Þjóðviljinn - 23.09.1982, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtuda{>ur 23. september 1982
Vetrarstarf ABR að hefjast:
Námskeið í efnahags-
og verkalýðsmálum
Húsakaup einnig ofarlega á baugi
Stjórn Alþýðubandalagsins
í Reykjavík hefur nú gengið
frá starfsáætlun vetrarins að
mestu. Þar ber margt á góma
að vanda og við báðum for-
mann félagsins, Arthúr Mort-
hens, að skýra frá því helsta.
„Starfið fram að áramótum
einkennist að sjálfsögðu af
undirbúningi fyrir flokksráðs-
fundinn. sem haldinn verður í
nóvember," sagði Arthúr. Þeim
Ingólti Ingólfssyni, formanni
Árbæjardeildar, og Hauki Má
Haraldssyni, formanni Breið-
holtsdeildar, var falið að undir-
búa námskeið í efnahagsmálum
og þar munu helstu sérfræðingar
okkar og verkalýðsleiðtogarmið-
la visku sinni til okkar
óbreyttra.
Búiö er að ganga frá nánr-
skeiðinu í efnahagsmálum og
fyrirhugað er að fyrsti íundur um
það efni verði nú hinn 23. sept-
ember. Þar mun Ragnar Árna-
son, lektor, flytja almennan inn-
gang. Síðan vcrða haldnir fundir
unr efnahagskerfið á Islandi,
ákvarðanatöku í efnahagsmálum
og valkosti í efnahagsmálum.
Fundirnir verða allir auglýstir
nánar síðar.
Fundirnir um verkalýðsmál
munu hefjast í októbermánuði og
vinna þeir Ingólfur, og Haukur
Már að því ásamt starfsmanni fé-
lagsins, Kristjáni Valdimarssyni,
að skipuleggja þá fundi. Þar
verða starfshættir verkalýðs-
hreyfingarinnar teknir fyrir,
verkalýðshreyfing og efnahags-
mál, áhrif Alþýðubandalagsins á
verkalýðshreyfinguna og fjallað
um það hvort verkalýðs-
hreyfingin sé stofnun eða fjölda-
hreyfing.
Þessi námskeið í efnahags- og
verkalýðsmálum eru hugsuð sem
undirbúningur fyrir flokksráðs-
fundinn í nóvember.
Annað sem á döfinni er fyrir
áramót eru opnu húsin, sem ætíð
hafa verið vinsæl meðal flokks-
manna. Þá má nefna fyrirhugað
félagsmálanámskeið í október,
fulltrúaráðsfund sömuleiðis í okt-
óber og ráðstefnu borgarmála-
ráðs. En allt þetta verður ræki-
lega kynnt þegar að því kemur.
'* Eftir áramót er síðan fyrirhug-
að að taka fyrir nokkra þætti í
Arthúr Morthens, formaður
ABR.
íslensku þjóðlífi: húsnæðismál og
stóriðju ber þar hæst. Annars
mun starfið næsta vor að sjálf-
sögðu mótast af undirbúningi
alþingiskosninganna.
Ég vil gjarnan nota þetta tæki-
færi til þess að benda flokksfé-
lögum á, að senn líður að því að
við komumst í nýtt húsnæði. Það
ntun óneitanlega létta allt félags-
starf, en það getur engum dulist
að erfitt hefur verið að halda uppi
gróskumiklu starfí í núverandi
húsnæði. Nýja húsnæðið verður
að öllum líkindum í nýbyggingu
að Hverfisgötu 105, en þessa dag-
ana er verið að ganga frá kaup-
samningum og er ekki annað vit-
að núna, a.'m.k. en þeir samn-
ingar gangi upp.
Framhaldsaðalfundur félags-
ins, sem haldinn var fyrir
skemmstu samþykkti samhljóða
tillögu um þessi húsakaup og tel
ég rétt að kynna þá tillögu fyrir
félögunum, þar sem ekki er unnt
að ráðast í þessi húsakaup nema
leita til þeirra með fjárframlög.
Tillagan hljóðar svo:
„Aðalfundur Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík lýsir ánægju
sinni með þá ákvörðun fram-
kvæmdastjórnar Alþýðubanda-
lagsins að ráðast í kaup á hluta
húseignar við Hverfisgötu 105
Reykjavík. Aðalfundurinn telur
eðlilegt að félagið fari nú þegar af
stað með myndarlega fjársöfnun
og happdrætti. Verði öll fjár-
framlög félaga og annarra stuðn-
ingsmanna í Reykjavík eignar-
hlutur Alþýðubandalagsins í
Reykjavík í hinni nýju húseign.
I stjórn ABR eiga sæti eftirtal-
in: Arthúr Morthens, formaður,
Bjargey Elíasdóttir, Ingibjörg
Jónsdóttir, Vilborg Harðar-
dóttir, Ólafur Ólafsson og Úlfar
Þormóðsson. Auk þeirra kjörin
af deildum félagsins: Erlingur
Viggósson, Jóhann Hauksson,
Haukur Már Haraldsson, Ingólf-
ur Ingólfsson, Pétur Reimarsson
og Borghildur Jósúadóttir, sem
kemur í stað Þórðar Yngva Guð-
mundssonar, er nýverið baðst
undan embætti sínu sent formað-
ur 2. deildar sökum anna.
ast
Skreiðar-
deild
innan
SAFF
Nú hefur verið stofnuð Skreiðar-
deild innan Félags Sambandsfísk-
framleiðenda (SAFF). Að sögn
Arna Benediktssonar formanns
SAFF urðu sjálfkrafa félagar í
deildinni þau frystihús, sem eru í
SAFF, en að auki gengu 32 nýir
aðilar í deildina. Mestan part eru
það einstaklingar og fyrirtæki, sem
áður hafa selt gegnum Sjávaraf-
urðadeildina að einhverju eða öllu
leyti.
Skreiðarviðskipti þykja hafa
verið nokkuð laus í reipunum,
margir aðilar í raun og veru að
bjóða til sölu sömu skreiðina.
Kaupendur gætu því álitið magnið
meira en það raunverulega er og
gæti það leitt til verðlækkunar.
Með tilkomu hinnar nýju deildar
standa vonir til að betra skipulag
komist á söluna. Sölukostnaður
ætti einnig að geta lækkað og því
fremur arðsvon af viðskiptunum,
sem þá yrði endurgreiddur fram-
leiðendum. Stjórn deildarinnar
mun verða sölumönnunt Sjávaraf-
urðadeildar til ráðuneytis og hafa
við þá náið samstarf.
Stjórn Skreiðardeildar SAFF
mun skipa: Ríkharð Jónsson,
Kirkjusandi hf., Guðmundur
Pálmason, Haferninum, Akranesi
og Þorsteinn Ingason, Stokkfiski í
Reykjadal.
— mhg
Kirkjulistanefnd sendir 220 boðsbréf:
Stórsýnlng á
kirkjulegri og
trúarlegri list
um páskana
Kirkjulistanefnd undirbýr nú
yfírgripsmikla sýninguá
trúarlegri list og verður sú
sýning að Kjarvalsstöðum um
næstkomandi páska, eða
dagana 19. mars til 10. apríl
1983. Þungamiðja
sýningarinnar verður ný verk
íslenskra listamanna, og hefur
þeim þegar verið sent bréf með
boði um þátttöku í sýningunni.
Ennfremur verður
táknmyndasýning,
litskyggnusýning af íslenskum
kirkjum og kirkjugripum og
nokkur valin verk, sem verða -
fengin að láni úr kirkjum.
Biskup íslands skipaði á síðasta
ári Kirkjulistanefnd og hefur hún
að nteginverkefni að vera ráðgef-
andi um byggingu, endurbyggingu
og stækkun kirkna, svo og unr
kirkjubúnað. í Kirkjulistanefnd
eiga sæti: dr. Gunnar Kristjánsson,
sóknarprestur að Reynivöllum, til-
nefndur af Prestafélagi íslands,
Björn Th. Björnsson, listfræð-
ingur, tilnefndur af Félagi íslenskra
myndlistarmanna, og Jóhannes S.
Kjarval, arkitekt, tilnefndur af
Arkitektafélagi íslands.
Markmiðið er
að piægja akurinn
„Markmiðið með sýningunni er
að plægja akurinn. ef.svo má segja
— að fá fram hvað íslenskir lista-
menn eru að fást við og urn leið að
hvetja þá til starfa að kirkjulegri
eða trúarlegri list," sagði dr.
Gunnar Kristjánsson, formaður
Kirkjulistanefndarinnar, á blaða-
mannafundi þar sem erindi
nefndarinnar og fyrirhuguð sýning
voru kynnt.
Það kom fram í máli dr. Gunnars
og Björns Th. Björnssonar, að
sýningunni ntun einnig ætlað að
vekja athygli á listaverkum í
íslenskunt kirkjum, en þau eru
ærið rnörg. Okkar stærstu
listamenn eiga verk í kirkjum
landsins. og má þar nefna Hrepp-
hólakirkju og Stóru-Núpskirkju,
en verk Ásgríms prýða þær kirkjur.
Trúin og listin
samtvinnuð
Dr. Gunnar minntist þess í
kynningarorðum sínunt að list og
kirkja hefðu verið samtvinnuð unt
aldir. Tengslin þarna á milli
rofnuðu á síðari hluta 19. aldar,
hvort sem kirkjunnar mönnum eða
listarinnar var unt að kenna.
Ymis teikn eru nú á lofti um að
Biskup íslands, hr. Pétur Sigurgeirsson, minntist fyrrum forseta íslands, í upphafí blaðamannafundar, þar
sem erindi Kirkjulistanefndar var kynnt. — (Ljósm. — eik).
Verk Einars Hákonarsonar „Á
Valhúsahæð,,.
þarna sé að komast á góð samvinna
á ný, sagði dr. Gunnar, og Björn
Th. Björnsson bætti við, að þaö
væri einmitt í kirkjubyggingum,
sem arkitektúr V-Évrópu hefði
blómstrað nú undanfarin ár.
Svipaða sögu mætti segja um aðrar
listgreinar, svo sem höggmyndalist
og málaralist.
Þeir dr. Gunnar og Björn töldu.
'að hér á landi væri þessari
endurvakningu ekki að heilsa —
ekki ennþá að minnsta kosti.
Kirkjur væru hér byggðar án
nokkurrar áætlunar unt þau
listaverk, sem þær ættu að prýða og
væru listaverkin oft án nokkurs
samræmis eða heildarsvips við
bygginguna. Svipaða sögu væri að
segja af endurbyggingu kirkna.
Ástæður þessa töldu þeir felast í
því, að prestar, byggingar- og
sóknarnefndir hefðu ekki vitað
hvert ætti að snúa sér í þessum
efnum og ekki haft neitt ráðuneyti
til þess að leita til um tillögur eða
ábendingar.
Úr þessu á Kirkjulistanefnd að
bæta.
220 listamönnum
boðið til sýningar
Kirkjulistanefnd hefur sent um
220 listamönnum boðsbréf unt að
senda verk á sýningu þessa. Farið
var eftir félagaskrá stærstu listfé-
laganna, þ.á.m. FÍM og Textíl-
félagsins. Auk þess var gu.ll-
smiðum, myndskurðarmönnum,
vefurum og hannyrðakonum sent
boðsbréf og yfirleitt öllum þeim,
sem málið kann að varða.
Ekki er gert ráð fyrir, að
listamenn eigi slík verk á „lager" og
verður þvi um trumvinnu að ræða
hjá mörgum þeirra. Hér þarf ekki
nauðsynlega að vera um að ræða
endanleg verk, heldur allt eins
fruntdrög til síðari úrvinnslu. Mun
sérstök dómnefnd fjalla um
innsend verk, og höfundaþóknun
verður greidd fyrir þau verk, sem
valin verða.
Guðni Pálsson, arkitekt, og Dag-
ný Helgadóttir, arkitekt, munu sjá
um uppsetningu sýningarinnar.
Nefndin til ráðuneytis
um gjafir
Kirkjulistanefnd á að vera til
ráðuneytis um kirkjubyggingar og
kirkjubúnað, en rnjög hefur þótt
skorta sérþjónustu á því sviði —
bæði fyrir almenning og sóknar-
nefndir. Þeir sem skipuíeggja
kirkjur að innan hal'a enga tilsögn
getað fengið, né heidur þeir, sem af
góðum hug hafa viljað koma kirkju
sinni til liös með gjöfum. Afleið-
ingin hefur óneitanlega stundum
orðið sú, að lítið samræmi er í
heildarmynd kirkjunnar,
Með tilkomu Kirkjulistanefndar
ætti þetta að breytast til batnaðar,
og þá ekki síður þegar sérstakur
ráðunautur hefur verið fenginn til
þess arna, en á því hefur nefndin
mikinn áhuga. -ast