Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. október 1982 Kjördæmisráðstefna Aiþýðubandalagsins á Vestfjörðum: Kjarajöfnun — Mlnni sóun — Traustara atvinnulíf — Það er svarið við alþjóðlegri efnahagskreppu Frá kjördæmisráðstefnunni að Reykjánesi: Kjartan Ólafsson, ritstjóri í ræðustól; séra Baldur Vilhelmsson, í Vatnsflrði, Guðvarður Kjartansson, Flateyri, fráfarandi formaður kjördæmisráðs, og Kristinn H. Gunn- arsson, Bolungarvík, sem kjörinn var formaður kjördæmisráðs næsta árið. Fyrir nokkru var kjördæmisráð- stefna Alþýðubandalagsins á Vest- fjörðum haldin í Reykjanesi við Isafjarðardjúp. Margar álvklanir voru sam- þykktar og kjörin ný stjórn kjör- dæmisráðsins. Stjórnina skipa: Kristinn H. Gunnarsson, Bolung- arvík, formaður, Elín Magnfreðs- dóttir ísafirði, Gísli Skarphéð- insson, ísaRrði, Finnbogi Her- mannsson, ísafírði og Gunnar Sig- urðsson, Bolungarvík. Varamenn í stjórnina voru kjörin: Lára Jóns- dóttir, Bolungarvík, Svanhildur þórðardóttir, ísafírði, Guðmund- ur Skúli Bragason, ísafirði, Jón Baldvin Hannesson, ísafírði og Baidur Vilhelmsson, Vatnsfírði. Fráfarandi formaður kjördæm- isráðsins, Guðvarður Kjartansson, Flateyri, og þau sem með honum sátu í stjórn höfðu gegnt störfum í þrjú kjörtímabil og máttu því ekki taka endurkjöri samkvæmt fíokks- lögum Alþýðubandalagsins. - Hér fer á eftir stjórnmálaályktun ráðstefnunnar: Á því ári sem nú er að líða hefur þjóðarbúskapur okkar íslendinga orðið fyrir alvariegri áföllum en við höfum átt að mæta um langt skeið. Þorskafli var á fyrri hluta ársins um fjórðungi minni en sömu mánuði á síðasta ári. Loðnuafli er nánast enginn á þessu ári og samdráttur í heildarframleiðslu sjávarafurða talinn verða 15-20%. Þessi mikli framleiðslusam- dráttur hjá okkar helsta atvinnu- vegi væri einn út af fyrir sig býsna alvarlegt mál, en hcr við bætast ógnvænleg áhrif þeirrar hcims- kreppu í efnahags- og atvinnulífi, sem nú þegar hefur haft lamandi áhrif á alla efnahagsþróun nálægra ríkja og m.a. leitt til varanlegs atvinnuleysis 30 milj manna. Hér hjá okkur hafa áhrif kreppunnar komið fram í mun takari viðskipta- kjörum út á við síðustu 3-4 árin en áður var, í mjög vaxandi markaðsörðugleikum á ýmsum sviðum okkar útflutnings nú á þessu ári, og síðast en ekki síst í stórkostlegri vaxtahækkun á okkar erlendu skuldum. Allt útlit er fyrir að tekjutap þjóðarbús okkar muni á þessu ári nema 20.000- - 30.000,- krónum á sérhverja meðalfjölskyldu í landinu. Það er minna til skipta úr þjóðar- búinu heldur en verið hefur á undanförnum árum. Við slíkar að- stæður skiptir höfuðmáli að gætt sé sjónarmiðs kjarajöfnunar þegar óhjákvæmilegum byrðum er jafn- að niður. Kjördæmisráðstefnan minnir á tillögur Alþýðubanda- lagsins um tekjuöflun í sérstakan kjarajöfnunarsjóð, sem síðan yrði notaður m.a. til greiðslu láglauna- bóta og til þess að greiða úr fjár- hagsvanda þeirra sem byggja eða kaupa íbúð í fyrsta sinn. Ráöstefnan metur nokkurs þau ákvæði í bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar, sem varða leng- ingu orlofs og greiðslu láglauna- bóta, en harmar að ekki skuli þar gengið lengra í átt til kjarajöfnunar' svo sem Alþýðubandalagið lagði til. Sjávarútvegsmál Kjördæmisráðstefnan telur að nú sé brýnni þörf en oftast áður á' tilfærslu fjármuna frá gróða- fyrirtækjum í verslun, viðskiptum og margs konar þjónustu til framleiðsluatvinnuveganna. í þessum efnum skal minnt á marg- þættar tillögur Alþýðubandalags- ins og hvatt til áframhaldandi bar- áttu fyrir þeim. Kjördæmisráð- stefna Alþýðubandalagsmanna á Vestfjörðum minnir á að þótt sjávarafli dragist saman á þessu ári þá verður sjávarútvegur um ófyrirsjáanlega framtíð uppistaðan í íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Ráðstefnan minnir á þá ómetan- legu þýðingu sem útfærsla land- helginnar og uppbygging fiskveiði- flotans og vinnslustöðvanna á síð- ustu 10-12 árum hefur haft. Nú þarf að leggja megináherslu á aukna hagkvæmni í veiðum og vinnslu og alveg sérstaklega á bætta meðferð og nýtingu aflans á öllum stigum. Aukinni stjórnun sé beitt í því skyni að tryggja fyrsta flokks meðferð á hráefnr á öllum vinnslustigum og til þess að koma í veg fyrir að dýrmætir markaðir séu settir í hættu vegna skorts á vöru- vöndun. Tæknivæðing á komandi árum þarf að miða að því að vinnslan skili hámarksafrakstri með sem minnstum tilkostnaði og því að fólkið sem við framleiðsluna vinn- ur njóti aukinna frístunda, styttri vinnutíma að óskertum tekjum. Þess sé jafnan gætt að veiði úr hverjum fiskistofni sé í samræmi við vaxtargetu stofnsins. Sjálfstæðismál Alþýðubandalagsmenn á Vest- fjörðum mótmæla þeim hug- myndum sem komið hafa fram um gífurlega aukin umsvif bandaríska Natóhersins hér á landi. Það er ljóst að núverandi áætl- anir um byggingu flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli taka ekki mið af þörfum íslendinga, heldur er fyrst og fremst markmiðið að nýta þessi mannvirki í þágu hersins í stríðstímum, enda á fjármagnið að koma þaðan. Þess er vænst að stjórnvöld sjái að sér og endur- skoði áætlanir þessar með það fyrir augum að byggð verði ný flugstöð sem henti íslendingum og með ís- lensku fjármagni. Benda má á að minni flugstöð þjónar fyllilega þörfum íslendinga og fyrir það fé sem þannig sparaðist mætti gera ýmsar brýnar úrbætur á flugvöllum um allt land. Varað er eindregið við því að bandaríski herinn fái aukið svæði til umráða; sérstaklega þegar þetta svæði býður upp á uppbyggingu flotastöðvar í framtíðinni eins og Helguvík gerir. Olíugeyma hersins má endurnýja með öðrum hætti en þeim að reisa risastóra olíubirgða- stöð í Helguvík. ' Bent skal á að allt í kringum ís- land eru kjarnorkukafbátar á sveimi. Þessir kafbátar eru ógnun við öryggi íslendinga. Fiskimiðum okkar er ógnað af geislavirkum efnum, sem borist geta frá kafbát- um þessum. Lífi á landi og sjó er ógnað af stöðugri árekstra- og sprengihættu. Aukin umsvif hers- ins hér auka umferð kafbátanna við landið. Ráðstefnan telur sjálfstæði og öryggi íslensku þjóðarinnar ógnað af veru bandaríska Natóhersins á Miðnesheiði og leggur til að varn- arsamningnum verði sagt upp og íslendingar segi sig úr Nató. Að sjálfstæði þjóðarin'har steðj la fleiri hættur. Með tilkomu er- lendra auðhringa inn í atvinnulíf okkar er efnahagslegt sjálfstæði í 1 hættu. Reynsla Islendinga af auð- hringnum Alususseætti að vera víti til varnaðar í framtíðinni. Alþýðu- bandalagið á Vestiýörðum styður aðgerðir iðnaðarráðherra, Hjör- leifs Guttormssonar, til að ná fram úrbótum á samningum við Alu susse. Auðhringurinn hefur þráast við og bíður aúðsýnilega eftir nýj- um ráðherra. Iðnaðarráðherra hef- ur hins vegar sýnt mikla þolinmæði og vandaðan málflutning og ætti ríkisstjórnin því að geta fylgt því því eftir með róttækum aðgerðum eins og einhliða hækkun orkuverðs til álversins í Straumsvík. Kjördæmisráðstefnan lýsir yfir eindregnum stuðningi sínum við þær nýju friðarhreyfingar sem nú eiga vaxandi fylgi að fagna víða í heiminum. Ráðstefnan lýsir yfir for- dæmingu sinni á innrásarstríði ísraelsmanna í Libanon, og bendir á að vandamál Palestínumanna verða ekki leyst með útrýmingu heillar þjóðar, heldur á friðsam- legan hátt, með samningum milli PLO, samtaka landlausra Palest- ínumanna, og ísraelsstjórnar. Þá lýsir ráðstefnan yfir fullum stuðningi við baráttu pólsku verkalýðssamtakanna, Solidar- nosc, og mótmælir harðlega of- beldi pólsku herstjórnarinnar. Atvinmi- og byggðamál Höfuðeinkenni atvinnulífs á Vestfjörðum er einhæfni þess. Fiskveiðar og fískvinnsla eru undirstaða byggðar og atvinnulífs. Enn sem komið er, er þó næg atvinna í þessum greinum og þarf jafnvel að flytja inn erlent vinnu- afl. Þrátt fyrir gott atvinnuástand er mikil tilfærsla á fólki. Einhæfni atvinnulífsins veldur því að það fólk sem ekki treystir sér til þess að stunda þessa hörðu samkeppnis- vinnu, á ekki annars kost en að flytja brott til þeirra staða, sem bjóða upp á fjölbreyttari atvinnu. Með tilkomu vesturlínu mætti ætla að skapaðist grundvöllur fyrir ýmisskonar iðnrekstur, sem ekki hefur verið um að ræða áður, má í því sambandi nefna frekari full- vinnslu ýmiss konar sjávarafla. Enda þótt mikla tilfærslu á fólki sé um að ræða í sjávarplássum á Vestfjörðum er þó ekkert sem bendir til verulegrar byggðarösk- unar. Hins vegar vofir nú sú hætta yfir sumum sveitum Vestfjarða, þar sem bændur eiga í miklum örðugleikum einkum við ísafjarðardjúp og í Strandasýslu norðanvérðri. Leggst þar á eitt versnandi árferði, vandamál of- framleiðslu og verðbólga og ekki síst samgönguörðugleikar. Það er því brýn nauðsyn að nýta hverja þá möguleika, sem fyrir hendi eru til að koma í veg fyrir byggðaeyðingu, má í því sambandi nefna loðdýra- rækt og hlunnindabúskap. Aðgerðir stjórnvalda til lausnar á vandamálum landbúnaðarins verða að taka mið af tvennu. Ann- ars vegar að samdráttur sauð- fjárframleiðslunnar valdi ekki byggðaröskun og hins vegar að kjör þeirra lakast settu í bændastétt verði ekki skert frá því sem nú er. Til þess að ná þessum markmiðum ber m.a. að styðja sérstaklega upp- byggingu nýrra búgreina og loð- dýraræktar sem virðist kjörin bú- grein í vestfirskum byggðum. Enn fremur verður að knýja á um það að allir þeir sem við land- búnað starfa njóti þeirra Iífskjara sem eru sambærileg við það sem gerist annars staðar í þjóðfélaginu, bæði hvað varðar ráðstöf- unartekjur og félagslega aðstöðu. Enn á ný skal ítrekað hversu góðar samgöngur eru þýðingar- miklar fyrir dreifðar byggðir Vest- fjarða. Breytt rekstrarfyrirkomu- Skipaútgeraðar ríkisins er vissu- lega til bóta og ber að fanga því. Varðandi samgöngubætur á landi brjóta arðsemisútreikningar Vegagerðar ríkisins oft í bága við byggðasjónarmið og byggða- stefnu. Þess vegna ber að varast að láta slíka útreikninga verða ein- ráða við ákvörðun um röð fram- kvæmda. Að lokum skal minnst á mikil- vægi flugsamgangna á Vest- fjörðum og nauðsyn á bættri að- stöðu við flugvelli m.a. með tilliti til öryggis. Bráðabirgðalögin Kjördæmisráðstefna Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum hefur fjallað um bráðabirgðalög og stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar frá 21. ágúst s.l. Ráðstefnan minnir á að Alþýðu- bandalagið stóð að setningu þess- ara bráðabirgðalaga í trausti þess að þau fengju meirihlutastuðning á Alþingi. Síðan hefur komið fram að tvfsýnt virðist um nauðsynlegan stuðning við lagasetninguna á þingi. I tilefni þess vill ráðstefnan leggja áherslu á að úr því fáist skorið hið fyrsta er Alþingi kemur saman hvort meirihlutastuðningur sé fyrir hendi. Ráðstefnan hvetur til þess að allt Alþýðubandalags- fólk hefji kosningaundirbúning nú þegar og verði viðbúið alþingis- kosningum hvenær sem er.“ Laus staða heilsugæslulæknis Laus er til umsóknar staða heilsugæslu- læknis við Heilsugæslustöð Kópavogs frá og með 1. janúar 1983. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um læknismenntun og lænknisstörf sendist ráðuneytinu á þar til gerðum eyðublöðum sem fást í ráðuneytinu og hjá landlækni fyrir 10. nóvember 1982. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 5. október 1982.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.