Þjóðviljinn - 02.10.1982, Síða 3
Helgin 2.-3. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
myndlist
Hinn glataði
frummaður
Runólfsson
skrifar
Á leið sinni til Bandaríkj-
anna hefur sýning sænsku
listakonunnar Helmtrud Ny-
ström, verið sett upp í anddyri
Norræna hússins. Þetta eru
grafík-myndir, koparætingar,
prentaðar í mörgum litum,
um 20-30 að tölu.
Helmtrud Nyström er fædd í
Þýskalandi, en löngum hefur hún
verið búsett í Svíþjóð. Hún lagði
stund á myndlistarnám við
Forum-listaskólann í Lundi, á ár-
unum 1963 - 72. Frá þeim tíma
hefur hún svo rekið sitt eigið
grafík-verkstæði. Helmtrud hef-
ur tekið þátt í mörgum samsýn-
ingum og haldið fjölmargar
einkasýningar. Bæði hefur hún
sýnt í Evrópu og utan hennar og
hlotið alþjóðleg verðlaun og
styrki.
Myndirnar eru að vissu leyti
áþekkar mörgu því sem undirrit-
aður hefur séð í skandinavískri
grafík-list, einkum sænskri og
finnskri. Vinnan er mjög fínleg,
litir eru gagnsæir líkastir vatns-
litum. Myndmálið er ævintýra-
kennt, fengið úr dýra- og jurta-
ríkinu,og teiknarHelmtrud verur
sínar og hluti með meðvituðu
handbragði barnsins eða hins
frumstæða. Fílar, refir og fuglar
stíga léttan dans um flötinn innan
um tré og blóm, eða óhlutkennd
tákn og mynstur. Myndrúmið er
lítt afmarkað og loftkennt, mynd-
málinu er dreift frjálslega um
flötinn, þótt viss miðlæg upp-
bygging sé fyrir hendi.
Helmtrud Nyström sver sig í
ætt við þá Norðurlandabúa sem
gera þjóðlegar tilraunir í mynd-
list, eða kafa ofan í eigin menn-
ingu, þjóðsögur og alþýðulist.
Hún gerir spurninguna um menn-
ingu nútímans áleitna, kannski
fyrst og fremst hina stöðluðu
menningu Norðurlanda. Hversu
sterk er þessi menning, hversu
sérstæð er hún og hvað ristir hún
djúpt. Hvergi í Evrópu eru lönd
jafn strjálbýl, að Danmörku
undanskilinni, og óvíða er borg-
armenning jafn ung og óreynd
eins og í Skandinavíu. Þjóðir
þessara landa hafa orðið að
stökkva á skömmum tíma úr
næsta frumstæðri sveitamenn-
ingu inn í borgarsamfélagið,
stökk sem þjóðir megirilandsins
fengu að þreyja á miklu lengri
tíma.
Þessi umbylting hefur ekki
gerst án fórna sem bitnað hafa á
þjóðlegri menningu og menning-
arvitund Noröurlandabúa. Óvíða
hafa menn verið jafn iðnir við að
samsama sig að hinu alþjóðlega
neysluþjóðfélagi og á Norður-
löndum. Svo rækilega höfum við
siðbætt okkur og barið niður
frumeðlið, að það leitar varla út
nema þá helst undir áhrifum. Þá
er þjóðleg skandinavísk menning
nánast dauð, orðin safngripur
fyrir fáeina sérvitringa.
Allt þetta virðist herja á huga
Helmtrud Nyström, líkt og svo
margra annarra norrænna lista-
manna. Hún kafar í myndum sín-
um undir hið slétta og snurfusaða
yfirborð og reyhir að finna frum-
manninn í nútímanum. Til þess
notar hún myndmál sem rekja má
til hugmynda Jungs og kenninga
hans um hina samfélagslegu dul-
vitund. Reyndar er hún aðeins
ein þeirra fjölmörgu myndlistar-
manna sem orðið hafa fyrir áhrif-
uin af þessum kenningum. í
myndum hennar má sjá fjölmörg
tákn sem kallast geta frumgerðir
eða arkitýpur, s.s. tréð í miðjum
fletinum, og auðvitað er askur
Yggdrasils, eða höndin, sem
óneitanlega minnir á hönd hins
óþekkta listamanns hellamál-
verkanna, fyrsta málarans.
í framhaldi af þessu er það litil
Framhald a 30. siöu.
laugardag frá kl. 10-16
Kynnum nýju línuna frá Pioneer í hljómtækjum og
bíltækjum. Frá Sharp kynnum við hljómtækin, vídeotækin,
litasjónvörpin og ferðatækin
... á hreint ótrúlegu veröi
Kynnum auk þess Sharp búöarkassa — Sharp reiknivélar
Örtölvu- ILuxaR I
kynning
• i[iu
Kynnum hina stórkostlegu
PC1500 örtölvu (pocket comput-
er) frá Sharp.
PIONEER SHARP
HUOMBÆR
^ HLJOM»HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999J