Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. október 1982 DiOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóöfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Pjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn:,Álfheiður Ingadóttir, HelgiÓlafsson, LúðvíkGeirsson, Magnús H. Gíslason, ÓlafurGíslason, ÓskarGuömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Siguröardóttir, Valþór Hlööversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurösson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Ejinar Karlsson, Gunnar Elísson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurösson, Guðmundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsia og auglýsingar: Siöumúla 6 Reykjayík, simi 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaöaprent h.f. Viltu skipta? • Þótt óvissan sé mikil í íslerrskum stjórnmálum um þessar mundir, þá er eitt víst, og það er að traust manna á forystuliði stjórnarandstöðunnar á Alþingi er í lágmarki. • Það er að vissu leyti óhollt fyrir ríkisstjórnina, að svo fáir skuli trúa því í alvöru, að forystumenn stjórnarandstöðunn- ar í Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum séu líklegir til að ráða á farsælan hátt fram úr erfiðum vandamálum okkar þjóðarbúskapar. • Hin mikla og almenna vantrú á stefnu og starfi stjórnar- andstæðinga veldur því, að margur maðurinn, sem ekki prísar núverandi ríkisstjórn nema í hófi, má þó vart til þess hugsa, að skipta á henni og liðinu hans Geirs Hallgríms- sonar. v • Og síst af öllu hafa hinar nýjustu tiltektir stjórnarand- stæðinga orðið til þess að auka tiltrú manna á stjórnvisku þessara pólitísku svefngengla. • Geir Hallg'rímsson er að Vísu formaður fyrir stærsta stjórnmálaflokknum í landinu, sem hefur notið yfir 40% fylgis, - en hvað halda menn að þeir séu margir, sem nú biðja um Geir Hallgrímsson í sæti forsætisráðherra? • Væri ekki ráð að einhver hlutlaus aðili gengist fyrir skoð- anakönnun um það mál?! • Ýmsir gagnrýna ríkisstjórnina fyrir skerðingu verðbóta á laun þann 1. des. n.k.,-en skyldi nokkur sá maður vera til í landinu, sem í raun trúir því, að ný ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins reyndist verkafólki hagstæðari í þessum efnum? • Lítum á reynsluna. • Síðasta samstjórn þessara flokka hóf feril sinn á því að banna allar verðbótagreiðslur á laun með lögum, og stóð það bann í nær fimm ár, uns verkalýðshreyfingin braut það á bak aftur eftir mikla og fórnfreka baráttu. • Geir Hallgrímsson var forsætisráðherra á árununi 1974 til 1978. - Árið 1975 lækkuðu þjóðartekjur okkar íslendinga álíka mikið og líklegt er talið að þær lækki nú í ár. Þá hækkuðu þjóðartekjurnar hinsvegar strax aftur árið 1976 og urðu það ár aðeins 2% lægri en verið hafði árið 1974. • En hvað gerist í kjaramálunum á þessum árum 1975 og 1976? - Svarið við þeirri spurningu liggur fyrir staðfest m.a. í skýrslum Þjóðhagsstofnunar. Þótt þjóðartekjur á mann væru aðeins 2% lægri árið 1976 heldur en verið hafði 1974, - þá hafði kaupmáttur kauptaxta launafólks minnkað um full 19% á þessum tveimur árum, eða nær tífalt meira en svaraði falli þjóðartekna!! • Til samanburðar er vert að hafa í huga, að sams konar útreikningar Þjóðhagsstofnunar sýna hins vegar nú, að í ár muni meðalkaupmáttur kauptaxta hins vegar haldast óbreyttur frá fyrra ári, þrátt fyrir um 5% fall þjóðartekna, en á næsta ári muni koma fram um 6% skerðing kaupmáttar- ins, - og er þá reyndar ekkert tillit tekið til þeirra bóta sem þar koma á móti, svo sem Iengingar orlofs, sem jafna má til 2% kauphækkunar. • Beri menn þetta nú saman! • Og fyrst ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar taldi sanngjarnt árið 1976, að halda kaupmættinum 19% lakari en tveimur árum fyrr, þótt þjóðartekjurnar væru aðeins 2% lægri, - hvað halda menn þá, að slík ríkisstjórn gerði við kaupið nú þegar þjóðartekjur hafa fallið um 5%? Á árunum 1976,1977 og 1978 hækkuðu síðan þjóðartekjurnar samtals um 16,6%. Samt taldi ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar enn ástæðu til að setja um það lög snemma á árinu 1978, að skerða verðbætur um helming, - ekki bara einu sinni eins og bráðabirgðalögin frá 21. ág. s.í. gera ráð fyrir - heldur fjórum sinnum í röð! • Fyrst ríkisstjórn Geirs taldi þetta nauðsynlegt, þegar þjóðartekjur höfðu vaxið um 16,6%, - hvað halda menn þá að slík ríkisstjórn bjóði upp á þegar þjóðartekjurnar minnka um 5%? - k. klippt Moldviðri Morgunblaðsins Mogginn hefur hamast af hefð- bundnu offorsi í tveimur mála flokkum uppá síðkastið. Annar vegar hefur blaðið hamast gegn félagsmálaráðherra vegna þess' að hann hefur að tillögum nefnd; sem farið hafa ofan í saumana í rekstrarmálum heilbrigðisstofn- ana, lagt til að nokkrar þessara stofnana verði fjármagnaðar beint af ríkinu samkvæmt fjár- lögum í stað daggjaldakerfis áður. Hins vegar hefur Mogginn látið öllum illum látum við iðn- aðarráðhcrra vegna þess að Mogginn sættir sig ekki við fram- göngu hans í samskiptunum við Alusuisse. Nú hefur brugðið svo við að fjölmargir menn sem eru frammá í málaflokkinum auk þess að vera forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins, hafa opinberlega mótmælt málflutningi Morgunblaðsins. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi skrifar grein í Morgunblaðið í gær um „Dag- gjöld eða föst fjárlög", þar sem hann gerir moldviðrið að umtals- efni, sem þyrlað hefur verið upp þessa dagana vegna þessa máls. Gagnsleysi dag- gjaldakerfisins Meðal annars minnist Sigur- geir á það að landsfundir Sjálf- stæðisflokksins hafi ályktað um þessi mál árin 1979 og 1981 og landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga „á þá lund að rekst- ur sjúkrahúsa sé sameiginlegt verkefni allra landsmanna og beri því ríkisvaldinu að sinna því“. Síðan segir bæjarstjórinn: „Þetta mál er margþætt og skoð- anir skiptar.. Sem nefndarmaður daggjaldanefndar sjúkrahúsa frá upphafi geri ég mér góða grein fyrir gagnsleysi daggjaldakerfis- ins til mótunar heilbrigðisstefnu. Sem sjáifstæðismaður er ég á móti allri sóun, sem kallar á hærri skatta almennings og sem sveitarstjórnarmaður í yfir 20 ár veit ég að þetta verkefni, sem til sín tekur 5. hverja krónu af fjár- lögum verður að fá verðuga stjórnun fagráðuneytis sem lýtur Hvcrn erumj* '£p........ “’Ír^nstvléstjórnun^ ^ >*-* - ,, lr‘m»">”* iur * f1 . . hv^v »• " »ð ™ .,«/•»0» 1 *m '",u. . , s.,ihn„fti»m»'» J1 .. Vo»>» I _ enlrSwWi, S'r .rLo* 6W-™""™ 1 Se{tjarname*t I ".i,. .... i. 1 <* ,rt* P' • rryn» »» K,„,„»fto' Jo». *» ,ntor»l» *)*''*,„ okúr .urin.m* H *b'lÍidaor •‘t“’ mrf' h* '^oldom (•k»«<,‘' ; Enhvererþi » niunurinn? pólitískum vilja Alþingis við fjár- lagagerð hverju sinni. Annað er óstjórn". „Hún er dálítið skrítin“. sagði sjálfur Ragnar Halldórs- son álfursti í viðtali við síðdegis- blaðið í fyrradag, um málsmeð- ferð Morgunblaðsins. Morgun- þlaðið hefur tönnlast á því að til- bóð Hjörleifs Guttormssonar um bráðabirgðahækkun á raforkunni til álversins sl. vor hafi verið verðtilboð til frambúðar. Margir hafa orðið til að hrekja þessar fullyrðingar Morgunblaðsins auk iðnaðarráðherra sjálfs. En er nú ekki farið að næða um málflutn- inginn þegar formaður Verslun- arráðsins sér sig tilneyddan til að senda hinu virta dagblaði aðra eins nótu? Athugasemd við skrif Morgunblaðsins um tilboð iðnaðarráðherra til Alusuisse um endurskoðun raf- orkuverðs", var yfirskriftin á grein Vilhjálms Lúðvíkssonar formanns álviðræðunefndar með meiru, sem birtist einnig í Mogga í gær. Vilhjálmur var viðstaddur fundi iðnaðarráðherra með dr. Muller og veit manna gerst um málið. Vilhjálmur ítrekar að krafan um hækkun raforkuverðs hafi verið orðuð með þessum hætti: „Að hafin verði „endurskoðun á orkusölusamningi milli Lands- virkjunar og ÍSAL í þeim tilgangi að leiðrétta orkuverð á grund- velli langtímasamnings til sam- ræmis við framleiðslukostnað á orku og það verðlag sem ál- bræðslur greiða í Evrópu og Norður-Ameríku að teknu tilliti til tollfrjáls aðgangs ÍSAL að efnahagsbandalagi Evrópu, svo og annarra atriða er varða sam- keppnisstöðu ÍSAL. — Hin nýju ákvæði skulu taka fullt tillit til verðbólgu. — Það er ætlun aðila að endur- skoðun orkuverðs skuli lokið fyrir 1. nóvember“. Fokið í flest skjól Það þarf vart að taka það fram, að þessi athugasemd formanns álviðræðunefndar var falin inn- anum auglýsingar á blaðsíðu 46 í Mogganum í gær. Þannig er nú fokið í flest skjól fyrir Mogganum í þeim tveim málaflokkum sem blaðið hefur rótast hvað mest í að undan- förnu. Það virðist vera „taktik“ hjá Mogganum að taka einstök mál til sérstakrar umfjöllunar og djöflast svo með þau á síðurnar. Tilgangurinn er að sjálfsögðu að gera pólitíska andstæðinga enn tortryggilegri en þeir áður voru í augum lesenda. Sannleikur og hlutlægni verða býsna fjarlæg þegar Mogginn heldur svona á málum, enda til annars stofnað. En oft lukkast blaðinu ótrúlega vel að blekkja fólk með þessum áróðri. Þar sem eigin liðsmenn Moggans hafa nú snúist svo öndverðir gegn blaðinu í þessum tveimur máiaflokkum, má eins búast við því, að þeir hverfi af síðum Moggans á næst- unni. Hins vegar verður gaman að sjá hvað verður næsta mál sem hlýtur þau hörmulegu örlög að fá meðferð í Mogganum. — óg Leitin að hamborgur- unum íslendingar hafa lengi notast við fáein málefni til að deila um þegar annað um þraut. Minkur- inn og sterkur bjór hafa staðið sig nokkuð vel sem málefni, en eru dálítið þreytt orðin og dösuð. En sem betur fer stendur heimurinn ekki alveg í stað, og með breyttum hvunndagsvenjum koma fram nýir möguleikar á líf- seigum deiluefnum. Þetta hefur sannast í þeirri leit sem nýlega er hafin í blöðum að hamborgaranum, eðli hans, eðliskostum og göllum. Neyt- endasamtökin vildu gjarna rýna í borgara þennan, en hafa sætt miklu ámæli frá framleiðendum hans fyrir að kunna ekki óyggj- andi skil á þeirri efnafræði- og þjóðfélagsfræðilegu aðferða- fræði sem ein dugir til að skera upp úr í miklu máli: hvað er hamborgari. im Einn framleiðandi sendir Jóni Óttari Ragnarssyni tilsvar um þetta mál í Morgunblaðinu um helgina og gefur þar m.a. svo- felldar lágmarksforsendur fyrir skilningi á vandanum: „Nafnið hamborgari er töku- orð í íslensku og komið af banda- ríska nafninu hamburger. Þetta er samheiti á ákveðnum samsett- um rétti sem seldur er á fjölmörg- um veitingahúsum og skyndibita- stöðum um allan heim.... Það hlýtur að vera villandi fyrir neytendur hverjum þessi samtök eru til þjónustu þegar hluti í framleiðslueiningu (kjötkaka) er tekinn út úr til rannsóknar, en síðar gefur fréttin tilefni til að ætla að allur rétturinn hafi verið metinn....Vegna framsetningar Neytendasamtakanna á könnun- inni missir þessi þáttur marks“... Margt fleira skemmtilegt kem- ur fram í grein þessari. En á hitt 1 má líka minna, að hamborgari fellur undir það fóður sem Bandaríkjamenn sjálfir kenna við „junk“, rusl, ómeti. Og hafa þeir komið sér upp vísindalegum stofnunum til að venja fólk af því fóðri sér til heilsubótar. Aðalað- ferðin er sú, að sýna sjúklingun- um girnilega hamborgara og venja þá af þeim með því, að þeg- ar bitið er í rétt þennan fær sá, sem svo djarfur reynist, raflost. Það er því ljóst, að þótt sam- komulag liggi ekki fyrir um það hvað hamborgari sé, þá skapar hann mörgu fólki bæði atvinnu, gróða og svo rannsókna- og lækn- ingatækifæri. Eða eins og Árni Magnússon sagði: Hefur svo hver nokkuð að iðja. -áb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.