Þjóðviljinn - 02.10.1982, Qupperneq 5
Helgin 2.-3. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
I ár verða þjóðartekjur
litlu hærri en 1976,
en kaupmáttur
ráðstöfunartekna hafði
hækkað um 27% síðan
fram að sú áætlun sé reyndar enn
óviss hvað varðar árið 1982.
Aldrei getur hjá því farið, að
veruleg lækkun þjóðartekna hafi
meiri eða minni áhrif á kaupmátt
launa og tekna vinnandi fólks, en
fyrir þá sem telja að í þessum efn-
um skipti engu máli, hvaða ríkis-
stjórn sitji hér að völdum - allt sé
þetta sjálfvirkt - þá er hollt að bera
saman þessar tölur frá árunum
1976 og 1982 um þjóðartekjur ann-
ars vegar og kaupmátt launa og
tekna hins vegar.
Kauprán
eða kjara-
vörn
Stundum heyrist nefnt, að Al-
þýðubandalagið sé nú með þátt-
töku sinni í ríkisstjórn að fram-
kvæma sams konar kaupránsstefnu
og hér var iðkuð af öðrum flokkum
á fyrri árum. Til marks um þetta
nefna menn setningu bráðabirgða-
laganna í ágústmánuði s.l. Þar er
m. a. gert ráð fyrir að hinn 1. des.
n. k. verði aðeins 'greiddar hálfar
verðbætur á laun, en á móti konti
sérstakar láglaunabætur, lenging
orlofs um 4-5 daga og svo að sjálf-
sögðu mun minni verðbólga en
ella.
En berum nú stuttlega saman
annars vegar aðstæður og hins veg-
ar aðgerðir stjórnvalda hvað
kaupið varðar fyrr og nú.
Mættum við fyrst minna á „við-
reisnarstjórn" Sjálfstæðisflokksins
og Alþýðuflokksins, sem hér ríkti
1959 til 1971. Sú ríkisstjórn hóf fer-
il sinn með því að banna með lögum
allar vcrðhætur á laun, ekki í eitt
skipti af fjórum á ári, heldur alla
tíð uns öðru vísi yrði ákveðið, og
það tók verkalýðshreyfinguna 4-5
ár að brjóta þetta bann á bak aftur.
Hvernig litist mönnum á slíkar
„leiftursóknaraðgerðir" nú?
1976 hafði
kaupmáttur
fallið um 19%
en þjóðartekjur
um 2%
Skoðum svo einnig þróun
kaupgjaldmálanna á valdaárum
Sjálfstæðisflokksins og Framsókn-
arflokksins, þegar Geir Hallgríms-
son var forsætisráðherra 1974-
1978.
Á árinu 1975 lækkuðu þjóðar-
tekjur á ntann um 7%, en hækkuðu
aftur á árinu 1976 urn 5%. Ef
kaupmáttur kauptaxta launafólks
hefði þróast í takt við breytingar á
þjóðartekjum á þessum árurn, þá
heföi kaupmáttur taxtakaupsins átt
að vera um 2% lakari 1976 heldur
en 1974. Kaupmátturinn féll hins
vegar á þessum árum um 14,7%
árið 1975 og cnn um 5,1% árið
1976 og var þannig 19% lakari á
árinu 1976 heldur en verið haíði
1974, enda þótt þjóðartekjur á
mann hefðu aðeins fallið um 2%
milli þessara ára.
Hverniglitist mönnum á, ef þessi
háttur væri hafður á nú? - Það var
verkalýðshreyfingin, sem braut
þessa kaupránsstefnu á bak aftur
árið 1977 í hörðum átökum.
Þá og nú
Fall þjóðarteknanna er hlutfalls-
lega litlu minna nú árið 1982 heldur
en hér átti sér stað árið 1975. Mun-
urinn er hins vegar sá, að þá var
efnhagsaðgerðum beitt til að lækka
kaupmátt kauptaxta launafólks um
' 19% á tveimur árunt, en í ár telur
Þjóðhagsstofnun að mcðalkaup
máttur kauptaxta launafólks lækki
alls ykki neitt, þrátt fyrir fall þjóð-
artekna, og að lækkun kaupmáttar
verði 6% á næsta ári. í þeirri tölu
hefur þó ekki verið tekið tillit til
orlofslengingar, sem segja má að
með beinum hætti svari til um 2%
launahækkunar hjá mcginþorra
launafólks, né heldur til láglauna-
bótanna, sem meta má upp á 1-2%.
Sé þróun kaupmáttar í Ijósi
þjóðartekna á árunum 1975 og
1976 þannig borin saman við það
sem nú hefur gerst. þá er ólíku
saman að jafna.
1976 - 1978
hækkuðu þjóðar-
tekjur um 16,6%,
en hafa nú lækkað
um 4% á
þremur árum
Og hvað fólst í febrúarlögum
ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar
árið 1978. Samkvæmt þeim átti að
skerða verðbætur á laun um helm-
ing, ekki í eitt skipti, heldur a.m.k.
fjórum sinnum í röð og ræna þann-
ig á ný ávinningi kjarasantning-
anna 1977.
Voru þau ólög, febrúarlögin
1978, þásett vegna þess, að þjóðar-
tekjur hefðu farið minnkandi? Nei,
aldeilis ekki.
Á árunum 1976 til 1978 hækkuðu
þjóðartekjur á mann um 16,6% á
þremur árum og var öll árin um
verulegan vöxt að ræða. Samt átti
að ræna launafólkið helmingi verð-
bóta a.m.k. fjórum sinnum í röð og
þrýsta kaupmættinum niður úr
öllu valdi. Þetta var ríkisstjórn
Geirs Hallgrímssonar sem hér
stjórnaði, þegar viðskiptakjör okk-
ar út á við voru hagstæðari á árun-
um 1977 og 1978 en nokkru sinni
bæði fyrr og síðar.
I ár munu þjóðartekjur á mann
hins vegar falla um 5% að dómi
Þjóðhagsstofnunar, og í staðinn
fyrir 16,6% vöxt á þremur árum,
1976-1978, þá koma árin 1980 til
1982 út með rösklega 4% í rnínus.
Hér er því um ákaflega ólíkar að-
stæður að ræða. Það er
heimskreppan ásamt minnkandi
afla, sem hér segir til sín nú.
Dæmuni
í ljósi staðreynda
Ætli menn að dæma um aðgerðir
flokka og ríkistjórna fyrr og nú
hvað baráttuna um kaupmátt
launanna varðar, þá verða menn að
hafa allar þessar beinhörðu stað-
reyndir í huga. Annars verður
dómurinn marklaus.
Það skal tekið fram að allar þær
upplýsingar, sem hér eru bornar
fram eru byggðar á opinberum
gögnum Þjóðhagsstofnunar, sem
Morgunblaðið hefur ekki lakari
aðgang að heldur en Þjóðviljinn.
Þar skortir hins vegar viljann til að
segja satt og rétt frá staðreyndum.
Bændur
móti stefnu
í náttúru-
verndar
málum
Naumast er á því nokkur vafi, að
miklir atvinnumöguleikar eru
fólgnir í þjónustu við ferðamenn,
jafnt innlenda sem erlenda. En
jafnframt þarf að gæta þess, að
ferðamannastraumurinn valdi ekki
landspjöllum svo sem sumstaðar
hefur viljað við brenna.
Stéttarsamband bænda ræddi
þetta mál á síðasta aðalfundi sínum
og samþykkti um það svofellda á-
lyktun:
„Fundurinn" vekur athygli á
þeim miklu atvinnumöguleikum,
sem fólgnir eru í ferðaþjónustu
samfara vaxandi straumi ferða-
manna til landsins og aukinna fer-
ðalaga landsmanna innanlands.
Fundurinn bendir á, að landbún-
aðurinn og strjálbýli eiga hér mik-
illa hagsmuna að gæta og miklu
varðar hvernig umferð ferða-
manna er skipulögð um byggðir og
óbyggðir. Tímabært er að bændur
móti stefnu á þessu sviði og í um-
hverfis- óg náttúruverndarmálum,
sem eru náskyld og felur stjórn
Stéttarsambandsins að vinna að
því.
Þá fagnar fundurinn þeim fram-
förum, sem orðið hafa á síðustu
árum í umgengni manna um
landið. - Sérstaklega þakkar fund-
urinn forystu margra búnaðarsam-
banda og fleiri félaga, er leitt hefur
til stórbættrar snyrtimennsku í
sveitum landsins. Hinsvegar skal
bent á að enn er mikið verk óunnið
á þessu sviði því lengi má um bæta.
Því mælist fundurinn til að stjórn
Stéttarsambands bænda og Bún-
aðarfélag Islands beiti áhrifum sín-
um við búnaðarsambönd og sveit-
arstjórnir að þau taki upp skipulegt
starf til að koma þessum málum í
sem allra best horf.“ - mhg
Bylminnshnmi
Bílasýning
íbílasalnum!
veltir sýnir splunkunýjan Voívobíl, sem sannaríega
kemur þér á óvart.
Volvo 760 CLE
einnig
Volvo 240 DL
Volvo 240 CL
VOlVO 340 DL