Þjóðviljinn - 21.08.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.08.1982, Blaðsíða 11
Helgin 21.-22. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Djúpsjárvarathuganir: menn geta ekki notað sínar venju- legu aðferðir til að rannsaka þær. Þar á meðal er fiskur, sem lítur út eins og áll og syndir stöðugt í hita útstreymi. Meðan ekki er fundið nafn á hann kalla vísindamenn hann „21 gráðu norður hitafisk" eftir fundarstaðnum. Þeir telja að hann sé fyrsta hryggdýrið sem fundist hefur sem byggir tilveru sína ekki á sólarljósi. Eftir því sem vísindamennirnir komast næst getur hitastigið í sjón- um orðið meira en 700 gráður á Fahrenheit þar sem þessi dýr lifa og getur sjórinn þess vegna dregið efni út úr berginu í kring. Hann verður t.d. mjög brennisteinsmett- aður. Undir hita og þrýstingi breytast brennisteinssamböndin í hydrogen sulfíð (H2S). Það er eitrað en bakteríur sem lifa í heitu vatninu nærast vel á því. Bakterí- urnar eru frumfæða í þessu sér- kennilegalífríki. Ormarnir,innbyrða t.d. miljarða af slíkum bakteríum og nærast af þeim en í staðinn ber- j ast súlfíð með blóði ormsins til bakteríanna og oxygen og koldíox- íð með sjónum. Þegar súlfíð blandast oxygeni og koldíoxíði leysist orka úr læðingi og gegnir sá samruni sama hlutverki og sólin á yfirborði jarðar. Yfirleitt virðast þessar skepnur ; vaxa mjög ört en eiga stutta ævi og er skýringin sjálfsagt sú hversu hit- aútstreymið er brigðult. En það sem vísindamenn furða sig mest á er hversu mikið af hydrogen súlfíð er í skepnunum og hvernig þær fari . að ráða við þetta eitur. Þeir vonast 1 til að ráða þá gátu, og ef það tekst | finnast e.t.v. nýir möguleikar á notkun efnisins. (GFr — byggt á Time). Þessi fiskur er eina hryggdýrið sem fundist hefur í heiminum, sem byggir tilveru sína ekki á sólarljósi. F urðulegt lífríki finnst Fyrir 5 árum voru þrír menn að kafa í kafbátnum Alvin á meira en 2 km dýpi nálægt Galapagoseyjum á Kyrrahafi þegar þeir gerðu merka uppgötvun. Þarna á hafsbotninum er jarðhiti en dýpið er orðið svo mikið að ekkert sólarljós kemst að og ætti hann þess vegna að vera lífvana. En þarna fundu þeir óvænt lífríki svo sem eins og risasnigla, föla gula fiska, hvíta krabba og orma sem voru um hálfur annar metri á lengd. Síðan þessi uppgötvun var gerð hefur undrun vísindamanna vaxið. Öfugt við flestar aðrar skepnur á jarðríki lifa þessar af án þess að nota sólarljósið til orku og fæðuöfl- unar. Þess í stað byggja þær éin- göngu á jarðhita. Það er haflíffræð- ingurinn Holger Jannasch sem stjórnar ferðum kafbátsins Alvin og hann segir: „Ef sólin hætti að skína myndu þessi djúpsjávardýr samt halda áfram að lifa, öfugt við okkur og grænan gróður, því að þau byggja líf sitt eingöngu á Móð- ur Jörð.“ Nú hefur Vísindasjóður Banda- ríkjanna veitt 1.7 miljón króna styrk til að rannsaka betur þetta lífríki og verður aðallega beint sjónum að neðansjávarjarðhita- svæði rúmum 200 km suður af Baja í Kaliforníu. Kafbáturinn Alvin getur kafað allt að 3 km dýpi og hefur hann fundið alls konar nýjar skepnur, skyldar þeim sem fyrst fundust, svo sem snigla, orma, fiska o.fl. Sumar þeirra eru svo skrýtnar að vísinda- Kafbáturinn Alvin siglir niður í djúpið. Bakteríur sem nærast á brennisteini á hafsbotni. Myndin er stækkuð 5100 sinnum. Þú qetur qert VOLVO LAPPLANDER aðqlœsilegum farkosti v>\Xi V.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.