Þjóðviljinn - 07.10.1982, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 07.10.1982, Qupperneq 1
DWÐVIUINN 10-11% nýrra krabbameina sem greind eru hér á landi eru í ristli og endaþarmi. Sjá 5 7október 1982 fimmtudagur • 226. tölublað 47. árgangur • Kannast ekki við þessa skoðun segir formaður þingflokks Sjálf- stœðisflokksins Ég kannast ekki við þessa skoðun innan Sjálfstæðis- flokksins og mér er ekki kunn- ugt um annað en að allur þing- flokkurinn muni greiða at- kvæði gegn bráðabirgðalög- um ríkisstjórnarinnar, sagði Ólafur G. Einarsson, formað- ur þingflokks Sjálfstæðis- flokksins er hann var inntur álits á ummælum Ellcrts B. Schram, í í leiðara DV i gær. I þessum leiðara segir Ellert m. a. þar sem hann er að ræða um bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar: „Það væri ábyrgðarlaust og ástæðulaust fyrir stjórnar- andstöðuna að bregða fæti fyrir þá aðgerð. Og þótt ótrú- legt megi virðast, mundi það mælast illa fyrir...” Ólafur G. Einarsson var inntur eftir því hvort þessi um- mæli Ellerts þýddu það að á- greiningur væri innan flokks- ins um afstöðuna til bráða- birgðalaganna. Ólafur sagðist ekki kannast við það, en hitt væri annað mál að heyra mætti á al- mennum flokksmönnum breytilegar skoðanir á því hversu lengi núverandi ríkis- stjórn ætti að sitja. Hvort fella eigi hana nú þegar eða hvort eigi að leyfa henni að lifa tii vors og láta ráðherra hennar hengja sig endanlega á vit- leysunni. „Ég er ekki svona illa innrættur að ég taki undir þá skoðun og ég fæ heldur ekki séð að kjaraskerðingin E des. n. k. sem er það eina sem eftir lifir nú af bráðabirgðalögun- um, bjargi nokkrum hlutl4 - S.dór Greiði atkvæði gegn lögunum segir Albert Guðmundsson „Mín afstaða til bráða* birgðalaga ríkisstjórnarinnar er ákveðin og ég mun ekki kvika frá henni. Ég mun greiða atkvæði gegn lögunum og hef rökstuðning fyrir þeirri ákvörðun minni”, sagði Al- bert Guðmundsson þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, „Ég er á móti bráðabirgða- lögunum vegna þess að þau kveða á um vísitöluskerðingu á launum almennings án þess að ríkið taki á sig byrðar á móti. Úr því að skerða á tekj- ur hins almenna launþega hlýt ég að gera kröfur til ríkisins að það skerði sínar tekjur einnig að sama skapi”, sagði Albert Guðmundsson. - v. Hver er staða rflds st j ómarmnar? Ingvar Gíslason, menntamálaráð- herra, segir í viðtali við „Dag” blað Framsóknarmanna á Akureyri, að ríkis- stjórnin sé að þrotum komin, eins og hann orðar það, eftir að hafa misst stuðning Eggerts Haukdal, og segist hann allt eins eiga von á þingkosningum í vetur. Þjóðviljinn ræddi við Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra og Gunn- ar Thoroddsen forsætisráðherra vegna ummæla Ingvárs, og spurði þá álits á þeim. Stríðið í Líbanon var líka styrkleikapróf á milli bandarískra og sovéskra vopna þar sem þau bandarísku sýndu yfirburði Ég orða hugsanir mínar um stöðu ríkisstjórnarinnar ekki með þessum hætti, sagði Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra og formaður Alþýðubandaags- ins aðspurður um ummæli Ingvars Gíslasonar. Og hann bætti við: Eftir að Eggert Haukdal lýsti yfir andstöðu við ríkisstjórnina, lá ljóst fyrir að komið getur til pólitískrar sjálfheldu í þinginu. Ríkisstjórnin hefur að vísu meirihluta á þingi, 31:29, en í neðri deild er staðan 20:20, ef allir stjórnarandstæðing- ar greiöa atkvæði gegn tillögum ríkisstjórnarinnar. Pví er staða ríkisstjórnarinnar erfið. Þannig er það ljóst að þingið sem hefst á mánudaginn getur örðið æði stormasamt og ég bendi á að Svavar Gestsson Gunnar Thoroddsen það getur brugðið til allra átta á þingi hvenær sem er vetrarins. Á hitt vil ég ennfremur benda að ríkisstjórnin sem slík er að vinna að sínum málum og heldur því áfram uns önnur staða kemur upp. Ég er til að mynda að undirbúa fjölda mála hvað varðar mín ráðuneyti og þannig hygg ég að sé um aðra ráð- herra. Að því leyti er ríkisstjórnin alls ekki að þrotum komin, sagði Svavar Gestsson að lokum. - S.dór AIdta&fr í Reykiav^ „Ég vil einungis enn og aftur leiðrétta þann misskilning sem hef- ur orðið vart í sumum fjölmiðlum að ríkisstjórnin hafi misst þing- meirihluta sinn. Ríkisstjórnin hef- ur meirihluta á Alþingi og er því þingræðisstjórn”, sagði Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra er hann var spurður um stöðu ríkis- stjórnar sinnar á Alþingi. Aðspurður hvenær og með hvaða hætti bráðabirgðalög stjórn- arinnar yrðulögð fram, sagði for- sætisráðherra: „Ég hef ekki ákveðið ennþá hve nær bráðabirgðalögin verða lögð fyrir Alþingi, en forsætisráðherrá hefur þann ákvörðunarrétt með höndum. Ég hef heldur ekki gert það upp við mig í hvorri deild Alþingis ég mun leggja lögin fýrst fyrir”, sagði Gunnar Thoroddsen að lokum. - v. l'veir afar þýðingarmiklir leikir voru í 1. deild karla í handknattleik í gærkvöldi, Víkingur-Valur í Laugardalshöll og FH-KRí Hafnarfírði. Svavar Gestsson Gunnar Thoroddsen Næg hjúkrunarrými 1984 Fjárframlög ríkisins til bygginga fyrir aldraða 12-földuðust á milli áranna 1980 og 1981 Vegna þess gífurlega átaks sem verið er að gera í bygginguin fyrir aldraða í landinu, m.a. vcgna til- komu Framkvæmdasjóðs aldraðra á þessu ári, er ljóst að búið verður að fullnægja eftirspurn eftir vistun- arými fyrir aldraða á Reykjavíkur- svæðinu á árinu 1984. Nú eru í byggingu íbúðir, hjúkrunarhcimili og sjúkradeildir fyrir samtals 940 manns víða um land, sem náð hafa 70 ára aldri og verður því urn 48% aukningu þess húsnæðis að ræða á aðeins þremur árum. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu frá Landlæknisembættinu sem fjallar um aldraða og heil- brigðisþjónustuna. Ef athuguð eru framlög af fjár- lögum til bygginga aldraðra á árun- um 1975 til 1982 kemur í ljós að árið 1975 voru veittar 5 miljónir nýkróna til elliheimila í landinu en ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar ákvað síðla það ár að fella úr gildi lög frá 1973 um dvalarheimili fyrir aldraða, en samkvæmt þeim átti ríkissjóður að greiða allt að 1/3 hluta kostnaðar við byggingu og kaup nauðsynlegs búnaðar dvalarheim- ila. Þetta gerði það að verkum að fjárframlagið 1976 var einungis 1 miljón króna og fór lækkandi allt til ársins 1980, þegar það var tæplega 1 miljón króna. Þó voru veittarsem svarar 4 miljónum króna til B-álmu Borgarspítalans 1978. Á árinu 1981 varð stóra stökkið upp á við. Þá veitti ríkissjóður 9.2 miljónum til Framkvæmdasjóðs, 1.3 miljónum til Dvalarheimilis aldraðra sjómanna og 780.000 til Hjúkrunarheimilis aldraðra í Kóp- avogi. Á þessu ári mun ríkissjóður veita samtals 13.6 miljónum til bygginga aldraðra en auk þess koma tekjur gegnum beinan nef- skatt til Framkvæmdasjóðs og er áætlað að þar vefði um 20 miljónir króna að ræða á þessu ári. _v. Þessi ungi Reykjavíkursnáði lét sig ekki muna um að stökkva hæð sína í loft upp og lét haustkomu og skólahald ekkert á sig fá. Enda ekki ástæða tii. Ljósm. - eik.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.