Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 2
2 SÍDAr^- ÞJópviLJINN Fimmtudagur 7. aktóber 1982 - ■ . síðan Enginn kom bjórinn... Um þessar mundir fer fram mikil uppstokkun í kínversku stjórnkefi til að draga úr ofvexti skriffinnskubáknsins, auka af- kastagetu þess og draga úr óþarfa skjalaflóði. Nýlega voru birtar niðurstöður skýrslu sem sýndu ljóslega fram á nauðsyn endur- skipúlagningar stjórnkerfisins og byltingarkenndra breytinga á því. Árið 1980 gaf kínverska ríkis- stjórnin leyfi til að hafist yrði handa við uppbyggingu tveggja bjórverksmiðja. Framkvæmdum við aðra þeirra, sem er í Shunyi í útjaðri Pekingborgar, var lokið á 13 mánuðum og hún framleiðir nú daglega 30 tonn af bjór fyrir höfuðborgina. En eftir tveggja ára undirbúning hefur enn ekki verið hafist handa við byggingu hinnar bjórverksmiðjunnar sem er viðbót við Qingdao- bruggverksmiöjurnar og var ætl- að að auka bjórútflutning. 1 Shunyi hafði hreppstjórnin fullt vald til allrar ákvarðanatekt- ar. I Qingdao þurfti hins vegar að afla heimilda til fjárfestingar,, hönnunar, tækjabúnaðar og að- fanga hjá hinum ýmsu yfirvöld- um eins og Skipulagsnefnd ríkis- ins, Inn- og útflutningsnefnd ríkisins, Framkvæmdabanka Alþý ðunnar, Aðfangaráði, Ráðu neýti léttiðnaðarins og Korn- ráðuneytinu. Skjöl voru send sitt á hvað en ekkert varð úr fram- kvæmdum. L 90 ráö- herrum sagt upp Endurskipulagning kínverska stjórnkerfisins fer fram í tveim skrefum. Fyrst-voru 12 ráðuneyti og stjórnsýslunefndir sameinaðar í sex stjórneiningar. Viðkomandi ráðherrum og vararáðherrum var fækkað úr 117 í 27 sem er 77% fækkun. Meðalaldur þeirra er nú 57 ár í samanburði við 64 ár fyrir breytinguna. Nú er verið að framkvæma seinna skref endur- skipulagningarinnar sem er m.a. fólgið í því að 13 ráðuneyti og 18 aðrar stjórneiningar eru sam- einaðar í 7 ráðuneyti og stjórn- sýslunefndir. Þeir, sem missa störf sín við þessa uppstokkun og eru enn ekki komnir á eftirlaunaaldur, munu halda launum sínurrr óskertum. Þeim verður gefinn kostur á endurmenntun og verðaj ráðnir síðar í önnur störf. Ráð-1 herrar verða framvegis Iátnir hætta störfum og fara á eftirlaun við 65 ára aldur og vararáðherrar og deildarstjórar við 60 ára aldur. Eftir að hafa sest í helgan stein verður þeim, sem snemma tóku þátt í kínversku byltingarbarátt- unni, tryggð áframhaldandi full laun auk þess'sem þeir fá eins til tveggja mánaða laun aukalega á ári sem bónus fyrir framiag sitt.tií byltingarinnar. Það væri líklega ekki amalegt að vera vitavörður í svona vita, en þessi glæsilegi viti hrundi árið 955. Glœsilegur viti Reagan í hálsaðgerö Er Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti gekk undir háls- aðgerð í París fyrir skömmu lét hann sér í engu bregða og brosti sínu töfrandi Hollywood-brosi eins og ekk- ert væri. Aðgerðin var fólgin í því að stytta háls hans um nokkra sentímetra þannig að höfuðið passaði betur á búkinn í sýningarsalnum hjá Musée Grévin vaxmynda- safninu. Það er ekki bara í dag sem menn reisa risamannvirki. Fyrr á öldum byggðu menn ótrúleg mannvirki, nánast með höndun- um einum, því fyrir kristburð var tæknin ekki komin ýkja langt. Risaviti var reistur í Égypta- landi, á eyjunni Pharos í höfninni í Alexandríu. Hann var 200 fet á hæð og reistur af Ptojteny II, sem dó 247 fyrir krist. Vitinn hrundi því miður ,árið 955 í geysilegu óveðri og jarðskjálfta, og endan- léga í 14. öld var hann jafnaður við jörðu í enn meiri jarðskjálfta. Túrismi á ítaliu: Nekt leyfð þeim fallegu Ítalía er kaþólskt land og þar eru menn ekki búnir að gera það upp við sig hvort nekt á baðströndum brýtur í bága við velsæmið eða ekki. Fer það í reynd nokkuð eftir bæjarstjórnum á hverjum stað hvernig lög eru túlkuð og hvort konur til dæmis geta gengið um án brjóstahaldara. Á baðstað éinum á Suður-Ítalíu, Tropea, og á lítilli eyju skammt frá Sikiley, hafa bæjarstjórnir, kristi- legar reyndar, gripið til þess ráða að leyfa nakin brjóst - en aðeins þeim konum sem hafa falleg brjóst, ekki slapandi osfrv! Kvenréttind- akonur hafa vitanlega reiðst harka- lega og tekið þessa mismunun upp á.þingi. Nckt er lcyfð þeim fallegu. pf- « * i * . j., ■ ■''''. . .. *."” Snyrtilega klæddir verslunarmenn með stresstöskur ganga framhjá mótmælendum. . V erslun með dauðann Rafeindatœknin í hernaðinn Nýverið var haldin sýning á vopnaframleiðslu í Hannovec í V-Þýskalandi þar sem allra handa rafeindaútbúnaður til að auðvelda markmiðið með hernaði var á boðstólum. Nýja tæknin er óðum að leggja undir sig vopnaiðnaðinn í smáu sem stóru. Strangar reglur giltu um þá sem fengu aðgang að sýn- ingunni sem vel klæddir herrar Ekki var mikið minnst á dauða og skelfingu á sýningunni þar sem verið sóttu í stórum stíl. Nokkrum er að pranga með morðtólin. blaðamönnum tókst engu að síð- ur að smygla sér inn á sýninguna, og hafa lýst nýjustu tölum með örtölvutækni, leiser geislum og fleiru. Tuttugu og fimm þúsund manns fóru í mótmælagöngu til að vekja athygli á þessari verslun dauðans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.