Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 11
x iiiiiuiuuu^ui /. uKiuuer vyoL Umsjón: Víðir Sigurðsson FH komst tiu mörkum yflr! Sta ,vn í 1. deil .i karla í hand- knatíleík eft ir lei kina í r rkvöldt: 4 0 1 135:104 8 Vsking 5 KR 5 Valur. .. S Þróttur.. .. 4 Stjarnari......... 4 Fram 4 49:03 ; 06:8B 95:85 79 83 ?9:83 89:102 87:98 Þróttur og ÍR leika í Laugar- dalshöllinni í kvöld kl. 20. Alfreð Gíslason KR-ingur brýst í gegnum vörn FH og skorar. - Mynd - eik og vann stórsigur á KR-ingum Það er ýmist í ökkla eða eyra í 1. deild karla í handknattleik. Annað hvort vinnast leikir með sáralitlum niun eða rótbursti. Enn eitt dæinið um slíkt skeði í Hafnarfirði í gærkvöldi þar sem FH tók KR-inga heldur betur í gegn og sigraði með átta marka mun, 29:21, eftir að hafa leitt með tíu mörkum rétt áður. FH náði fljótlega yfirburðastöðu, 9:3 og síðan 12:5. Anders Dahl og Alferð Gíslason hjá KR voru teknir úr umferð og hraðinn keyrður upp í sókninni. Vörn KR var úti á þekju, svo allt hjálpaðist að. En FH-ingar sprungu á hraðanum og KR minnkaði muninn í 17:13 fyrir leikhlé og síðan í 17:15. Þá gerði FH út urn leikinn með sex mörkum í röð, 23:15 síðan 28:18 og 29:19 en tvö síðustu mörkin voru KR-inga. Sverrir Kristinsson markvörður FH var besti maður liðs síns og hrein- lega lokaði markinu þegar FH tók sprettinn í byrjun síðari hálfleiks. Þeir Guðjón Guðntundsson og Óttar Mathiesen áttu einnig mjög góðan leik og í heild var FH-liðið afar sterkt. Óttar 7, Kristján Arasón 7, Hans Guð- mundsson 5, Guðjón 4 og Guðmundur Magnússon 4 voru markhæstir. Alfreð og Stefán Halldórsson stóðu uppúr í slöku liði KR. Alfreð skoraði 8 mörk, Stefán 4 og Anders Dahl Nielsen þrjú. - lg/VS Markvörður nærri orðinn markhæstur Það voru engin smá átök sem áttu sér stað í Laugardalshöllinni i gær- kvöldi þcgar Víkingur og Valur mættust þar í 1. deild karla í handknatt- leik. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku og allt að því slagsmálum á köflum og verður þar engu uin kennt nema slæmum tökum dómaradúetts- ins á gangi mála. Víkingar sigruðu nokkuð örugglega 17:14. Valsmenn byrjuð betur en þegar vörnin hjá Víkingi fór að þéttast um miðbik fyrri háltleiks lentu þeir í erfiðleikum. Víkingar náðu ágætri for- ystu fyrir leikhlé, 10:7, og komust síðan í 13:8 og 16:10. Eftir það voru möguleikar Valsmanna á stigi úr sögunni þó þeint tækist að minnka muninn undir lok leiksins. Góður varnarleikur gerði gæfumuninn fyrir Víking en í sókninni gekk misjafniega þar sem vörn Vals, þó án Þorbjarnar Jenssonarsemer veikur, tók afar hraustlega á rnóti. Þorbergur Aðalsteinsson átti einna bestan leik Víkinga og þá varði Kristján Sigmundsson ágætlega en úthlaup hans úr niarkinu eru stundum nokkuð vafasönt og liann einu sinni heppinn að vera ekki rekinn af leikvelli. Þorbergur 5 og Sigurður Gunnarsson 3 skoruðu flest marka Víkings. Vörnin var sterk hjá Val en sóknin frekar ráðlítil oft á tíðum. Steindór Gunnarsson komst einna best frá leiknum en þáttur Einars Þorvarðar- sonar ntarkvarðar var ansi sérstakur. Hann varði tvö vítaköst, lét reka sig útaf, skoraði mark og var ntjög nærri því að bæta tveimur við. Þá hefði hann orðið markahæstur því þeir Steindór og Theódór Guðfinnsson skoruöu flest ntarka Vals, 3 hvor. - Vs Forest sagði sex í M j ólkurbikarnum Rotherham-Q.P.R.................2:1 Onnur umferð enska öeildabikars- ins, sem heitir víst Mjólkurbikar- inn nú þar sem hann er auglýstur upp af breska mjólkursamlaginu, hófst nú í vikunni og var leikið í gærkvöldi og fyrrakvöld. Þetta eru fyrri leikir liðanna og hafa úrslit orðið þessi: Arsenal-Cardiff...................2:1 Aston Vllla-Notts County..........1:2 Bolton-Watford....................1:2 Brentford:Blackburn...............3:2 Bristol City-Sheffield W..........1:2 Bristol Rovers-Swansea............1:0 Burnley-Middlesboro...............3:2 Chelsea-Tranmere..................3:1 Colchester-Southampton............0:0 Derby-Hartlepool................ 2:0 Fulham-Coventry...................2:2 Gillingham-Oldham.................2:0 Huddesfield-Oxford................2:0 Ipswich-Liverpool.................1:2 Leeds-Newcastle...................0:1 Lincoln-Leicester............... 2:0 Luton-Charlton.................. 3:0 ■ Manch.Utd.-Bournemouth..........2:0 Newport-Everton...................0:2 Norwich-Preston...................2:1 Nottm.Forest-W.B.A................6:1 Northampton-Blackpool.............1:1 Peterborough-Crystal Palace.......0:2 Rochdale-Bradford City............0:1 Shrewsbury-Birmingham...........1 ;1 Stoke City-West Ham.............1 ;1 Tottenham-Brighton...............1;1 Wigan-Manch.City.................1:1 Wolves-Sunderland................1:1 Sigur Bristol Rovers á Swansea kemur mest á óvart. Tim Parkin skoraði sigurmarkið á lokamínút- unum. Liverpool komst í 0:2 á Portnian Road. Ian Rush skoraði tvívegis, en John Wark minnkaöi muninn fyrir Ipswich. Manch. City lenti í vandræðum með 3. deildar- lið Wigan. Dennis Trueart kom City yfir en Tommy Caton gerði sjálfsmark og jafnaði þar með fyrir strákana hans Larry Lloyd. Jim Melrose kom Coventry í 0:2 í London en Tony Gale og Roger Brown jöfnuðu fyrir Fulham. Ars- enal lenti í basli með 3. deildarlið Cardiff en Paul Ðavis skoraði i sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Ste- ; ve McMahon og Andy King skoruðu fyrir Everton í newport og Bill Kellock skoraði tvívegis fyrir Luton í sínum fyrsta leik fyrir fé- lagið en hann var keyptur frá Pet- erborough í surnar. - VS Haukastúlkur sprungu Haukastúlkurnar veittu erkifjendunum úr FH harða keppni í 1. deild kvenna í handknattleik í gærkvöldi. Þær leiddu 4:3 í hálfleik en sprungu í síðari hálfleiknum og FH vann nokkuð öruggan sigur, 13:9. Grótta vann stórsigur á Ármanni í 2. deild karla í gærkvöldi, 25:17, í Laugardalshöll. Grótta er því á toppi deildarinnar rneð sex stig úr þremur leikjum en þessi tvö félög komu upp úr 3. deild sl. vor. - VS Charlton? Stjórnarformaður enska 2.deild- arfélágsins Charlton Athletic er nú staddur í Barcelona en stórliðið spænska hefur samþykkt að fyrrum knattspyrnumaður Evrópu, Dan- inn litli Allan Simonsen, fari til Lundúnaliðsins. Spánverjarnir vilja fá 300,000 pund fyrir Simon- sen en þeir hjá Charlton, seni þó hugsa greinilega afar stórt þessa dagana, eru ekki alveg reiðubúnir til að greiða þá upphæð og um hana er nú þjarkað þar suðurfrá. - VS Svíar stálu stigi í Prag Belgar unnu góðan sigur, 3:0 á Svisslendingum í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu en þjóðirn- ar léku í Brússel í gærkvöldi. Þá gerðu Tékkar og Svíar jafntefli, 2:2, í Prag en Svíar skoruðu bæði inörk sín á lokamínútuin leiksins. „Eigum ágæta mögu- lelka í Dublm” „Við hefðum átt að vinna þennan leik. Strákarnir báru of mikla virð- ingu fyrir þeim írsku í fyrri hálfleik en síðari hálfleikurinn var góður. Þetta eru svipuð lið og ég tei að við eigum ágæta mögulcika í síðari leiknum í Dublin”, sagði Haukur Hafsteinsson, þjálfari íslenska unglingalandsliðs- ins í knattspyrnu, eftir að liðið hafði gert jafntefli, 1-1 við Ira í Laugar- dalnum í gær. Leikurinn var liður í Evrópukeppni unglingalandsliða í gær. Islensku strákarnir byrjuðu vel og Sigurður Jónsson koni þeim yfir er hann skoraði á 10. mín. með skoti af 20 m færi sem breytti stefnu af írskum varnarmanni. Það sem eftir .var hálfleiksins voru írarnir öllu sterkari og þeim tókst að jafna. í síðari hálfleiknum lifnaði yfir íslenska liðinu á ný og nokkrum sinnum munaði litlu við írska markið. írarnir sóttu nokkuð síðustu mínúturnar en jafnteflið stóð. Sigurður Jónsson, Guðni Bergsson og Hlynur Stefánsson voru bestir í ágætu íslensku liði. Síðari leikur liðanna verður í Dublin 10. nóvember. ________________-VS Jóhannes tilkynn- ir Irlandsfarana 1 Jóhannes Atlason landsliðsþjáif- ari í knattspyrnu tilkynnti í gær hvaða 16 leikmcnn hann hefði valið fyrir leik íriands og íslands sem fram fer í Dublin næsta miðviku- dag. Þeir eru eftirtaldir: Markverðir Þorsteinn Bjarnason, ÍBK Guðmundur Baldursson, Fram Aðrir leikmenn: Arnór Guðjohnsen, Lokeren Atli Eðvaldsson, Dússeldorf Lárus Guðmundsson, Waterschei Pétur Ormslev, Dússeldorf Pétur Pétursson, Antwerpen Sævar Jónsson, CS Brúgge Örn Óskarsson, ÍBV Ómar Torfason, Víkingi Marteinn Geirsson, Fram Óiafur Björnsson, Beiðabliki Sigurður Lárusson, ÍS Viðar Halldórsson, FH Gunnar Gíslason, KA Ragnar Margeirsson, ÍBK Ásgeir Sigurvinsson, Janus Guð- laugsson og Karl Þórðarson gáfu ekki kost á sér vegna meiðsla og er þar skarð fyrir skildi en samt verð- ur þetta landslið okkar að teljast í sterkara lagi og ætti að geta veitt írska liðinu harða keppni. - VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.