Þjóðviljinn - 02.10.1982, Síða 32
DJÚÐVIUINN
Helgin 2.-3. október 1982
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482 og81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663
Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgrciðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348
Nýja viðbyggingin: Eins og dömuskór — lítil að utan en rúmgóð að innan.
Eitt af því skemmtilegasta
sem maður getur gert á frídegi í
Kaupmannahöfn er að taka
járnbrautarlestina norður í
Humlebæk og skoða
Louisiana-safnið, eitt
sérstæðasta myndlistarsafn á
Norðurlöndum og þótt víðar
væri leitað.
Aðkoman er eins og á einkaheim-
ili og byggingin lætur ekki mikið
yfir sér við fyrstu sýn: Vinalegt
andyri þar sem hægt er að kaupa
listaverkabækur, veggspjöld og
eftirprentanir listaverka. En brátt
opnast fyrir manni víðir salir og
óvænt stefnumót við nýjustu
strauma í myndlist og myndrænni
tjáningu.
Nú hafa þær fréttir borist, að ný-
verið hafi verið tekin í notkun ný-
bygging við safnið er geri því kléift
að hafa jafnan uppi sýningu á þeim
merku verkum, sem safninu hafa
áskotnast ásamt þeim alþjóðlegu
farandsýningum, sem þar eru að
jafnaði haldnar. Hin nýja viðbygg-
ing mun vera um 3500 fermetrar, er
bætast við þá 5000 er fyrir voru.
Það var Knud Jensen, nú 65 ára
gamall, sem fyrir 24 árum keypti
Lousiana-villuna í Humlebæk og
gerði hana að sjálfstæðri stofnun.
Húsið hafði þetta nafn vegna þess
að sá er byggði það upphaflega
hafði gifst þremur konum, er allar
hétu Louise. í fyrstu var safnið
fyrst og fremst vettvangur þess nýj-
asta sem var að gerast í danskri
myndlist, en ekki leið á löngu áður
en safnið var orðið að alþjóðlegri
iistamiðstöð þar sem dönskum al-
ménningi var boðið upp á það
merkasta sem var að gerast í evr^
ópskri og bandarískri myndlist.
Safnið er í fögru umhverfi í skrúð-
garði á lágri klettaströnd út við
Eyrarsundið og á það sinn þátt í að
gera safnið að þeim unaðsreit sem
það er öllum þeim er njóta þess að
eyða dagsstund í fögru umhverfi
innan um myndverk er sýna okkur í
fjölbreytilegu myndmáli sögu og
reynslu samtímans. I hinum fagra
garði sem umlykur safnið og mynd-
ar í rauninni hluta þess sjáum við
bronsmyndir Henry Moore bera
við sindrandi hafflötinn, egg-
höfuðin eftir Hans Arp standa á
grasflötinni og hreyfimynd eftir
Calder bærist í sjávargolunni.
Sjálf er byggingin eins og hluti af
garðinum og umhverfinu þar sem
trén verða meira áberandi og sjálf-
ur hefur Knud Jensen sagt að hin
fullkomna safnbygging eigi að vera
eins og kvenmannsskór: Lítil að
utan og rúmgóð að innan. Við-
byggingarnar, sem Jensen hefur
látið gera í samvinnu við arkitekt-
ana Jörgen Bo og Vilhelm Wohlert
láta lítið yfir sér og eyðileggja ekki
umhverfið, en innan dyra eru rúm-
góðir sýningarsalir, veitingastofa,
konsertsalur og annað sem góðu
safnhúsi tilheyrir. Nýja álman, sem
opnast til suðurs er stærri um sig.
Þar eiga að rúmast þau stóru form,
sem gjarnan einkenna listaverk
síðari tíma. Nú er þar sýning á þrí-
víðum verkum eftir Mario Merz.
Þá mun þýski þúsundþjalasmiður-
inn Joseph Beuys, sem eitt sinn
sýndi í Gallerí Súm, sýnaþar „hun-
angsdælu" sína á næstunni og einn-
ig er væntanleg sýning á verkum
bandaríska pop-málarans Jim
Dine.
Knud Jensen segir að nú hyggist
hann gera neðanjarðargallerí fyrir
grafík er tengi saman norður- og
suður álmu safnsins.
Væntanlega munu íslendingar
sem leggja leið sína um Kaup-
mannahöfn halda áfram að gera sér
dagamun og njóta þeirrar veislu
fyrir augað, sem heimsókn í
Louisiana-safnið venjulega er.
allt til sláturgerðar
nýtt og ófryst
slátur
kæli
Opið alla daga allan daginn
|$l Sparimarkaðurin
Austurveri v/Háaieitisbraut
Neðra bílastæði (sunnan hússins).
Við viljum
vekja athygli
leigjenda og leigusala á því,
að Félagsmálaráðune^í^
gefur út eyðublað fynr
leigusamninga um íbúðarhúsnæði.
Notkun þess tryggir réttindi
beggja aðila.
Leigjendasamtökin
HÚSEIGENDASAMBAND
ÍSIANDS
Hið löggilta eyðublað fyrir leigusamninga
um íbúðarhúsnæði fæst án endurgjalds
hjá bæjar- og sveitarstjórnum
°g á skrifstofum okkar.
Önnur samningseyðublöð
eru ekki gild.
1 llúsiiæðisslofmin ríkisins
Rafmagnsveitur
ríkisins
óska eftir að ráða ritara.
Starfið er fólgið í vélritun og almennum skrif-
stofustörfum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun,
aldur og fyrri störf sendist starfsmannastjóra.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118
105 Reykjavík.