Þjóðviljinn - 21.08.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.08.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 21.-22. ágúst 1982 stjórnmál á sunnudegi Efnahagstillögur Einar Karl Haraldsson skrifar t þeim samningaviöræöum sem átt hafa sér staö meöal stjórnar- liöa siöustu vikur um efnahagsúr- ræöihefur Alþýöubandalagiö lagt höfuöáherslu á fulla atvinnu, ráð- stafanir til þess aö draga úr viö- skiptahalla og skuldasöfnun, aö- gerðir til þess aö verja lægstu laun og viðnám gegn veröbólgu. Samdráttur i þjóöartekjum og þjóörlramleiöslu er staöreynd aö þvi er varðar fyrri hluta ársins, og horfur eru á þvi aö samdrátt- urinn geti numiö 3—6% á árinu. Viðskiptahallinn steínir i 8—9% og verði áíramhald á þeirri þróun gætu skuldir Islands orðiö slikar á örfáum árum að efnahagslegu sjálfstæöi landsmanna væri ógnaö. Alþjóðleg kreppa stefnir útflutnings- og markaösmálum i hættu og samdráttaráhrila frá viöskiptalöndum okkar er fariö aö gæta i islensku efnahagslifi. Einungis i hinum niu rikjum Elnahagsbandalags Evrópu ganga nú 9.3% vinnuíærra manna atvinnulausir, eöa um 10,3 miljónir, fjórum sinnum l'leiri en fyrir áratug. Hvarvetna i nálægum rikjum heíur veriö gripiö til harkalegs niöurskuröar á lélagslegri þjónustu og út- gjöldum til heilbrigöismála. Ekki ómerkari aöili en Verslunarráö lslands, sem veröur ekki sakaö um aö vera vilhallt núverandi rikisstjórn hefur sagt aö þaö áfall sem hagkerfið islenska hefur oröiö fyrir sé sambærilegt á viö þaö sem varö á árunum 1967—68, og kostaöi atvinnuleysi og land- flótta um tima. Meö rökum má halda þvi fram aö þaö sé verra vegna þess aö þeir úrkostir sem þá voru til staöar, atvinna i nálægum löndum og aukin sókn á fiskimið, sem útlendingar nýttu áður, eru ekki lengur til staöar. Islendingar vöndust þvi á sl. ára- tug að þjóðaríramleiösla og þjóö- artekjur læru vaxandi ár l'rá ári vegna aukningar sjávaral'la frá ári til árs. Verkalýöshreyfingin sótti fast á það á þeim árum aö launafólk fengi sina hlutdeild i aukningu þjóöartekna en aö þvi leyti sem áföll hagkeríisins stalá af utanaökomandi ástæðum munu þau bitna á launaíóiki i einni eöa annarri mynd. Spurn- ingin stendur um þaö hvort reynt verður að stýra tekjuskerðing- unni á þann veg aö. hún bitni fyrst og fremst á þeim sem hafa buröi til aö bera hana, eöa aö hún komi stjórnlaust yfir alla, iika þá sem hala enga buröi til þess aö taka hana á sig. Fróðlegt til samanburðar 1 ljósi þessara viöhorfa setti þingflokkur Alþýðubandalagsins fram ýtarlegar efnahagstillögur sem Þjóöviljinn helur kynnt aö hluta i vikunni. Þaö ber aö hafa i huga að þessum tillögum er teflt inn i umræður sem staöiö höföu meöal aðstandenda rikisstjórnar- innarum nokkurra vikna skeið og þær taka mið af íyrirliggjandi textum, þar sem fram koma ýmsar markmiöslýsingar og til- lögur. sem Alþýðubandalagiö hafði áður samþykkt eöa hafnað. Að formi til er hér um að ræða til- lögu að greinum i bráðabirgöalög og viöbótaratriöi i yfirlýsingu um efnahagsáætlun rikisstjórnar- innar. Tillögur Alþýöubanda- lagsins eru birtar hér að neðan og ætti sú birting að auðvelda áhugamönnum um stjórnmál að bera saman hugmyndir flokksins við endanlega niöurstöðu samninga i rikisstjórninni. Að sjálfsögðu mun ekki verða gengið að tillögum Alþýðubandalagsins nema að hluta til i þvi stjórnar- samstarfi sem þaö stendur nú i, en i þeim er að finna atriði sem flokkurinn mun berjast fyrir áfram enda þótt þau nái ekki fram aðganga i þessari lotu eöa á vettvangi rikisstjórnar. Innan Alþýöubandalagsins hefur átt sér staö mikil efnahags- málaumræöa i sumar og þær til- lögur þingflokksins sem hér birtast eru fyrstu niðurstöður þeirrar umræöu. Frumvarp um efnahagsráð- stafanir 1. gr. Ef þörf kreíur vegna sam- dráttar þjóðartekna er rikis- stjórninni heimilt aö ákveða að undangengnum viöræöum við aöila vinnumarkaöarins aö draga úr vixlhækkunum verölags launa á timabilinu 1. nóvember 1982 til 1. febrúar 1983 meö þvi aö ákveða að allt að helmingur hækkana bú- vöruverðs, fiskverðs og lögboö- inna veröbóta á laun, sem ella hefðu orðið, falli niður. 2. gr. Rikisstjórninni er heimilt aö ákveða að sérstakar láglauna- bætur verði greiddar i fyrsta sinn i desember 1982 a llt aö 50 m ilj. kr. og siðan á árinu 1983 eítir þvi sem ákveðið veröur i fjárlögum 1983. Greiðslur þessar veröi ákveönar i samráði við verkalýðshreyí- inguna. 3. gr. Rikisstjórninni er heimilt að leggja veltuskatt á fyrirtæki i verslun og þjónustu allt að 0,5% af veltu ársins 1981 i samræmi við ákvæði laga um aðstöðugjald. Tekjur af gjaldi þessu renni i kjarajöfnunarsjóö til þess aö standa undir efnahagsaögeröum, en nánari ákvæöi um framkvæmd þessarar skattlagningar skulu sett i reglugerð. 4. gr. Stofnaður skal kjarajöfnunar- sjóður. í hann renni tekjur af veltuskatti skv. 3. gr. Sjóðnum skal varið sem hér segir: 1) I Byggingarsjóð rikisins til þess að hækka verulega lán til þeirra, sem byggja og kaupa i fyrsta sinn. 2) Til sérstakra láglaunabóta skv. 2. grein. 3) Til annarra kjarajöfnunar- aðgerða. Rikisstjórnin ákveöur hvernig fé úr sjóðnum veröur ráðstafað. 5. gr. Rikisstjórninni er heimilt aö ákveöa að meiriháttar bygg- ingarframkvæmdum opinberra stofnana og fyrirtækja skuli frest- að i allt að 18 mánuöi. 6. gr. Rikisstjórninni er heimilt að ákveða að verðtrygging lána i bönkum lánastofnunum og lif- eyrissjóðum veröi miðuð viö breytingu kaupgjalds launa- manna, þ.e. meöaltalsbreytingar á kaupi og veröbótum samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar. 7. gr. Felldur veröi niöur launa- skattur af iönaði og f iskvinnslu og með þvi jafníramt bætt samkeppnisaöstaöa i þessum greinum. Til mótvægis veröi lagt á 3% vörugjald á innfluttar og innlendar samkeppnisvörur og renni þaö til þróunarstarfsemi og skipulagsbreytinga i atvinnu- vegum. 8. gr. Heimilaö verði aö leggja á allt að 1,3% aðstöðugjald á atvinnu- rekstur og þjónustu til þess að skapa svigrúm íyrir jaínari álagningu aðstööugjalds. Tekjur af aðstööugjaldi renni álram óskiptar til sveitaríélaganna. 9. gr. Verslunarálagning verði lækkuð nú við gengisbreytinguna samkvæmt svonefndri 30% reglu. 10. gr. Rikisstjórnin ákveður tima- bundna innborgunarskyldu á vissar greinar innflutnings til að draga úr gjaldeyriseyðslu og bæta samkeppnisaðstöðu inn- lendrar framleiðslu. 11. gr. Rikisstjórnin takmarkar sér- staklega og stöðvar um sinn erlend vörukaupalán. Gengið verði hart eftir umboöslaunum og fylgst með gjaldeyrismeðferð út- flutnings- og innflutningsversl- unarinnar betur en gert hefur verið. 12. gr. Innnutningsleyfi á tilteknum einföldum (samkynja) vöru- flokkum verði boðin út opinber- lega og innflutningsleyfi veitt timabundið þeim sem býður inn- flutning sinn á lægsta verði. 13. gr. Rikisstjórnin ákveður þann hluta arös Seðlabankans sem skilað skal i rikissjóð. Arðinum skal varið til framleiöni upp- byggingar i atvinnuvegunum eða til Byggingarsjóðs rikisins. 14. gr. Rikisstjórninni er heimilt að ákveða að bankarnir veiti allt að 100 milj. kr. til aö lengja lán hús- byggjenda á þessu ári, 1982, með svipuðum aðferöum og beitt var 1981. 15. gr. Aárinu 1983skulu einstaklingar og lögaðilar sem skattskyldir eru samkvæmt 1. og 2. gr. 1. nr. 75/1981 um tekju- og eignaskatt leggja fé til hliðar, sem varið skal til þess að hækka lán þeirra i Byggingarsjóði rikisins, sem byggja og kaupa i fyrsta sinn. Lánin skulu tvöfölduð að verð- gildi. Sparnaður samkvæmt þess- ari grein skal varðveittur i rikis- sjóði sem endurlánar spariféð Byggingarsjóði rikisins. Skylda til sparnaðar nær þó ekki til ein- staklinga, sem náð hafa 67 ára aldri 1. janúar 1983. Skyldusparnaður nemur 10% á þann tekjuskattstofn sem lendir i hæsta skattþrepi eins og þaö verður á árinu 1983 samkvæmt 1. nr. 75/1981 um tekju- og eignar- skatt, þó þannig að miða má skyldusparnað viö lægri tekju- skattstofn ef veittur er jafnhár af- sláttur á móti samkvæmt nánari ákvæðum i reglugerð. Jafnframt skal veita afslátt fyrir hvert barn sem er á framfæri manna sam- kvæmt nánari ákvæðum i reglu- gerð. Hiö sparaða fé skal bundið á reikningi hjá rikissjóði á nafni þess er sparar til 1. febrúar 1988 með 1% vöxtum og verðbótum á höfuðstól i hlutfalli viö þá hækkun, sem kann að verða á lánskjaravisitölu frá 1. nóvember 1983. Sé skyldusparnaöur ekki greiddur að fullu fyrir 1. febrúar 1984 reiknast verðbætur aðeins frá 1. janúar næsta ár á eftir fullnaðarskilum. 16. gr. Við VIII. kafla laga um efna- hagsmál, o.fl. nr. 13frá 10.4. 1979, ákvæði til bráðabirgða, bætist nýtt ákvæði og orðist svo: Frá útreiknuðum verðbótum á launsamkvæmt48.—51.gr.sbr. 5. gr. laga nr. 87/1980 skal 1. september 1982 draga sérstak- lega 2,9 prósentustig. 17. gr. 1 hverju fyrirtæki sem hefur fleiri en 10 starfsmenn skal á næstu 18 mánuðum efna til við- ræðufunda með starfsfólki um rekstur fyrirtækisins. Fundirnir skulu haldnir á amk. sex mánaða fresti og skipulagðir I samvinnu við hlutaðeigandi samtök launa- fólks. Á fundunum skal leggja fram sundurliðuö yfirlit yfir rekstrarútgjöld og tekjur, fjár- festingaráform, launagreiðslur og hlunnindi, breytingar á skipu- lagi og starfsmannafjölda. 18. gr. Gengismunur skal lagður i sér- stakan gengismunasjóð, sem skal varið i þágu sjávarútvegsins með eftirgreindum hætti: 1. 80 miljónum kr. skal varið til greiðslu óafturkræfs framlags til togara til að bæta rekstrar- afkomu þeirra. Skal Aflatrygg- ingasjóður sjávarútvegsins annast greiðslur þessar samkvæmt reglum, sem rikis- stjórnin setur. 2. 10. miljónum kr. til Úreldingasjóðs fiskiskipa. 3. miljónum kr. til lifeyrissjóða sjómanna, samkvæmt nánari ákvörðun rikisstjórnarinnar 4. 5 milj. kr. veröi varið i fræðsluherferð um gæði og vöru- vöndun i sjávarútvegi og fari her- ferðin fram á næstu þremur mánuðum. 5. 10% gengismuninum verði varið til aö auðvelda Byggðasjóði að koma til móts við vanda loðnu- staðanna. 6. Eftirstöðvar, þar með taldir vextir, renni i Stofnfjársjóð íiski- skipa, til lækkunar á skuldum og/eða fjármagnskostnaði fiski- skipa, samkvæmt reglum sem sjávarútvegsráðuneytið setur að höfðu samráði við stjórn Fisk- veiðasjóös Islands og Landssam- bands islenskra útvegsmanna. 19. gr. Stærð fiskiskipastólsins verði takmörkuö og engin fiskiskip flutt inn i landið á næstu einu til tveim- ur árum. Verkefnum varðandi viðhald flotans verði beint til inn- lendra skipasmiðastöðva enda verði þær samkeppnisfærar við erlendar skipasmiöastöövar. Atriði í efna- hagsáætlun I elnahagsáætlun rikisstjórnar- innar komi eftirfarandi ákvæði: 1) Verðlagning á innlendum iðnaðarvörum sem eiga i óheftri erlendri samkeppni verði gefin frjáls.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.