Þjóðviljinn - 27.08.1982, Page 10

Þjóðviljinn - 27.08.1982, Page 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur. 27. ágúst. 1982. KÆRLEIKSHEIMILIÐ Mamma, Pési er aö éta hundagottið. Má ég fá mér líka? Tilkynning til innflytjenda Athygli innflytjenda er hér með vakin á ákvæðum 10. gr. laga nr. 79/1982 um efna- hagsaðgerðir svo og auglýsingu nr. 464/- 1982 um tollafgreiðslugengi. Samkvæmt ákvæðum nefndrar auglýsing- ar gildir tollafgreiðslugengi við ákvörðun tollverðs til loka hvers mánaðar enda fari tollafgreiðsla viðkomandi vöru fram i þeim mánuði. Numin hefur verið úr gildi sú regla að tollafgreiðslugengi á mynt, þegar vara er tekin til tollmeðferðar, geti gilt i heilt ár. Vakin er og athygli á þeim ákvæðum að liggi skjöl fullbúin hjá tollstjórum áður en tollafgreiðslugengi var afskráð skal toll- afgreiða vöru samkvæmt hinu afskráða gengi, enda fari tollafgreiðsla fram fyrir lok fimmta starfsdags á skrifstofum toll- stjóra, talið frá lokum þess dags þegar nýtt tollafgreiðslugengi var skráð. Fjármálaráðuneytið, 25. ágúst 1982. Frá Mýrarhúsaskóla Nemendur 5. og 6. bekkjar mæti i skólann miðvikudaginn 1. september kl. 10.00. Aðrir nemendur mæti i skólann miðviku- daginn 8. september sem hér segir: Nemendur 1. og 2. bekkjar kl. 13.00. Nem- endur 3. og 4. bekkjar kl. 10.00. Nemendur i forskóladeildum verða boðaðir simleiðis Kennarar mæti miðvikudaginn 1. septem- ber kl. 9.00. Skólastjóri Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garöabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboð SIMI53468 Auglýsið í Þjóðýiljanum Sigriður Björnsdóttir og Valgerður Bergsdóttir 10. þing alþjóðlegu myndlistarsamtakanna: Myndlistin í leit að nýju heimsskipulag! „Myndlistin i leit að nýju heimsskipulagi” er yfirskrift ti- unda þings alþjóðlegu mynd- listarsamtakanna sem haldið verður i Finnlandi i mai á næsta ári. Það eru öll Norðurlöndin sem standa sameiginlega að þinginu og eru þvi öll gestgjafar. Þó hefur allur undirbúningur að mestu hvilt á Finnum, þar sem þingið er haldið i þeirra heimalandi. Alþjóðlegu myndlistarsamtök- in voru stofnuð af UNESCO árið 1954 og eru þau aðildarstofnun samtakanna. Alþjóðlegu mynd- listarsamtökin og UNESCO hafa unnið mikið saman að mynd- listarmálum og kennslu, menn- ingar- og mannúðarmálum i tengslum við myndsköpun. Sam- tökin hafa einnig látið mikið til sin taka stöðu myndlistarmanns- ins, bæði á þjóðlegum og alþjóð- legum vettvangi. Aðalaðsetur samtakanna er i Paris, i aðal- stöðvum UNESCO. 72 þjóðar- deildir eiga aðild að samtök- unum. tslenska deildin er þannig skipuð að Valgerður Bergsdóttir situr þar fyrir hönd Félags is- lenskra myndlistarmanna, Ric- hard Valtingojer fyrir Hags- munafélag myndlistarmanna, Torfi Jónsson fyrir Myndlista- og handiðaskólann, Stephen Fair- bairn er ritari deildarinnar og Sigriður Björnsdóttir er formaður hennar. Þjóðviljinn náði tali af henni. — Hvernig mun þetta þing starfa, Sigriður? „Þetta þing mun standa yfir i niu daga og þarna verða flutt fjögur meiriháttar erindi sem þekktir hugmyndafræðingar, listamenn og bókmenntafræð- ingar munu halda. Ég nefni til dæmis norska heimspekinginn Johan Galtung sem verður þarna fyrirlesari. Erindin sem flutt verða nefnast i fyrsta lagi „Hvernig hugtakið „Myndlistin i leit að nýju heimskipulagi” varð til”. i öðru lagi „Menningarleg og þjóðleg sjálfsvitund” i þriðja lagi „Myndlistarmaður nútimans sem miðill hugmynda og i fjórða lagi „Hlutverk myndlistarmannsins sem „virkjun” hugmynda”. Eftir þessi erindi verða pallborðsum- ræður og niðurstöður þeirra verða sendar aðalþingi UNESCO til umfjöllunar.” — Hafa fleiri en eitt land áður staðið að þingi samtakanna? „Nei, það hefur aldrei gerst áður og samstaða Norðurland- anna um þetta þing sýnir virki- lega norræna samvinnu i verki. Norrænu sendiráðin verða með sameiginlega móttöku f upphafi þingsins. Auk þess verður finnska menntamálaráðuneytið með hóf i lok þess. Finnski menntamála- ráöherrann mun opna þingið með ræöu og forseti Finnlands verður verndari þess. Avarp hans verður prentað i prógrammi þingsins”. — Það verður væntanlega boðið upp á myndlistarviðburði i tengslum við þingið? „Já, það er óhætt aö segja það. Þarna verða tvær samnorrænar myndlistarsýningar og verða þær i Sveaborg og i sýningarsölum Félags finnskra myndlistar- manna, „Könstnargillet i Fin- land”. Slikar sýningar hafa ekki verið haldnar siðan 1972. Full- trúar á þinginu munu hafa nóg að gera fyrir utan það að sitja á þinginu og eftir langar þingsetur verða þessar sýningar örugglega vel þegnar. Það má einnig nefna að yfir þingtimann verða sýn- ingar með litskyggnum á menn- ingu þeirra landa sem þátt taka i þinginu og staða listamannsins i hverju þátttökulandi verður kynnt með stórri ljósmyndasýn- ingu. Þar sem verið er að tala um aðra viðburði en þá sem snerta þingiðbeint, þá má geta þess að á sama tima og þingið verður fer fram þing Alþjóðasamtaka myndlistargagnrýnenda og við munum eyða einum degi i að þinga með þeim”. — Hver stendur straum af kostnaði þinghaldsins? „Það eru náttúrulega sam- tökin sjálf ásamt UNESCO. En við höfum ekki nægilegt fjárhags- legt bolmagn sjálf til aö standa straum af öllum kostnaðinum. 1 fjáröflunarskyni verður gefin út grafikmyndamappa með lista- verkum eftir einn listamann frá hverju Norðurlandanna. Okkar fulltrúi f þessari möppu er Ragn- heiður Jónsdóttir. Menntamála- ráðuneyti Norðurlandanna, að þvi islenska undanskildu, hafa veitt styrki til þingsins og er þar um umtalsvert fjármagn að ræða. T.d. hefur það finnska styrkt okkur með 400.000 finnsk- um mörkum”. — Það þarf náttúrlega ekki að spyrja að þvi að þetta þing hefur mikiö aö segja fyrir myndlistina i heiminum og i hverju landi fyrir sig? „Nei, það þarf sko ekki að spyrja að þvi. Þarna kynnum við t.d. islenska myndlist fyrir mynd- listarfólki viðs vegar að úr heim- inum og það er ekki litil land- kynning. Meginþema þingsins er einnig mjög merkilegt og nauð- synlegt að taka það fyrir einmitt núna. Þessi tengsl milli mynd- listarmanna úr öllum heims- hornum eru mjög mikilvæg, ein- mitt fyrir gott heimsskipulag. Það er gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir að við skulum standa að þessu þingi fimm þjóðir saman, þegar tortryggni landa á milli ógnar heimsfriðnum. Við munum leggja á það mikla áherslu þarna á þinginu að ræöa heimsfriðinn og tengsl landa á milli”. — kjv Stofnlánadeild og Lífeyrissjóður bænda: Lánveitingar 1981 Lánveitingar Stofnlánadeildar landbúnaðarins námu 59,4 milj. kr. á árinu 1981. Þvi til viðbótar cru svo lán frá Llfeyrissjóði bænda, 12.3 milj. Alls námu lánin því 71,7 milj. kr. Til samanburðar má geta þess aö áriö 1980 voru lánaðar 44 milj. kr. Aukningin milli ára er þannig 27,7 milj. kr. eða 62,95%. Hækkunin á að mestu rætur að rekja til aukinna íánveitinga úr Lifeyrissjóðnum. Séu lánin sundurliðuð á einstaka framkvæmdaflokka litur dæmið þannig út: 1981 1980 Endurbæturibúðarhúsa................................. 0,9 1.0 Almenn framkvæmdalán til bænda.......................28,2 16,6 Dráttarvélar og vinnuvélar........................... 7,3 4,4 Vinnslustöðvar.......................................13,6 10,5 Loðdýrarækt.......................................... 1,9 1,3 Jarðakaup ........................................... 7,5 3,7 Samt.:'5M 37JÍ Lifeyrissjóður bænda : Bdstofnskaupalán......................................2,9 2,3 Lifeyrissjóðslán......................................9,4 4,2 Lánsamtals 7i75 44,o" Útlánareglur deildarinnar tóku litium breytingum á árinu og lána- kjör engum. En þau eru þannig: Almenn lán til bænda eru með 2% vöxtum, jarðakaupalán meö 1% vöxtum, lán til félagslegra framkvæmda og vinnslustöðva landbúnað- arins með 4% vöxtum. öli eru lánin verðtryggð miðað við lánskjara- visitölu. _mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.