Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. október 1982 © Landherinn skýtur samkvæmt fyrir- ' mælum úr lofti. Rafeindastríöstækni morgundagsins háöi prófraun sína hinn 9. júní s.l. þeg- ar ísraeiskur flugher og landher eyöilagöi fjölmargar loftvarnamiöstöðvar Sýrlendinga'í Bekaadalnum og grandaöi hinum sovésku Sam-loftvarnaeld- flaugum Sýrlendinga. Aðgeröin var flókin og vel úthugsaö samspil leitar- og herstjórnarvéla (nr. 2 og 4 á myndinni), sem eru úttroönar meö hinum full- komnasta rafeindabúnaöi, miðunartækjum og tölvum, mannlausra smá- véla, sem notaöar voru til þess aö villa um fyrir Sýrlendingum (nr. 1), þyrlu er haföi tæki til þess aö trufla radarskerma loftvarnakerfisins (nr. 3), landhers (nr. 5) og orrustuvéla (nr. 6). (2ý Boeing 707 herstjórnar- og njósnavél staðsetur radarsendingar Hawkeye-leitarvél. © Mannlausar vélar til að blekkja með. Hernaðaryfirburðir ísraels í Líbanon: -ni¥M«^———l^,—_IU_______________________LijLlUiBBIllll —p— Mi—LIIXI I LXILII—————■—JIBLIIIIMULU-U-IWfWllH Raska hugmynd um valdajaf nvægið Þegar yfirmaður breska flug- hersins var nýlega beðinn um að bera saman stríðið við Falklands- eyjar og innrás ísraels í IJbanon á liðnu sumri út frá hertæknilegu sjónarmiði sagði hann: -Við háðum stríð gærdagsins - en ísrael háði stríð morgundagsins. Fjöldamorðin í Beirut og hin öm- urlegu örlög palestínsku þjóðarinn- ar hafa af eðlilegum ástæðum orðið til þess að varpa skugga á aðrar aflciðingar stríðsins í Líbanon, sem e.t.v. eiga ekki síður eftir að verða örlagaríkar: Sá loftvarnarbúnaður sem Sovétmenn höfðu látið Sýlend- ingum og Palestínumönnum í té reyndist haldlaus gegn loftárásum ísraelsmanna. Sem kunnugt er notast ísraclski herinn fyrst og fremst við banda- rísk vopn, og stíðið í Líbanon var því ekki síður styrkleikapróf á milli bandarískra og sovéskra vopna í hefðbundnu stríði. í þeirri viðureign beið hinn so- véski herbúnaður hörmulegan ósigur eins og eftirfárandi tölur gefa til kynna: ísraelsmenn eyðilögðu fleiri hundruð sýrlenska skriðdreka af sovéskri gerð, m.a. að minnsta kosti 9 af gerðinni T-72, sem taldir hafa verið þeir fullkomnustu í heimi. Skriðdrekunum grönduðu ísraelsmenn með fjarstýrðum bandarískum sprengjubúnaði (Sa- darm)-sem leitar uppi skotmarkið og springur fyrir ofan það. ísraelsmenn skutu niður a.m.k. 80 sýrlenskar flugvélar af gerðinni Mig-21, Mig-23 og Mig-25 og not- uðu til þess bandarískar F-15, F-16 og F-4 orrustuvélar og franskar Mirage-þotur og ísraelskar Kfir- þotur. Sjálfir segjast ísraelsmenn ekki hafa misst eina einustu flugvél. Astæðan fyrir þessu er talin sú, að fsraelsmenn hafi notfært sér sjálfstýrðar eldflaugar - bandarísk- ar af gerðinni Sidewinder 9L og ís- raelskar af gerðinni Shafrir - en eldflaugar þessar leita sjálfar uppi skotmark sitt með elektrónískum útbúnaði, sem Sovétmenn virðast ekki eiga neinn mótleik gegn. Ónýtt loftvarnakerfí Það sem mesta furðu hefur þó vakið. er hversu auðveldlega Ísra- elsmönnum tókst að lama loftvarn- akerfi Sýrléndinga í Bekaadalnum í Austur-Líabanon, en þessi loft- varnabúnaður hefur í áróðurs- stríðinu verið talinn meiriháttar ógnun við öryggi ísraels. Sýrlendingar höfðu komið upp . loftvarnakerfi í dalnum er byggði á sovéskum Sam-eldflaugum, en það voru einmitt eldflaugar af þessari gerð (Sam-6) sem Egyptar notuðu ér þeir eyðilögðu 150 ísraelskar flug. vélar í upphafi októberstríðsins 1973. Aðferð fsraelsmanna var vissu- lega vel úthugsuð: Fyrst notuðu þeir ómannaðar Valdaránstilraunin á Spáni: Otti við sigur sósíalista Spánska lögrcglan handtók á laugardag 3 ofursta í spánska hern- um, og var þeim gefið að sök að hafa áformað valdarán hinn 27. október n.k., kvöldið fyrir væntan- legar þingkosningar. Ofurstarnir þrír voru í nánum tengslum við þá Antonio Tejero og Milans del Bosch, sem leiddu vald- aránstilraunina í febrúar í fyrra og afplána nú 30 ára fangelsisdóm. Einn þremenninganna var einmitt að koma úr heimsókn í fangelsið til del Bosch þegar hann var handtek- inn eftir að lögreglan hafði komist yfir 600 blaðsíðna rit í bíl hans, en ritið hafði að geyma nákvæma lýs- ingu á framkvæmd valdaránsins. Yfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir hversu frjálsan um- gang þeir Tejero og Bosch hafa við umheiminn, ekki síst eftir að það hefur nú verið upplýst að lagt var á ráðin um valdarán í fangaklefum þeirra. Lögreglan segir hins vegar að hún hafi fylgst grannt með of- urstunum þremur í fjórar vikur, en tvímenningarnir Tejero og Bosch hafa nú verið settir í einangrun. Þótt þeir Tejero og Bosch hafi hlotið þyngsta dóma fyrir valda- ránstilraunina í febrúar s.l. er það álit manna að mun hærra settir yfir- menn í hernum hafi staðið þar að baki. Og þótt sú valdaránstilraun hafi mistekist setti hún engu að síð- ur sterkan svip á spænsk stjórnmál Felipe Gonzalez, leiðtogi sósíalista á Spáni. Sigurlíkur hans valda hægrisinnuðum herforingjum höf- uðverk. eftir það. Engar mikilvægar á- kvarðanir voru nú teknar án þöguls samþykkis hersins, og Miðjuband- alagið sem farið hefur með stjórn á Spáni var rekið það langt til hægri að það splundraðist í fleiri flokka og er nú rúið fylgi þannig að Leop- oldo Sotelo Calvo, núverandi for- sætisráðherra sá sig tilneyddan að boða til kosninga með aðeins 2ja mánaða fyrirvara. Talið er fullvíst að Sósíalista- flokkurinn muni fara með sigur af hólmi í kosningunum, en það er einmitt sá sigur sem ofurstarnir þrír vildu koma í veg fyrir. Innan spánska hersins ríkir enn- þá sterk hefð frá dögum Francos einræðisherra, sem lést 1975. Sú hefð grundvallast kannski fyrst og fremst á djúpstæðu hatri á sósíalist- um og kommúnistum, sem á sér rætur allt aftur í spönsku borgara- styrjöldina. Innan spánska hersins eru starfandi 70 þúsund liðsforingj- ar er leiða hina óbreyttu hermenn. Innan þessa hóps ríkir samstaða, sem lýsir sér m.a. í því, að liðsfor- ingjastarf erfist gjarnan frá föður til sonar og giftingar innan liðsfor- ingjafjölskyldna eru tíðar auk þess sem þeir búa í sérstökum liðsfor- ingjahverfum. Ljóst er að spönsku lýðræði stafar veruleg hætta ennþá frá hernum, og sú ríka áhersla sem Felipe Gonzalez, leiðtogi Sólíalist- aflokksins, hefur lagt á breitt stjórnarsamstarf að afloknunt kosningum endurspeglar kannski einmitt þann ótta, sem lýðræðisöfl- in á Spáni bera enn í garð hersins. Þótt þessi síðasta valdaránstil- raun virðist farin út um þúfur, þá verður hún vafalaust til þess að auka á spennuna og óróann sem fyrir er í landinu og torvelda þannig framkvæmd kosninganna, sent fram eiga að fara eftir 20 daga. ólg. smáflugvélar til þess að fá Sýrlend- inga til þess að setja radarmiðun- arkerfið í gang. Síðan notuðu þeir Boeing 707 (EC-135) þotur sem eru úttroðnar með hvers konar el- ektrónískum fjarskiptabúnaði til þess að leita uppi radarmerkin og CH-53 þyrlur til þess að „blinda" radarskerntana með sérstökum búnaði. Þá höfðu þeir Hawkeye-gæsluflugvélar setn fylgdust með allri framandi flugumferð, og síðan gerði landher og orrustuþotur árásir á „blindaða" loftvarnapallana út frá þeim nákvæmu upplýsingum sem Boeing þotan hafði gefið um stað setningu (sjá mynd). Þannig eyði- j lögðu ísraelsmenn 20 loftvarnastöðv ' ar í Bekaadalnum án þess að missa eina einustu flugvél sjálfir. Sam-loftvarna- kerfí í Evrópu Það sem vekur sérstaka athygli í þessu sambandi er að Sam- loftvarnakerfið sovéska er ekki nein annars flokks vara. Loftvarn- akerfi Sovétrikjanna í Mið-Evrópu er einmitt byggt upp á belti með um 1800 Sam-flugskeytum. Þótt að- stæður í Evrópu séu kannski ekki sambærilegar við Bekaadalinn í einu og öllu, og þótt ísraelsmenn búi að áliti sérfræðinga yfir betur þjálfuðúm herafla og enn fullkomn ari rafeindatækni í hergögnum sín- um en jafnvel Bandaríkin, þá hlýtur þessi hörmulega útreið so- véska loftvarnakerfisins að vekja efasemdir um þá miklu yfirburði, sem talsmenn aukinnar hervæðing- ar og ógnarjafnvægis á Vestur- löndum hafa sagt Sovétmenn búa yfir á sviði hefðbundins hernaðar. Samanburðar- fræði í ljósi þessara staðreynda verða samanburðartölur um fjölda gagn- lausra loftvarnaeldflauga og varn- arlausra skriðdreka og ósjálfbjarga orrustuflugvéla harla marklitíar. Þótt sjálfsagt sé að hafa nokkurn fyrirvara á dómum vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem voru í Lí- banon, þá hlýtur stríðið þar í surnar að hafa breytt hugmyndum sér- fræðinga um styrkleikahlutföll stórveldanna í hernaði umtalsvert, um leið og stríðið sýndi átakan- lega, að í nútímahernaði er það ekki magn eða stærð vopnanna sem skiptir mestu, heldur tæknileg gæði þeirra og þá fyrst og fremst hversu vel þau eru búin sjálfvirkum rafeindabúnaði og fjarskiptabún - aði. Og þar standa Sovétmenn Bandaríkj unum greinilega að baki. ólg. -hcimild DN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.