Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. október 1982 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 5 Baráttan gegn krabbameini: ísland getur lagt mikið af mörkum segir forstjóri Alþjóða krabbameins- rannsóknastofnunarinnar „Þeir sem kynna sér stöðu krabbameinsrannsókna í heiminum í dag komast ekki hjá því að sjá íslands getið. JHins vegar hef ég grun um að íslendingar sjálfir viti ekki hversu merkilegt starf hefur verið unnið hér á sviði krabbameinsvarna. Hér hefur náðst árang- ur sem menn um allan heini geta lært af og haft gagn af, ekki síst í þróunarlöndunum.“ Sá sem þetta segir er dr. Lorenzo Tomatis, forstöðumaður Alþjóða krabbameinsrannsóknarstofnunarinnar (IARC), en hann var hér á landi um síðustu helgi í boði Krabba- meinsfélags Islands. Tilgangur heimsóknarinnar var m.a. að beina samvinnu IARC og Krabbameinsfélagsins inn á nýtt svið: leitar að krabbameini í endagörn og ristli. Dr. Gunnlaugur Snædal, formaður Krabbameinsféiags íslands kynnir dr. Lorenzo Tomati (við borðendann) fyrir blaðamönnum. Hinum megin við hlið dr. Tomatis er Hrafn Tulinius, forstöðumaður Krabbámeinsskrár innar. Ljósm.: - jt. IARC er sjálfstæð rannsókna- stofnun sem 12 aðildarþjóðir reka, en hún varsett á laggirnar árið 1965 á 18. heilbrigðismálaþingi Samein- uðu þjóðanna. Markmið IARC, sem hefur höfuðstöðvar í Lyon í Frakklandi, er að stuðla að al- þjóðasamvinnu um krabbameins- rannsóknir og framkvæmd ein- stakra verkefna. Stofnunin hefur samvinnu við 240 vísindamenn í 40 löndum, hún gefur út niðurstöður rannsókna og miðlar þeim milli landa, en rannsóknir á hennar veg- um beinast aðallega að orsökum krabbameins í mönnum með sérs- takri áherslu á umhverfisþætti og áhrif þeirra. Dr. Tomatis sem er ítalskur hefur verið forstjóri IARC frá síðustu áramótum. Hitti hann blaðamenn s.l. sunnudag í húsnæði Krabbameinsfélagsins. íslensku rannsóknirnar Samvinna fslendinga við IARC hófst 1972 og beindist þá að rann- sókn á mögulegu fjölskyldugengi brjóstkrabbameins. Var byggt á upplýsingum Krabbameinsskrár- innar og gögnum sem dr. Gunn- laugur Snædal, formaður Krabba- meinsfélags íslands hafði safnað, og ættir sjúklinga raktar. Með þessu móti hefur tekist að sýna fram á m.a. að fjöldi barna, aldur móður við fæðingu fyrsta barns og skyldleiki við sjúkling sem fengið hefur brjóstkrabbamein hefur á- hrif á líkindin til þess að brjóst- krabbamein myndist. Þannig er kona sem á 1-2 börn og er eldri en 35 ára þegar hún eignast sitt fyrstabarn í fimmfaldri hættu á að fá brjóstakrabbamein, miðað við konu sem á 5 börn eða fleiri og á sitt fyrsta barn yngri en 20 ára. Þá hefur komið í ljós að kona sem á systur sem fengið hefur brjósta- krabbamein er í þrefaldri hættu á að fá þennan sjúkdóm, miðað við konu sem ekki á ættingja með sjúk- dóminn. Hrafn Tuliníus forstöðumaður Krabbameinsskrárinnar hefur frá 1976 veitt þessum rannsóknum for- stöðu hér á landi. Hann sagði að þegar væri byrjað að nýta þessar niðurstöður við leit að brjósta- krabba, í leitarstöðvum Krabba- meinsfélagsins, en benti á að mikil- vægast væri að konur sjálfar athug- uðu brjóst sín reglulega. Þá hefur IARC lagt mat á árang- ur leitarinnar að leghálskrabba- meini og sýnt fram á að sú aðferð senr Krabbameinsfélag íslands valdi við leit að þessari tegund krabbameins hefur skilað rnjög miklurn árangri, bæði fækkun dauðsfalla af völdum sjúkddóms- ins og fækkun nýrra tilfella._Þegar skipulögð leit að leghálskrabba- meini hófst árið 1974 létust árlega hér á landi 12-13 konur af völdum sjúkdómsins. Nú, tæpum 10 árum síðar látast 1-2 ári, og eru það kon- ur sem aldrei hafa komið til skoð- unar á leitarstöðvunum. Dr. Gunnlaugur Snædal sagði að á þessu árabili hefðu fundist milli 8- og 900 konur með forstigsbreyting- ar sem hægt hefði verið að fjar- lægja. Árangur leitarinnar væri því ótvíræður og hefði 3-500 konur að óbreyttu átt að taka sjúdóminn á þessum tíma. Dr. Tomatis sagði að með samvinnu IARC og Krabba- meinsfélags Islands hefði komið í ljós að hægt er að vinna á þessum sjúkdómi og sagði hann það mjög mikilvægt fyrir aðrar þjóðir, ekki síst í þróunarlöndunum þar sem engar aðstæður væru til að þróa eigin aðferðir við fyrirbyggjandi aðgerðir af þessu tagi. * Sérstaða Islands En hvers vegna hefur náðst svo góður árangur á þessu sviði einmitt hér á landi? Dr. Tomatis sagði margt koma til. I fyrsta lagi einangrun landsins, sem er eyja, byggð fámennri þjóð, en þetta gefur möguleika á söfnun upplýsinga sem ekki er hægt annars staðar, þar sem rannsóknir verða að beinast að litlum hluta þjóðar eða íbúa. I öðru lagi er íslenska samfélagið stöðugt og gefur möguleika á að fylgjast með sama einstaklingnum allan hans aldur, svoog foreldrum hansog afkom endum. í þriðja lagi og ekki hvað síst, sagði dr.Tomatis að uppbygg ing heilsugasslukerfisins hér væri mjög góð og íslendingar hefðu á að skipa mjög færuni vísindamönnum sem kynnu að notfæra sér þessa landfræðilegu og félagsfræðilegu eiginleika í baráttunni gegn krabbameini. Næstu verkefni Dr. Tomatis lajjði áherslu á að efla þyrfti samstarf IARC og ís- lands, enda væri það gagnlegt fyrir báða aðila. Væri hann m.a. hingað kominn til að undirbúa samstarf um rannsóknir á áhrifum matar- æðis á myndun krabbameins í endagörn og ristli, en hluti rann- sóknanna fer fram í Malntö í Sví- þjóð. Er í bígerð að taka upp hér á landi skipulega leit að krabbameini í þessum líffærum, en þau nema 10-11% af öllum nýjum krabba- meinstilfellum á ári hér á landi. Sagði Hrafn Tulinius að forstig þessa krabbameins væri sepa- myndun í endagörn og ristli og með því að finna það og fjarlægja væri talið að fækka mætti alvarlegum til- fellum af völdum þess. Dr. Tomatis sagði að hingað til hefðu rannsóknir á mataræði fyrst og fremst beinst að aukaefnum í mat og utanaðkomandi þáttum. Nú væru menn hins vegar farnir að huga að myndun krabbameinsvaka s.s. nítrósamína við meltinguna sjálfa og vörnum líkamans gegn þeim. Spurningin væri því hvaða áhrif fæðuval hefur á myndun nítr- ósamína í líkamanum sjálfum og hvaða munur væri á einstaklingum og hæfileikum þeirra til að verjast þessum öflugu krabbameinsvök- um. „Reynslan sýnir að íslendingar geta lagt mikið af mörkum til aukinnar þekkingar á krabbameini og vörnum gegn því,“ sagði dr. To- matis. „Ég er hingað kominn til að fá ykkur til að gera meira!" „Tímifyrirmyndanna miklu er liðinn. Framundan virðist blasa við tími aðlögunar sem við á í hverju landi... “ Sósíalisminn Qg alþjóðahyggjan í seinustu viku streymdu utan úr heimi fregnir af óhugnan- legum fjöldamorðum í flótta- mannabúðum Palestínumanna í Beirut. Lið með alvæpni réðst inn í búðirnar og myrti og limlesti þúsundir manna. Heimur allur vaknaði við vondan draum - fordæmingar og mótmæli streymdu inn - úr öllum heinrs- hlutum - frá ótal þjóðhöfðingj- um. Og nteira að segja tókst öll- um „stóru“ stjórnmálaflokkun- um hérlendis í þetta sinn að ná samstöðu. Sömu dagana og harmleikur- inn í Beirut gerðist - birtust smáfréttir um fund fjöldagrafa, um beinafund þúsunda manna sem urðu fórnarlömb Rauðu khmeranna í Kambódíu. Þessi fórnarlömb fengu aldrei mótmæl- afund allra stjórnmálatlokka á ís- landi. íslenskar ríkisstjórnir hafa meira að segja stutt fjöldamorð- ingja Rauðu khmerana að halda sæti lands síns á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna. Þetta er aðeins eitt af ótalmörgum dæmum sem hægt er að koma með um fjöld- amorð og útrýmingarherferðir nútímans, sem látin eru óátalin - því miður. * Hvað um okkur? En hvað höfum við íslendingar verið að gera seinustu vikur,- mánuði og ár í Palestínu- og Lí- banonharmleiknum? Ekkert. Aftur segi ég: Því ntiður. Frétt- irnar hafa löngum verið út frá sjónarhóli ísraelsmanna og þrátt fyrir atburðina seinustu ntánuði hefur engin skipulögð hjálpar- og söfnunarherferð hafist. Rauði krossinn hefur sofið værum blundi - ekki vaknað eins hressi- lega eins og gert var seinasta vet- ur í sambandi við Póllandsaðstoð ina. Ég er ekki að segja að við hefð- um getað komið í veg fyrir að slíkur atburður gerðist. Én með vakandi huga og ýtarlegri upplýs- ingu hefðum við getað lagt okkar að ntörkum til að sýna frarn á hvað raunverulega þarf að gera til að leysa vandamál Palestínu- búa. Þar á ég sérstaklega við okk- ur sem teljum okkur vera sósíal- ista - félagshyggjufólk. Á undanförnum árum hefur félagshyggja verið á undanhaldi meðan nýfrjálshyggjan hefur að vissu leyti haft frumkvæði í póli tískri umræðu. Ástæðan fyrjr| þessu eru eflaust margar. Það erj erfitt að boða stefnu sem hefur hvergi skilað því til fullnustu sem til var ætlast af upphafsmönnum og fylgjendum. Tími fyrirmynd- anna miklu er liðinn. Framundan virðist blasa við tími aðlögunar sem við á í hverju landi - í sam- ræmi við þær venjur og siði sem þar tíðkast. Aðferð sem er hæg- ferðugri en sú allsherjarlausn sem rnenn héldu að bylting hefði í för með sér. Þetta er oft erfitt hlutverk og um leið vanþakklátt. En sú leið losar okkur ekki við þær skyldur sem við höfum að finna til og fylgjast með því sem gerist annars staðar í heiminum og meta það sem aðrir eru að glíma við. Þar hefur ýmislegt skort á seinustu árin. íslenskir sósíalistar hafa löngum átt að skipa liðsmönnum sem hafa getað sameinað barátt- una heima fyrir stormum og straumum utan úr heimi, jafnvel á tímum kreppu og kaldastríðs sent gerði allt starf erfiðara en það er í dag. En eftir daga Víet- namstríðsins heíur orðið viss stöðnun og oft á tíðum eru mál utan landsteina litin hornauga. Gott dæmi um þetta er að Þjóðviljinn hefur hætt að birta er-' lendar fréttir en birtir þess í stað fréttaskýringar og greinar um er- lend ntálefni, oft harla tilviljun- arkennt. Ennfremur hefur innan Alþýðubandalagsins oftsinnis' verið fellt að taka upp formleg samskipti við sósíalíska flokka í öðrum löndunr - afstaða sem ég vil fullyrða að hafi veikt málstað okkar í málum sem við sósíalistar höfum látið okkur annt um -sér- staklega á Norðurlöndum. Hvað ber að gera? En hefur þá ekkert verið unnið að þessum málum innan Alþýðu- bandalagsins? Jú, vissulega, og þá aðallega af einstaklingum sem hafa gert margt vel - í vissum málum. En ég hef reynt hér að sýna fram á nauðsyn þess að vinna skipulegar að alþjóðasamskiptum: Að vinna að samskiptum við sósíalista annarra landa; Að vinna að málefnalegum málflutningi á heimsviðburðum og fréttum unt sósíalisma í heiminum í dag; Að vinna að því næst, hvenær sem það verður, þegar Alþýðu- bandalagið vinnur að myndun ríkisstjórnar, að utanríkismálefni verði ekki einkamál utanríkisráð- herra. Ég talaði um það fyrr í greininni að félagshyggja hefði seinustu árin verið á undanhaldi en nú finnst mér margt benda til að þeirri þróun hafi verið hrund- ið. Vofa kreppunnar gín vissu- lega yfir okkur - en gerurn okkur um leið grein fyrir, að vandi hennar verður ekki leystur með aðferðum nýfrjálshyggjunnar - heldur með aðferðum félags- hyggju og samvinnu. í þeirri bar- áttu er nauðsynlegt að starfa með samherjum í öðrum löndum til að læra af og til að kenna. Erling Olafsson. Erling Ólafsson kcnnari hefur tckið virkan þátt í mcnningar- máluin og pólitík. Hcfur til dæm- is setið í stjórn Háskólabíós og Fjalakattarins, verið lengi í forystu störfum fyrir samtök her stoðvaandstæðinga o.m.fl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.