Þjóðviljinn - 27.08.1982, Síða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur. 27. ágúst. 1982.
Föstudagur. 27. ágúst. 1982. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
ILíkan að fyrstu Seðla-
bankabyggingunni sem
risa átfi í Hallargarðinum
á horni Fríkirkjuvegar og
Skothúsvegar. Hús Thors
Jensens skyldi hverfa, og
þessi svipmikla bygging
var áætluð um 5000 fer-
metrar að grunnfleti.
Svona átti hinn nýi Seðla-
banki norðan í Arnarhóln-
um að líta út. Nokkurs
konar píramidi á hvolfi,
og hefði þessi bygging sett
afar sterkan svip á mið-
borgina. Af framkvæmd-
um varð aldrei.
J9 Þegar hér er komið sögu
er búið að lækka bygg-
inguna um eina hæð og
taka til ráðstöfunar lóð
Sænska frystihússins þar
■V sem fyrirhugað var að
reisa viðbótarbyggingu
meðfram Ingólfsstræti.
RÍS MUSTERI MAMMONS í KOLAPORTINU?
Um þessar mundir eru
liðin tæp 24 ár siðan for-
ráðamenn Seðlabankans
hófu af alvöru tilraunir til
að koma starfsemi stofn-
unarinnar undir eitt þak.
Eru fá dæmi í islenskri
byggingasögu um annan
eins úlfaþyt og þær fram-
kvæmdir löngum hafa
valdið og er raunar engan
veginn útséð um hvort af
byggingunni verður i þeirri
mynd sem til var stofnað.
Nýlega sendu mektarmenn
nokkrir mótmæli gegn
þeim framkvæmdum sem
hófust i fyrra og þegar
nýsett lög um efnahags-
ráðstafanir voru í burðar-
liðnum voru m.a. ræddar
hugmyndir um að stöðva
framkvæmdir við Seðla-
bankann í amk. 18 mánuði.
Af þvi varð þó ekki i þetta
sinn.
I tilefni þess að senn er
liöinn aldarf jórðungur
síðan bygging Seðlabanka
komst á dagskrá verður
hér á eftir gerð stutt grein
fyrir þeirri sögu i máli og
myndum. Blaðamanni
innan handar við þá
samantekt voru tveir
starfsmenn Seðlabankans,
þeir Sigurður örn Einars-
son og Valdimar Krist-
insson.
Banki í Hallgarðinn
1 júlimánuöi 1967 geröi Seöla-
bankinn samning viö Borgar-
stjórn Reykjavikur um maka-
skipti á lóðunum Frikirkjuvegi 11
og Lækjargötu 4 þar sem borgin
gerði að skilyröi að fyrirhuguð
bygging Seölabanka á lóðunum
Frikirkjuvegi 11 og Frikirkjuvegi
13 félli vel inn i umhverfi Tjarn-
arinnar og samrýmdist varö-
veislu Hallargarösins. Ákvað
Seölabankinn aö efna til sam-
keppni þar sem 5 aöilum var falið
að koma meö tillögur en það skil-
yrði sett af hálfu bankans að tveir
arkitektar stæöu að hverri lausn.
Samkeppni þessi hófst i janúar
1968 og frestur til að skila til-
lögum var ákveðinn til 15. nóvem-
ber sama ár. Niðurstaða dóm-
nefndar var sú að tillaga arki-
tektanna Skarphéöins Jóhanns-
sonar og Guðmundar Kr. Guð-
mundssonar væri best og var
jafnframt ákveðið að fela þeim
verkefnið til úrvinnslu. Við lát
Skarphéðins kom Ólafur Sigurðs-
son arkitekt inn i samstarfið með
Guðmundi Kr. og hafa þeir
félagar annast teikningu Seðla-
bankabygginganna æ siðan.
Um tillögu þá sem hlaut 1.
verðlaun segir m.a. i dóm-
nefndaráliti: „Þessi tillaga er að
hennar dómi sérlega góð bæði að
þvi er varðar útlit og tilhögun.
Byggingin fellur mjög vel inn i
umhverfið, bæði i efnismeðferð
og formi, sem er fastmótað en þó
látlaust. Loks er allt fyrirkomu-
lag byggingarinnar hagkvæmt og
mætir þeim kröfum um vinnu-
skilyrði og skipulag sem að
framan voru settar”.
Svo mörg voru þau orð en það
voru ekki allir á sama máli um aö
„byggingin félli vel inn i
umhverfi Tjarnarinnar” og geta
raunar lesendur sjálfir dæmt þar
um af mynd sem hér birtist.
Andmæli hefjast
Reis nú upp mikil mótmælaalda
gegn fyrirhugaðri byggingu og
voru þar Kelst týnd til rök um að
hin mikla bankabygging félli
engan veginn inn i húsarööina við
Frikirkjuveginn. Þá var nefnt að
Hallargarðurinn yrði aðeins
svipur hjá sjón yrði byggt á þess-
um stað og siðast en ekki sist væri
það ósvinna hin mesta að fjar-
lægja hús Thors Jensens aö Fri-
kirkjuvegi 11. Það hafði þá sett
svip á bæinn siðan þaö var byggt
árið 1913 og fannst mönnum að
vonum eftirsjá að þvi.
Forráðamenn Seðlabankans
höfðu greinilega átt von á slikum
andmælum og tóku sérstaklega
fram á blaðamannafundi þegar
úrslitum i samkeppninni var lýst,
að „fari svo að borgaryfirvöld
telji varðveislu Frikirkjuvegar
11 æskilega mundi Seðlabankinn
vilja stuðla aö hénni með þvi að
taka að sér allan kostnað af þvi að
flytja húsið á annan stað i
Reykjavik og koma þvi þar fyrir,
þegar aö þvi kemur, aö úr
byggingaframkvæmdum geti
orðið af hálfu Seðlabankans.”
Þegar aö byggingafram-
kvæmdum dró þótti ráðamönnum
Seðlabankans og raunar einnig
borgarinnar, andmæli fjölmargra
Reykvikinga með þeim hætti að
ekki væri stætt á þvi að ráðast i
frekari framkvæmdir á þessum
stað.
Kolaportið kemst
á dagskrá
Enn cr farið að ræða maka-
skipti á lóöum og úrslit þeirrar
lotu urðu að Seðlabankinn fær i
makaskipti hiö svokallaða „Kola-
port” sem var á horni Ingólfs-
strætis og Sölvhólsgötu. Er
hönnun nýs húss á þeim stað hafin
af krafti og 14. desember 1972 eru
teikningar að nýju Seölabanka-
húsi samþykktar i borgarráði.
A árinu 1973 hefjast svo fram-
kvæmdir á þessum stað, norðan i
Arnarhólnum og sunnan Sænska
frystihússins sem nú er horfið.
Var gröftur við hinn mikla grunn
hafinn af fullum krafti og stefnt
að þvi að bifreiðageymslur og
annað það af húsinu sem neðan-
jarðar skyldi vera, væri lokið á
1100 ára afmæli tslands byggðar.
Var að þvi stefnt að öllu ytra jarð-
raski væri lokiö á afmælinu.
Enn hefjast mótmæli
Nú var ýmsum náttúru-
verndarmönnum nóg boöiö! Ekki
þótti þeim hin nýja bygging
bæjarprýði, en hún leit út eins og
egypskur piramýdi á hvolfi. Þá
var þeim aö vonum þyrnir i auga
aö útsýni frá stalli landnáms-
mannsins Ingólfs Arnarsonar var
að verulegu leyti skert og raunar
var með öllu tekið fyrir sjón á haf
út frá Arnarhólnum sjálfum.
Voru það einkanlega starfsmenn
Leikfélags Reykjavikur og Rikis-
útvarpsins sem fyrir mikilli mót-
mælaöldu stóðu og voru fremstir i
fylkingu andófsmanna þeir Thor
Vilhjálmsson rithöfundur og Þor-
steinn O. Stephensen, einkanlega
sá siðarnefndi. Fljótlega bættust
fleiri i hópinn og auk ýmissa lista-
manna slógust þar i för menn úr
ölium stéttum þjóðfélagsins.
Forráðamenn Seðlabankans
voru enn sem fyrr allir af vilja
gerðir til aö mæta óskum borgar-
anna og enn á ný var arkitektum
byggingarinnar falið að breyta
útliti hússins. Var þaö m.a.
lækkað um eina hæö, en við það
færöist meira af almennri starf-
semi bankans undir yfirborö
jarðar þar sem áður hafði verið
gert ráð fyrir bifreiðageymslum
og þess háttar að mestu.
Bankinn fær
stærri lóð
Við þessar breytingar þótti ljóst
Framhald á 14. siðu
Liðinn er hartnær aldarf jórðungur síðan fyrst var ákveðið að reisa sérstakt hús fyrir Seðlabankann
og enn er verið að vinna í grunni hússins!
4Píramídinn kominn á hvolf
og húsið færst nær Skúla-
götu. Aukabyggingin er
horfin og öll starfsemi.
bankans átti að vera undir
einu þaki samkvæmt
þessari tillögu. Bílastæði,
niðurgrafin í Arnarhól.
Nýjasta tillagan að bygg-
ingu Seðlabankahúss eftir
að málið hefur velkst í
fjórðung aldar. Á þessari
mynd, sem tekin er ofan á
líkanið, sést vel hver
afstaðan er til Arnarhóls,
en nokkur upphækkun
verður milli hússins og
hólsins þar sem undir eru
bílastæði.
Eins og sjá má verður
Seðlabankahúsið raunar í
tveimur meginhlutum,
annars vegar 4-5 hæða
skrifstofubygging og hins
vegar 1 1/2 hæðar bygging
þar sem m.a. verður starf-
semi Reikningstof nunar
bankanna.
tilverurétt Seðlabankans á
þessum stað i miðbænum,
halda verkamenn áfram
því verki sem þeim hefur
verið falið — að leggja
steina í hið nýja musteri
AAammons í gamla Kola-
portinu.