Þjóðviljinn - 21.08.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.08.1982, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 21.-22. ágúst 1982 Hclgin 21.-22. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17.. Gengið um Kýrskarð til Hornvíkur Tólfkarlaengi innst í Hornvík. 14 stiga hiti, glaða sólskin og hifandi rok er ákjós- anlegt ferðaveður á Hornströndum. Við erum fjög- ur að húsum vitavarðarins i Hornvik, Sigriðar Hönnu Sigurbjörnsdóttur, og nú er 26. júli. Þegar hún er búin að taka veðrið klukkan 12 slæst hún i för með okkur yfir Kýrskarð til Hornvikur og lætur að- stoðarvitavörðinn, hann Jón Kára, um veðurtöku og vitavörsiu um sinn. Blá- og gulfikróttar f jallshlíðar Hífandi rok. Sóleyjarnar í tún- inu í Látravík hneigja sig í takt og maður fær næstum því ofbirtu í augun að horfa yfir þetta gula haf. Graðhvannarnjólar standa upp úr breiðunni á stöku stað og sums staðar eru hvítir blettir. Pað er hrafnaklukkan. Þegar kemur upp í brekkurnar er ótrúlega fjölbreytt flóra. Maður sýtir mest að hafa ekki lært grasafræðina sína betur. Fyrir 7 árum skrifaði Eyþór Einars- son grasafræðingur: „Heilar fjalls- hlíðar eru þar blá- og gulfikróttar af blómskrúði frá fjöru upp í skrið- ur og kletta“. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að um 260 tegundir háplantna, þ.e. blómplantna og byrkninga, vaxi á svæðinu frá Hornvík til Barðsvíkur. Eyþór segir ennfremur: „Margar tegundanna hér eru harðgerar og hafa aðalútbreiðslu sína á norðlægum slóðum, en ein- staka vaxa sem skógarplöntur í Norður- og Mið-Evrópu, þó þær vaxi hér í skjóli snævarins sem hlífir þeim mikinn hluta ársins, eins og t.d. skrautpunturinn (Milium effu- sum) og sumir burknanna. Þorri tegundanna er algengur um mest allt land, en nokkrar hafa þó aðal- útbreiðslu sína hér á landi á Norð- vesturlandi, þær eru þar algengari og gætir meira í gróðrinum en í öðr- um landshlutum. Þetta á t.d. við um suma burknana sem hér vaxa. svo sem þúsundblaðarós, en einnig um jafnana, sérstaklega lyngjafna (Lycopodium annotinum) og litun- arjafna (Diphasium alpinum) og sömuleiðis um tegund eins og skollaber (Cornus suecica)". Þetta svæði hefur verið í eyði um þrjá áratugi og því engin beit sauðfjár. Gróskuleg jurtastóð eða blómlendi hafa fengið að vaxa í friði. Dropasinfónían eftir Guð almáttugan Okkur liggur ekkert á og köstum okkur stundum niður í ilmandi blágresisbrekkur og rýnum í fóst- urjörðina. Unaðsfögur bláin, skrýtnir skollafingur og gul fífa. Fjalldalafífill, fjóla og lambagrasið bliða. Svo er hægt að stinga upp í sig hundasúrum eða smalakáli. Hvflst í safamiklu grasinu. Fjöllin eru bakhliðin á Hornbjargi og ber Jörund og Kálfatind hæst. Eftir því sém ofar dregur verður' landið hrjóstrugra og jafnframt herðir á vindhviðunum. Við þurf- um næstum að ganga beitivind til að halda átt. Meðfram lækjunum er skjannabjartur mosi og þar glitr- ar á tár. Ef maður leggur eyrun við heyrist dropasinfónían eftir Guð almáttugan. Smálækir seytla í bugðum í þessum dáfögru mosa-- breiðum. Efst uppi við skarðið er túndra, ís ekki farinn úr jörðu. Þar í skriðu hittum við fyrir hjón úr Reykjavík sem eru að drekka kaffið sitt, létt- klædd og ánægð. Þau heita Sigríður og Egill. Uppi í Kýrskarði er hávaðarok. Hornvíkin blasir við og hinum megin Hælavíkurbjarg, svart og grænt og hvítt. Bergrisinn er hálfur kílómetri á hæð og gott betur. Nær er Tröllakambur og handan við hann Rekavík bak Höfn. Gamli bærinn í Höfn sést hinum megin í víkinni og eru bæjarhúsin máluð rauð til að auðvelda skipsbrots- mönnum að ramba á þau. Við sjá- um bæði Hafnarskarð og Atla- skarð en um þau liggja leiðir í Veiðileysufjörð í Jökulfjörðum og Hælavík. Brunaliðið fer af stað Handan við Kýrskarð er brattur skafl sem þarf að komast niður. Munda og Hildur missa fótanna og þeytast niður með skelfingar- glampa í augum. Þær kastast niður í urð og við sjáum beinbrot í anda. Einhvern veginn fer þó allt vel, Þær sleppa með blóðrisa læri og kulda- verki í puttum - og skrekkinn. Þeg- ar við drekkum kaffi seinna, ein- hvers staðar neðar í brekkunum, köllum við þær Brunaliðið og þykj- umst fyndin en þær sjá ekkert fynd- ið við það. Myndir og texti: GFr. tvö stærstu fuglabjörg landsins út með sjó. í dag er glampandi sólskin og himneskt að lifa. Þrátt fyrir vindinn eru svitadropar á enni. Fjörukambar og fagrir vellir Við dólum og dólum, köstum okkur oft niður í blómskrúðið og finnum ný og ný blóm, mörg sem við höfum aldrei séð áður og aldrei dottið í hug að til væru, rauð og hvít og blá og gul. Við göngum upp og niður sand- öldur, gamla fjörukamba sem nú eru grónir melgresi, grasi og öðrum gróðri. Hér og þar glyttir í rekavið- ardrumba sem hefur rekið fyrir ævalöngu því að hér er kílómetri til sjávar. Innar í víkinni taka við grösugar engjar, tólfkarlaengjar. Loks komum við að gljúfri fyrir botni Hornvíkur að austanverðu. Um það rennur Gljúfurá. Hún ásamt Selá, Torfdalsá, Víðisá og Kýrá mynda Hafnarósinn. Þær eru allar jafn hvítfyssandi í dag, og við Rekadrumbur eins og kista í laginu. Við töldum að þarna væri annaðhvort gullkista eða líkkista og þá helst draugsins Hafnar-Skottu. Fjær breiðir vatnsmikill Hafnarósinn úr sér. Kýráin er í miklum vexti, þeytist með offorsi niður hlíðina. Hitinn er líka kominn upp í 16-17 stig. Óvenju snjóþungt var á Horn- ströndum í vetur og vor og nú er snjórinn á hraðförum. Niður á Hafnarsandi er sandrok. Við frest- um því að fara yfir Kýrá en göngum niðurmeð henni að norðanverðu. í litlu gili þrengist hún og rennur í hvítfyssandi streng. Á einum stað er hægt að hoppa yfir og það gerum við en Guð hjálpi þeim sem hefði dottið í strenginn. Svakalegir vatnavextir Hafnarósinn er ógnvænlegur að sjá. Nú er háflóð og þess gætir langt upp í ána og að auki eru vatnavext- ir svakalegir. Þetta er í fimmta sinn, sem ég er á Hornströndum, og alltaf hef ég farið yfir þessa á. En nú líst mér ekki á blikuna. Við treystum okkur ekki yfir - eða nennum því kannski ekki. Þess í stað tökum við stefnuna upp með ósnum, lengst inn í Hornvík, þessa vfk, sem er fegurst allra víka sem ég hef séð, breið og grösug með fyss- andi lækjum og fossum í hlíðum en nennum ekki að vaða Gljúfurá. Ég klöngrast upp í hlíðina til að gægj- ast inn í hrikalegt gljúfrið. Hin horfa með skelfingu á glæfraför mína. Ég lít brosandi til þeirra en innra með mér berst hjartað ótt og títt. Ég er kominn í hálfgerða sjálf- heldu og of seint að snúa við. Þess í stað geng ég beint upp snarbratta og lausa hlíðina og kemst í örugga höfn, aflíðandi brekkur. Á bakaleiðinni er sama dólið. Við ákveðum að ganga út með vík- inni og til baka yfir Al- menningaskarð þó að það sé held- ur lengri leið. Útivið ströndina eru fagrir vellir með lausum berg- dröngum á víð og dreif. Þar er foss- inn Drífandi sem á reyndar marga alnafna um Hornstrandir. Fjaran er skemmtileg, full af gró- ðri, smádýrum og fallega sæbörðu grjóti. Þar unum við langa hríð. Við þurfum engar áhyggjur að hafa af forvaðanum við Skipakletta því að nú er komin fjara. Svo leggjum við á brattann upp í Almenningaskarð og göngum niður með Hornbjargi alla leið að vitanum. Þá erum við sæmilega lúin og verðum fegin máltíð og hvíld. GFr. Ferðafélagar í hífandi roki og glaða sóskíni á Kýrskarði. Séð niður í Hornvfk. í fjarska sést Hælavíkurbjarg en Tröllakambur nær. Á myndinni eru Sigríður Hanna, Guðmunda, Hiidur og Sigurður. Foss f Gljúfurá. Miklir vatnavcxtir voru þennan dag Hildur i fjörunni skammt frd Skipaklettinum. Foss- inn Drifandi sést i fjarska. Þcssi hittum við tvö ein á gangi og heita þau Egill og Alls staðar er nóg af rekaviði. inu Blámann og Bíbí en okkur fannst maðurinn svo sláandi líkur fjallgöngugarpinum Hillary að við köll- uðum þau Hillary og Tensing.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.