Þjóðviljinn - 21.08.1982, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 21.08.1982, Blaðsíða 30
30 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 21.-22. ágúst 1982 ALOÝÐUBANDALAGIO Alþýðubandalagsfélag Selfoss og nágrennis Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Selfoss og nágrennis verður hald- inn fimmtudaginn 2. september að Kirkjuvegi 7 og hefst hann kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjörnin. Alþýðubandalagið í Hveragerði — Berjaferð i Dali Alþýðubandalagslélagiö i Hveragerði fer i berjaferð vestur að Laugum i Dalasýsluhelgina 27.-29. ágúst n.k. — Lagt af stað kl. 16 á föstudegi og komið heim al'tur á sunnudag. Gist verður i svefnpokaplássi — eldhús- aðstaðaog sundlaugfyrir þásem vilja sulla. — Laugardagurinn verður notaður til berjatinslu i nágrenni skólans. Fólk er beðið að skrá sig hjá Ingibjörgu i sima 4259 og Guðrúnu i sima 4518 eða Sigurði i sima 4332 fyrir 24. ágúst. Allir eru velkomnir i þessa ferö og ætti fólk að notfæra sér þetta tæki- færi til aö safna vetraríoröa. — Ferðanefndin. Alþýðubandalagið á Vestfjörðum — Kjördæmis- ráðstefna. Kjördæmisráðstefna Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum verður lialdin i Kcykjanesi við isafjarðardjúp dagana 28. og 29. ágúst. ltáðstefnan íiefst kl. 2 eftir hádegi laugardaginn 28. ágúst. Dagskrá ráðstelnunnar er á þessa leiö: 1. Stjórnmálaviðhorliö, 2. Sjáv- arútvegsmál, 3. Byggöamái á Vestíjöröum, 4. Félagsstarl' Al- þýðubandalagsins á Vestfjöröum, 5. önnur mál. Framsögumenn á ráöstefnunni eru Guövarður Kjartansson, Flateyri, Gestur Kristinsson, Súgandaliröi, Kjartan Ólafsson, ritstjóri og Skúli Alexandersson, alþingismaöur. Alþýðubandalagsfélögin á Vestijöröum eru hvötl til aö kjósa fulltrúa á ráöstefnuna sem allra fyrst. Stjórn kjördæmisráðsins Gestur Guðvarður Kjarlan Skúli Frá F j ölbraut askólanum í Breiðholti Stúlka óskast til skrifstofustarfa við Fjöl- brautaskólann i Breiðholti. Um er að ræða 3/4 hluta starfs. Vélritunarkunnátta áskilin. Upplýsingar á skrifstofunni i sima 75600 mánudag og næstu daga. Skólameistari IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Skólinn verður settur miðvikudaginn 1. september kl. 14. Einungis nýnemum er ætlað að vera við skólasetningu. Að henni lokinni fá þeir af- hentar stundaskrár og bókalista. Aðrir nemendur komi kl. 16 þá verður þeim skipað i bekki. Kennarafundur verður kl. 10 árdegis. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 2. september. Félag íslenskra rafvirkja Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 23. ágúst 1982 kl. 20.30 i félagsmiðstöð rafiðnaðarmanna Háaleitisbraut 68, Reykjavik. Fundarefni: Nýir kjarasamningar Félagar fjölmennið. Stjórn Félags islenskra rafvirkja. Móðir mín Sigurrós Guðjónsdóttir til heimilis að Borgarholtsbraut 19 Kópavogi lést 12. ágúst í Borgarspítalanum. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 23. ágúst kl.3. Sverrir Sigþórsson. Undirskriftasöfnun á Lækjartorgi Fjársöfnun og undir- skriftasöfnun hófst í gær til stuðnings Palestínu- mönnum i Líbanon. Voru menn með listana niðri á Lækjartorgi og söfnuðust þegar fyrsta daginn margar undirskriftir/ en listarnir verða siðan sendir rikisstjórninni. Er þess krafist: • að rlkisstjórn Islands geri rikisstjórn Israels ljóst, að það geti haft alvarlegar af- leiðingar i för með sér fyrir samskipti tslands og tsraels, ef ísraelsstjórn láti ekki þegar af árásarstríði sinu i Libanon og dragi herlið sitt þaðan. • að tsland veiti PLO formlega viðurkenningu sem fulltrúa Palestinuþjóðarinnar, og hafi samráð við liknarstofn- anir Palestinumanna og Libana um brýna aðstoð við þá sem eiga um sárt að binda vegna árásarstriðs tsraels- hers. Lífeyrissjóðimir hafa staðið við sinn hlut segir Eðvarð „I frétt Þjóöviljans í gær um skuldabréfakaup líf- eyrissjóðanna i landinu og hinn mikla bifreiðainn- flutning er þess m.a. getið að Byggingasjóður ríkisins sé fjárvana vegna þess að lif eyriss jóðirnir hafi brugðist. Þarna gætir nokkurs misskilnings sem ég tel nauðsyniegt að leið- rétta"/ sagði Eðvarð Sigurðsson stjórnarmaður Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar í samtali við blaöið í gær. ,,bað er vissulega rétt að enn hafa lífeyrissjóðirnir i heild ekki keypt fyrir sömu upphæð i ár og á sama tima i fyrra en þess verður að geta aö margir þeirra hafa fyllilega staöið við skuldbindingar sinar og vel það. Þá er þess ekki getið i fréttinni i gær að auk þeirra 75,7 miljóna sem sjóðirnir hafa keypt af Byggingasjóði rikisins, hafa þeir i ár keypt fyrir 32,8 miljónir króna af Bygginga- sjóði verkamanna. Sambærileg Vlltu safna lúpínufræi í Heiðmörk? A undanförnum árum hefur Landvernd iengið nema hér i Reykjavik og Kópavogi til sjálf- boðavinnu við aö safna lúpinufræi i Heiðmörk. Nú er lúpinan tilbúin með sin fræ og ekki hægt að bíða cftir að skólar taki til starfa. Landvernd vill þvi biðja þá sem hafa tima og tækifæri til að koma i Heiðmörk i dag og á morgun kl. 13.00 og aðstoða við fræsöfnun. Mcnn frá Landvernd og Land- græöslunni verða til staöar i Jaðarshliðinu kl. 13.00. Sigurðsson tala fyrir siðasta ár var hins- vegar 8 miljónir króna af þeim sjóði. Þannig að i ár hafa lifeyris- sjáðirnir keypt skuldabréf af Byggingasjóði rikisins og Bygg- ingasjóði verkamanna fyrir 41,1% hærri upphæö i krónutölu en árið á undan, sagði Eðvarð Sigurðsson ennfremur. Er þá ótalið það sem sjóðirnir hafa keypt af fjárfestingalánasjóð- um.” ,,Ég fæ ekki betur séð en að þessi kaup séu vel yfir þeirri visi- töluhækkun sem rikisstjórnin geröi ráð fyrir”, sagði Eðvarð Sigurðsson. ,,Þá vil ég að komi skýrt fram að hvaö Lifeyrissjóð Dagsbrúnar og Framsóknar varðar, má full- yrða aö ekki minna en 75% lán- anna fari til húsnæðismála i einu eða öðru formi. Væri raunar gaman að vita frá hvaða sjóði Þjóðviljinn fær þær upplýsingar að 2/3 hluti lána hans hafi farið til bifreiðakaupa, eins og fram kom i blaðinu i gær”, sagði Eðvarð Eðvarð Sigurðsson Sigurðsson stjórnarmaður i Lifeyrissjóði Dagsbrúnar og Framsóknar að lokum. — v. A Leyfi til daggæslu í heimahúsum Félagsmálaráð vekur athygli á að leyf i til daggæslu i heimahúsum eru veitt á tima- bilinu 1. ágúst til 15. október ár hvert. Skil- yrði fyrir leyfisveitingu er að viðkomandi sæki námskeið á vegum félagsmálastofn- unar sem haldin eru árlega. Ennfremur þarf að skila læknis- og sakavottorði og samþykki húsfélags ef um slikt er að ræða. Félagsmálastofnun Kópavogs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.