Þjóðviljinn - 02.10.1982, Side 17

Þjóðviljinn - 02.10.1982, Side 17
Helgin 2.-3. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 17 Rœtt við Lárus Ými r Oskarsson um kvikmyndina „Andra dansen” sem væntanlega verður frumsýnd í febrúar — og um kvikmyndir yfirleitt þessu fólki. Skriftan var til dæmis snillingur á sinu sviöi, hefur reyndar unnið með Bergmann i 15 ár. Af henni lærði ég mjög mikið einsog reyndar af fleirum. Við gerð myndarinnar rikti svo góður andi að við vorum meira að segja farin að tala um næstu myndina okkar eins og það væri sjálfsagt mál. — Já, hópurinn vildi gjarnan koma til Islands, en það þykir mér ekki fýsilegur kostur. Það er sjálfsagt að islenskir listamenn sem vinna við alla þætti kvik- myndagerðarinnar reyni að til- einka sér verkalýöshyggju þegar samkeppnisaðiljar eru annars vegar. Það eru ekki heldur það mörg verkefni sem bjóðast is- lenskum kvikmyndagerðar- mönnum að sé stætt á þvi að flytja hingað til lands starfshóp frá útlöndum. Annað mál er með það að gera kvikmynd i Sviþjóð, það kemur allavega til greina. En fyrst er nú að ljúka við þessa mynd og láta frekari bollaleng- ingar biða um sinn. — Það á eftir að hljóðsetja myndina, klippa og fleira. Gert er ráð fyrir, að þeirri vinnu verði lokið um mánaðamótin nóvem- ber-desember og frumsýning geti orðið i febrúar. „Andra dansen”, en það er nafniö á myndinni, gæti verið tekin upp úr þvi til sýningar á fslandi. Það eru einhverjar þreifingar i gangi á milli for- svarsmanna kvikmyndahúss i Reykjavik annars vegar og kvik- myndastofnunarinnar sænsku hins vegar. — Auðvitað vonast ég til að myndin hljóti góða aðsókn. Ég held lika að það sé nægilega mikið af húmor og skemmtileghéitum til að hún geti haldið athygli áhorfenda. Hitt er svo annað mál, að við gerð hennar var ekki farið eftir kassasjónarmiðum, heldur einungis reynt ab gera góða kvik- mynd. — Jú það er mikiö framleitt af sápuóperum á færibandi með Höllum og Löddum i Sviþjóð. En það er ekki sami lágþrýstingur- inn i kvikmyndavali og i is- lenskum kvikmyndahúsum. — Videóbylgjan, jú, en ekki er hún eins áberandi og skelfingin hér. Við sláum sænskum við i þessum efnum miðað við höfða- tölu einsog i öllu öðru, noti maður þá viðmiðun. — Islensk kvikmyndagerð? Mér finnst almennt svæsið að hugsa til þess, aö ekki skuli vera hægt að gera mynd nema með Á leið. Lisa Hugossoii, Sigurður Sigurjónsson og Kim Anderzon í hlut- vcrkum sínum. (Ljósmynd Stefan Ljungberg). Við kofa skógarhöggsmannsins. Frá vinstri á myndinni: Lárus Ýmir Ósk- arsson kvikmyndaleikstjóri, Jan Persson aðstoðarkvikmyndatökumaður, Kim Anderzon, Colbjörn Lindberg og Lisa Hugosson. (Ljósmynd Stefan Ljungberg). Kim Anderzon aðalleikkona, kvikmyndatökumaðurinn Göran Nilson og leikstjórinn Lárus Óskarsson. (Ljósmynd Jan Persson). hjálp að ofan eða handan. Það þarf auðvitað að auka styrkina, til að menn þurfi ekki að hætta öllu sinu. — Ég held að það vanti meira samband milli leikstjóra við gerð islenskra kvikmyndar meira and- legt flæði. Það er ótækt að hver húki i sinu horni i þessari list- grein. Allir myndu græða á meiri samvinnu: fólk verður að læra hvert af öðru og baða ný hugverk i reynslu hvers annars. Það er ekki bara um eigin reynslu að ræða, heldur þá sameiginlegu. Það er eiginlega ekkert vit i öðru. Ég skil ekki hvernig það getur gengið að hver feti sig á eigin. priki, án þess að vera i neinu samneyti við aðra. — Næg eru dæmin að utan til að sýna okkur fram á þetta. Þýska kvikmyndin og nýfranska bylgjan eru einmitt dæmi um nána sam- vinnu og sameiginlegan reynslu- brunn hlutaðeigandi. Fassbinder t.d. hjálpaöi öðrum og aðrir hjálpuðu honum. Þannig nýtist samvinnan fyrir heildina. Ég held að ekki sé hægt að tala um is- lensku kvikmyndina fyrir en samvinna hefur komist á milli þeirra sem fást við kvikmynda- gerð. Þetta þýðir auðvitað ekki að persónulegur bragur þurrkist út, einsog margir virðast óttast. Fyrrnefnd dæmi afsanna þá bá- bilju. — tslenskar kvikmyndir eru langt frá því að vera forkastan- legar. Af hverju mega þær ekki vera misjafnar svona til að byrja með? Það er ekki hægt að ætlast til þess að islenska kvikmyndin stökkvi alvaxin og fullþroskuð út úr höfði Seifs. Þetta eru allavega heiðarlegar tilraunir, þrátt fyrir byrjandabraginn. Hitt er annaö, að islenskir áhorfendur fara bráðum að gera meiri kröfur, þannig að kvik- mynd nægi ekki aö vera islensk til að þeir komi. Kvikmynd er nú kvikmynd eftir sem áður. — Ég heid að stóri gallinn á mörgum islensku myndanna sé persónusköpun og handrit. Maður fær ekki nægilegt samband viö persónurnar. A þessu eru sem betur fer undantekningar. Þetta mannlega má ekki vanta i góða kvikmynd einsbg nýleg dæmi sanna.— Þarmeð kvaddi ég Lárus Ými með kurt og pi. Daginn eftir var hann floginn austuri Sviþjóð að reka smiðshöggið á verkið. Honum fylgja góðar óskir héðan. — óg IDAG!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.