Þjóðviljinn - 21.09.1982, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 21.09.1982, Qupperneq 4
4 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. septembcr 1982 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. L'msjónarmaður sunnudagshlaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Biarnadóttjý. Afgreiðslustjdri: Baldur Jónasson Blaðamenn: Auöur StyrkársdóUir, Helgi Ölafsson Maenús-H. Gislason, Olafur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson. C'tlil og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Cjósmyndir :Einar Karlsson, Gunnar Elisson llandrita- og prófarkalestur: Elias Mar. Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarsom' Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. ; Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Ilúsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar SigUrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. l'tkeyrsla. afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Keykjavik, simi «1333 Prcntun: Blaðaprent hf. Harmleikurinn í Líbanon • Undanfarnar vikur og mánuði hafa ísraelskir ráðamenn unnið jafnt og þétt að því, að rífa niður þá mynd sem þeir helst vildu að umheimurinn hefði af ríki þeirra: Að það væri athvart afkomenda mikils harmleiks, umkringt óvinum á alla vegu og þyrfti því á samúð og skilningi að halda. Innrásin í Líbanon hefur gjörbreytt þessari mynd fyrir flestum. Menn hafa sannfærst um, að sú áætlun sem höfð var til réttlætingar innrásinni og kallaðist friður í Galíleu var yfirvarp og að markmið ísraela var í senn að hertaka a.m.k. hálft Líbanon og skipa þar málum eftir sínu höfði. Sprengjuregnið sem dundi vikum saman á Beirút í þeim tilgangi að koma þaðan sveitum Palestínumanna herti svo sem sjálfsagt var á þeirri öldu fordæmingar sem reis gegn stríðinu um allan heim. • Enn öflugri fordæmingaralda rís nú gegn fjöldamorðum sem framin voru á varnarlausum Palestínuaröbum í flóttamannabúð- um í Vestur-Beirút fyrir helgi. Kristnir falangistar voru þar að verki, en morðin eru á ábyrgð ísraela, sem hafa stutt falangista með ýmsu móti. Þau eru einnig á ábyrgð bandarískra stjórnvalda, sem studdu stjórn Begins í því að koma öllum vopnuðum sveitum Palestínumanna frá Beirút, en þær höfðu þar ekki síst því hlutverki að gegna að vernda konur og börn fyrir einkaherjum kristinna fasista. • Fréttirnar um fjöldamorðin í Beirút eru ákall til allra siðaðra ríkisstjórna um að þær taki höndum saman um aðgerðir sem knýi ísraelsstjórn til að verða á brott með her sinn frá Líbanon - og um upphaf þeirrar friðargerðar sem viðurkenni í reynd þjóðarréttindi Palestínumanna. -ekh. Hvað gera sœnskir kratar? • Sex ára stjórnarferli borgaraflokkanna í Svíþjóð er lokið. Sæn- skir jafnaðarmenn taka nú upp þráðinn þar sem þeir slepptu honum eftir rúmlega 40 ára samdfellda stjórnarsetu: Kapítalið hefur hin efnahagslegu völd, við og verkalýðshreyfingin þau pólit- ísku; þessi sænska blanda gekk vel upp á hagvaxtartímum og sneið vankanta af kapítalísku hagkerfi með félagslegum jöfnunar- aðgerðum. En sænskir kratar misstu stjórnartaumana, þegar að tók að kreppa og kenningar valddreifingar áttu meira upp á pall- borðið heldur en miðstýring þeirra. • Sænski krataflokkurinn hefur alla galla stórra flokka - þar er langt frá toppi til táar - og starf með þeim þyngslablæ sem einkenn- ir gamlar stofnanir. Hitt verður ekki skafið af sænska verkamann- aflokknum að enn er hann hugsjónahreyfing sem tekur til umræðu innan sinna vébanda nýjar hugmyndir og ber þær fram til fram- kvæmda í einu eða öðru formi. Þrátt fyrir það að borgara- flokkarnir sænsku og samtök atvinnurekenda hafa varið hundruð- um milijóna sænskra króna í áróður gegn tillögum um launasjóði sem færa ciga aukið fjármagn í atvinnurekstur og breyta eignar- haldi í atvinnulífinu á þann veg að samtök verkafólks eignist þar stóran hlut, hefur með kosningasigri sænskra krata og vinstra flokksins, kommúnistanna, opnast leið til nýs efnahagskerfis í Svíþjóð. • Sósíalistar í Svíþjóð ná nú stjórnartaumunum fyrst og fremst vegna almennrar óánægju með versnandi lífskjör og efnahagslega óstjórn. Forsvarsmenn miðflokkanna, sem töpuðu stórt, telja að ríkisstjórn þeirra hafi verið fórnarlamb alþjóðlegrar kreppu. Og hvaða ríkisstjórn er það ekki þessi misserin? Þessvegna verður fylgst grannt með því hvort sænsku krötunum tekst betur en kröt- um annarsstaðar að finna nýtar leiðir á krepputíð. - ekh Allir brœður Eins og menn vita er það mikil eftirlætisiðja pólitískra greina- höfunda að leita uppi sökudólga, benda á þann fáráða og fláráða pólitíska andstæðing sem ber ábyrgð á því að hinn pólitíski grautur dagsins hefur brunnið við. Þess vegna vekur það nokkra undrun þegar helgarblöðum er flett, að það er engu líkara en víðtækt samráð hafi orðið um að hætta þessum leik og slá á allt aðra stengi - strengi einskonar allsherjarsamstöðu í tilvistar- vanda. Ellert B. Schram skrifar hug- leiðingu í Dagblaðsvísinn og 'endar mál sitt á brýningu um að forystumenn þjóða og flokka unni hver öðrum sannmælis, menn takist í hendur að leiknum loknum og verði bræður á ný. Vond oftrú Oddur Ólafsson birtir í Tíman- um hugleiðingu um oftrú á hag- vexti og tæknivæðingu, sem hafi leikið alla möguleika aðila grátt að undanförnu. Iðnríki og kommúnistaríki, þróunarríki og alþjóðlega banka, sömuleiðis ís- lenska útgerðarmenn og bændur og einstaklinga, sem hafa reist sér hurðarás eða réttara sagt hús- mæni um öxl. Eða eins og þar segir: „Þeir sem offjárfesta líta aldrei í eigin barm”. Og þar segir líka: „Hagvöxturinn á sér tak- mörk, auðlindirnar eru ekki óþ- rjótandi og markaðir taka ekki endalaust við”. Endur- fœðing í Alþýðublaði Ritstjóri Alþýðublaðsins, sem hefur ekki verið í miklum vand- ræðum með að koma sökinni á íslenskum vandræðum yfir á komma og hálfkomma sem hann kallar svo (Alþýðu- bandalagsmenn og Framsóknar- menn), einnig hann er sem endurfæddur í skírnarlaug mann- legrar og þjóðlegrar samsektar. í laugardagsleiðara Alþýðubla- ðsins segir á þessa leið: „í heilan áratug höfum við sem þjóð leitað athvarfs í sjálfsblekk- ingu og lífslygi... Við höfum lifað í þeirri sjálfblekkingu að við vær- um einir í heiminum; að okkur leyfðist hverskyns agaleysi og heimska í stjórn eigin mála, án þess að það bitnaði á okkur sjálf- um. Nú erum við í þann veginn að bergja þann bikar í botn ... Ef við tortímum fiskistofnun- um með rányrkju vegna stundar- hagsmuna, eða útflutningsmark- aðir bregðast hrynja lífskjör þjóðarinnar eins og spilaborg í vindi... Ef við, vegna eigin óstjórnar og agaleysis, reynumst ósamkep- pnisfærir á erlendum mörkuðum, verður það ekki á okkar valdi að halda uppi sambærilegum lífskjö- rum og grannþjóðir okkar. Það er í þessum punkti sem íslending- ar eru nú í þann veginn að vakna upp við vondan draum,, ... Veðurfarskreppa Þá er komið að fjórða blaðinu, Morgunblaðinu, og ekkert blað er eins langt frá séríslenskum vanda í þeirri grein sem helst gef- ur helgartóninn - Reykjavíkur- bréfinu. Þaðan af síður að minnst sé á sektarbyrðar íslenskra stjórnmálaafla. Allt bréfið er helgað vangaveltum um áhrif veðurfarsbreytinga á mannlífið í framhaldi af svartri skýrslu sem við höfum heyrt um að miklu minna magn af fiskaseiðum væri nú í sjónum en venjulega. Þar eru rakin fræðirit um áhrif koltví- sýrings á veðurfar og þar með ltk- ur á því að vegna mikillar notkun- ar eldsneytis úr jarðefnum muni hitastig hækka á jörðinni með stórfelldum afleiðingum fyrir atvinnulíf og búsetu manna um alla jörð. Undir lokin er vitnað í þá nið- urstöðu manna sem um fjalla, að vart megi búast við þeim pólitíska vilja sem þurfi til að þjóðir heims sameinist um ráðstafanir sem duga til að koma í veg fyrir rösk- un á veðurfari eða fresta henni að minnsta kosti. Vitanlega má segja sem svo, að þessi samstilling radda í dagblöð- unum sé eins og hver önnur til- viljun. En hún var að minnsta kosti nógu áberandi til þess að hér er vakin á henni athygli - og lesendum boðið upp á að túlka hana eins og þeim best sýnist. - áb Illt er það og bölvað Eitt er það hatur sem er undar- lega þrákelkið á fslandi og lífseigt og skýtur upp kolli jafnt og þétt. En það er sú afstaða sem einu sinni var orðuð á þá leið að frændur séu frændum verstir: Hatrið á „hinum Norðurlandabú- Um leið og einhver bylgja ríð- ur yfir sem mönnum sýnist óholl- ur þvottur er rokið til og því lýst yfir, að hún sé komin frá Dönum ig Svíum. Klámið var sænskt, hassið danskt, upplausn fjöl- skyldunnar, jafnvel skólaleiði barna - allt hefur þetta verið skandinavískt í umræðunni. Að minnsta kosti þar til menn gátu lesið um það í blöðunum sínum, að öll væru þessi mál stærst og mest í Bandaríkjunum - þá sljákkar venjulega í þeim og þeir fara að hugsa á þá leið, að um náttúrulögmál sé að ræða en ekki mannanna verk. Geld menning? Einar Hákonarson listmálari bætir einum undarlegum skammti í bölbænasúpuna um „frændur okkar" í viðtali í Morg- unblaðinu um helgina. Hann lýsir þar trú sinni á einstaklinginn og þar eftir fyrirlitningu á hópasál- inni margskammaðri og heldur svo áfram á þessa leið: „ Ég ætla að vona að við íslend- ingar verðum ekki þeirri ógæfu að bráð eins og frændur okkar Svíar og Danir, að gera listina að vettvangi innihaldslausrar hóp- sefjunar og niðurdrepandi jafn- aðarmennsku, sem gelt hefur allt lista- og menningarlíf í þessum löndum þannig, að þar eru nánast engir toppar á neinu sviði.” Allar hellur Það er meira en hvimleitt þeg- ar listamenn fara út í sleggju- dóma af þessu tagi. Eitt er að hafa meiri áhuga á þvi sem gerist á menningarsviði í öðrum löndum en þeim sem næst okkur eru. Það er ekki annað en skyn- samleg varúðarráðstöfun: við þurfum að geta séð vítt um heim. En allt annað er að ryðjast um með fúkyrðum um „allt lista- og menningarlíf" í heilum þjóðríkj- um, staðhæfa að röng menn- ingarpólitík hafi skorið þar niður alla „toppa“. Það er vitaskuld hægur vandi að andmæla slíku fýlutali með því að bregða sér í nafnaleik, telja upp ýmsa ágæta Dani og Svía úr heimi lista. En einhvernveginn sýnist manni að sá leikur væri nokkurnvegin jafn- langt fyrir neðan allar hellur og sleggjudómur Einars Hákonar- sonar, listamannsins sem kveðst í sama viðtali hafa „komið með fígúruna aftur inn í íslenska myndlist eftir nokkra fjarveru.“ -áb.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.