Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJýÍÐVILJINN Fimmtudagur 7. október 1982 DJOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös hreyfingar og þjóöfreisis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. r Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglysingastjori: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. Iþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Þeir eru klofnir! Að undanförnu hafa forystumenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi keppst um að lýsa því yfir, að auðvitað myndu allir 20 stjórnarandstæðingar í neðrideild Alþingis greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar og stöðva þannig framgang þeirra. í forystugrein, sem Ellert B. Schram, fyrrverandi þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins skrifar í Dagblaðið og Vísi í gær kveður hins vegar við allt annan tón. Þar segir m.a., að það væri bæði „ástæðulaust og ábyrgðariaust“ að bregða fæti fyrir samþykkt bráðabirgðalaganna. Ellert Schram segir að slíkt offors af hálfu stjórnarandstöðunnar væri mikii skamm- sýni, og tekur fram að „þótt ótrúlegt megi virðast, mundi það mælast illa fyrir.”! Kenning Ellerts Schram er sú að hyggilegast sé fyrir stjórn arandstöðuna, að hleypa bráðabirgðalögunum í gegnum þingið, en halda uppi andófi gegn ríkisstjórninni í ýmsum öðrum málum. Pessi skoðun gengur gjörsamlega þvert á boðskap Geirs Hailgrímssonar og Ólafs G. Einarssonar, sem eindregið hafa hvatt til þess að bráðabirgðalögin verði felld. Hvort sem Eliert reynist eiga skoðanabræður innan þing- fiokks Sjálfstæðisflokksins eða ekki, þá sýna skrif hans að innan forystuliðs stjórnarandstöðunnar er uppi aivarlegur klofningur hvað varðar afstöðu til bráðabirgðalaganna. k. Morgunblaðið og Svavar Um þessar mundir líður ekki sá dagur, að Morgunblaðið hafi ekki upp tilburði til að hælbíta Svavar Gestsson, félags- málaráðherra og formann Alþýðubandalagsins. Það leynir sér ekki, að aðstandendur Morgunblaðsins telja Svavar skæðari pólitískan andstæðing en flesta aðra. Þess vegna beitir Morgunblaðið öllu sínu afli gegn Svavari og spinnur upp hina furðulegustu hluti í því skyni að gera ráð- herrann tortryggilegan. -Eitt nýjasta dæmið um þetta er upphlaup Morgunblaðsins út af tillögum um breytt fyrirkomulag á greiðslum ríkisins á kostnaði við starfsemi þriggja heimila fyrir þroskahefta. Tillögur Svavars um það að allur kostnaður við rekstur þessara heimila verði greiddur með fjárveitingum á fjár- lögum, í stað hins svokallaða daggjaldakerfis, kallar Morg- unblaðið „hreint ótrúlegt gerræði“, og æpir um að með þessu sé verið að leggja sjálfseignarstofnanir undir ríkið. Morgunblaðið minnist hins vegar ekki á það, að þegar Matthías Bjarnason var heiibrigðisráðherra beitti hann sér fyrir nákvæmlega sams konar breytingu hvað varðar ríkis- spítalana, horfið var frá daggjaldakerfinu en beinar greiðslur á fjárlögum teknar upp í staðinn. Staðreyndin er sú, að ríkissjóður hefur greitt að fullu og öllu ailan kostnað við rekstur þeirra sjálfseignarstofnana fyrir þroskahefta, sem nú hafa verið tii umræðu. Ríkið mun áfram greiða allan þennan kostnað, aðeins í öðru og hag- kvæmara formi. Þær tillögur um breytingar í þessum efnum, sem Morgum- blaðið gerir mest veður út af nú eru reyndar ekki komnar eingöngu frá formanni Alþýðubandalagsins. Þetta eru ein- róma niðurstöður nefndar, sem ráðherra skipaði, en í nefnd-' inni áttu m.a. sæti forstjóri ríkisspítalanna og formaður landssamtakanna Þroskahjálp. Stjórnarnefnd um málefni þroskaheftra hefur einnig fjallað um mál þetta og lýst fullu samþykki sínu, og telur stjórnarnefndin, að breytingin gæti orðið til „mikilla bóta varðandi rekstur þessara stofnana.“ Morgunblaðið gerir stundum mikið úr nauðsyn hvers kyns hagræðingar í opinberum rekstri, en svo virðist hins vegar sem blaðið sé staðráðið í að snúast gegn sérhverju skrefi í hagræðingarátt, ef Svavar Gestsson á þar einhvern hlut að máli. Svo blint er ofstækið á þeim bæ. k. Afreksmaður og illmenni Gunnar Dal hefur sett saman hundrað kvæði um Lækjartorg, rímaðar stemmningar af ýmsu tagi, og Jónas Guðmundsson skrifar um bókina í Tímann og allt í besta lagi. Nema hvað Jónas þarf að nota tækifærið til að skæla svolítið út í illmennsku kommún- ista, sem ganga víst um Lækjar- torg eins og aðrir, því miður. Hann segir. „Gunnar Dal hefur nú samið um það bil þrjá tugi bóka á þrem áratugum, sem er ekki svo lítið afrek í sjálfu sér, þótt sinna verði hann öðrum störfum með. Á ís- landi fá nú nefnilega aðeins kommúnistar þann umtalsverða starfsfrið, sem nefndur er starfs- laun úr Rithöfundasjóði íslands. Allir félagsmálapakkar seinni tíma eru nefnilega opnaðir á kontórum Alþýðubandalagsins, sem hefur ellefu atkvæða flug- stöðvar meirihluta á alþingi og í menningarmálum. “ Sjálfsagt ætlar Jónas með þessu að gera félaga sínum í rit- höfundastríðinu mikla greiða með svoddan uppákomu. En það er nú einusinni svo með suma þá menn sem þolinmóðir eru við að láta til sín heyra: liðveisla þeirra er miklu háskalegri en fjandskap- ur. Útbreiddur harmagrátur Jónas var reyndar með athuga- semd sinni að taka þátt í kórsöng j sem víða heyrist. Sá kór syngur i harmagrát hægrimanna yfir því, að vinstrisinnar vaði uppi í bók- menntum og ráði þar öllu. Kórfé- lagar hafa öðru hvoru verið með ýmsa tilburði til að skapa nýtt jafnvægi í þessum málum, en það hefur oftar en ekki gengið heldur illa. Eins víst að fodag, sem stofnað var til höfuðs vinstrivill- um og til framgangs hugsjónum markaðshyggjunnar í skáldskap og fræðiritum -, eins víst að það vakni upp einn góðan veðurdag við þann vonda draum, að ein- hver slóttugur vinstristrákur er orðinn helsta stjarna forlagsins og vonarpeningur. Þetta hefur orðið sönnun hægrisinnum meðal rithöfunda svo sem Jónasi Guðmundssyni, Indriða G. Þorsteinssyni og Hilmari Jónssyni, að mikilli sál- arkreppu, því vitanlega finnst þeim sem allir séu að svíkja þá, og þó fyrst og fremst þeir sem síst skyldi. -4 Dœmisaga frá Bretlandi í framhaldi af þessu væri ekki úr vegi að segja litla sögu frá Bretlandi. Hún kom ekki alls fyrir löngu í meinhorni einu í vikublaðinu New Statcsman sem heitir This England. Þar er safnað saman ívitnunum í bresk blöð, sem þykja sýna ýmsar furður hins breska þjóðlífs. Klausan sem hér er um að ræða birtist í blaðinu Daily Mail og er á þessa leið: „Leikhúsfrömuðurinn Brian McDermott hætti í gær við leit sína að hægrisinnuðu svari við öllum þessum leikskáldum sem eru vinstrisinnar. Hann aflýsti samkeppni sem hann hafði aug- lýst um besta leikrit hægrisinnaðs höfundar og hefur ákveðið að veita engum þau 500 punda verð- laun, sem hann hafði heitið fyrir slíkt verk. Eftir að hann hafði les- ið hundrað og fimmtíu leikrit sem voru send til keppninnar gaf hann svohljóðandi yfirlýsingu: „Þessi verk voru öll ónothæf. Þau hefðu verið leiðinleg þegar fyrir tuttugu árum“.“ Ef Wilde hefði lifað Nú en áður en við skiljumst við klipp og New Statesman í dag: þetta breska blað efnir til sér- stæðrar samkeppni í hverri viku, oft með hinum besta árangri. Lesendur eru hvattir til að skrifa stutta texta, sem eiga að vera skopstæling á einhverju fyrir- bæri, eða óvænt svar - í hugsun eða stíl - við einhverri spurningu. Til dæmis: lýsið því hvernig Jam- es Bond er komið fyrir kattarnef! Eitt verkefnið í sumar var að smíða skilgreiningar í anda Wilde um ýmis nútímafyrirbæri. Meðal þess sem lesendur sendu inn var þetta: Myndbandstæki: Tæki sem gerir eigendum sínum mögulegt að eyða tíma sínum og peningum tvisvar. Blaðafulltrúi: Maður sem á I svar við öllu en getur ekki útskýrt neitt. Tölva: Mjög ískyggilegur aðili að lífi manna- kaldur, skjótvirk- ur og útsmoginn. Sjónvarp: Líkist stjórnarand- stöðunni - skuggaráðuneyti fullt af leiðindaskörfum.... ÁB og skoríð Afmœlisgrein um sérþarfir 1 gær minntumst við á greina- safn blómberanlegt og ilmandi sem kom í Morgunblaðinu á dög- unum um athafnamann svo mik- inn, að honum er meira að segja líkt við Thor Jensen, en eins og menn vita verður ekki lengra náð á íslenskum góðborgaraslóðum. En sínum augum lítur hver á silfrið og misjafnt til hvers menn hafa afmælisgreinar. Einn þeirra senr lét til sín heyra var Ragnar Halldórsson, forstjóri ísals og formaður Verslunarráðs íslands. Hann gleymir því aldrei sem er hjarta hans næst - enda notar hann tækifærið til að kvarta yfir kröfugerð íslenskra stjórnvalda á hendur Aulusuisse. „í vaxandi mœli“! Ragnar Halldórsson hefur sér að tilefni ummæli Óiafs Jóhann- essonar utanríkisráðherra á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna um að nauðsynlegt sé að virðing fyrir alþjóðlegum skuldbinding- um eflist. Ragnar snýr svo faðir- vori Ólafs upp á húsbændur sína nteð þessum hætti: „Smáþjóðum er þetta sérstak- lega mikilvægt. Alusuisse og ÍSAL hafa ávallt viljað standa við samninga (leturbr. Þjóðviljans) og því verður ekki trúað að ó- reyndu, að íslendingar hunsi hvatningu ráðherrans. Enda þótt nú séu blikur á lofti bæði í áliðn- aðinum og í samskiptum Alu- suisse við stjórnvöld, vil ég treysta því að jjað rofi til á nýjan leik, þannig að sanrstarf aðila leiði til þess að íslenska þjóðin geti áfram og í vaxandi inæli notið góðs af stórfenglegunr orku- lindum sínum".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.