Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 7. október 1982 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum Aðalsími Kvöldsími Helgarsími sínum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285,Jijósmyndir 81257. afgreiðslu 81663 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. i 81333 81348 Rekstur nokkurra sjúkrahúsa: Daggjöld oft ekki í sam- ræmi við kostnaðínn Rætt um efna hagskerfið Alþýðubandalagið í Reykjavík gengst fyrir fundi í kvöld þar sem rætt verður um efnahagskernð á íslandi og er Þröstur Ólafsson hag- fræðingur frummælandi. Hér er um annan fundinn að ræða í fund- aröð félagsins um efnahagsmál. Fundurinn verður í Sóknarsaln- um að Freyjugötu 27 og hefst kl. 20.30. Eru allir félagar og stuðn- ingsmenn Alþýðubandalagsins hvattir til að fjölmenna. Flokks- pólitík í fyrirrúmi Borgarstjórn fjallar í dag um tillögur Davíðs Oddssonar um tiifærslur cmbættismanna innan stjórnkerfís borgarinn- ar og cndurskipulagningu á embættismannatoppnum. Ekki er verið að fækka mönnum, því engum er sagt upp skv. tillögunum, en sex embætfísmcnn cru fíuttir til allt frá fulltrúa skrifstofu- stjóra borgarverkfræðings til stöðu borgarritara. Hefur tillögunum verið líkt við færiband, flokkspólitískar hrókeringar og úthlutun launa fyrir dyggileg störf, en engin af hinum nýju starfsheitum verða auglýst skv. tillögu borgarstjóra. í bókun Sigurjóns Péturs- sonar í borgarráði kemur fram, að með tillögunum sé gróflega gengið fram hjá þeirri meginreglu að auglýsa skuli stöður, en tillaga Guð- rún'ar Jónsdóttur þar um hlaut aðeins tvö atkvæði í borgar- ráði. Guðrún Jónsdóttir.bendir á í sinni bókun, að þar sem eng- in rök fylgi tillögunum og eng- ar stöður eigi að auglýsa, sé hér um pólitískar hrókeringar að ræða og grunur vakni um að flokkspólitískir hagsmunir ráði fyrst og.fremst ferðinni. Tillögurnar leiði hvorki til einföldunar né sparnaðar í rekstri borgarinnar. Sérstök nefnd hefur starfað frá hausti 1980 til að gera athug- anir á starfsmannahaldi nokk- urra sjúkrahúsa og hæla með það fyrir augum að gera rekst- uriinn sem hagkvæmastann á hverjum stað. Þar kom m.a. í ljós að sveitarstjórnir eru of af- skiptalitlar um stjórnun og rekstur sjúkrahúsanna og að oft er ekki aflað heimilda stjórn- valda til rekstrarbreytinga áður en í þær er ráðist. Nefnd þessi, sem hlaut nafnið Sjúkrahúsanefnd og var skipuð af heilbrigðis- ogfjármálaráðherrum, hefur kannað rekstur Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, sjúkra- húsanna á Húsavík, Keflavík, Neskaupstað og Landakoti í Reykjavík, og var greinargerðum skilað að hverri og einni könnun lokinni. Mjög fáar athugasemdir voru gerðar við fjölda starfsmanna, en oft virðist rnikið um hlutastörf sem gerðu allan rekstur óhagkvæmari en ella. Þá lagði nefndin til að sum húsanna þyrftu á sérhæfðara starfs- liði að halda. Það, að heimilda skuli ekki alltaf leitað til stjórnvalda fyrir rekstrar- breytingum sjúkrahúsanna, leiðir til ósamræmis í daggjöldum, og j segir í áliti sjúkrahúsanefndarinnar ' að daggjaldanefnd sjúkrahúsa fái ekki nauðsynlegar upplýsingar um raunveruleg rekstrarumsvif sjúkra- stofnana til þess að ákveða dag- gjöld þannig, að rekstur verði í jafnvægi. Er lögð á það áhersla að endurskoða verði reglur um dag- gjöldin og hækkun þeirra í sam- ræmi við verðlag. Ákveðið hefur verið að sjúkra- húsanefnd athugi næst rekstur Borgarspítalans í Reykjavík. -v. Atómstöðin irumsýnd nyrðra Fyrsta frumsýning Leikfélags Akureyrar á þessu hausti cr í kvöld, en þá verður Atómstöðin frumsýnd í nýrri leikgerð leikstjórans, Bríet- ar Héðinsdóttur. í fyrra leikstýrði Bríet einnig eigin leikgerð hjá LA, á Jómfrú Ragnheiði, og var sú sýning rnjög rómuð. Sigurjón Jóhannsson gerir leikmynd, Ingvar Björnsson sér um lýsingu og Viðar Garðarsson um leikhljóð. Hlutverk Uglu leikur Guðbjörg Thoroddsen, en þetta hlutverk er meðal stærstu kven- hlutverka í leikbókmenntum ís- lendinga. Árlandshjónin leika þau Theodór Júlíusson og Sunna Borg, en með önnur stór hlutverk fara Ragnheiður Tryggvadóttir, Bjarni Ingvarsson, Þórey Aðalsteinsdótt- ir, Marinó Þorsteinsson, Þráinn Karlsson, Arnór Benónýsson, Gestur E. Jónasson, Kjartan Bjargmundsson og fleiri. Sala áskriftarkorta er hafin hjá LA. -þs. Á þessari klippimynd má sjá húsnefndina sem framkvæmdastjórn skipaði fyrir skömmu en verkefni hennar er að sjá um að innrétta efstu hæðina á Hverfisgötu 105, hinni nýju félagsmiðstöð Alþýðubanda- lagsins. Ljósm.-eik. Takmarkiö er fjöl- breytt félagsmiðstöð „Það er Ijóst að við þurfum að safna verulegum fjármunum til að geta innréttað og búið þetta nýja húsnæði eins og best má verða, og í þeim efnum get- um við aðeins trcyst á flokks- menn og stuðningsmenn hreyfíngarinnar,“ sagði Baldur Óskarsson, framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins í gær. Ný- lega skipaði framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins 7 manna húsnefnd til að sjá um innrétt- ingar í hinni glæsilegu félags- miðstöð við Hverfísgötu 105, og hefur nefndin einnig það verk- efni að afla fjár til framkvæmd- anna. I henni eiga sæti auk Baldurs Óskarssonar, þeir Art- húr Morthens, Grétar Þor- steinsson, Ingi R. Helgason, Jónsteinn Haraldsson, Stefán Sigfússon og Þorbjörn Guð- mundsson. „Ég er mjög ánægður með þær undirtektir sem þessi kaup hafa fengið,“ sagði Baldur. „Húsnæði flokksins við Grettis- götu hefur um árabil sett félags- starfinu nokkuð þröngar skorður, en á Hverfisgötunni höfum við möguleika til að skapa aðstæður fyrir fjölbreytt og lifandi félagsstarf á vegum hreyfingarinnar. Þetta nýja húsnæði getur því orðið mikið lyftistöng fyrir starfið, ekki síst hjá félaginu í Reykjavík. Ég finn það líka að um staðarvalið, nálægðina við Hlemm, og að- stæður allar ríkir óvenjulega mikil ánægja og samstaða hjá flokksmönnum." -Hvenær verður hægt að taka nýja húsnæðið í notkun? Við fáum það afhent 1. janú- ar n.k. tilbúið undir tréverk og málningu, en vonandi getum við farið að vinna að innrétting- um nokkru fyrr. Húsnefndin hefur fengið arkitektana Sigurð Harðarson og Magnús Skúla- son til liðs við sig til að hanna innréttingar og koma öllu sem best fyrir, og þeir hafa þegar skilað fyrstu tillögum. Við undirbúning málsins hefur ver- ið lögð á það áhersla að skapa hinum ýmsu starfseiningum flokksins góða aðstöðu til fund- arhalda og vinnu, en árangur- inn fer að sjálfsögðu eftir því hversu til tekst með fjársöfnun í húsið. Fjársöfnunin er í undir- búningi og hún mun fara fram á vegum Alþýðubandalagsins og einstakra félagsdeilda þess. Sósíalísk hreyfing hefur alltaf orðið að treysta á stuðning fjöldans í stórátökum sem þess- um, og ég heiti á menn að bregðast vel við þeim félögum sem til þeirra leita í þessu skyni,“ sagði Baldur Óskarsson að lokum. -ÁI Á heimiii organistans: Gestur E. Jónasson, Arnór Benónýsson, Kjartan Bjargmundsson, Þráinn Karlsson, Gunnar Ingi Gunnsteinsson, Þórey Aðalsteinsdóttir og Marinó Þorstcinsson. Á innfelldu myndinni er Ugla, Guðbjörg Thoroddsen.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.