Þjóðviljinn - 21.08.1982, Blaðsíða 5
Helgin 21.-22. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
2)
Útlánareglur, lánstimi og
vaxtakjör hjá öllum fjárfestinga-
lánasjóðum atvinnuveganna
verði sambærileg. Rikisstjórnin
hefji undirbúning aö þvi að sam-
eina fjárfestingalánasjóði at-
vinnuveganna i sameiginlegan
atvinnuvegasjóð.
3)
Skipuiag á löndun taki mið af
þvi að vinnslustöðvar taki ekki
við meiri afla en þær hafa bol-
magn til að nýta meö arðbærum
hætti.
Til að stöðva lélega meðferð
afla og þá gæðaminnkun, sem
komið hefur i ljós á undanförnum
mánuðum og stefnir verði is-
lenskra sjávarafuröa á erlendum
mörkuðum i hættu, veröi strax
settar hertar matsreglur og
ströng viöurlög gegn brotum. 1
þvi skyni verði m.a. athugað að
beita timabundnum missi á
vinnslu- og veiðiréttindum.
Á næstu þremur mánuðum
verði 5 miljónum króna sem komi
af gengismunarfé varið til sér-
stakrar fræðsluherferðar um
gæði og meðferð sjávarafla.
4)
Verðlagskerfi sjávarútvegsins
og lög um Fiskveiðisjóð verði
endurskoðuð á næstu þremur
mánuðum og miðist endur-
skoðunin við að kanna möguleika
á arðbærara skipulagi á fjárfest-
ingu, veiðum og vinnslu.
5)
Stefnt verði að þvi að sniða
hefðbundinni búvöruframleiðslu
(kjöt- og mjólkurafurðum) stakk
eftir innanlandsneyslu um leið og
þróaðar verða nýjar búgreinar
vegna innanlandsmarkaöar og
arðbærs útflutnings.
Mótuð verði hið fyrsta áætlun
um búrekstur á jöröum i sam-
ræmi við landgæði og markaðs-
aðstöðu. A komandi hausti verði
hafist handa um fækkun sauðfjár
i samræmi við niðurskurðartil-
lögur Framleiðsluráðs land-
búnaðarins og á grundvelli sam-
þykktar rikisstjórnarinnar.
Stefnt verði að þvi að draga úr
rétti til útflutningsbóta i áföngum
i samræmi við áætlun um fækkun
búfjár og verði útflutningsbóta-
réttur afmarkaður eftir afurða-
greinum.
Fjármunir sem að óbreyttu
hefðu farið til útflutningsbóta
verði að hluta til notaðir til að
auðvelda aðlögun i landbúnaði,
m.a. til að efla ný jar búgreinar og
auðvelda bændum er það kjósa aö
hætta búskap.
Við endurskipulagningu land-
búnaðarframleiðslunnar verði
leitast við að verja kjör þeirra
bænda sem viö þrengstan hag
búa.
6)
Framkvæmdastofnun rikisins i
núverandi mynd veröi lögð niður.
Áætlunarverkefni stofnunarinnar
verði færð til annarra hagstofn-
ana og ráðuneyta. Byggðasjóður
verði sjálfstæöur sjóður sem
starfi undir sérstakri stjórn og
verði framkvæmdastjóri sjóðsins
ráðinn til fimm ára i sgnn. Þessar
breytingar taki gildi frá og með 1.
janúar 1983.
7)
Sett verði lög um að stjórn-
endur rikisstofnana, ráðuneyta,
rikisbanka og Seðlabanka verði
einungis ráðnir til fimm ára i
senn og taki sú löggjöf gildi á
árinu 1983.
8)
Sérstakt tækniátak verði gert
til að koma á sjálfvirkni i snyrt-
ingu og pökkun fiskiflaka og ann-
arri tæknivæöingu i vinnslu
sjávarafla.
9)
1 stað oliugjalds verði tekið upp
kerfi sem stuðli að þvi aö sjómenn
hafi hag af orkusparnaði fisk-
veiðiflotans.
10)
Tryggöur veröur nú þegar
viðunandi áfangi varöandi jöfnun
á orkuverði til húshitunar i sam-
ræmi við yfirlýsingar stjórn-
valda.
11)
Stofnaðverði oliufélag á vegum
rikisins er hafi með höndum inn-
flutning á oliuvörum til landsins
og athuganir á innlendri tiirauna-
vinnslu og nýjungum varðandi
eldsneytismál.
pTilboð frá þrem í Ikarus
Eitt tilboð kom i alla Ikarus
vagnana þrjá sem nú eru á sölu-
lista hjá Innkaupastofnun
Reykjavikur. Það var Mosfells-
Ileið h/f sem gerði tilboð upp á
kr. 1.200.000,- tólf hundruð
þúsund i alla þrjá vagnana. Tii-
boð bárust frá tveimur öðrum
* aðilum, Keflavikurbæ og
I Strætisvögnum Kópavogs.
I Keflavikurbær gerði tilboð i
• einn tiltekinn vagn upp á kr.
^ 310.000,- og SVK geröi tilboð i
þennan sama vagn og hljóðar
tilboð þeirra upp á 455.000.- SVK
gerðu annað tilboð i tvo tiltekna
vagna og hljóðaði það tilboð upp
á kr. 550.000.
Að sögn Sævars Fr. Sveins-
sonar skrifstof ust jóra Inn-
kaupastofnunar Reykjavikur-
borgar, fara þessi tilboð fyrir
Borgarráð og það ákveður hvað
gert verður næst i málinu,
hvaða tilboðum verður tekið og
hvort þeim veröur tekiö. — kjv
Fjórðungsþing
Norðlendinga
á Sauðárkróki
Fjórðungsþing Norölendinga
verður haldið á Sauðárkróki
26.—28. ágúst n.k. Fundarstaður
verður hús Gagníræðaskólans á
Sauðárkróki. Þingið verður sett á
fimmtudagskvöld kl. 8.
Um atvinnumál
á Norðurlandi
Þegar á fimmtudagskvöld
verður, á sérstökum fundi þings-
ins, fjallað um atvinnumál á
Norðurlandi. Framsögumenn
verða fjórir. Gunnar Ragnars
forstjóri, ræðir um stóriönað með
tilliti til orkunýtingar sem undir-
stöðu stærri iðnþróunar. Björn
Dagbjartsson, forstjóri Rann-
sóknarstofnunar fiskiönaðarins,
ræðir um matvælaiðnaö, nýjar
leiðir og nýtingu afurða til lands
og sjávar. Páll Hlööversson,
tæknifræðingur, ræðir um
almennan iðnað og þá einkum
framleiðsluiðnað. Guðmundur
Sigvaldason, landfræðingur,
fjallar um þjónustu- og viðskipta-
starfsemi og áhrif þessara starfs-
greina og þá einkum rikisgeirans
á búsetu og atvinnuþróun.
Avörp munu flytja fulltrúar
vinnumarkaðarins, sem stóðu að
atvinnumálaráöstefnu Fjórð-
ungssambandsins i vetur.
Bjarni Aðalgeirsson, formaöur
Fjórðungssambandsins, mun
kynna tillögu, sem lögð veröur
fyrir þingið um atvinnumál og
aðgerðir i þeim efnum.
Um verkefni rikis
og sveitarfélaga
Eftir hádegi á föstudag verður
fjallaö um verkaskiptingu milli
rikis og sveitarfélaga. Egill Skúli
Ingibergsson, fyrrverandi
borgarst jóri, formaður
samninganefndar rikisins og
Samb. isl. sveitarfélaga um verk-
efnaskiptingu milli rikis og
sveitarfélaga, flytur framsögu-
erindi um verkefni nefndarinnar
og verkefnaskiptingu almennt.
Sturla Böðvarsson, sveitar-
stjóri, sem á sæti i nefnd, sem
endurskoðar sveitarstjórnalögin
hefur framsögu um sveitar-
stjórnarkerfið og þær hugmyndir,
sem koma til meöferðar viö
endurskoðun sveitarstjórnalag-
anna.
Jón G. Tómasson, form.
Sambands ísl. sveitarfélaga, mun
flytja ávarp á þessum fundi, sem
m.a. fjallar um störf sambands-
ins á þessum vettvangi.
Askell Einarsson, framkvstj.
Fjórðungssambandsins, mun
hafa framsögu fyrir tillögu, sem
lögð verður fyrir þingið og fjallar
um verkefnamál og samstarf
sveitarfélaga.
Bílbelti —
Af hverju
notar þú
þaðekki
yUJgFEROAR
Þingstörfum lýkur
Fyrri hluta föstudags skila
milliþinganefndir áliti og flytja
tillögur. Afgreiðsla mála fer fram
á laugardag og lýkur þinginu
siðari hluta dags með kjöri i
fjórðungsráð, milliþinganefndir
og aðrar stjórnir, sem kjörið er til
á þinginu. Fjórðungsþingið munu
sitja yfir 100 manns, fulltrúar og
gestir.
A laugardagskvöld verður i Bif-
röst á Sauðárkróki, boð fyrir
þingfulltrúa og gesti á vegum
bæjarstjórnar Sauðárkróks,
ásamt kynningarkvöldvöku.
— mhg
RIKISSPITALARNIR
lausar stödur
LANDSPÍTALINN
AÐSTOÐARDEILDARSTJÓRI
óskast sem fyrst á skurðstofu Kvenna-
deildar Landspitalans. Upplýsingar veitir
hjúkrunarforstjóri i sima 29000.
AÐSTOÐARMAÐUR óskast við hjartarit
Landspitalans. Upplýsingar veittar i sima
29000-389.
STARFSMAÐUR óskast sem fyrst i fullt
starf á barnaheimili H.S.Í. Upplýsingar
veitir forstöðumaður barnaheimilisins i
sima 16077.
KRISTNESIIÆLI
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa sem
fyrst eða eftir samkomulagi.
Húsnæði og barnaheimili á staðnum.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i
sima (96) 31100.
Reykjavik 22. ágúst 1982.
RÍKISSPÍTALARNIR
Pípulagningarmenn
Pipulagningarmenn óskast strax. Mikil
vinna.
Upplýsingar i sima 76631.
Steinullarfélagið hf.
Hlutafj árútboð
Aðalfundur Steinullarfélagsins hf.
hefur samþykkt að auka hlutaíé félagsins
úr 1.000.000 kr. í 30.000.000 kr.
vegna byggingar steinullarverksmiðju.
Með tilliti til forkaupsréttar núverandi
hluthafa og eignaraðildar ríkissjóðs hefur
verið ákveðið að takmarka útboð hlutabréfa
á almennum markaði við 9.000.000 kr.
Hlutabréf eru að upphæö:
2.500., 25.000 kr. og 250.000 kr.
Hlutafjárloforð að upphæð 5.000 kr.
eða hærri greiðast á árunum 1982-1984.
Sauðárkróki. 26. júlí 1982. stjórn Steinullarfélagsins hf.
Arni Guðmundsson /
'Ðá/ir
\^/ Jón Asbergsson , Ol^ur Friðriksson
cf&i C V. /ft tdv Víáj** J
~ 'Stefán Guðmundsson / Sftefán S. Gílðmundsson '
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins:
Sauðáricrókur: Suðurgötu 5, sími 95-5321.
Reykjavík: c/o Hagvangur hf., Grensásvegi 13, sími 91-83666.