Þjóðviljinn - 09.09.1982, Blaðsíða 16
WÚDVIUINN
Fimmtudagur 9. september 1982
Aba' Imi ÞjóOviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. UU.i þess tlma er hægt aó ná I blaóamenn og aöra starfsmenn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná I af- greiöslu blaösins 1 slma 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
Kristin ólafsdóttir, umsjónarmaður Þjóöviljabássins á Heimilissýningunni afhendir vinningshafanum
Gunnari llelgasyni farmiðann til Amsterdam meö Samvinnuferðum-Landsýn. Ljósm. -eik-
Hlssa og himinlifandi
segir verðlaunahafinn í Þjóðviljaget-
rauninni, Gunnar Helgason, 16 ára
„Ég var steinhissa og himinlifandi. Mér haföi ekki
dottið i hug að ég myndi vinna"/ sagöi Gunnar Helgason,
þegar hann leit við hjá okkur á ritstjórninni í gær, en
hann vann fyrstu verðlaun í verðlaunagetrauninni i
Þjóðviljabásnum á heimilissýningunni. Hann vann ferð
til Amsterdam og „ætlar að reyna að skella sér sem allra
fyrst".
Gunnar er 16 ára gamall og
nemandi i MS. Hann sagðist
sjaldan taka þátt i getraunum, og
fannst Þjóðviljagetraunin ekkert
mjög erfið. „Það var helst þetta
með borgarfulltrúa Kvennafram-
boðsins. Ég þurfti að hugsa mig
vel um áður.en ég krossaði við
Guðrúnu Jónsdóttur”, sagði
Gunnar.
Hann var reyndar ekki sá eini
sem þurfti að hugsa sig vel um
áður en hann krossaði við
Kvennaframboðsfulltrúann.
Ýmsir krossuðu við Sólrúnu
Gísladóttur eða Helgu Sigurjóns-
dóttur.
Gunnar sagði okkur að með
honum hefðu verið tveir kunn-
ingjar hans og þeir hefðu lika
tekið þátt i getrauninni. Þeir ætla
kannski að skella sér með honum
út.
„Við erum að vonast til að ná i
hljómleika hjá Toto. Annars hef
ég mestan áhuga á skiöum”.
„Heldurðu að þú komist nokkuð
á skiði i Amsterdam?”
„Það væri þá helst að maöur
kæmist á sjóskiði”.
2330 svör bárust viö getraun-
inni, og voru um 20% þeirra rétt. 6
aukaverðlaun voru i getrauninni
og voru nöfnin birt i blaðinu i gær.
Þjóöviljinn óskar Gunnari góðrar
ferðar og þakkar öllum fyrir þátt-
tökuna i getrauninni.
— þs
Mikil biðröð
á Karólinska
sjúkrahúsinu
Fyrir nokkru var i fyrsta sinni
gerð tilraun til að lækna mann af
Parkinson veiki með þvi að
sprauta frumum sem teknar voru
úr nýrnahettum hans inn i heil-
ann. Enda þótt enn sé tvisýnt um
árangur hefur Karolinska sjúkra-
húsið i Stokkhólmi, þar sem að-
gerðin var reynd, sctt á biðlista
mikinn fjölda sjúklinga frá öllum
heimshornum sem biðja um
samskonar aðgerð.
Aðgerö þessi varð fræg i frétt-
um fyrir skemmstu og i fyrstu
gekk allt vel. Frumurnar, sem
sprautað var inn i heilann, virtust
lifa af i nýju umhverfi, og i
mænuvökva sjúklingsins fannst
meira af dopamin en áður. En
það efni var nýrnahettufrum-
unum ætlað að framkalla, þvi
Parkinsonsjúklingar þurfa að
mynda sem mest af þvi.
Sjúklingnum, sem er 55 ára
gamall, hefur nú aftur versnað.
En þótt úrslit séu tvisýn, verður
aðgerðum haldið áfram i haust og
er, sem fyrr segir, enginn skortur
á þeim sem vilja reyna. Læknar
Karolinska sjúkrahússins höfðu
áður læknað rottur, sem höfðu
verið gerðar Parkinsonveikar,
með fyrrgreindri aðferð, en þeirri
spurningu er enn ósvarað, hvort
nýrnahettufrumur geta örvað
heilann til að vinna bug á varan-
legu tjóni sem taugakerfið hefur
orðið fyrir.
Þær rannsóknir sem sænskir
læknar hafa unnið að á þessu sviði
geta einnig opnaö nýja möguleika
til lækninga á þeim sem hafa
beðið tjón af eitrun eða i bil-
slysum.
(ByggtáDN)
Enn er óvist hvort flutningar á
frumum frá nýrnahettum til
mannsheila lækna Parkinson-
veiki
Er hægt að lækna
Parkinsonveikina?
Enn er tví
sýnt um
árangurinn
j Gunnarsmenn í bókun í ríkisstjórn:
jErfitt að afla
Ifjár í flugstöð
i
þarf þó til að taka við framlag- ■
inu samkvæmt stjórnarsátt- I
mála og hefur Alþýðubanda- I
lagið hafnaö þvi formlega, eins |
og annarsstaðar kemur fram. •
A fundi rikisstjórnarinnar I
geröu forsætisráðherra, dóms- '
málaráðherra og landbúnaðar- J
ráðherra sérstaka bókun um I
flugstöð og kemur þar m.a. I
fram að hefja þurfi hiö fyrsta '
byggingu flugstöðvar, en kostn- J
aður Islendinga af henni sé nú I
áætlaöur 300 til 400 milljónir I
króna. Siðan segir orðrétt:
Nú og á næstunni hlyti bygging flugstöðvar að draga
úr framkvæmdum, m.a. í orku- og samgöngumálum
IA fundi rfkisstjórnarinnar i
gær kom fram aö bæði Gunnars-
menn og Framsóknarmenn
, vilja reisa flugstöð á Kefla-
■ víkurflugvelli samkvæmt fyrir-
liggjandi teikningum og leggja
áherslu á að „framlengja”
veröi framlög sem bandarisk
stjórnvöld hafa lofað, en
fresturinn tii þess að taka við
bandariska hagsmunafénu i
flugstöðina er sagður renna út 1.
október nk. samkvæmt banda-
riskum fjárlagareglum. Sam-
þykki rikisstjórnarinnar allrar
„Með hliðsjón af þeim áföll- I
um, sem þjóðarbúið hefur orðiö ■
fyrir og miklum viðskiptahalla !
verður erfiöleikum bundiö aö I
afla fjár til þessara fjárfreku I
framkvæmda nú og á næstunni 1
og hlýtur það að draga úr fram- J
kvæmdum m.a. i orku- og sam- I
göngumálum”.
— ekh J
Meirihluti
í útgerðarráði:
Vill
stöðva
togara
BtíR
Felldi tillögu Sig-
urjóns Péturssonar
Útgerðarráð Bæjarútgerðar
Reykjavikur samþykkti i gær
með atkvæðum Sjálfstæðismanna
að taka þátt i þvi að stöðva flot-
ann eins og Landsambahd is-
ienskra útvegsmanna hefur
boðað. Felld var tillaga frá Sigur-
jóni Péturssyni um að BÚR tæki
ekki þátt i þessum stöðvunarað-
gerðum.
1 tillögu Sigurjóns var tekið
undir þá kröfu að stjórnvöld
tryggi útgerðinni viðunandi
rekstrargrundvöll. Hinsvegar var
minnt á það, að til BÚR var
stofnað til að tryggja atvinnu-
öryggi verkafólks i Reykjavik og
hefði borgarstjórn oft veitt fyrir-
tækinu rekstrarstyrki vegna þess
meginmarkmiðs sem BÚR var
ætlað að gegna.
Tillaga Sigurjóns um að stöðva
ekki skip BÚR fékk 3 atkvæði, en
tillaga um að taka þátt i að-
gerðum LIU fékk fjögur atkvæði.
Sigurjón Pétursson lét þá bóka
það, að hann harmaði að meiri-
hluti útgerðarráðs skuli með
þessum hætti leiöa atvinnuleysi
yfir hundruð reykvisks
verkafólks.
Stjórn Sjómanna-
sambandsins:
Engln
skerðingar-
áform
Stjórn Sjómannasambandsins
telur sig hafa tryggingu fyrir þvi
að engin skerðingaráform séu
uppi af hálfu rikisstjórnarinnar á
hlutaskiptakjörum, kemur m.a.
fram i fréttatilkynningu sam-
bandsins i gær.
Þá lýsir stjórn sambandsins sig
reiðubúna til samvinnu við
stjórnvöld og Llú um leiðir til aö
koma i veg fyrir stöðvun fiski-
skipaflotans með tilliti til þess
gifurlega vanda sem framundan
er fyrir sjómenn og þjóðarbúið i
heild, komi til stöðvunar.
Landsþing
sveitarfélaga
sett í gær
Landsþing Sambands islenskra
sveitarfélaga, hið 12. i röðinni,
var sett á Hótel Sögu I gær-
morgun og stendur fram á föstu-
dag. Landsþingið fer með æðsta
vald I málefnum Sambands Isl.
sveitarfélaga.
A þinginu verður kosin 9 manna
stjórn og 24 menn i fulltrúaráð, en
það fer með yfirstjórn sambands-
ins á milli landsþinga.
1 upphafi þings fluttu ávörp
félagsmálaráðherra og forseti
borgarstjórnar Reykjavikur.
Lögð er fram skýrsla um starf-
semi sambandsins undanfarin 4
ár.