Þjóðviljinn - 21.08.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.08.1982, Blaðsíða 3
Helgin 21.-22. ágúst 1982 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3 Létt og skemmtilegt yfirbragð: Staldrað við i Þjóðviljabásnum á „Heimilið og fjölskyldan ’82” Heimiliö og fjölskyldan | Sýning - hátíö j — kátína ,,Sú ánægjulega þróun hefur átt sér stað frá þvi Kaupstefnan hf. hóf sýn- ingarhald fyrir þrettán • árum, að samfara aukinni undirbúningsvinnu sýnenda hafa sýningarnar i æ rikari mæli haft á sér islenskt yfir- bragð”, sagði Guðmundur Einarsson, framkvæmda- stjóri Kaupstefnunnar hf., i ræðu, scm hann flutti við ' opnun sýningarinnar Heim- ilið og fjölskyldan ’82 i gær- dag. Margt manna var viðstatt opnunina, en auk Guð- mundar fluttu ræður þeir Davið Oddsson, borgarstjóri , og Tómas Arnason, við- Iskiptaráðherra, en hann opnaði sýninguna formlega. Þá sýndu sovésku lista- ■ mennirnir Tatyana og Genn- Iady Bondarchuk frá Moskvusirkusnum snilld sina i fimleikum við góðar ■ undirtektir gesta. IUndirtitill heimilissýn- ingarinnar er Sýning-Hátið-- Kátina, og kemur hann m.a. ■ til af þvi, að i tengslum við Isýninguna er mikið tivóli, sem hingað er fengið frá Danmörku, auk þess sem ■ heimsþekktir skemmtikraft- Iar frá Sovétrikjunum og Bretlandi munu sýna listir sinar meðan á sýningunni ■ stendur. ITvö sérsvið sýningarinnar eru að þessu sinni, matvæla- sýning i anddyri Laugar- ■ dalshallarinnar og banda- Iriskorkusýning, sem komið - hefur verið fyrir i baksal hallarinnar. En auk þess er • margt að sjá og skoða, og Igefst gestum sýningarinnar færi á að kaupa ýmislegt á sérstökum vildarkjörum • meðan sýningin stendur. ISýningin var sem fyrr segir opnuð við formlega at- höfn i gærdag, en hún stend- • ur til sunnudagskvölds 5. Iseptember n.k., og er opin alla virka daga frá kl. 15—23 en um helgar frá kl. 13—23. ,,Það er óhætt að segja, að undirbúningsstarfið hafi gengið mjög vel”, sagði Kristin Ólafs- dóttir, þegar blaðamaður og ljós- myndari Þjóðviljans litu við i bás fyrirtækisins um það leyti sem sýning Kaupstefnunnar h.f. Heimilið og fjölskyldan ’82 var opnuð almenningi i gærdag. „Starfsmenn Þjóðviljans hafa lagt nótt við dag nú upp á siö- kastiö til aö ljúka þvi sem Ijúka þarf, og ég held mér sé óhætt að segja, að ÖII sú vinna, sem hefur verið lögð i Þjóðviljabásinn muni skila sér með ágætum”. Þeir sem hafa haft veg og vanda af hönnun báss Þjóðviljans eru þeir Björn Br. Björnsson og Björgvin Ólafsson, og hafa þeir haft lið aðstoðarmanna við að koma básnum upp — og þegar blaðamaður leitaði álits utanað- komandi manna, varð ekki betur heyrt, en smekklegt útlit bássins félli mönnum vel i geð. Einn maður sagði meira að segja, eftir að hafa séð marga aðra bása, að Þjóðviljabásinn væri með best heppnuðu básum sýningarinnar. Kristin ólafsdóttir hefur haft yfirumsjón með gerð bássins og skipulagi þess starfs, sem innt verður þar af hendi. Hún var spurð að þvi, hvað yrði á seyði til að vekja athygli sýningargesta. „Það verður ótalmargt, skal ég segja þér. Básinn er auðvitað fyrst og fremst settur upp til að vekja athygli á Þjóðviljanum og þvi efni, sem i blaðinu er að finna. Viö höfum- gripiö til þess ráðs að láta blaðið aö mestu aug- lýsa sig sjálft. Hér hanga uppi úr- klippur af f jölmörgu efni blaðsins og reynt er að skipa þvi þannig niður aö það gefi einhverja mynd af þeim mörgu efnisflokkum, sem teknir eru fyrir i blaðinu. Þá hanga hér einnig á vegg myndir eftir ljósmyndara blaðsins, þá Einar Karlsson og Gunnar Elias- son. Athygli vekur, að um leið og gengið er inn i básinn er gengið á Þjóðviljanum — en út hefur verið breiddur nokkurs konar gólf- dúkur úr gömlum Þjóðvilja- blöðum og lakkað yfir. Fyrir vikið fær básinn mjög sérstæðan og skemmtilegan svip, sem hinn ó- missandi rauði litur undirstrikar, en öll húsgögn og bakgrunnur myndspjalda eru i hinum rauöa lit, sem einkennir m.a. blaðhaus Þjóðviljans. „Við vildum leggja áherslu á það, að básinn hefði á sér létt og fjörlegtyfirbragð”, sagði Kristin, „og þess vegna er hér allt með frekar óhefðbundnum blæ, eins og glöggt má sjá. Enda á fólki að geta liðið vel hér, meðan það dokar við i básnum. Hér verður fréttagetraun i gangi, sem öllum er heimilt að spreyta sig á en verðlaun i henni eru helgarferð til Amsterdam með Sam vinnuferðum-Land- sýn. Svo hefur verið tekin saman dálitill spurningalisti fyrir dag- blaöslesendur og Þjóðviljales- endur, þar sem spurt er um lestrarvenjur fólks, og svo, hvaða efni i Þjóðviljanum þvi fellur sér- staklega vel eða illa i geð. Ég á von á þvi að svörin úr þeirri könnun komi sér vel fyrir starfs- menn blaðsins, sem er það metn- aðarmál að blaðið, sem þeir gefa út, sé sem best úr garði gert.” Að sögn Kristinar verður aðstaða fyrir gesti og gangandi, einkum af yngstu kynslóðinni, til að setjast niöur og skrifa eða teikna, „og ætlunin er sú, að það efni birtist smátt og smátt i Barnahorni Þjóðviljans, sem hefur verið vinsæll efnisþáttur.” Þá er ætlunin að bjóða fólki upp á sérstaka kynningaráskrift að Þjóðviljanum, og hún á að gilda út septembermánuð. Auk þess munu mæta i básinn af og til ýmsir starfsmenn Þjóðviljans og lausapennar hans, og lesa upp úr greinum, sem þeir hafa skrifað. Munu þau Steinunn Jóhannes- dóttir, leikari og Guðjón Friðriks- son, blaðamaður og umsjónar- maöur Helgarblaðs Þjóðviljans riða á vaðið á morgun, sunnudag, og flytja valið efni eftir sig sjálf milli kl. 15 og 17. Þá munu þing- menn Alþýðubandalagsins og borgarfulltrúar staldra við i básnum og vera til viðtals um blaðið fyrir þá sem vilja, og svo skal þess getið, að Helgi Ólafsson, blaðamaður og skákskýrandi Þjóðviljans, hefur tekið að sér að tefla af og til við gesti, að þvi er Kristin sagði að lokum. — jsj. Hér sjást tveir snillinganna, sem heiður eiga af útliti og gerð Þjóð- viljabássins, og var myndin tekin i fyrrinótt. Kapparnir heita Björgvin ólafsson, sem hannaði útlit bássins ásamt Birni Br. Björnssyni og Guðjón Kristjáns- son, sem var yfirmaður. Auk þessara þriggja, sem nefndir eru, komu ineira eða minna viö sögu stór hópur dugmikils fólks, sem lagði á sig mikla vinnu af ósér- hlifni. Hafi það þökk fyrir. Kristin ólafsdóttir og Anna Sigriöur Hróömarsdóttir sitja hér i bás Þjóðviljans á sýningunni Heimilið og fjölskyldan ’82. 1 básnum verður margt skemmtilegt á döfinni og fróölegt fyrir sýningargesti. Ljósm.: —eik— o9 '***£&'%**»<* s l6-22. da9a'!®_22. eoO'°h

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.