beinakarl brosir — móti vonum — Gcö hans hefur yljast af, einhverjum förukonum. Þaö var kona, sem haföi siöasta orðið um beinakarla og þótti fara vel á þvi. Svava Jakobsdóttir kvaö: Beinakarlí ef kynnist þú köldum upp á fjöllum, glædd’onum löngum, lif og trú meö Ijóöunum þlnum öllum. Þegar hér var komiö haföi bill- inn skilaö sér í byggö og yrkis- efniö var tekiö af dagskrá. Svo er þá einnig um ferðasög- una. —mhg Þaö var hátt til lofts og vitt til veggja I „borðsalnum á Laugarvatni. Mynd: — eik — Þarna er Arni Björnsson áreiðanlega aö skýra viðstöddum frá einhverji er hann aö benda á þá frægu rauf? Mynd: — eik — iu merkiiegu viö Geysi, kannski Þær hikuöu ekkert viö aö fara úr sokkunum og vaöa yfir ána, þessar ungu stúlkur, og skeyttu þvf Htt þótt þær steyttu fót sinn viö steini. Mynd: — eik —.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.