Þjóðviljinn - 23.09.1982, Qupperneq 20
V
WÐVIUINN
Fimmtudagur 23. september 1982
Afta’ tmi Þjóftviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag tii föstudags. UU.i pess tima er hegt aft ná I blaftamenn og aftra starfsmenn blabsins f þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aft ná 1 af- greiftslu blaftsins 1 sima 81663. Blaftaprent hefur slma 81348 og eru blaftamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
Homfirðingar á reknetaveiðar:
„Okkur stillt
upp við vegg”
segir Örn Þ.. Þorbjörnsson, skipstjóri
„Það var búið að stilla okkur upp við vegg. Við getum ekki staðið í
aðgcrðum sem þessum, þegar nótabátarnir eru farnir af stað og brjóta
með því á bak aftur samstöðuna“, sagði Örn Þ. Þorbjörnsson skipstjóri á
Höfn í Hornafirði.
Sjómenn og útgerðarmenn á
Höfn samþykktu á fundi í gærdag
með 37 atkvæðum gegn 17 að halda
á reknetaveiðar, þrátt fyrir inikla
óánægju með ákvörðun verðlags-
ráðs um nýtt síldarverð, 40 sátu
. '
Islensk stúlka
finnst látin
í Briissel
Ung íslensk kona, Sólveig Magn-
úsdóttir, starfsmaður sendiráðs Is-
lands í Brússel fannst látin þar í
borg sl. þriðjudag. Síðast sást til
Sólveigar á laugardagskvöldið en
þegar farið var að sakna hcnnar
var hennar strax leitað og fannst
hún látin við járnbrautarteina í
Brússel.
Öll málsatvik eru óljós vegna
láts Sólveigar, sem var 24 ára göm-
ul. Þjóðviljinn leitaði til sendiherra
íslands í Belgíu, Hendriks Sv.
Björnssonar, og kvað hann málið
vera í rannsókn. Nánari upplýsing-
ar gat hann ekki gefið.
v — hól.
hjá. Áður höfðu sömu aðilar á-
kveðið að halda ekki til veiða fyrr
en nýtt síldarverð lægi fyrir, en hálf
önnur vika er liðin frá [jví rekneta-
veiðar máttu hefjast.
Verðlagsráð samþykkti í fyrra-
kvöld með atkvæðum oddamanns
og kaupenda gegn atkvæðum selj-
enda, nýtt síldarverð. Hækkunin
milli ára er um 33% á stærstu og
millistærðar flokka, en tæp 40% á
minnsta stærðarflokk. Sjómenn
höfðu farið fram á rúmlega 60%
hækkun og síðar 42% hækkun.
Reknetabátar héldu margir út
frá Höfn í gær, en þaðan er gerður
út nær helmingur reknetabáta á
lapdinu.
Nótabátar frá Norðurlandi héldu
á miðin í gær en lítill afli hefur erin
fengist.
Hornafjarðarbátarnir ætla að
leita síldar á heimamiðum fyrst til
að byrja með. „Það hefur aldrei
verið jafnmikið áhugaleysi um
þessar veiðar hér og nú. Ævintýra-
Ijóminn er farinn af þessu, og menn
eru óánægðir með sín kjör. Það
hefur mikið breyst frá því í fyrra",
sagði Örn Þ. Þorbjörnsson skip-
stjóri á Höfn.
— lg-
Hið nýja skip Patrekur fyrir utan skipasmiðastöðina Skipavík hf. á Stykkishólmi. Skipinu er ætlað að taka
við af Garðari BA, kunnu aflaskipi sem var lagt í fyrra eftir að hafa verið í gagninu frá 1912. Við hliðina á
Patrcki er Sif SH 3 sem þessa dagana gengst undir yfirbyggingu hjá Skipavík.
Verkefnaskortur er
framundan í Skipavík
„Það er nú svo komið, að í fyrsta sinn í sögu þessa fyrirtækis, sjáum við
fram á verkefnaskort og þar af leiðandi uppsagnir á starfsfólki“, sagði
Ólafur Kristjánsson framkvæmdastjóri skipasmíðastöðvarinnar Skipavík
h/f á Stykkishólmi þcgar Þjóðviljinn sló á þráð til hans í gær.
Ólafur sagði að Skipavík væri móta. Eftir það væri ekki nein
með yfirbyggingu á gömlu skipi í verkefni fyrirsjáanleg. Hann sagði
gangi og ætti það að duga til ára- að ástandið væri ekki aðeins dökkt
Miðstjórnarfundur 2. og 3. október:
Stjómarskrármálið og
kosningaundirbúningur
Á dagskrá fundarins eru
talin atriði:
eftir- 1. Stjórnarskrármálið, framsögu- ráðherra.
maður Ragnar Arnalds fjármála- 2. Húsnæði
flokksins, framsögu-
maður Baldur Oskarsson fram-
kvæmdarstjóri Alþýðubandalags-
ins.
3. Undirbúningur flokksráðs-
fundar.
4. Stjórnmálasviptingar fram-
undan - Kosningaundirbúningur -
framsögumaður Svavar Gestsson
formaður Alþýðubandalagsins.
5. Önnur mál.
Miðstjórnarfundurinn hefst kl.
14 laugardaginn 2. október í Þing-
hóli, Hamraborg 11, Kópavogi.
-ekh
hjá Skipavík, heldur einnig hjá
öðrum skipasmíðastöðvum í
landinu og væri ástæðuna m.a. að
rekja til þess að í æ ríkara mæli
sigldu menn út til viðgerða og við-
halds, jafnvel þó engar heimildir
lægju fyrir. Hjá Skipavík starfa nú
40 manns. Fyrir stuttu síðan skilaði
fyrirtækið nýju skipi, Patreki, til
eigenda sinna á Patreksfirði, Jóns
Magnússonar útgerðarmanns og
Sigurgeirs Magnússonar útibús-
stjóra Samvinnubankans. Patrekur
heldur til veiða í næsta mánuði og
skipstjóri verður Magnús Jónsson.
Skipið er 175 lestir af stærð búið
öllum fullkomnustu tækjum, tilbú-
ið til veiða á línu, net og tog.
Heildarkostnaðartölur liggja ekki
fyrir, en skipið fer á flot með 85-
90% lánum úr Byggðasjóði og
Fiskveiðasjóði.
— hól.
Unglingaheimilið tíu ára:
✓
A annað þús. ungllnga hafa lettað
Á annað þúsund unglingar hafa leitað til fjög-
urra deilda Unglingaheimilis ríkisins á þeim tíu
árum sem liðin eru frá stofnun þess. A blaða-
mannafundi sem boðaður var í gær í tilefni af tíu
ára afmæli heimilisins kom m.a. fram að 144 hefðu
dvalið langdvölum á meðferðarheimilinu í Kópa-
vogi, en auk þess eru nú starfandi á vegum ung-
lingaheimilisins neyðarathvarf unglinga, sambýlið
að Sólheimum 17 og unglingaráðgjöf.
Á líflegum blaðamannafundi í gær kom fram að
töluvert hefði dregið úr fordómum gagnvart
starfseminni á síðustu árum en til að byrja með
þurfti mikið að berjast við þá. En þörfin fyrir
starfsemina hefur fremur vaxið með árunum enda
er hún orðin mun fjölþættari en var á upphafsár-
unum.
Krakkarnir sem tóku þátt í blaðamannafund-
inum búa á heimilinu í Kópavogi og voru hin
hressustu. Skóli starfar á heimilinu og leyndi sér
ekki að þar er unnið skapandi starf. Á veggjunum
voru ljóð og myndir eftir krakkana og meðal þess
sem bar fyrir augu á fundinum var þetta ljóð eftir
Hannes:
til heimilisins
frá upphafi
Verulega dregið úr fordómum
Frá blaðamannafundinum í Kópavogi í gær.
Stríð
Stríð, hvers vegna stríð?
Eg horfi á heiminn í glötun
og lönd aiheimsins eyða
hvert öðru, miskunnarlaust.
Hvers vegna er svona mikil landagræðgi?
Hvers vegna getur ekki hvert land
unað við sitt?
Án þess að leggja út í stríð við aðrar þjóðir
þótt þjóð þeirra fjölgi sér.
Út af hverju þarf mannkynið
að eiga á hættu að verða eytt
bara út af því að háttsettir menn
vilja það?
Vopn þeirra deyða alla.
Hannes
Nánar verður sagt frá blaðamannafundinum og
þessum merku tímamótum síðar í blaðinu.
— óg