Þjóðviljinn - 21.08.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 21.08.1982, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 21.-22. ágúst 1982 Ferðalang í London, sem langar í leikhús er jafnan nokkur vandi á höndum. Bæði er að úrvalið er oft- ast mjög mikið og þar að auki er gjarna uppselt margar vikur fram í tímann. Oftast ræður því tiiviljun að nokkru hvaða sýningar maður sér. Þannig fór einnig um mínar leikhúsferðir í London nú í ágúst- byrjun. Ég einsetti mér að vísu að reyna að ná í eitthvað af þeim nýju leikritum sem nú eru sýnd í London og láta klassíkina og söng- leikina að mestu eiga sig. Til að fá miða á leiksýningar er best að fara samdægurs í leikhúsið og reyna að ná í ósótta pöntun. Slíkt hefur allt- af gefist vel og hef ég margsinnis náð í miða á sýningar sem uppselt er á jafnvel marga mánuði fram í tímann. Hinn sjónræni þáttur Mér tókst að þessu sinni að ná í miða á nokkur af nýjustu leikritun- um, eina klassík í Barbican- leikhúsinu nýja og sá auk þess nokkra afburðaleikara td. Glendu Jackson, Georgina Hale, Peggy Ashcroft o.fl. Þetta var sem sagt ágætt. Það fer þó ekki hjá því að það hvarfli að manni að hin langa hefð sem býr að baki ensku Ipikhúsi, sé bæði fjötur og kostur. Einhvern v^ginn er eins og að Bret- ar leggi miklu minne upp úr t.d. hinum sjónræna þætti «iWyninga en ýmsar leikhúsþjóðir með styttri hefð að baki, t.d. Finnar. Ensk leiksýning er sjaldnast sú allsherjar veisla allra skilningarvita og marg- ar bestu skandinavisku sýningarn- ar sem maður hefur séð. Atvinnu- leikhús á borð við Royal Shakespe- are Comp. og Þjóðleikhúsið í London skera sig þó nokkuð úr ......■ • Olivcr C'olton og Elisabeth Quinn i „Children of a lesser Or sýningu RSC i Barbican. John Franklyn Robberts og Harriet Wait- god". cr. AFBURÐALEIKUR en umgiörðin er ljót Rupert Everett i aðalhlutverkinu i „Another Country”. Glenda og Georgina Og það voru fleiri konur sem sýndu frábæran leik á fjölunum í London. í nýju leikriti eftir Robert David MacDonald „Summit Con- ference" fara þær Glenda Jackson og Georgina Hale, báðar þekktar hér úr kvikmyndum, á kostum sem ástkonur Hitlers og Mussolini. Glenda leikur ástkonu Hitlers, gaddfreðna þýska truntu, en Ge- orgina ástkonu Mussolinis, ítalska æsandi og ekki allt of greinda. Reyndar var ég mun hrifnari af þeirri síðarnefndu sem sýndi ein- hvern besta gamanleik sem ég hef séð. Verkið er annars fremur leiðinlegt, fullt af pólitískri sym- bólík og löngum orðræðum sem mér leiðist yfirleitt á sviði. Leik- myndin var nýstárleg, en einhvern veginn hékk sýningin ekki saman utan um efnið. Reyndar var svo of- boðslegt þrumuveður á meðan á sýningunni stóð að maður vissi aldrei hvort einhver hefði komið með bombu í leikhúsið (það var reyndar leitað á öllum leikhúsgest- um áður en þeir gengu í salinn) eða hvort þetta væru þrumur, svo yfir- þyrmandi var hávaðinn. Áreiðan- lega hefur, þetta eitthvað tafið skilning rriinn á verkinu, en ég sé að Leikhus hvað þetta snertir, en flest West End leikhúsin virðast byggja mest á stjörnuleik. Textinn er oftast þungamiðja sýninganna og hann er þá leikinn rétt eins og hann er skrif- aður. Jafnvel Shakespeare er alltof sjaldan tekinn nýjum tökum, mesta lagi færður til í tíma um eina öld eða svo til tilbreytingar. Frum- lega leikstjórn og leikmyndagerð sér maður allt of sjaldan, en þeim mun oftar stórkostlegan leik. Ef vel á að vera þarf leiksýning að hafa allt: Góða grunnhugmynd, texta, persónuleikstjórn og mynd- vinnslu. Það er ekki nóg að sinna aðeins hluta af þessu, þótt ekki séu allir jafnvígir í öllum þeim list- greinum • sem tengjast f einu leikverki. Hvers vegna? Þessar hugleiðingar um enskt leikhús byggjast að sjálfsögðu aðeins á því sem maður hefur séð í gegnum árin, sem engan veginn er þó tæmandi til að hægt sé að treysta slíkum staðhæfingum. En sú stað- reynd að flest West End leikhúsin hafa ekki á að skipa föstum starfs- mönnum, æfingatíminn er miklu styttri en við eigum að venjast og fjárhagsstaða enskra leikhúsa yfir- leitt mjög slæm, skýrir þó að ein- hverju leyti þá ágalla sem fyrr eru nefndir. Til dæmis er greinilegt að National og RSC sem hafa fasta starfsmenn leggja miklu meira upp úr góðri leikmynd, búningum og leikhljóðum en flest West End leikhúsin. Um heyrnarlausa stúlku Athyglisverðasta sýningin sem ég sá að þessu sinni var tvímæla- ROYAL COURT THEATRE UPSTÁIRS 01-7302554 From July22 laust „Children of a lesser god“ verðlaunaleikrit frá Bandaríkjun- um um daufdumba stúlku og sam- band hennar við kennara sinn. Leikrit þetta hefur verið kosið besta leikritið beggja vegna At- lantsála og leikkonurnar í leikrit- inu hafa einnig á báðum stöðum (London og Broadway) verið kjörnar bestu leikkonur ársins. Höfundur setur það skilyrði að í aðalhlutverkinu sé raunverulega daufdumb leikkona, og hefur því verið framfylgt. Verkið fjallar annars um miklu meira en vandamál heyrnarlausra. Það er miskunnarlaus lýsing á sambúð karls og konu, um leið nærfærið og fallegt. Leikur Eliza- beth Quinn í aðalhlutverkinu er frábær. Hún er heyrnarlaus, en hefur fengið þjálfun sem leikkona og leikið í sérstöku leikhúsi heyrnarlausra. Vegna þess hve táknmál og þögull leikur er mikið notaður í verkinu verður sýningin öll mjög líkamleg og erótísk. Hins vegar er leikmyndin gamaldags og ófullnægjandi og leikstjórnarað- ferðin sjálf ekki sérlega frumleg. Mikið er lagt upp úr klassísku lát- bragði, sem verður hálf tilgerðar- legt við hlið hins fallega og skýra táknmáls. Fyrir utan þennan agnúa er leikstjórnin góð, einkum per- sónuleikstjórnin sem er mjög nær- færin og innileg. StJHSIDISt I) BY THE GLC Arts (./xinoiJ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.