Þjóðviljinn - 21.08.1982, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 21.08.1982, Blaðsíða 24
24 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN llelgin 21.-22. ágúst 1982 Hjartans þakkir fyrir góðar óskir, fagrar gjaf- ir og allan annan vináttuvott í minn garð á 80 ára afmœlinu. Einar Olgeirsson Skrifstofustörf Stúdent af viðskiptasviði óskast til fjöl- breyttra skrifstofustarfa. Framtíðarstarf. Starfsreynsla í skrifstofustörfum gæti komið í stað stúdentsprófs. Umsóknir, sem greini aldur, menntun og fyrri störf sendist til „Lífeyrissjóður“ Pósthólf 645 121 Reykjavík. • Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garðabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Blaðberar athugið! Ekkert blaðberabíó laugardag fflZ 77 x a skák Skákmótið í Gausdal Arnold Eikrem heitir maður sem undanfarin ár hefur staðið fyrir alþjóðlegum skákmótum í Gausdal í Noregi. Gausdal er afskekktur staður, og mótin hafa farið fram í fjallahóteli sem hin síðari ár hefur sérhæft sig í því að veita öldruðu fólki margháttaða þjónustu. Af ís- lenskum skákmönnum sem tekið hafa þátt í mótum þessum má nefna Guðmund Sigurjónsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Arnason, Margeir Pétursson, Jón Kristins- son, Hauk Angantýsson, undirritað an og ileiri þá sem komið hafa við sögu í íslensku skákhTi hin síðari ár. Tvö mól meö alþjóðlegu sniði hafa farið fram í Gausdal í ár. I hinu fyrra var Guðmundur Sigur- jónsson meðal þátttakenda, en í hinu síðara sem fram fór í byrjun ágústmánaðar tóku þátt, auk undirritaðs, þeir Jón L. Arnason, Elvar Guðmundsson og Karl Þor- steins. Tveir hinir síðastnefndu höfðu reyndar verið meðal þátttak- enda á ”unglingamóti“ í Gausdal sem dró til sín skákmenn sem ekki höfðu náð 27 ára aldri. í síðara mótinu gerðust þau tíð- indi að ungur Bandaríkjamaður, fyrrverandi Rússi, Dlugy að nafni, bar glæsilegan sigur úr býtum, Hann hlaut 7 vinninga af 9 mögu- legum. Næstir komu Tisdal, Bandaríkjunum, Cramling, Sví- þjóð, og Kudrin, Bandaríkjunum. Þeir hlutu allir 6 1/2 vinning. Dlugy er algjörlega óþekkt nafn ískákheiminum, en þrátt fyrir ung- an aldur (16 ára gamall) hefur hann Leiðrétting Á forsíðu síðasta Sunnudags- blaðs birtist heyskaparmynd úr Flóanum en þar var farið rangt með nafn kaupamannsins í Mjó- syndi. Hann heitir Friðþjófur Arn- ar Friðþjófsson. Tækjasalan hf. tilkynnir viðskiptavinum sínum Höfum flutt afgreiöslu okkar í Fífuhvamm Kópavogi (hús Steypustöövarinnar). Ath. höfum einnig fengiö nýtt símanúmer, 46577. Veriö velkomin, nú höfum viö næg bílastæöi. Yækjasaian hf ....,...tæki í takt viðtfmann. PósthólfZI 202Kópavogi S 91- 46577 - 45500 öðlast mikinn styrk í taflmennsku sinni. Hann mun hafa flust frá Sov- étríkjunum í kringum 12 ára aldur. Hann er einn fjölmargra Rússa sem nú tröllríða bandarísku skák- lífi með þeim afleiðingum að réttir og sléttir Ameríkumenn hafa grip- ið til þess ráðs að flytja úr landi þar sem samkeppnin við Sovétmenn- ina hefur borið þá ofurliði. Umsjón Helgi Olafsson Tveir þeirra, Jon Tisdall og Nick DeFirmian, hafa t.d. teflt undan- farið vítt og breitt um Evrópu. Þeir tjáðu mér að ekkert þýddi að tefla í Bandaríkjunum lengur og keppa við u.þ.b. 100 Sovétmenn sem allir hefðu haldgóða menntun að baki í manntaflsfræðum. Báðir hafa kos- ið sér Evrópu sem heimili, sem útaf fyrir sig er dálítil sorgarsaga; lista- maður sem hrökklast burt úr eigin landi á ekki afturkvæmt, svo mikið er víst. Um frammistöðu okkar Islend- inganna er það helst að segja að hún var í raun hvorki góð né veru- lega slæm. Undirritaður fór í fyrsta sinn í langan tíma út á þá braut að tefla á opnu skákmóti erlendis, og sú staðrcvnd liggur einatt fyrir þeg- ar gengið er til lafls að mótstöðu- maður ér lítt eða ekki þekktur, og slíkt gerir það að verkum að rennt er dálítið blint í sjóinn í hverri um- ferð. Ég tapaði einni skák fyrir Finnanum Rantanen, og hefði sú skák aldrei átt a tapast. Á mikil- vægu augnabliki gaf ég Finnanum kost á óljósri skiptamunsfórn sem síðar leiddi til erfiðrar stöðu. í stað þess átti ég kost á nokkrum leiðum sem leitt hefðu til vinningsmögu- leika, ekki síst fyrir það að í byrjun- inni vann ég peð án þess að taka nokkra áhættu. Þetta tap gerði sigurmöguleika mína og aðra möguleika að engu. Jón L. Árnason hlaut jafnmarga vinninga og undirritaður eða 5 alls. Jón var nýkominn frá móti í Sviss og virkaði þreyttur. hann tefldi þó góðarskákir inná milli, s.s. skákina við Ögaard, sem mun birtast hér. Um þá félaga Karl og Elvar er það að segja, að þeir eru nú í hópi þeirra íslensku skákmanna, sem áttað hafa sig á þeim sannindum, að til þess að auka skákstyrkleika sinn þýðir ekkert annað en að leita út fyrir landsteinana, öðru hverju a.m.k. Þeir tefldu báðir ífyrra mót- inu í Gausdal, og þar tókst Karli að leggja Dlugy að velli. I seinna mót- inu hlaut hann 5 1/2 vinning sem teljast verður góður árangur þó andstæðingar hans hafi í mörgum tilvikum verið af lakara taginu. Elvar Guðmundsson var einkar seinheppinn á mótinu, lék t.d. af sér drottningunni í gjörunninni stöðu gegn fyrrum Evrópumeistara unglinga, Ralf Ákesson. Það sem þessir piltar þurfa báðir er meiri reynsla, keppni við sterka skák- menn. Alþjóðlegt skákmót á næsta ári væri t.a.m. kjörinn vettvangur fyrir þá. Að lokum læt ég fljóta hér eina sigurskák Jóns L. Árnasonar. Andstæðingur hans er sterkasti skákmaður Norðmanna um langt árabil, Leif Ögaard. Við Ögaard þennan voru bundnar miklar von- ' ir, þar eð hann á stutt í stórmeist- aratitil, en í Gausdal brást honum hinsvegar fullkomlega bogalistin: Hvítt: Leif Ögaard Svart: Jón L. Árnason Enskur leikur (Sikileyjarvörn með skiptum litum) 1. 2. 3. 4. c4-e5 Rc3-Rf6 Rf3-Rc6 g3-d5 5 .cxd5-Rxd5 6. Bg2-Rb6 7. 0-0-Be7 8. d3-0-0 9. Be3-Kh8 10. Hcl-f5 11. Rb5-Be6 12. Bc5-a6 13. Bxe7-Dxe7 14. Rc3-Had8 15. Ra4-e4 16. Rel-Rxa4 17. Dxa4-Rd4 18. Khl-Rxe2 19. Hdl-Rd4 20. dxe4-b5 Da3-Dxa3 bxa3-Bc4 Rd3-fxe4 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 32. 33. 34. 35. Bxe4-RO h4-g5 Kg2-gxh4 Bxf3-h3+ Kxh3-Bxd3 Bb7-Bxfl+ Hxfl-Hb8 Bc6-Hf6 Be4-c5 f4-He8 Bd5-He3 f5-He5 — hvítur gafst upp Kennarar — Fóstrur Eftirfarandi starfsmenn vantar til að‘annast gæslu 6 ára barna í Grundarskóla næsta vet- ur. Kennara eða fóstru - (30 klst. per viku) -. Aðstoðarmann (30 klst per viku). Vinnutími er kl.07.45 -10.45 og 14.15 -17.15 dag hvern. Skriflegar umsóknir er tilgreini fyrri störf sendist til undirritaðs fyrir 28. ágúst n.k. Nánari upplýsingar veittar á sama stað. Guðbjartur Hannesson skólastjóri Grundar- skóla Akranesi sími 93-2660.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.