Þjóðviljinn - 23.09.1982, Side 3

Þjóðviljinn - 23.09.1982, Side 3
Fimmtudagur 23. september 1982 ÞJÓÐVILJÍNN — SÍÐA 3 íslenska hljómsveitm Eins og skýrt hefur verið frá í Þjóðviljanum var á dögunum stofnuð ný Sinfóníuhljómsveit hcr á landi. Hljómsvcitina munu skipa 45 manns þegar mest er, en um 20 þegar minnst er. Meðfylgjandi mynd var tekin af aðstandendum hinnar nýju hljómsveitar í garði Félagsstofnunar stúdenta við Hringbraut. F.v.: Ásgeir Sigurgestsson, dr. Ingjaldur Hannibalsson, Guðmundur Emilsson, Sesselja Halldórsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Þorkell Jóelsson, dr. Þorsteinn Hannesson, Sigurður I. Snorrason og Hafsteinn Guð- mundsson. Olympíunefndin íslenska: 12 bflar í einu happdrætti Ólympíunefnd íslands hefur hleypt af stokkunum ntjög umfangsmiklu happdrætti til þess að kosta undirbúning og þátttöku fyrir Olympíuleikana 1984 en nú cr aðeins rúmt ár til Vetrar-Olympíulcikanna í Sarajevo í Júgóslavíu og rúmlega eitt og hálft ar til sumarleikanna í Los Angtlcs. Vinningarnir í happdrættinu eru 12 veglegar bifreiðar, samtals að verðmæti um 2,7 milj. kr. Bif- reiðarnar eru tvær BMW 315 bif- reiðar, kr. 192.200 hvor, tvær Bu- ick Skylark bifreiðar, verðmæti kr. 412.400, tvær Saab 900 GL, verð- mæti kr. 242.700, þrjár Escort GL, verðmæti kr. 179.000 og þrjár Suz- uki Fox bifreiðar, verðmæti kr. 132.000. Eins og upptalningin ber með sér er hér á ferðinni stærsta skyndihappdrætti, sem efnt hefur verið til hér á landi. Sala happdrættismiðanna fer þannig fram, að öllum kjarna- fjölskyldum landsins til 73 aldurs og einhleypum 17 - 73 ára eru send- ir tveir miðar með áföstum gíró- seðli, eða alls 109.458 aðilum. Tala úsendra miða er því 218.916. Að auki verður nokkuð af mið- um selt í lausasölu en lög um happ- drætti af þessu tagi heimila sölu fleiri miða en þegar hafa verið sendir út. Tala lausasölumiða er enn óráðin en reynt verður að fá fyrirtæki og stofnanir til að kaupa miða til styrktar málefninu. Von Ólyntpíunefndarinnar er sú, að happdrættið megi skila þeim árangri, að unnt verði að styðja betur en áður við bakið á íþrótta- fólki okkar, sem líklegt er að fari á næstu Ólympíuleika, sem aftur skilar sér í vaxandi fþróttaáhuga, - að unga kynslóðin verði hvött til dáða. Athygli alheimsins mun beinast að næstu Ólympíuleikum í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr m.a. vegna sífelldra tækninýjunga á sviði gervihnattasendinga og fjölntiðlunar. Það er því mikið í húfi að þátttaka okkar verði landinu til sóma. Vonir okkar byggjast því á góðum og tímanleg- um undirbúningi. Það, sem hér hefur verið rakið, kom fram á fundi með þeim, sem hafa með að gera undirbúning að þátttöku okkar í Ólympíuleikun- um. Því má svo bæta við að vinningar eru skattfrjálsir, liver ntiði kostar kr. 60,00 og að dregið verður þann 15. nóv. n.k. -mhg Hverjir verða svo heppnir að hljóta þá þessa? Olíudúsan til útgerðarfnnar 60 miljón kr. framlag til áramóta Handhafar forsetavalds í landinu hafa gefíð út bráða- birgðalög um Olíusjóð fiski- skipa og hækkun fískverðs. Olíusjóður fiskiskipa skal greiða jniður að hluta olíuverð til fiski- jskipa. Sjóðurinn er fjármagnaður með greiðsluafgangi frá Trygging- arsjóði fiskiskipa að upphæð 30 miljónir kr. auk þess sem sjóðnum er heimilað að taka lán að fjárhæð 30 miljónir sem ríkissjóður mun veita sjálfskuldarábyrgð fyrir. Þær 60 miljónir sem Olíusjóði fiskiskipa verða útvegaðar verða að fullu nýttar til þess að greiða niður olíuverð til fiskiskipa á tíma- bilinu 1. september til n.k. ára- móta. Auk þess er að finna í bráða- birgðalögunum ákvæði uni 4% hækkun fiskverðs til viðbótar við almennt fiskverð sem áður hafði verið ákveðið og gildir sú ákvörðun frá 15. september til 30. nóvember. — lg- Mikill áhugi meðal hönnuða landsins: Ilinn heimsfrægi hönnuöur Jakob Jensen, seni m.a. hannaði þessi tæki fyrir Bang og Olufsen, mun flytja hér fyrirlestur i tengslum viö samkeppni um islenska iön hönnun, sem Sparisjóöur Reykja vikur og nágrcnnis gengst fyrir. Samkeppni um iðnhönnun Á liðnu vori ákvaö stjórn Spari- sjóðs Reykjavikur og nágrennis að efna til sérstakrar samkeppni uni islenska iðnhönnun I tilefni af 50 ára afmæli sparisjóösins. Sparisjóönum hafa borist mjög margar fyrirspurnir frá væntan- lcgum þátttakendum og má þvi búast við að margar tillögur bcr- ist áður en skilafrestur rennur út þann 15. október næstkomandi. Tilgangurinn með þessari sam- keppni er umfram allt að örva þann þátt islensks iðnaðar sem hvað mest hefur skort að væri nægilega sinnt i uppbyggingu iðn- aðar á Islandi, segir i fréttatil- kynningu frá Sparisjóðnum. Með markvissri iðnhönnun nýtist sú þekking, sem til er i iðngreinum, og um leið eiga aö geta opnast nýir markaðir fyrir islenskan iðn- varning, bæði innanlands og utan. Góð islensk iðnhönnun getur þannig stuölað að þvi að iðnaður- inn verði sá vaxtarbroddur i at- vinnuuppbyggingu landsmanna, sem vonast hefur verið til, segir i fréttatilkynningunni. Heimild til þátttöku i keppninni hafa allir Islendingar og einnig þeir útlendingar, sem haft hafa búsetu á Islandi a.m.k. sl. 6 mán- uði. Verðlaun verða þessi: 1. verðlaun — kr. 50.000: 2. verð- laun — kr. 25.000: 3. verð- laun — kr. 10.000. Dómnefnd i samkeppninni skipa Hjalti Geir Kristjánsson, fulltrúi Sparisjóðs Reykjavikur og nágrennis, Þráinn Þorvalds- son, fulltrúi Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins, og danski hönnuðurinn Jakob Jensen. Þess má að lokum geta, að Jakob Jensen mun halda hér fyrirlestur um samstarf iðnhönn- uða og iðnaðarins i Danmörku þann 15. október. Jakob Jensen er einn af fremstu hönnuðum ver- aldar og hefur m.a. áunnið sér frægð fyrir útlitshönnun sina á hljómtækjum, t.d. frá Bang og Olufsen, nýrri gerð af simtækjum (takkasimann á bls 13 i sima- skránni), húsgögnum og fleiru. Japanir sækjast mikiö eftir vörum, sem Jakob Jensen hefur hannað og ætti það aö vera góö meðmæli! Stjórnandi: HEMMI GUNN. Meðal vinninga: Myndsegulband, ferðavinningar, heimilistæki o.fl. ■ P d«81"" kvo 23. ^pnað Híóið °Y • . H -iA ^0 •í&'&' lcl. I9'3 :?#S . .véíSSíil:.*"''.' ’ Kvennalandsliðin í handknattleik

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.