Þjóðviljinn - 21.08.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 21.08.1982, Blaðsíða 13
Helgin 21.-22. ágúst 1982 ÞJÖÐVILJÍNN — S|‘dÁ'Í3 Steinunn JóKannesdóttir skrifar Veður til „Nú er veður til að skapa”, hafði Tómas eftir Drottni. „Nú er veður til að skafa”, segir hann við mig. Og þessu hefur hann haldið fram með vissu millibili i allt sumar og komið mér til að taka mér hamar og sköfu i hönd og hefja naglhreinsun og skafa steypuslettur af timbri, sem telst mitt um þessar mundir. Svo hleð ég þvi i búlka, svo hæg- ara verði að slá þvi upp aftur og steypa og slá utan af og nagl- hreinsa og skafa, hlaða, slá upp, steypa, slá frá, naglhreinsa, skafa o.s.frv. o.s.frv. Reyndar byrjaði hann að nudda i þessu strax i janúar i vetur leið. Þá kom vorið augna- blik til Islands á meðan dæma- fáar vetrarhörkur gengu yfir nálæg lönd, svo fólk króknaði úr kulda, ýmist af þvi það átti ekki nógu góð hús, eða vegna þess að veðurofsinn var slikur, að við hann réði ekki mannlegur mátt- ur. En hér hjá okkur hefur al- menningur um árabil átt hús, sem standast flest veður, enda meirihluti þeirra byggður úr járnbentri steinsteypu og stundum úr stáli og margföldu gleri. Þvi við, sem eigum vel- flest afa og ömmu, sem fæddust og ólust upp i torfbæjum, byggj- um nú úr endingarbetra efni. Þess vegna stend ég við að skafa, þegar til þess viðrar, að minum dómi og Drottins (sem er reyndar i hvaða veðri, sem er), og ég og byggingarfélag- arnir köllum út varalið vina og ættingja um helgar, sem sumir koma úr öðrum sóknum til að hjálpa okkur við að koma upp þessu eftirsótta og nauðsynlega þaki yfir höfuðið. Og endanlegu þaki, vonandi. Þvi langt er siðan baslið byrjaði i einu dimmu kjallaraherbergi með fárra vikna barn. Þaðan lá leiðin i tvö herbergi og eldhús i mun bjartari kjallara, þar sem við undum i félagsskap við flæk- ingsketti hverfisins, siðan i þriggja herbergja ibúð á jarð- hæð á eigin nafni með eigin kött, þaðan upp á hæð með sama herbergjafjölda, kettinum lógað en bætt við barni og nú seinast öllu hætt til að leggja út i islenskasta ævintýri allra ævin- týra siðan sildin leið, bygging- arævintýrið. Enda sagði við mig maður á förnum vegi: „Nú ertu orðinn ekta íslendingur.” Og sem ekta Islendingur lifi ég sem sagt upp á náð vinanna og ættingjanna, en þó kannski fyrst og fremst bankanna, sem ég bið og vona að láti mig ekki fara á hausinn, þótt það kunni að hafa komið fyrir suma aðra. Bönkunum mun ég greiða með vöxtum og dráttarvöxtum af megni en hinum býð ég gist- ingu og góðan beina, þegar ævintýrið hefur fengið ham- ingjusaman endi. Þvi lofa ég. Á hinn bóginn má benda á, að það er holl og góð iðja fyrir kyrrsetufólk að skafa svolitið hálfdatt fram fyrir sig og sýnd- ist jafnvel frekar hlaupa en ganga. Þessi maður vann við að skafa timbur fyrir húsbyggj- endur og mér hefur verið tið- hugsað til hans, eftir að ég tók upp þessa iðju sjálf. Ég man eft- ir honum hlaup-gangandi um götur bæjarins með hattinn á höfðinu og sköfuna I hendinni og stupdum horfðum við á hann detta. En þá vorkenndum við krakkarnir honum, þvihann var alltaf að rifa upp sömu áverk- ana á enninu, margsaumaður með bláar og bólgnar kúlur eins oghnifla i augabrúnunum. Samt hélt hann áfram að skafa frá morgni til kvölds, en þá fór hann i bió, allajafnan einn, trúi ég. Ég held að öllum á Akranesi hafi verið frekar hlýtt til þessa manns, þótt fáir hafi verið hon- um verulega góðir, nema kannski smiðurinn Jón i Guðna- bæ og Rósa kona hans. Ölafur varð ekki rikur maður af þvi að skafa timbur. Honum entist ekki ævin til að skafa svo mikið timbur, að það yrði nokk- * urn tima hans eigið timbur. Hann bjó á gamla Elliheimilinu meðan ég vissi til, var þó ekki gamall maður. Hann var utan garðs, en samt með i að skapa það Akranes, sem stundum hill- ir uppi héöan frá Reykjavik. Og ég var næstum búin að gleyma honum, og hefði kannski alveg gert það, ef ekki hefði viljað þannig til að ég fór að fást við það sama og hann um stundar- sakir. Ég held, að fatlaöir menn, fé- lagar i Sjálfsbjörg, eigi mögu- leika á heldur fjölbreyttari og betristörfum en Ölafurhafði,og húsakynni þeirra i Hátúni minna litiö á gamla Elliheimilið á Akranesi, en ansi held ég þeir eigi erfitt uppdráttar á hinum „frjálsa fasteignamarkaöi”, þar sem braskarar ákveða pris- inn og verðbóglan knýr menn til að borga ibúðir upp á þremur árum, þar af 70% af heildar- verði á þvi fyrsta. Menn þurfa að vera meira en litið hraustir eða fifldjarfir til að taka þátt i þessum leik, ef þeir eru ekki sterkrikir af einhverjum ástæð- um, sem eru ekki allar gefnar upp til skatts, eða tekst að ljúga sér út lánstraust i bönkum. timbur og kemur að nokkru i staðinn fyrir heilsu- og vaxtar- ræktarstöðvar þær, sem nú eru i tisku. Þvi hver er munurinn á þvi að halda rétt á hamri og fá þannig nokkurra kilóa átak á handleggsvöbva og bak við að draga út bogna nagla, eða lyfta sömu þyngd með lóðum út i loft- ið. Vöðvarnir vaxa jafnt. Og þó að vanti kannski sturtuna og ljósabekkinn, þá er boðið upp á rigningu og sólskin til skiptis i staðinn. En eitt er að skafa sitt eigið timbur i fristund.um og sér til heilsubótar og sparnaðar i góðra vina hópi og annað að hafa það að ævistarfi, og vikur nú sögunni upp á Akranes. Þar reis mikil byggingaralda, þegar ég var barn og hefur varla hnigið enn. Hús þess fá- tæka fólks, sem byggði Skaga fyrri hluta aldarinnar voru ekki að skafa Jafn eðlilegt og það ætti aö vera hverjum manni, að eiga þak yfir höfuðið, jafn óeðlilegt er, að það skuli kosta aðrar eins þrautir og þrengingar fyrir allt venjulegt, fólk að eignast það. Ef viturlega og réttlátlega hefði verið haldið á húsnæðis- málum Reykvikinga, byggju þeir saman i hæfilega þéttri byggð litilla einbýlishúsa, rað- húsa, parhúsa og blokka, sem væru ekki hærri en þrjár til fjór- ar hæöir. En það sýnir best mis- skiptingu auðsins hér i Borginni okkar, að nokkur hópur efna- manna býr i mörg hundruð fer- metra skrauthýsum, meðan til eru þeir, sem hvergi ciga heima og þúsundum manna er visað upp á 5.-12. hæð i heilsuspillandi háhýsum. Maðurinn er ekki hannaður til að búa i háhýsum. Hann fékk fætur til að ganga á jörðinni og klifa hæfilegan bratta, en það vantar á hann vængina. Og dimmar og þröng- ar lyftur háhýsanna koma ekki i staðinn fyrir vængi. Ég hef reyndar heyrt um vis- indalegar kannanir, sem segi fátt fallegt um liðan fólks i há- hýsum, einkum heimabundinna húsmæðra og barna þeirra. En minn helmingur af húsi, mitt hús, á að vera af hæverskri stærð, laust við bruðl og hollt og gott að búa i þvi, og ég vona, að þrátt fyrir óhagstæðan halla á byggingardæminu núna, þá verði mér eitthvaö til happs i þessu fjárhættuspili. Þvi til þess er ég aö skafa að skapa nýtt hús. Rvik i miðjum ágúst, Steinunn Jóhannesd. þannig úr garði gerð, að þau mættu endast komandi kynslóð- um, allra sist þeim, sem vilja búa i hálfgildings höllum, með' súlum og útskotum, turnum og tröppum, eins og nú er svo vin- sælt meðal fólks i álnum, og stafar liklega af Spánarferðum og Alhambrakomplex teiknar- anna. Byggingaraldan hófst af - brýnni nauðsyn og bættum efna- hag fólksins. Bruðlið kom i flestum tilfellum seinna. Um það leyti, sem foreldrar minir voru að byggja, var mað- ur á Akranesi, sem Ölafur Kárason Ljósvikingur hefði vafalaust talið til Einkennilegra manna. Sá hét reyndar einnig Ölafur, en var i daglegu tali okkar barnanna kallaður Óli máttlausi. Það kom til af þvi að hann hafði ungur fengið lömun- arveikina og upp úr henni annað göngulag en flestir menn. Hann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.