Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Kveðjuorð Ingólfur Jónsson Fœddur 28. júní 1892 Dáinn 27. september 1982 Þeir hníga nú óðum til foldar,' mennirnir, sem fæddir voru fyrir og um síðustu aldamót og beittu öllum sínum hæfileikum til þess að gera sósíalíska verkalýðshreyfingu að því áhrifavaldi, sem hún nú er og gerbreyta lífskjörum verkalýðsins úr örbirgð í bjargálnir. Ingólfur Jónsson óx strax í föð- urhúsum, - litla timburhúsinu í „Bótinni” á Akureyri, - upp í and- rúmslofti rísandi verkalýðshug- sjóna. Faðir hans, Jón Friðfinns- son var einn af þeim, sem fyrir aldamótin var með í að stofna fyrsta verkalýðsfélagið á Akureyri og endurreisa það aftur eftir alda- mótin og var 1916 sendur af því félagi út á Dalvík til að stofna þar „Verkamannafélag Svarfdælinga”. Og Finnur, bróðir Ingólfs var á Ak- ureyri umboðsmaður „Réttar” er hann hóf göngu sína. Sú fjölskylda öll var vígð hugsjón frelsisbaráttu hins snauða verkalýðs. Ég minnist þess enn vel, er við stofnuðum Jafnaðarmannafélag Akureyrar 1924 uppi í íbúð Ingólfs og Ingibjargar Steinsdóttur, þeirrar ágætu leikonu, uppi í risinu í húsi Sigurðar Bjarnasonar í Gler- árgötu. Við vorum aðeins 10 stofn- endur, en félagsskapnum og hreyfingunni óx brátt fiskur um hrygg. Og það var mikils virði fyrir okkur, þá ungu, að hafa reyndan mann sem Ingólf með er fyrstu sporin voru stigin. Hann varð gjaldkeri Verkalýðssambands Norðurlands, er það var stofnað 1925, og 1926 fór hann til Húsavík- ur og stofnaði „Jafnaðarmannafé- lag Þingeyinga”. Því Ingólfur var enginn nýgræð- ingur í baráttu sósíalismans á ís- landi. Strax og hann hafði lokið laganámi hér syðra tók hann að vinna við Alþýðublaðið nýstofnáð, Villur í leik- dómi um „Skilnað” Villur tróðu sér inn í umsögn sem birtist hér í bláðinu í gær um leikritið Skilnað. Ein var hörmu- legust. Þegar skrifað var um leik Guð- rúnar Ásmundsdóttur í hlutverki Kristínar kom þetta á prent: „Ekki tekst henni að koma því til skila, að í ástlitlum smáheimi þessa verks er það Kristín, sem helst átti einhvern hlýjuforða....“ Hér er öllu snúið því eitt orð vantar: Setningin átti að byrja á orðunum:„Ekki sísttekst hennivel að koma til skila..." í annarri setningu varð ruglingur - þar er sagt að leikhúsgestir viti ekki mikið meira um ferðir eigin- mannsins í leikritinu „en hóflega forvitnir kunningjar þeirra hjóna úti í bæ gætu varla vitað það“. Hér átti að standa „ekki meira ...en hóflega forvitnir kunnirigjar úti í bæ gætu vitað”. Aðrar villur eru smærri. ÁB aðalhjálparhella Ólafs Friðriks- sonar - og oft held ég að Alþýðu- blaðið hafi átt það undir dugnaði hans og fórnfýsi að það komst út þá. Fyrir utan alla boðun sósíalism- ans á síðum þess, tók hann upp á að þýða jafnvel „Tarsarí’ neðanmáls í blaðinu til þess að gera það vinsælt - og ná í nokkurn pening við sér- prentun síðar.Og Ingólfur þýddi líka margt af vinsælustu bókum Jack Londons í blaðið til að halda því uppi með vinsælu efni. - Þáttur Ingólfs í þeirri blaðaútgáfu hefur vart verið metinn að verðleikum enn. Nokkru eftir að jafnaðarmenn tóku meirihluta á Isafirði, - en Finnur bróðir Ingólfs var einn aðalforystumaður hreyfingarinn- ar, þar, - varð Ingólfur bæjarstjóri þar og fluttu þau hjón þá frá okkur Akureyringum og var mikil eftir- sjón í. En oft átti maður eftir að heimsækja þau í Neðsta- kaupstaðnum á ísafirði. Ingólfur var einn af stofnendum Kommúnistaflokksins og Sósíalist- aflokksins síðar. Alla sína starfsævi vann hann hugsjóri vorri og hreyf- ingu allt hvað hann mátti og að- stæður hans leyfðu. íslensk alþýða kveður hann að leiðarlokum með þökkum fyrir allt, sem hann vann henni einmitt þegar erfiðast var ísinn að brjóta og baráttan krafðist fórnfýsinnar en gat lítil laun veitt. Hún mun geyma minninguna um hann ásamt öðrum brautryðjendum úr kynslóð hans. Aðstandendum öllum eru send- ar innilegustu þakkir og samúðar- kveðjur. Einar Olgeirsson. Með Ingólfi Jónssyni hrl. mun í dag til moldar borinn einn hinn síð- asti af frumherjum jafnaðarstefn- unnar á íslandi. Ingólfur Jónsson var fæddur 28. júní 1892 á Stóra Eyrarlandi í Eyjafirði, en Akur- eyrarkaupstaður stendur nú að tals- verðu leyti á landi þess. Faðir Ing- ólfs var Jón Friðfinnsson, Jóseps- sonar Tómassonar bónda á Hvass- afelli, en móðir hans Þuríður Sess- elja Sigurðardóttir frá Brimnesi í Svarfaðardal. Jósep langafi Ingólfs dó 85 ára gamall 1825, og var Frið- finnur yngstur 22 barna hans og upp alinn hjá bróður sínum, sem var sextugur er hann fæddist. Rannveig móðir Jónasar Hall- grímssonar var bróðurdóttir Jös- eps, svo að þeir Jónas og Ingólfur voru af þriðja og fjórða. Foreldrar Ingólfs fluttust að Harðbak á Sléttu, nyrsta bæ lands- ins, þegar hann var á fyrsta ári, og þaðan voru fyrstu bernskuminn- ingar hans, en þau fluttust aftur til Akureyrar 1898. Þar varð Friðfinn- ur faðir hans einn af forystu- mönnum Verkalýðsfélags Akur- eyrar og gjaldkeri þess í mörg ár. Friðfinnur var hagur maður og lagði gjörva hönd á margt. Hjá honum iærði Ingólfur snemma að hnýta net. Fjórtán ára gamall hóf Ingólfur prentnám hjá Oddi Björnssyni, en fór ári síðar, vorið 1913, til Reykja- víkur í Prentsmiðjuna Gutenberg Vináttufélag VÍK Islands og Kúbu Aðalfundur veröur haldinn í Félagsstofnun stúdenta (- hliöarsal) föstudaginn 8. október kl. 20.30. Mætum öll. Stjórnin og síðan í Prentsmiðjuna Rún, sem þá mun hafa verið fullkomnasta prentsmiðja á íslandi. Áður en Ingólfur lauk námi í prentiðn, hóf hann áð lesa undir stúdentspróf, 1915. Settist hann í þriðja bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri 1915-16, og síðan í lærdómsdeild Menntaskólans í Reykjavík og lauk frá honum stúdentsprófi 1919. Hugur hans stóð til náms í efna- fræði og eðlisfræði, en átti ekki kost á styrk til þess, svo að hann innritaði sig í lögfræði við Háskóla íslands. Á sumrin hafði Ingólfur unnið ýmis störf, verið til sjós og hnýtt net. Til sjós var hann sumurin 1915 og 1916 „og vatt (sér) þá að því að endurreisa sjómannafélagið á Ak- ureyri,“ og var hann kjörinn full- trúi þess á þing Alþýðusambands Islands. I Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur gekk Ingólfur 1919. Um það leyti vann Ólafur Friðriks- son að stofnun Alþýðublaðsins og var ritstjóri þess, er það hóf göngu sína 29. október 1919, en Ingólfur varð blaðamaður þess og að nokkru leyti Hendrik Ottósson, Sigurður Jónasson og Dýrleif Árnadóttir. Frá blaðamennsku sinni sagði Ingólfur svo: „Það féll í minn hlut að koma blaðinu út. Al- þýðublaðið var prentað í Guten- berg. Þar var ég alltaf mættur kl. 8 á morgnana. Þegar eyður voru í blaðinu þurfti að fylla upp í þær. Ég safnaði fréttum og skrifaði greinar um hvað eina... Ég þýddi oftast framhaldssögurnar, sem komu. ....Ég þýddi Kol konung eftir Upt- on Sinclair og ég þýddi Tarzan- sögurnar. Ólafur hafði haft með sér frá Englandi eina Tarzan- söguna í vasanum.” Meðan Ólafur var í utanferðum, sá Ingólfur um ritstjórn Alþýðublaðsins. Og þess má geta, að það var fyrir orð lng- ólfs, að Stefán Jóhann Stefánsson fór í fyrsta sinn í framboð. Á þingi Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins 1922 komu í fyrsta sinn glögglega í ljós þau skil, sem til þessa dags hefur gætt í stjórnmálasamtökum verkalýðs- hreyfingarinnar, og var Ingólfur helsti talsmaður vinstri armsins á því. Þótt hægri armurinn væri ekki í meirihluta á þinginu, var Ólafur Friðriksson leystur undan ritstjórn Alþýðublaðsins, en gerður að er- indreka Alþýðuflokksins. Um það leyti lét Ingólfur af blaðamennsku við Alþýðubiaðið, en fleira bar til þess. Ingólfur þáði 1922 það boð Sig- urðar, sonar Odds Björnssonar, að verða meðeigandi í prentsmiðju þeirra, en undanfarandi ár hafði Ingólfur gefið út í bókarformi Tarzan-sögur þær, sem hann þýddi í Alþýðublaðið. Og rak Ingólfur prentsmiðjuna næstu ár ásamt Sig- urði, jafnframt því sem hann las lögfræði, er hann lauk í prófi 1925 Ari síðar seldi hann hlut sinn í Prentsmiðju Odds Björnssonar. Bæjarráðsmaður á ísafirði var Ingólfur ráðinn 1926 og gegndi því starfi til 1934 (með titlinum bæjar- stjóri frá 1930). Frá aðkomu sinni til ísafjarðar sagði hann svo:„1926, einmitt, þegar ég kom til ísafjarð- ar, kreppti þar að. Bankarnir voru að lýsa alla útgerðarmenn gjald- þrota. Útgerð var að verða lítil sem engin í bænum. Við í meirihluta í bæjarstjórninni urðum að duga eða drepast. Það varð til þess, að við stofnuðum Samvinnufélag ísfirð- inga í desember 1927. Það var út- gerðarfélag. Finnur bróðir minn var ráðinn framkvæmdtjóri þess, en ég samdi lög þess. Úm hvern einasta bát, sem keyptur var, stofn- uðum við félag. Þau úrðu sjö áð tölu. Það voru eiginlega þau, sem mynduðu síðan Samvinnufélag ís- firðinga. Þegar 1928 ábyrgðist ís- afjarðarbær lán til þess að upphæð 200.000 krónur. Fyrir lánið lét samvinnufélagið smíða fimm vél- • báta í Noregi og Svíþjóð. Bátar þessir voru ísbjörn, Sæbjörn, Val- björn og Vébjöm, en 1929 voru Auðbjörn og Gunnbjörn smíðaðir í Svíþjóð. Þeir voru bestu véibát- arnir, sem þá voru á íslandi. Þeir voru fyrstu bátarnir af sinni stærð, rétt um 40 tonn. Vélar í öllum bát- unum voru af sömu gerð. Við feng- um umboð fyrir vélarnar og höfð- um stóran lager á ísafirði. Bátarnir voru á línuveiðum á vertíð, en fóru á sfldveiðar á sumrin. Strax fyrsta árið keyptum við söltunarstöð á Siglufirði. Þar söltuðum við sjálfir sfldina af bátunum. Finnur bróðir minn var forstöðumaður (Sam- vinnufélags ísfirðinga) alla tíð.“ Málflutningsskrifstofu í Reykja- vík rak Ingólfur frá 1934 til 1945, að hann varð lögfræðingur Skip- aútgerðar ríkisins, 1945, en því starfi gegndi hann til 1962. - Ingólf- ur var tvíkvæntur. Ingibjörgu Steinsdóttur giftist hann 1922 og át.ti með henni fimm börn, en þau slitu samvistum. Síðari kona hans er Sólveig Sigurðardóttir Njarðvík og eignuðust þau fjögur börn. Ingólfur Jónsson var meðlimur í Kommúnistaflokki íslands og síð- an í Sameiningarflokki alþýðu, - Sósíalistaflokknum. Viðhorf hans voru ávallt viðhorf vinstri manna árabils þeirra. í viðtali 1973 sagði hann: „Við, sem stóðum vinstra megin, vorum sannfærð um, að svo merkileg tímamót væru að verða í Rússlandi, að við þyrftum að fylgj- ast nákvæmlega með þróun mála þarlendis, jafnvel þótt rússnesku kommúnistarnir kynnu að vera brokkgengir. Þar var verið að gera fyrstu tilraunina til að koma á fót því þjóðfélagi, sem Marx og Engels höfðu sagt fyrir. Af mínum sjónar- hóli séð er hún enn það merkileg- asta, sem sprottið hefur upp úr bar- áttu verkalýðsins, alveg skilyrðis- laust. Rússnesku kommúnistarnir . hafa alið þjóð sína upp í allt öðrum hugsunarhætti en þeim, sem uppi er í Vestur-Evrópu." Reykjavík, 6. október 1982. Haraldur Jóhannsson. LANDSRAÐSTEFNA samtaka herstöðvaandstæðlnga Bergþóra. Anton Helgi. Elfsabet. verður haldin að Hótel Heklu i Reykjavík, laugardaginn 9. og sunnudaginn 10. október. DAGSKRA Laugardag 9. okt. Kl. 10.00 Landsráðstefnan sett Skýrsla formanns - Pétúrs Reimarsson. Skýrsla gjaldkera - Jón Á. Sigurðsson. Umraeður Kl. 14.00 Inngangserindi um eftirtalin etni: 1. Staðan f herstöðvarmálinu - Árni Hjart- arson. 2. Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd - Jón Ás- geir Sigurðsson, Keneva Kunz. 3. Friðarhreyfingar - Kristín Ástgeirsdóttir. 4. Starfs- og fjárhagsáætlun. - Rúnar Ármann Arthúrsson. Kl. 15.30 Umræðuhópar starfa. Kl. 21.00 Kvöldvaka í Félagsmálastofnun stúdenta með dansleik. Fram koma: Bergþóra Árnadóttir, .Karl Guðmundsson, Ant- on Helgi Jónsson, Elísabet Þorgeirsdóttir, Kelt- ar og fleiri. Sunnudag 10. okt. Kl. 9-12 Umræöuhópar starfa # Kl. 13.00 ■ Niðurstöður umræðuhópa. Almennar umræður. Kjör miðnefndar. Kl. 17.00 s Ráðstefnuslit. Fundarstjórar: Garöar Mýrdai, Óskar Guðmundsson. Garðar. Óskar. Þátttaka tilkynnist i síma 17966

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.