Þjóðviljinn - 21.09.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.09.1982, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 21. sqptember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Fjöldamorðin í Beirút: Verk kristmna falangista en ábyrgðin ísraelsmanna Sumarið bar um heiminn samfelldan flaum ótíðinda af innrásarstríðinu í Líbanon og nú hafa fregnir borist sem eru verri en allt sem á undan var komið. Rétt fyrir helgi voru framin svívirðileg fjöldamorð á mörg hundruð varnarlausra manna í flóttamannabúðum Palestínumanna í vesturhluta Beirút, sem Israelsher hafði hertekið nokkru fyrr. Kristnir falangistar voru þar að verki, en það fer ekki á milli mála, að atburðirnir skrifast á reikning ísraelsku herstjórnarinnar - nú síðast í gærmorgun stað- festu ísraelsk blöð, að ísra- elskir hermenn hefðu leyft hinum kristnu fasistum að fara inn í búðirnar. ísraelar höfðu reynt að neita því, að þeir hafi leyft vopnuðum falangistum að halda inn í flótta- mannabúðirnar og þeir sendu, að því er fregnir herma, menn á vet- tvang til að stöðva blóðbaðið. Það er reyndar ólíklegt, að ísra- elskir ráðamenn hafi viljað að slíkir atburðir gerist - þetta er ekki sagt vegna oftrúar á mannúð þeirra, heldur vegna þess að þeir vita vel hvað fjöldamorð í Vestur-Beirút svo til fyrir framan ísraelsher á leið inn í Vestur Beirút: öll grið voru rofin. augu sjónvarpsvéla alþjóðlegra fréttastofnana þýða. Líklegt er, að ísraelskt umsáturslið hafi leyft kristnum vopnuðum sveitum að fara inn í búðirnar undir því yfir- skini að þeir væru að „leita að vopnuðum mönnum“ svo nefnt sé orðalag sem líka hefur skotið upp kolli í fréttum. En hvernig sem þau atvik urðu í smáatriðum er hitt víst, að ekkert mun afsaka ísraelska ráðamenn í þessu máli. Þeir höfðu sent her sinn fyrir nokkrum dögum inn í Vestur- Beirút undir því yfirskini, að þeir ætluðu að halda uppi friði og koma í veg fyrir blóðbað í kjölfar þess, að skjólstæðingur ísraels- manna Gemayei, nýkjörinn for- seti Líbanons, var myrtur fyrir rúmri viku. Og þeir höfðu, eins og allir vita, vikum saman látið eldi rigna yfir Beirút til að fylgja eftir þeirri kröfu sinni, að allir vopnaðir menn í liði Palestínuar- aba yrðu á brott þaðan. Arafat, og aðrir leiðtogar PLO, reyndu á sínum tíma að semja um að Palestínumenn skildu eftir nokkurn hluta hers síns í Beirút og vísuðu m.a. til þess að vopnaðar sveitir Palest- ínumanna hafa ekki síst haft því hlutverki að gegna að vernda konur, börn og gamalmenni fyrir ofsóknum og morðum. Og það sem í Beirút gerðist fyrir helgi er staðfesting á því að það var og hefur verið full ástæða til að ótt- ast um þetta fólk - ekki síst fyrir einkaherjum kristinna maróníta, svonefndra falangista, sem taka reyndar nafn sitt eftir fasistasam- tökum Francos á Spáni. ísraelar hafa veitt falangistum, sem og liði hins kristna majórs Haddads margskonar stuðning, pólitískan og hernaðarlegan og báru í því ástandi sem skapast hafði í Beirút, fulla ábyrgð á lífi og lim- um þeirra varnarlausu Palestínu- manna sem þar voru eftir skildir. Þessu gera margir sér grein fyrir í ísrael sjálfu. I forystugrein í Jerusalem Post í gær segir t.d. á þá leið að „sektin og smánin hvíl- ir á okkur“... „Hvorki herinn né ríkisstjórnin geta gefið sér synd- akvittun með því að þykjast ekk- ert hafa vitað né með því að ásaka aðra“. Fordæming Fordæmingin á fjöldamorðun- um er víðtæk og almenn um allan heim. Inn í hana koma svo til- lögur og kröfur Arabaríkja og Sovétríkjanna um brottför ísra- elshers frá Líbanon og endur- heimt hernumdu svæðanna úr hans höndum. Frelsissamtök Pal- estínumanna, PLO, og ýmis Ar- abaríki, vilja einnig kalla Banda- ríkjamenn til ábyrgðar á því sem gerst hefur - með tilvísun til þess að Bandaríkjamenn höfðu aðal- hlutverki að gegna í því að knýja fram samninga um brottför Pal- estínusveita frá Beirút. Einnig vegna þess, að í því efni (að eyði- leggja styrk PLO í Líbanon) voru bandarísk stjórnvöld vafalausjt á sama máli og þau ísraelsku. ÁB Svíþjóð Vinstri sigur Olof Palme næsti forsœtisráðherra Olof Palme, sigurvegarinn í sænsku kosningunum, teiknaður sem róm- verskur keisari af Steve Mendelson hjá Washington Post. Sex ára valdatíma borgara- flokkanna í Svíþjóð lauk í gær með kosningasigri Jafnaðarmanna: flokkur Olofs Palme hlaut tæp 46% atkvæða og 166 þingsæti á meðan borgaraflokkarnir hlutu samanlagt 163 þingsæti. Olof Palme kemur því til með að mynda hreina stjórn Jafnaðarmanna er njóta mun stuðnings Kommúnistaflokks- ins, VPK, sem hlaut 5,5% atkvæða og 20 þingsæti. Sigur Jafnaðarmanna sýnir að sænskir kjósendur treysta þeim betur til þess að bregðast við vanda efnahagskreppunnar en borgara- flokkunum. Það sem trúlega hefur vegið þyngst í kosningunum er vax- andi atvinnuleysi í Svíþjóð og sá niðurskurður, sem stjórn borgar- aflokkanna hafði beitt á hið félags- lega tryggingakerfi, sem hefur ein- kennt sænska velferðarþjóðfé- lagið. Einnig voru hugmyndir Jafn- aðarmanna um launþegasjóði mjög í sviðsljósinu, en samkvæmt þeim hugmyndum átti að mynda sterka sjóði með skattlagningu á umframgróða og með launaskatti er síðan yrðu notaðir til að verka gegn kreppunni með fjárfestingum er sköpuðu fleiri atvinnutækifæri. Sænskir atvinnurekendur hafa undanfarna mánuði stýrt mikilli auglýsingarherferð gegn þessum hugmyndum, og er talið að þeir hafi veitt til hennar um 100 miljón- um sænskra króna. Herferðin virð- ist hafa skilað nokkrum árangri, því samkvæmt skoðanakönnunum virðist ekki vera meirihlutafylgi fyrir þessum hugmyndum meðal kjósenda Jafnaðarmanna, en borg- araflokkunum hefur greinilega mistekist að gera þetta að aðalmáli kosninganna. Atvinnuleysi Jafnaðarmenn hétu því fyrir kosningar að þeirra fyrsta verk í ríkisstjórn yrði að taka upp barátt- una gegn atvinnuleysinu, sem er tæp 4% um þessar mundir auk all- mikils dulins atvinnuleysis. Sett verður upp sérstök fjárfestingará- ætlun er miðar að því að skapa aukin atvinnutækifæri í iðnaði og byggingariðnaði. Þáhafa Jafnaðar- menn hugmyndir um sérstakar við- ræður við atvinnurekendur um skiptingu á hagnaði með það fyrir augum að taka hluta hagnaðarins í sérstakan fjárfestingarsjóð til eflingar atvinnulífinu. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hugmynd- inni um launþegasjóðina verður hrint í framkvæmd, en bæði Ulf Adelson, formaður Hægri flokks- ins og nokkrir stór- atvinnurekendur hafa lýst því yfir, að þeir séu ekki til viðtals um launþegasjóði í einni eða annarri mynd. Tryggingakerfið Innan almannatryggingakerfis- ins hafa Jafnaðarmenn gefið lof- orð: greiðsla sjúkradagpeninga á að koma til fyrr en áður, atvinnu- leysisbætur skulu hækkaðar, líf- eyrir á aftur að verða verðtryggður og framlag ríkisins til barnagæslu sveitarfélaganna verður hækkað í sama hlutfall og það var fyrir tíð stjórnar borgaraflokkanna. Tekna til þessara atriða ætla Jafnaðar- menn að afla með því að hækka virðisaukaskattinn um 2% og með því að hækka sérstakan atvinnu- rekendaskatt um 0.5%. Barn- mörgum fjölskyldum verður bætt fyrir þessa hækkun á virðisaukask- attinum með auknum barna- bótum. Fjárfestingar Jafnaðarmenn hyggjast koma sænsku efnahagslífi upp úr öldu- dalnum með opinberum fjárfest- ingum. Þeirhafagert sérstaka áætl- un um fjárfestingar í samgöngum, orkuframleiðslu, íbúðarbygging- um, rannsóknum og umhverfis- vernd, og hyggjast verja til þessara mála 2 miljörðum s.kr. Reiknað er með að þessar fjárfestingar muni skapa 30-40 þús. atvinnutækifæri á næstu 3 árum. Þessi fögru áform gætu þó að einhverju leyti strandað á þeim mikla halla sem er á fjárlögum ríkisins, en sanikvæmt spá ríkis- endurskoðunarinnar er gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins á þessu ári fari 78 miljarða s.kr. fram yfir tekj- ur og er það met í sögu sænska ríkiskassans. Taliö er að loforð Jafnaðarmanna muni auka á þenn- an halla um 10 miljarða á næsta ári ef ekkert verði að gert, en Jafnað- armenn halda því fram að með auknum hagvexti munu skatttekj- ur ríkisins sjálfkrafa hækka og mis- muninn ntuni þeir síðan taka með því að afnema ýmis þau forréttindi sem stjórn borgaraflokkanna veitti stóreignamönnum og atvinnurek- endum á stjórnartíma sínum. Afstaða kommúnista Kommúnistaflokkurinn, VPK, sem hélt sínu fylgi og náði mun betri árangri í kosningunum en spáð hafði verið, hefur gagnrýnt áform Jafnaðarmanna um hækkun á virðisaukaskattinum og jafn- framt haft uppi kröfuna um að virðisaukaskattur verði afnuminn á matvörum. Ólíklegt þykir þó að Kommúnistaflokkurinn vinni að falli stjórnar Jafnaðarmanna. Kommúnistar hafa lýst sig fylgj- andi hugmyndinni um launþega- sjóði. Þeir vilja að í stjórn sjóðanna verði kosið með almennum kosn- ingum, og að þeir verði notaðir til þess að koma atvinnulífinu undir félagslega stjórn. Þótt Olof Palme taki ekki við blómlegu búi úr hendi Thorbjörns Falldins, þá er þessi sigur vinstri- manna í Svíþjóð gleðileg tíðindi á tímum þegar borgaraflokkarnir hafa náð völdum í Danmörku og Noregi og hægri öflin Cru að ná völdum í V-Þýskalandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.