Þjóðviljinn - 23.09.1982, Page 1

Þjóðviljinn - 23.09.1982, Page 1
DJÚÐVIUINN Til hvers hefur ung- lingaheimili starfað í Kópavogi í tíu ár? Nokkur svaranna eru á bls. 20 Sjá 20. september 1982 Fimmtudagur 216. tölublað 47. árgangur Enn verkfall a virkjana- svæðinu við Tungnaá Þokast í átt til samkomulags segir Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verka- mannasambandsins „Þetta er ákaflega snúin og erfið deila en undanfarna daga hefur talsvert miðað áleiðis eftir að tilboð fóru að ganga á milli aðila“, sagði Guðmundur J. Guðmundsson for- maður Verkamannasambandsins um deiluna á virkjanasvæðinu við Tungnaá, en þar hefur öll vinna verkamanna legið niðri síðan um miðjan mánuðinn. í þéssari kjaradeilu, sem hátt í 300 manns taka þátt í, er tekist á um kauptaxta og breytingar á bón- usútreikningi. Þarna hafa veriö samningar í gildi sem gerðir voru 1978 og hafa verið gerðar á þeim ýmsar breytingar, en smávægilegar þó. Að sögn Guðmundar J. Guð- mundssonar er sú krafa höfð uppi í þessari deilu að bónusreglur verði samræmdar fyrir alla starfsmenn á vinnusvæðunum. Stefna stjórnvöld í Peking að því að gera Hong-Kong og Maceo að kapítalískum eyjum innan kínverska alþýðulýðveldisins? Framarar léku gegn írska liðinu Shamrock Rovers í Evrópukeppni fclagsliða í knattspyrnu í gærkvöldi og keppnihófstí 1. deild karla í hand- knattleik. Fundurinn á Austurvelli: Útifundur stjórnmálaflokkanna á Austurvelli í gær var fjölsóttur og vott- uðu menn þar samúð sína fórnarlömbum fjöldamorðanna í Beirút á dög- unum. Ljósm. - eik. Fjöldamorðunum mótmælt Þúsundir Reykvíkinga komu saman á Austurvelli í gær til að láta í Ijós hluttekningu sína með fórnarlömbum fjöldamorðanna í Beirút í síðustu viku. Var þessi samúðarstund haldin að frumkvæði stjórnmálaflokkanna og flutti herra Pétur Sigurgeirsson biskup þar stutt ávarp. Hvatti hann til þess að allir menn fengju að lifa í friði og að hörmungunum í hinu stríðshrjáða Líbanon mætti sem allra fyrst linna. Eftir útifundinn á Austurvelli hélt hluti fundarmanna að bandaríska sendiráðinu við Laufásveg og stóð Fylkingin fyrir þeirri aðgerð. Voru haldin stutt ávörp og að þeim loknum afbent mótmælayfirlýsing vegna atburðanna í Beirút. Þar voru kröfur settar fram um að Frelsissamtök Palcstínumanna, PLO, verði viðurkennd sem réttmætur fulltrúi þjóðar sinnar. - Bandaríkjastjórn hætti þegar i stað öllum hernaðar- og efnahags- stuðningi við ríkisstjórnina í Israel. Fundurinn við bandaríska sendiráðið fór friðsamlega fram og vakti athygli að starfsmenn hússins opnuðu dyr sínar fyrir sendimanni Fylking- arinnar en hingað til hafa skeyti hennar orðið að fara leið bréfalúgunnar. — v. Ólga vegna væntanlegrar skipunar fræðslustjóra: Annarlegum þrýst Ingi mótmælt 14. menn, tengdir fræðsluráði og skólastjórnum í Reykjavík hafa rit- að mcnntamálaráðhcrra bréf þar sem meðferð fræðsluráðs á um- sóknum um stöðu fræðslustjóra er véfengd og mótmælt er annarlcgum þrýstingi sem beitt hafi verið í þessu máli. Meðal þeirra sem rita undir bréfið eru flokksbundnir Sjálf- stæðismenn og hefur Þjóðviljinn fregnað að einn þeirra sé Bessí Jó- hannsdóttir, en umsókn hennar var hundsuð af fræðsluráði og fékk hún ekki að koma til álita þcgar greidd voru atkvæði þar um um- sögn ráðsins. Menntamálaráðherra er væntan- legur til landsins í dag en hann skipar í þessa stöðu. Þrjár umsókn- ir bárust fræðsluráði Reykjavíkur, frá Áslaugu Brynjólfsdóttur, Bessí Jóhannsdóttur og Sigurjóni Fjeld- sted. Við afgreiðslu fræðsluráðs lágu fyrir tvær tillögur, önnur frá Sjálfstæðisflokknum um Sigurjón og hin frá Gerði Steinþórsdóttur um Áslaugu. Mótmælti Þorbjörn Broddason því að ekki yrðu greidd atkvæði um alla umsækjendur í leynilegri atkvæðagreiðslu en for- maður fræðsluráðs kvað upp þann úrskurð með fulltingi borgarlög- manns að einungis yrðu greidd at- kvæði um tillögurnar tvær. Fékk umsókn Bessíar því ekki að koma til álita.Sigurjón hlaut 4 atkvæði en Áslaug 3. í Morgunblaðinu s.l. föstudag birtist síðan frétt um að „flestir styddu Sigurjón” og var sagt að all- ir skólastjórar nema tveir og allir yfirkennarar nema fjórir hefðu rit- að undir stuðningsyfirlýsingu við Sigurjón Fjeldsted. Gekk Sigurjón sjálfur á milli manna með plaggið sem var afhent Steingrími Her- mannssyni í fjarveru menntamála- ráðherra í síðustu viku. Sem fyrr segir mótmæla nú 14 manns þeirra á meðal skólastjórar og yfirkennarar, fulltrúar kennara- samtaka og aðilar að fræðsluráði málsmeðferðinni í fræðsluráði og þrýstingsaðgerðum Sigurjóns Fjeldsted. Utför Kristjáns Eldjárns Útför dr. Kristjáns Eld- járns, fyrrverandi forseta ís- lands verður gerð frá Dóm- kirkjunni kl. 14.00 í dag. Jarð- arförin fer fram á vegum ís- lenska ríkisins og verður flest- um opinberum stofnunum lokað eftir hádegi, sem og skrifstofum Þjóðviljans. Kristjáns Eldjárns er minnst í blaðinu í dag á síðum 9-13.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.