Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 7. október 1982! ÞJÓÐVILJINN — StDA 15 RUV © . mw/. ■ ' Á-ý/ X - • - . / , ■ :,■/(? i ; ‘A Vlx ‘ -f . w , • J- í- ‘7 >§wf'ó? - í-ls^ f >1 7.00 Veðurfregnir: Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Ólafs Oddssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir Morgunorð: Jenna Jónsdóttir talar. 8.30 Forystugr. dagbl. (útdr.). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Ljóti andarunginn“, ævintýri H.C. Ander- sens. Þýðandi: Steingrímur Thorsteins- son, Eyvindur Erlendsson les fyrri lestur. 9.20 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Iðnaðarmál. Umsjón: Sigmar Ár- mannsson og Sveinn Hannesson. Fjall- að verður um norræna brauðviku. 10.45 Vinnuvernd. Umsjón: Vigfús Geirdal. 11.00 Við poliinn Gestur E. Jónasson velur og kynnir létta tónlist. (RÚVAK). 11.40 Félagsmál og vinna. Umsjón: Helgi Már Arthúrsson og Helga Sigurjóns- dóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til kynningar. Tónleikar. Fimmtudags- syrpa - Ásta R. Jóhannesdóttir. 14.30 „Ágúst“ eftir Stefán Júlíusson. Höf- undurinn les (4). 15.00 Miðdegistónleikar 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn- ir. 16.20 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.00 Bræðingur. Umsjón: Jóhanna Harð- ardóttir. 17.55 Snerting. Þáttur um málefni blindra og sjónskertra í umsjá Arnþórs og Gísla Helgasona. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.05 Súrefnisblómapottur Elísabet Jök- ulsdóttir les eigin ljóð og velur tónlist með. 20.30 Frá tónleikum Sinfónfuhljómsveitar íslands í Háskólabíói. 21.30 Skólinn í verkum ungra skálda - eftirmáli við útvarpserindi um skóla- leiða Egill Egilsson, Olga Guðrún Árna- dóttir og Pétur Gunnarsson lesa úr verk- um sínum. Hörður Bergmann valdi efni til upplestrar og spjallar við höfunda þess. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Annelise Rothenberger og Nicolai Gedda syngja lög úr óperettum með hljómsveit Graunkes;3 Willy Mattes og Robert Stolz stj. 23.00 „Fæddur, skírður....“ Umsjón: Benóný Ægisson og Magnea Matthías dóttir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. JJtvarp kl. 10.45: Nýr þáttur um vinnu- vernd I dag kl. 10.45 verður fyrsti þátturinn um vinnuvernd í umsjá Vigfúsar Geirdal og Auðar Styrkársdóttur, en á- formað er að þessir þættir ver- ði framvegis á dagskrá annan hvern fimmutdag á sama tíma. Auður Styrkársdóttir og Vigfús Geirdal,'sjá um vinnuverndar- þáttinn. • -Við munum taka til um- fjöllunar vinnverndarlögin og framkvæmd þeirra, sagði Vig- fús Geirdal í samtali við blað- ið. Við munum fjalla um starfsumhverfið, hávaða og efnamengun á vinnustað, Iík- amsbeitingu, öryggisbúnað og annað er varðar vinnuöryggi. Þá munum við einnig fjalla um öryggistrúnaðarmanna- kerfið sem nýju vinnuvernd- arlögin gera ráð fyrir. Við munum m.a. eiga við- töl við verkafólk og aðila vinnumarkaðarins og við ósk- um gjarnan eftir ábendingum frá fólki á vinnustöðum um efni og erurn einnig reiðubúin að leita svara við fyrirspurn- um um vinnuöryggismál. Þátturinn verður 15 mínút- ur í hvert skipti. Egill Egilsson les úr bók sinni Olga Guðrún Árnadóttir les Pétur Gunnarsson les úr bók Sveindómi. úr bók sinni Búrinu. Útvarp kl. 21.30: sinni Eg um mig frá mér til mín. SKOLINN í verkum skáldanna 3 skáld lesa úr verkum sínum í þætti Harðar Bergmann Hörður Bcrgmann náms- stjóri hjá skólarannsóknar- deild tekur upp þráðinn að nýju í erindum sínum um fyr- irbæri það sem ncfnist skóla- leiði. Þáttur hans byrjar í út- varpinu kl. 21.30 og stcndur í þrjá stundarljórðunga. Hörður sagði í samtali við Þjóðviljann að hann hefði á- kveðið að glæða þætti sína \ rneiri vídd með þvf að fá til sín þrjú ung skáld, Pétur Gunn- arsson, Olgu Guðrúnu Árna- dóttur og Egil Egilsson til að lesa uppúr verkum sínum. Að loknum upplestrinum væri svo spjallað um innihald tex- tans, en höfundarnir lesa upp- úr þeim kafla verka sinna þar sem nokkurri gagnrýni er beint að skólakerfinu. „Það er dálítið merkilegt," sagði Hörður, „að þegar þessi ungu skáld fóru að gera skólann að viðfangsefni sínu, þá var það nánast nýlunda í verkum íslenskra höfunda. Menn þurftu að fara til þess tíma er Þórbergur Þórðarson skrifaði Ofvitann þar sem hann tjáði vonbrigði sín með Kennaraskólann". Útvarp kl. 17.55: Snerting Höfum fengið góðar undirtektir hjá almenningi segir Gísli Helgason, annar umsjónarmanna þáttarins Þeir bræður Gísli og Arn- þór Helgasynir eru óþreytandi að leggja sitt af mörkum tii framdráttar hópi þeirra sem vegna blindu eða skcrtrar sjónar njóta ekki sömu möguleika og þeir sem tcljast hcilbrigðir. Frá því í júní í sumar hafa þeir séð um þátt í Útvarpinu þar sem fjallað er um málefni blindra og sjón- skertra. Gísli Helgason sagði í sam- tali við Þjóðviljann að þættir þeirra bræðra hefðu fengið góðar undirtektir hjá almenn- ingi, en minni hjá þeim hópi manna sent þessi mál snerta hvað mest. Sagði hann það miður, þar sem þátturinn væri fyrst og fremst fyrir hlustend- ur og þeir rnættu því að ósekju láta meira í sér heita. Gísli sagði að þeim bræðr- um væru hæg heimatökin í efnissöfnun fyrir þættina, hjá Blindrafélaginu, þar sem þeir starfa, er mikið safn af öllu mögulegu efni. Sagði Gísli að yfirleitt tæki það þá bræður frá V’ klst. og rnest uppí 2 tíma að vinna þættina. Gísli Helgason segir að það taki þá bræður allt uppí 2 tíma að gera einn 10 mínútna þátt. frá lesendum „A fjölunum yy „Jói enn á f jalirnar Hiö vinsæla leikrit Kjartans Ragnarssonar JÓl, sem sýnt var hjá Leikfélaginu fyrir fullu húsi í fyrravetur, veröur tekiö til sýninga á ný eftir helgina. Fyrsta sýning veröur á þriöjudagskvöldið (5.okt.). Jói fjallar eins og kunnugt er, um pilt sem er andlega þroskaheftur og þau vandræöi sem upp koma hjá fjölskyldu hans, þegar móöir hans fellur frá. í helstu hlutverkum eru Jóhann Sigurðarson, Hanna María Karlsdóttir, Sigurður Karlsson, Guðmundur Pálsson, Elfa Gísla- dóttir, Þorsteinn Gunnarsson og Jón Hjartarson. Orðaskrípi, líklega komið úr dönsku, segir lesandi Gunnar Eggcrtsson hringdi: Hann spurði hvort Þjóðvilj- inn ætlaði ekki að mynda sér neina stefnu í Útvarpsmálinu svokallaða og hvort það ætti að líðast að einkabraskarar ættu að maka krókinn á hin- um svo kallaða „frjálsa út- varpsrekstri“, og vildi hann í því sambandi spyrja „frjáls- hyggjumenn" hvort einungis væri til frelsið til að græða peninga af náunganum. Ekki sæist betur en að almenningur ætti að borga brúsann nauð- ugur/viljugur, því í tillögunum um rýmkun útvarpsréttarins væri ákvæði um það að Ríkis- útvarpinu væri heimiit að hækka afnotagjöld sín, sem svaraði minnkandi auglýs- ingatekjum. Þá vildi Gunnar koma því á framfæri við þá sem skrifa í dagblöðin að menn ættu ekki að vera að nota orðið fjalir í tíma og ótíma þegar verið væri að ræða leikhúsmál, s.s. Jói á ijölunum eða Skilnaður á fjöl- unum. Sagði Gunnar að til væri mun betri íslenska en þetta. Líklega væri þetta orð- skrípi angi af dönskuslettu. Gunnari finnst að Þjóðviljinn ætti að hafa uppá útvarpser- indi Helga Péturssonar þar sem Helgi ræddi um hinn „frjálsa útvarpsrekstur“. Eignarfalls - s Sigrún hringdi: Hún spurði í framhaldi um- ræðna ' um eignarfallsmynd nafna, hvort mönnum væri frjálst að nota eignarfalls-s eða hvort mönnurn væri gert að gæta samræmis í notkun sbr. Eldjárn eða Eldjárns. Marx eða Marxs. Einn af prófarkalésurum Þjrtðviljans Gísli Sigurðs- son svarar: Mönnum er notkun eignarfalls-s algerlega frjáls, en samræmis þarf að gæta, ,þ.e. efþaðernotað einu sinni, þá alltaf. Meginreglan ætti að vera sú, að myndun eignar- fallsins falli sem best að ís- lensku máli, og menn ættu að .leggja sig eftir því að blæ- brigði málsins haldi sér. ■i nniTniiMiWMiii mn himi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.