Þjóðviljinn - 23.09.1982, Síða 11
Fimmtudagur 23. september 1982 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA n
Við upphaf nýs kjörtímabils, en alis urðu þau þrjú.
rannsóknum og margháttuðum
fræðilegum ritstörfum sem skipuðu
honum í fremstu röð þeirra sem við
íslensk fræði fást. Bækur hans og
ritgerðir eru margar og miklar að
vöxtum og gæðum, en þær eru
flestar alþjóð kunnari en svo að
ástæða sé til að tíunda þær hér. Á
eitt sérkenni þeirra skal þó drepið.
Frá upphafi lagði hann á það alla
stund að kynna almenningi niður-
stöður fræða sinna í skýru og ljósu
máli, og það eins þótt um strang-
fræðileg viðfangsefni væri að ræða.
Hann hafði frábærlega gott vald á
íslenskri tungu, skrifaði tilgerðar-
lausan og einfaldan stfl, alþýðlegan
í þess orðs besta skilningi. Ekkert
var honum fjær en lærdómsremb-
ingur sem birtist í torskildu orða-
fari og tæknilegu klúðurmáli. Rit-
verk Kristjáns Eldjárns eru til
fyrirmyndar um það hvernig hægt
er að skrifa um flókin viðfangsefni
þannig að almenningur skilji, án
þess þó að slakað sé á fræðilegum
kröfum.
En einmitt þetta atriði átti sér
djúpar rætur í skapgerð Kristjárns
Eldjárns. Hann skildi manna best
þörf þess að leikmenn gætu fylgst
með rannsóknum á sviði íslenskrar
menningarsögu og metið gildi
þeirra. Fræði hans voru honum
enginn fílabeinsturn heldur lifandi
þáttur þjóðarsögunnar sem átti að
vera öllum hugsandi íslendingum
tiltækur. Og hann hafði tvímæla-
iaust erindi sem erfiði. Með ritum
sínum, erindaflutningi og beinum
kynnum við áhugamenn á ferðum
sínum víða um land eignaðist hann
fjölmennan hóp vina og aðdáenda,
og hann stuðlaði að því öðrum
fremur að áhugi manna og skiln-
ingur á fræðigrein hans fór sívax-
andi. Bæði fræðigreinin og Krist-
ján Eldjárn sjálfur eignaðist þann-
ig það jarðsamband sem ég hygg að
honum sjálfum hafi verið megin-
atriði.
Pað var því engin tilviljun heldur
bein afleiðing þessa starfs að
skorað var á Kristján Eldjárn að
gefa kost á sér til forsetakjörs og að
mikill meirihluti kjósenda taldi
hann best fallinn til þjóðhöfðingja.
Menn virtu hann ekki aðeins sem
fræðimann heldur og vegna þeirra
mannkosta sem hann var búinn og
þeirra fjölbreyttu hæfileika sem
honum voru gefnir, en um þá luku
allir upp einum munni sem.persónu-
leg kynni höfðu af honum.
Fundum okkar Kristjáns Eld-
járns bar fyrst saman í Kaup-
mannahöfn á stúdentsárum hans
þar, en kynni okkar urðu ekki náin
fyrr en að stríði loknu. Upp frá því
áttum við margvísleg samskipti
sem öll voru á þann veg að því bet-
ur sem ég kynntist honum því
meira fannst mér til um hann.
Hann var alla tíð ungur í anda,
brennandi af áhuga, ekki aðeins á
sérgrein sinni heldur á mörgunt
öðrum sviðum, glaðvær og létt-
lyndur í vinahópi, hafði glöggt
auga fyrir kátlegum hliðum tilver-
unnar og gat farið um þær hnytti-
legum orðum. Hann var alinn upp
á norðlensku menningarheimili og
gjörþekkti kjör íslenskrar alþýðu
fyrr og síðar. Honum var frá æsku
gefinn sá alþýðlegi virðuleiki sem
gerði honunt auðvelt og eðlilegt að
umgangast jafnt verkamenn og
bændur sem þjóðhöfðingja. Skap-
gerð hans var svo heilsteypt að
forsetatignin hafði á hana engin
áhrif. Hann vann verk sín sleitu-
laust í þágu íslenskrar þjóðar og
íslenskrar menningar, og þjóðin öll
leit á hann sem fulltrúa sinn og
sameiningartákn meðan hann sat á
forsetastóli.
Vinum sínum gleymist hann
ekki, vísindastörf hans munu lengi
halda nafni hans á lofti, í forsetatíð
sinni ávann hann sér ástsæld og
virðingu allra landsmanna.
Kristján Eldjárn var gæfumað-
ur. Honum auðnaðist að ljúka
miklu dagsverki, enda þótt hann
væri of snemma kvaddur frá störf-
um. Þó var sú gæfa hans ekki
minnst að hann átti ágæta konu, frú
Halldóru Ingólfsdóttur, sem stóð
dyggilega við hlið honum hverju
starfi sem hann gegndi. Til hennar
og barna hennar beinist nú samúð
allra landsmanna, því þeirra er
missirinn mestur.
Jakob Benediktsson
„Þeir sem ekki vildu Gunnar,
voru alveg stálheppnir með
mann,” sagði einn Gunnarsmanna
eftir forsetakosningamar 1968.
Það var margt, sem gerði Krist-
ján Eldjám forseta ágætastan, en
Iíklega vegur meðferð móðurmáls-
ins þó þyngst, þegar djúpt er
skyggnst. Gagnvart þjóðinni inn á
við er það í rauninni einn megin-
kostur okkar formlega valdalitla
forseta að geta haldið góðar há-
tíðaræður. Það er blátt áfram
brýnt sjálfstæðismál, ekki síst nú á
tímum, þegar erlend áhrif hljóta
óh jákvæmilega að leita á tunguna í
æ ríkara mæli. Þá þarf meðfædda
smekkvísi til að greina milli góðs
og ills og verða einskonar sam-
nefnari fyrir fagurt málfar, glögga
hugsun ogskýra framsetningu.
Alit þetta hafði Kristján fram að
í opinberri heimsókn á ísafirði.
bjóða. Samt var honum sem öðr-
um sá vandi á höndum og hann
kvartaði stundum um bæði eins-
lega og opinberlega, að sem forseti
allrar þjóðarinnar mátti hann helst
ekkert segja, sem nokkum kynni
að styggja. Þá er afskaplega hætt
við, að ræða verði lítið annað en
snoturt orðahjóm. En Kristjáni
tókst oftast aðdáanlega að leysa
þennan vanda, svo að á endanum
varð úr mikilvægur boðskapur,
enda mun hann hafa lagt mikla
vinnu í ræðusmíð sína. Það er ekki
algengt, að þjóðir séu svo stál-
heppnar með forseta eða kónglega
tign.
Stundum saknaði maður þess
raunar, að Kristján skyldi aldrei
láta sitt ágæta og vel kunna skop-
skyn njóta sín í opinberum ræðum.
En hann taldi víst, að ekki myndu
allir kunna slíkt að meta. Og því
miður hefur hann líklega haft rétt
fyrir sér.
Annar kostur Kristjáns var hið
heilbrigða sjálfstraust og sjálfs-
mat, sem m.a. gerði hann fúsan til
að þiggja ráð hjá öðmm - og fara
jafnvel eftir þeim. Hann var Iíka
íaus við þann algenga veikleika
valdsmanna að vilja endilega finna
til yfirburða gagnvart samráðs-
mönnum.
Þetta allt sneri einkum að okkur
sjálfum. En á erlendri gmnd þótti
einnig Kristján sýna óvenju frjáls-
lega framkomu af þ jóðhöfðinga að
vera, án þess þó að hafa nokkru
sinni í frammi tilgerð eða ýkta
elskusemi. Hann hagaði sér ein-
ungis sem óþvingaður íslendingur.
Oftlega kemur mér í hug það sem
sagt var um Hallgrím Pétursson,
að hann var ,,í siðferði upp á slétta
bændavísu, glaðsinnaður og
skemmtinn, en gáfuríkur prédik-
ariog besta skáld.”
Fordæmi Kristjáns hlýtur að
verða þjóðinni sífelld og þörf við-
miðun.
Árni Bjömsson
„Skjótt het'ur sól brugðið
suntri." Svo varð mér hugsað þegar
ég leit forsíður dagblaðanna 15.
september sl. og sá þar tilkynnt lát
doktors Kristjáns Eldjárns fyrr-
verandi forseta íslands. Égvarfar-
inn að hlakka til að hitta Kristján
að liðnu sumri og frétta af því hvar
hann væri staddur í sínum fornu
fræðunt. Þegar Kristján ákvað að
gefa ekki lengur kost á sér til for-
setakjörs var honum áreiðanlega
efst í huga að geta betur snúið sér
að sinni fornu fræðigrein. Hvað
ungur nemur gamall temur. Að
loknu stúdentsprófi 1936 hóf hann
nám í fornleifafræði í Kaupmanna-
höfn. Heimsstyrjöldin kom í veg
fyrir að hann gæti lokið prófi þar og
þess vegna brá hann á það ráð að
lesa til meistaraprófs í íslenskum
fræðunt í Háskóla íslands nteö
fornleifafræði að sérgrein. Þetta
varð mér til happs því að í Háskóla
Islandsog á Stúdentagarðinum bar
fundum okkar saman og það var
gott að kynnast Kristjáni. Eölis-
kostir hans. glaðværð ásamt
skarpri greind. sem birtust í léttu
og hnitmiðuðu orðavali. létu engan
ósnortinn.
Kristjáni auðnaðist á yngri árum
aö sinna þeirri fræöigrein sem hug-
ur hans stóð til í upphafi. fornleifa-
fræði. Hann var þjóðminjavöröur
frá 1947-1968. Þá þurftu íslending-
ar að kjósa sér forseta. Ekki sóttist
Kristján eftir því starfi að fyrra
bragöi, en fytir þrábeiðni þeirra
sem skoruðu á hann aö gefa kost á
sér lét hann tilleiðast og var kosinn.
Enginn þarf aö sjá eftir því aö
mál skipuðust þannig. Kristján
sinnti embætti forseta lslands meö
sónta í 12 ár. Verða störf hans ekki
rakin hér en aðeins vakin athygli á
einu. I Iver þjóð á sér sál og er hún
gerð af mörgum eðlisþáttum.
Margir hafa unnið að þeirri gerð og
er hlutur þeirra þó mismikill. Sá
sem er í forsvari, forseti þjóöar-
innar hlýtur að liafa mikil áhrif á
mótun þjóðarsálarinnar. Kristján
Eldjárn talaði til þjóöar sinnar um
tólf áramót. Kristján var maður
orðsins listar. Þegar hann talaði
hlutu allir að hlýða.Boðskapur hans
var ekki síðri. Hann átti rætur í
hinu besta eðli þjóðarinnar í upp-
hafi. Þar fór saman forníslensk
heiðríkja og mannúð síðari tíma.
íslensk þjóðarsál mun lengi búa að
uppeldi ÍCristjáns.
Þó að Kristján Eldjárn hyrfi svo
snemma af sjónarsviðinu tókst
honum að nokkru að loka hringn-
um í íræðigrein sinni. Hann hóf
störf í fornleifafræði með upp-
greftri á rústum Grænlendinga
hinna fornu, þ.e. Islendinga sem
settust aö á Grænlandi og í sumar
auðnaðist honuni að vera við-
staddur þúsund ára afmælishátíð
landnáms norrænna ntanna sem
þar festu byggð.
En engu að síður kvaddi hann
okkur alltof snemma. Ég votta fjöl-
skyldu hans, vinunt og raunar allri
íslensku þjóðinni samúð við hið
sviplega fráfall þessa góða drengs.
Helgi J. Halldórsson.
Þriðjudagskvöldið 14. septemb-
er kom sú fregn sem ég hafði mest
kviðið að heyra, andlátsfregn míns
góða vinar, velunnara og sam-
starfsmanns, dr. Kristjáns Eld-
járns. Fyrr um daginn hafði borist
frétt um, að skyndilega hefði dreg-
ið mjög til hins verra um bata-
horfur hans eftir uppskurð, sem
fyrstu dagana virtist hafa lánazt svo
vel. Því komu tíðindin þennan dag
eins og reiðarslag.
Síðan hef ég rifjað upp með sjálf-
urn mér ýmislegt úr viðburðarás
síðustu áratuga og kynnin við
Kristján Eldjárn. Það er ekki ó-
eðlilegt, þegar skyndilega er skorið
á taugar nær 30 ára kynna og náinn-
ar vináttu.
Það var 1953 er ég kynntist Krist-
jáni fyrst, hafði þó einhvern tíma
hitt hann áður. Ég hafði fengið í
hendur forna, kúpta nælu, sem
kom úr kumli fyrir norðan og fór
með hana á safnið á laugardegi. Þá
kynntist ég fyrst gleði safnmanns-
ins og fræðimannsins yfir góðum
feng, sem einhverri birtu gæti
brugðið á dimmu fornaldar. „Hvar
fékkstu þetta?", hrópaði hann upp
með óbeizlaðri gleði og fórnaði
höndum, kallaði síðan á Gísla
Gestsson, sem var nærstaddur og
sagði: „Sjáðu, hvað hann færir
okkur!“
Þarmeð hafði myndazt kunn-
ingsskapur. Næstu árin kom ég
nokkrum sinnum á skrifstofuna til
Kristjáns, fann mér stundum smá-
erindi til að mega líta þar inn og
sitja skamma stund. Ævinlega voru
viðtökur hans hinar sömu, þótt ég
væri ungur og óráðinn skólapiltur,
hann önnum kafinn embættis-
maður. Hann spurði tíðinda,
hvernig gengi f skólanum, lét ýmis
skemmtiyrði falla, kannske dró
hann fram einhvern nýfenginn grip
eða hluti, sem hann var að fást við
þá stundina, sem hann sýndi síðan
og útskýrði. Kristján hafði einstakt
lag á að kynnast fólki og komast í |
samband við það og fór aldrei í
manngreinarálit.
Hér í Þjóðminjasafninu varð
meginstarfsvettvangur Kristjáns
Eldjárns. Hann kom hingað sem
aðstoðarmaður Matthíasar Þórð-
arsonar árið 1945, en 1. desember
1947 var hann skipaður þjóðminja-
vörður. Þegar hann kom að safninu
hafði það lengst af búið við
þrengsli, fátækt og verið nánast
haldið í svelti alla tíð, og þótt Matt-
hfas væri sístarfandi eljumaður,
voru allar ytri aðstæður með fá-
dæmum erfiðar. Nú fyrst fór að
rofa til, er Alþingi ákvað að gefa
lýðveldinu í morgungjöf nýtt hús
handa Þjóðminjasafni íslands.
Kristjáni féll það í skaut að ann-
ast flutning safnsins ofan af lofti
gamla safnahússins við Hverfis-
götu og í nýja húsið suður á Melum
og sjá um uppsetningu þess þar.
Þar var unnið stórvirki sem tókst
með afbrigðum vel miðað við
hvernig aðstæður voru, litlir pen-
ingar, fábreyttar fyrirmyndir og lít-
ill skilningur margra, sem enn
töldu þá söfn sóunarstofnanir í
þjóðfélaginu. En Kristján hafði sér
við hlið góða samstarfsmenn og rná
þar einkum nefna Gísla Gestsson
safnvörð og Stefán Jónsson
teiknara, síðar arkitekt, sem áttu
sinn mikla þátt í endurskipan safns-
ins. Enn er flest með sömu
ummerkjum hér innan veggja
safnsins og var í árdaga og mun
væntanlega verða svo enn um sinn
og vitna um þessa kynslóð safn-
manna á íslandi. Enn tala útlend-
ingar, sem hér koma um það, hve
safnið sé gott og vel fyrir komið.
Kristján Eldjárn sameinaði vel
meginkosti safnmannsins, að gera
safn sitt aðgengilegt almenningi til
skoðunar og að færa út akurinn
með nýjum rannsóknum. Hann var
fornleifafræðingur af ástríðu og
hafði hann valið sér sem lokaprófs-
verkefni við Háskóla íslands graf-
fundi og grafsiði úr heiðni á fs-
landi. Var því eðlilegt, að hann
Sjá næstu siðu