Þjóðviljinn - 02.10.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.10.1982, Blaðsíða 15
Helgin 2.-3. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Undanfarin þrjú ár hafa komið út 7 rit í rit- safni Sagnf ræðistof n- unar Háskóla Islands og nú síðasttvær bækur eftir Gunnar Karlsson pró- fessor er nefnast Hvar- stæða og Baráttan við heimildirnar. Þessi út- gáfa fer kannski ekki mjög hátt i þjóðfélaginu en á erindi við alla sem unna sagnfræði og þjóð- legum fróðleik. Það þótti því við hæfi að hafa viðtal við Gunnar prófessor og fór það fram í sölubúð Söguf élagsins efst í Fischérsundi en það sér um dreifingu á þessum ritum. — Fyrst Gunnar. Hvað er Sagnfræðistofnun Háskólans? — Hún er i raun ekkert annað en kennararnir i sagnfræði við Háskólann og á vissan hátt stú-i dentarnir lika. Dálitilli fjárhæð er veitt til Sagnfræðistofnunar- innar til að vinna að rann- sóknum en hún dugir ákaflega skammt svo að fénu hefur undanfarin ár aðallega verið veitt til útgáfu á bókum sem talið var að ekki múndu ganga á frjálsum markaði. Fyrsta bókin i flokknum var um Þjóðskjala- safn Islands eftir Sigfús Hauk Andrésson en hinar hafa ýmist verið eftir kennara i sagnfræði eða ritgerðir nemenda. — Eru þetta bækur við hæfi almennings? — Sumar þeirra gætu vafa- laust átt erindi til almennings eins og hverjar aðrar bækur og öll erum við reyndar almenn- ingur að vissri gerð. En það sem ég átti við er að allur einka- Komnar eru út 7 bækur í ritröð Sagnfræðistofnunnar og sjást þær hér. Ljósm.: gel rekstur i bókaútgáfu byggist nú á hraöri sölu og þá er hætt við að fræðiritaútgáfa verði undir. Ég á von á að þessi rit seljist jafnt og þétt á löngum tima en það þykir vist ekki arðvænlegt i bókaútgáfu. — Fyrri bókin cftir þig i þcss- uin flokki heitir Hvarstæða. Ég lief ekki heyrt þetta orð fyrr. Hvað merkir það? — Ég bjó þetta orð til en það er i raun og veru stæling á dönsku orði sem notað er um svipuð rit: Hvor-stSr-det? Hvarstæðu væri hægt aö nota sem samheiti um uppflettirit. I undirtitli kemur fram hvað felst i þessu riti minu: Leiðbeiningar um bókanotkun i sagnfræði. Hugmyndin er sú að gera fólk nokkurn veginn sjálfbjarga að vinna sem sagnfræðingar þannig að það þurfi aldrei aö standa á gati og vita ekki hvar á að leita að upplýsingum. Fyrst eru leiðbeiningar um nokkur helstu bókasöfn i Reykjavik sem sagnfræð- ingar þurfa að leita i og siðan skrá yfir t.d. yfirlitsrit, uppflettirit, orðabækur, prent- aðar frumheimildir og jafnvel að nokkru leyti einnig óprent- aðar. Svo lýkur ritinu með heil- miklum lista yfir rit um ts- landssögu, alls 660 bækur og greinar um hin ýmsu svið ts- landssögunnar t.d. húsakost. ráða yfir okkur Viðtal við Gunnar Karlsson prófessor um nýjar bækur frá Sagnfrœði- stofnun iðnað, klæðnaö, o.s.frv. Ég held að hvergi sé til jafn rækileg skrá um rit úr Islandssögunni. Ég taldi mikla þörf á að setja slika skrá i handbók þvi að á bóka- söfnum dreifist sagnfræði á marga staði. Saga einokunar- verslunarinnar er t.d. flokkuð undir verslun og iðnsagan undir iðnað o.s.frv. Þess má geta hér i framhaldi að Sagnfræðistofnun hefur undanfarin ár verið að láta semja itarlega skrá um is- lenskar sagnfræðibækur ög sagnfræðigreinar frá upphafi og hefur notið til þess styrks úr Visindasjóöi. Ætlunin er að gefa það verk út á bók þegar þar að kemur. — Hafðirðu nemendur þina fyrst og fremst i huga þegar þú samdir þessa bók? — Já, fyrst og fremst enda hef ég reynslu af þvi hvers þeir þurfa helst með. Hitt er annað mál að þeir sem hafa áhuga á sögu og þjóðfélagsmálum yfir- leitt geta haft gott gagn af skránni enda eru raktar heim- ildir alla leiö til nútimans. Ég gettekið sem dæmi: Ef þú rekst á bæjarnafn einhvers staðar sem þú þarft að vita nánari deili á átt þú að geta flett upp á kafla um staðfræði og komist þar að þvi hvaða aðferð þú getur beitt til að finna hvar þetta bæjarnafn kemur fyrir. — Siðari bók þin heitir Bar- áttan viö heimildirnar. Er ekki efni hennar skylt Hvarstæðu? — Sú bók er leiðbeiningar um rannsóknartækni og ritgerðar- vinnu i sagnfræði. Hvarstæða gæti hæglega verið hluti af henni en efni hennar var svo fyrirferðarmikið að sá kostur var valinn að gefa hana út i sér- stakri bók. Baráttan við heimildirnar er fyrst og fremst hugsuð sem leiðbeiningar við samningu BA-prófsritgerða en efni hennar getur náttúrlega gagnast öllum þeim sem skrifa um sögu þó að þeir séu ekki að skrifa námsritgerðir fyrir kenn- ara. Sömu aðferöir eiga við i meginatriðum i öllum mannvis- indum t.d. þjóðfélagsfræðum og bókmenntafræðum. — Eru þetta þá fyrst og fremst tæknilegar leiðbein- ingar? — Nei, i bókinni er einnig haldið fram ákveðinni stefnu eða boðskap sem fram kemur i titlinum. Ég er þeirrar skoð- unar að of mikil dýrkun á heim- ildum hafi veriö rikjandi i sagn- fræði. Menn hafa einblint á að fylgja heimildum sem nákvæm- ast og birta sem mest af þeim og þetta hefur oft gert skrif sagn- fræðinga þyngri og óaðgengi- legri en skrif leikmanna. Það sem ég á við er að sagnfræð- ingar mega ekki láta heimild- irnar ráða yfir sér heldur verða þeir að leggja þær undir sitt gott af að lesa. Bókin er þvi blanda af mjög einföldum, tæknilegum atriðum svo sem þvi að hafa góðar spássiur i uppkasti og yfir i það að vera sagnfræðiheimspeki. Ég tók þann kost að hræra þessu sem mest saman þvi að hvorki má 'tæknin vera ófullnægjandi né sagnfræðiheimspekin of ver- aldarfjarlæg. — Eru væntanlegar fleiri bækur i þessum flokki á næst- unni? — Já, nú eru tvær i prentun. Það er bók um sauðasöluna til Bretlands á siðustu öld eftir Sveinbjörn Blöndal og fyrir- lestrar frá ráðstefnu i miðalda- kvennasögu sem haldin var i Skálholti i fyrra. — En er ekki önnur ritröð i gangi hjá Sagnfræðistofnun? — Jú, það var byrjað á henni árið 1972 og hafa komið út 6 bækur. Þær eru gefnar út i sam- vinnu við Menningarsjóð og eru svona heldur meiri rit en þessi, prentaðar og bundnar bækur. — Finnst þér áhugi fara vax- andi á sagnfræöi, Gunnar? — Það er vaxandi ásókn i sagnfræði i Háskólanum og vax- andi álit sagnfræöinema innan heimspekideildar. Þeir hafa fengið aukið sjálfstraust og tel ég það ekki sist aö þakka góðu samstarfi kennara og nemenda. á siðari árum. Það eru t.d. starfandi námsnefndir sem hafa ráðið töluverðu um það hvaða námskeið eru kennd. Að svo búnu þökkum við Gunnari fyrir viðtalið en þess skal að lokum getið að rit Sagn- fræðistofnunar fást i helstu bókabúðum og einnig i Sögu- félaginu. Þar geta menn lika gerst áskrifendur. — GFr Suzuki Alto Ódýr — lipur og sparneytinn japanskur fólksbíll. • Eyðsla 5,0 I pr. 100 km. • Framhjóladrif. • Hæð undir lægsta punkt 19 cm. Verð ................................ 99.800.- meðsjálfskiptingu ..................kr. 107.000.- Verð miðað við gengisskráningu 28/9 ’82. Sveinn Egi/sson trf. Skeifan17. Sími 85100 vald og fá þær til að svara for- vitnilegum spurningum. Viö verðum að hafa ákveðið neit- unarvald þannig að endanlegt val á efnisatriðum sé okkar og ráðist m.a. af þvi hvað við höldum að lesendur vilji lesa og hvað við höldum aö þeir hafi Gunnar Karlsson með bækur sínar sem ný- komnar eru út. Ljósm.: gcl Megum ekki láta heimildir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.