Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Kraftabrauðið kynnt í bakaríinu í Austurveri. Ljósm - eik — anntu brauð að baka? Norræn brauðavika stendur yfir þessa viku, og er þetta í annað sinn sem slík vika er haldin. Bakarar vilja með þessu kynna framleiðslu sína, og hefur verið valið sérstakt brauð, sem hvarvetna er selt þessa viku, - svonefnt kraftabrauð. f»etta er fremur gróft brauð og kostar það kr. 18.60. Á blaðamannafundi, sem for- svarsmenn bakara héldu ti! að kynna brauðavikuna, kom fram að samvinna hefur verið á milli Norðurlandanna um brauðgerð og bakstur í marga áratugi. Þegar árið 1934 fór maður héðan til Danmerkur til að kynna sér danska brauðgerð, en á undan- förnum árum hefur samstarfið orðið skipulegra, og hvarvetna hefur brauðneysla aukist. Er það ekki síst að þakka aukinni fræðslu um hollustu brauða og sí- aukinni fjölbreytni, sem amk. hér a landi hefur gerbreytt af- stöðu manna ti þessarar fæðuteg- undar. Bakarar hér á landi hafa sýnt mikinn áhuga og tekið vel við þeirri vakningu sem hér hefur orðið í manneldismálum al- rnennt. Það kom einnig fram á blaða- mannafundinum að marga sjúk- dóma má rekja til skorts á trefja- efnum, en sem kunnugt er eru gróf brauð meðal algengra fæðu- tegunda sem innihalda hvað mest af trefjaefnum. Dr. Jón Óttar Ragnarsson, matvælaefnafræð- ingur, sem einnig var á fundin- um, sagði að hann teldi að íslensk brauðgerð stæði mjög framar- lega, en eitt brýnasta verkefnið nú væri að vítamínbæta hvíta hveitið, sem ætíð er mikið notað í brauðgerðinni. Þau efni sem ís- lendingar hafa hvað mesta þörf fyrir eru járn og bj, en þau eru meðal þeirra efna sem tapast úr grófa korninu við vinnslu. Þá kom einnig fram að hér er korn til manneldis ekki rannsakað að staðaldri, en hins vegar er dýrafó- ður undir meira eftirliti, og var talin mikil nauðsyn á að bæta úr því. Brauðavikan stendur yfir fram á sunnudag, og sem fyrr segir er hvarvetna hægt að fá brauð vik- unnar, kraftabrauðið, auk alls annars brauðs sem framleitt er. Búta- saumur Bútasaumur er mjög vinsæl handavinna, enda fáar aðferðir sem nýta betur afganga af ýmiss konar efnum. Hér er ný tegund af bútagerð, sem er ennþá auðveldari og fljótlegri en þær fyrri, en að vísu endist hluturinn ekki eins vel. Hér eru klippt saman alls kyns bréf og veggfóður, gjafapappír og límmið- ar og látið mynda mynstur. Á myndinni sjáum við körfu úr viðar- spæni, sem hefur verið „bætt”. Einnig er tilvalið að nota þetta á t.d. lampaskerma, bréfakörfur, Blóðmör og lifrarpylsa Við sögðum frá því á síðustu síðu að nú væri farið að selja slátur, og því er ekki úr vegi að birta hér uppskrift af slátri. Við höfum feng- ið hér afbragðs uppskrift, og höf- um smakkað á lifrapylsunni, og getum vitnað um að hún er hreint sælgæti. Við þurftum ekki að fara langt eftir uppskriftinni; símavörð- urinn okkar hér á Þjóðviljanum, Sigríður Kristjánsdóttir, gaf okkur hana. Lifrarpylsa 8 stk,. lambalifrar 16 stk. nýru 2 iítrar nýmjólk 4 dl heitt vatn 4 msk kjötkraftur (Maggi buljong pulver) 4 msk fint salt 750 gr. haframjöl 1500 gr. rúgmjöl 2.5 kg tínt brytjaður mör Salt og kjötkraftur sett úl í vatnið og síðan mjólkin. Blandað saman við lifur og nýru sem hafa verið hreinsuð og tvíhökkuð. Þurrefnin sett smátt og smátt út í og hrært vel saman. Sett í keppi og saumað fyrir. Soðið í söltu vatni í 2-27: klst. Blóðmör 1 lítri blóð 27: dl. vatn 'h msk fínt salt 'h msk kjötkraftur 500 g rúgmjöl 250 g haframjöl 400 g mör Gert á sama hátt og lifrarpylsan. bakka, sem glerplata er sett yfir, eða einfaldlega búa til klippimyndir upp á vegg Attu gamlan og sterkan rúntgafl, sem þú ert í vand- ræðum með? Hér er járngafl málaður og notaður til að gcyma í reiðhjólin. Það getur verið gott að hugsa svolítið, áður en öllu göntlu er fleygt á haugana. Ertu aö byggja eða bæta? Þeir eru víst nokkrir sem eru ennþá að byggja á þessum síðustu og verstu tímum. Svo undarlegt sem það er sjást mjög sjaldan skrif um það í blöðum hvað það kostar að byggja, hvað hið ýmsa efni kost- ar, vinna o.s.frv. Þótt obbinn af fjármunum manna fari í þak yfir höfuðið, sem fólk ýmist kaupir, byggir, endurbætir eða leigir, eru sjaldnast skrif um leiðir til sparna- ðar í blöðum. Við á;ttum að reyna að taka þessi mál fyrir hér á síðunni eftir getu og erum fegin ábending- um. Hérertil að byrja með nýjasta verðið á sementi. Til samanburðar má geta þe'ss, að á nýja verðinu kostar 50 kg. poki af Portland sem- enti 111 krónur með söluskatti, en kostaði áður kr. 100.20. Portlandsement: Kr. 1.798,00 hver smálest án söluskatts. Hraðsement: Kr. 2.114,00 hver smálest án söluskatts Gull- hamarinn í tilefni af brauðavikunni gefúm við íslenskum böku- rum gullhamarinn að þessu sinni. Hann fá þeir fyrir að hafa bætt rækilega úr fátæk- legu brauðaúrvali lands- manna. Þegar við, sem eigum skólabörnin í.dag, vorurn sjálf í skóla, var aðeins um örfáar brauðtegundir að velja. það var sem sagt fransbrauð, heilhveiti, normal, malt og rúgbrauð. En nú eru tegund- irnar nánast orðnar óteljandi og engin ástæða til að flytja inn erlend brauð, sem enginn veit hversu lengi hafa verið á leiðinni frá ofninum á diskinn þinn. íslensku brauðin eru ekki bætt neinum rotvarnar- efnum, en við óskum eftir því að hveitið, sem í þau er notað, verði vítamínbætt, til að auka á hollustuna. Og brauð er ekki dýr matur. 500 gramma brauð kostarca. 15 krónur, og það eru ekki margar matar- tegundir af hliðstæðum gæ- ðum sem eru svo ódýrar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.