Þjóðviljinn - 21.08.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.08.1982, Blaðsíða 9
„Anna Lísa” til Danmerkur Leikklúbburinn Saga á Akur- eyri lagði i gær upp i leikför til Danmerkur með leikrit Helga Más Barðasonar, ,,Önnu Lisu”. Alis verða 17 manns með i förinni, leikarar og aðstoðarfólk auk höf- undarins og leikstjórans, Þrastar Guðbjartssonar. Akureyrarbær og Kaupfélag Eyfirðinga veittu klúbbnum fjárhagslegan stuðning til að takast þessa ferð á hendur. Það er Musikteatergruppen Ragnarock i Humlebæk á Sjálandi sem er gestgjafi Akur- eyringanna. Ragnarock er unglingaleikhús sem starfar á likum grundvelli og Saga og hafa verið allöflug tengsl með þessum klúbbum nú um nokkurt skeið. Einnig tekur Islendingafélagið i Kaupmannahöfn þátt i undirbún- ingi heimsóknarinnar. Áformað er að sýna „önnu Lisu” þrisvar sinnum i Humle- bæk og um svipað ieyti frumsýnir danski leikflokkurinn dagskrá er nefnist „Svart og hvitt”. Leik- klúbburinn Saga mun einnig sjá sýningar fleiri leikhúsa á Sjá- landi, i Kaupmannahöfn og viðár, og kynna sé starfsemi áhugaleik- flokka i Danmörku. „Anna Lisa” varsýnd alls 9 sinnum á Akureyri og Norðurlandi i vor. Sýningarn- ar i Danmörku verða fluttar á is- lensku. Undirbúningur ferðarinnar er nú hafinn af krafti og unga fólkið tilbúið að takast á við þetta stóra verkefni. Hugsanlegt er að Ragnarock endurgjaldi heimsókn Sögu á næsta ári, en flokkurinn hefur þegar heimsótt þrjú Norð- urlandanna, þ.á.m. Færeyjar. Með helstu hlutverk i „önnu Lisu” fara Sóley Guðmundsdótt- ir, Sigurður Ólason og Guðbjörg Guðmundsdóttir. Ein breyting verður á hlutverkaskipan: Hall- dór Bachmann tekur við hlut- verki Adda af Adolf Erlingssyni. Formaður klúbbsins er Jóhanna Birgisdóttir, en hún samdi einnig tónlist við leikritið ásamt Helga Má. Ljósameistari i ferðinni verður Baldur Guðnason, en Þór- hallur Jónsson annast hljóð- stjórn. Eins og áður hefur komið fram fjallar „Anna Lisa” um unga stúlku og samskipti hennar við fjölskyldu, vini og umhverfi, frá unglingsárum og þar til hún stendur á eigin fótum. Astin og kynslóðabilið koma við sögu og að áliti ieikhópsins á viðfangsefni leikritsins ekki siður erindi til annarra þjóða en íslendinga. Skíðafélag fjölskyldu- fólks í undirbúningi Um mánaðamótin september/- október, er fyrirhugað að stofna nýtt skiðaféiag á höfuðborgar- svæðinu. Til bráðabirgða hefur félagið hlotið heitið SAMAN A SKtÐI, islenski skiðaklúbburinn. Meginmarkmið félagsins verð- ur að efla iþróttina sem fjöl- skyldugaman, en þessu markmiði hyggst félagið ná með þvi að: — berjast fyrir bættri og fjöl- breyttari aðstöðu skiðafólks, einkum fjölskyldna, i skiðalönd- um höfuðborgarsvæðisins, Djass í Stúdenta- kjallaranum Það verður leikinn djass i Stúd- entakjallaranum nú á sunnudag- inn kl. 21.00. Friðrik Karlsson, Tómas Einarsson og fleiri góðir menn leika þar á hljóðfærin. — gæta hagsmuna þeirra er stunda skiðaiþróttina sér til ánægju og heilsubótar, — stuðla að aukinni útbreiðslu skiðaiþróttarinnar meðal al- mennings, — gangast fyrir sameiginleg- um skíðaferðum fyrir félags- menn, bæði innanlands og utan. Að undirbúningi að stofnun þessa nýja skiöafélags hefur ver- ið unnið um allnokkurt skeið, en' að honum hefur starfað skiða- áhugafólk sem telur að margt mætti færa til betri vegar i mál- efnum þeirra er vilja „stunda skiðin” sér til ánægju og heilsu- bótar einkum hér á höfuöborgar- svæðinu. Þeir sem vilja taka þátt i enn frekari undirbúningsstarfi eð^ afla sér nánari upplýsinga um stofnun og fyrirhugaöa starfsemj þessa skiðafélags eru hvattir tij aö hafa samband viö okkur er ap undirbúningi félagsins hafa starfað i simum 86198 eða 43829 á kvöldin. Helgin 21.-22. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — StDA 9 Höggmyndin af Knud Rasmusscn eftir Sigurjón Ólafsson sem Norræna félagið og fleiri gáfu Grænlend- ingum. Norræna félagið og aðilar í íslensku atvinnulífi: GáfuGrænlendingum högg- mynd af Knud Rassmussen Höggmynd af Dananum og Grænlendingnum Kununguak eða Knud Rasmussen eftir Sigurjón Ólafsson var gjöf Norræna félags- ins á íslandi og aðila úr íslensku atvinnulín á hátíðahöldunum á Grænlandi um daginn. Það var Hjálmar Ólafsson formaður Nor- ræna félagsins sem afhenti gjöfína í hófi sem bæjarstjórn Qaqortoq (Julianehaab) héit gestum sínum að kvöldi 5. ágúst. Hjálmar kvaddi sér hljóðs og sagðji m.a.: „Ágætu gestir. Norræna félagið á Islandi vill ennfremur ásamt aðil- um íslensks atvinnulífs leggja sér- staka áherslu á hug okkar til græn- lensku þjóðarinnar með því að biðja yður, herra bæjarstjóri, sem formann hátíðarnefndarinnar að eftir Sigurjón Ólafsson taka við lítilli gjöf, sem tákni um ævarandi vináttu okkar. Kynni að henta að koma henni fyrir í menn- ingarhúsinu, sem rís hér af grunni innan tíðar. Nú hafið þið, grænlenskir, reist Norðurlandamanni - landnáms- manninum Eiríki rauða - veglegan minnisvarða í Brattahlíð. Okkur langar að minna á annan Norður- landabúa. Hann starfaði á þessu landi í 30 ár og vakti athygli heimsins á lifnaðarháttum ykkar, list ykkar og lífsskoðunum með svo eftirminnilegum og dýrðlegum hætti, að hann má ef til vill þess vegna telja kunnastan og ástsælast- an mann sem á Grænlandi hefur lifað og starfað. í friðsamlegum vísindastörfum og með hæfni sinni til þess að setja sig í spor graínlensku móðurömmu sinnar minnir hann með nokkrum hætti á þau orð Laxness, sem ég vitnaði til um núíta. „Norðurlandabúinn, Daninn og Grænlendingurinn Kununguak - Knud Rasmussen - með hundaæk- ið, eftir íslenska myndhöggvarann Sigurjón Ólafsson, með von um nánara samstarf Grænlendinga og íslendinga og annarra Norðurland- abúa og ósk um að Kaladlítar verði ætíð „mestir friðmenn einhverjir og auðnumenn er á bókum getur'V Vantar þig rafhitara? Ef svo er, viljum við benda þér á: ★ Aö Rafha hefur yfir 44 ára reynslu í smíöi rafmagnstækja. ★ Aö Rafha rafhitari til húsnitunar er svariö viö síhækkandi olíuveröi. ★ Allur rafbúnaöur fylgir tækinu svo og öryggisloki ★ Tækin hafa hlotiö viðurkenningu Rafmagns- og Öryggis eftirlits ríkis- ins (Mikilvægt til aö fá úttekt) ★ Tækin fást bæöi meö eöa án neysluvatnsspiral og í orkustærðum 4,5-180 KW. ★ Tæknideild vor veitir aöstoö viö útreikninga og val á tækjum. Greiðslukjör — Viðurkennd þjónusta — Umboðsmenn um allt land. Verslunin Rafha, Austurveri, Háaleitisbraut 68. Síml 84445 — Hafnarfirði. Símar 50022, 50023, 50322. Viðgerðarþjónustan: Sími 86035.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.